Þjóðviljinn - 01.08.1965, Side 6

Þjóðviljinn - 01.08.1965, Side 6
$ SIÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Sunnudagur í: ágúst 1965 „HERRA FORSETI, ÞAÐ ER UNDIR YÐUR KOMIÐ HVERNIG FER BANDARÍSKIR MENNTAMENN GEGN STRiDINU I VIETNAM ÁVARP HÁSKÓLAKENNARA Rúmlega 10.000 bandarískir háskólakennarar hafa ritað undir ávðrp þar sem krafizt er að stríðinu sé hætt. Þetta „Oona bréf' sem hér fer á eftir er dagsett 28. febrúar s.L og var birt í „New York Times" ásamt hundruðum undirskrifta. Við undirritaðir háskólamenn teljum okkur skylt, herra forseti, að kveðja okkur opinberlega hljóðs um stefnu þá sem stjóm okkar fylgir í Suður-Vietnam. Við biðjum yður að gefa gaum að afstöðu okkar í Ijósi eftirtalinna staðreynda: Við höfum skorizt í leikinn ótilkvaddir til stuðnings hverri andlýðræðislegri stjóminni af annarri sem all- ar hafa haft á móti sér meirihluta suðurvietnömsku þjóðarinnar. Við erum aðilar að ómannúðlegri og siðlausri styrj- öld sem þegar hefur leitt ólýsanlegar hörmungar yfir fólkið í Suður-Vietnam. Nýlegar loftárásir okkar á Norður-Vietnam magna hættuna á því að staðbundið stríð verði að meirihátt- ar styrjöld ... Við biðjum yður að hætta að senda bandaríska her- menn og bandarískt fé í stríðshítina í Suður-Vietnam. Við biðjum yður að leita eftir samningslausn í því skyni að mynduð sé óháð og hlutlaus stjóm í Suður- Vietnam og bandarískt herlið verði flutt þaðan... Við biðjum yður, herra forseti, að hefjast þegar handa til að binda endi á stríðið í Suður-Vietnam. Því lengur sem haldið er áfram á sömu braut og nú er far- in, því færri leiðum eigum við kost á úr ógöngunum- 20.000 MÓTMÆLENDAPRESTAR hafa undirritaó ávarp til Johnsons forseta sem birt var i ,,Nenw York Times" 18. apríl. Þar segir m.a.: Hættum loftárásunum þegar í stað, förum fram á vopnahlé og reynum að láta verða af tillögu yðar um „viðræður án skilyrða“; en þá verðum við að láta öll skilyrði niður falla . .. Hvernig eru viðræður án skil- yrða hugsanlegar ef við lýsum yfir fyrirfram hverjar eiga að vera niðurstöðurnar? Við eigum að ræða við alla aðila sem eiga hlut að máli. Háttsettir embættis- menn hafa sast að við munum ekki eiga neitt saman að sælda við skæruliða eða Þjóðfrelsisfylkingu þeirra. En á þvi er enginn vafi að beir hafa slík yfirráð í Suður-Vietnam að hiá bv’* verður ekki komizt að þeir taki’þátt í þessum viðræðum. UAW fSAMBAND VERKAMANNA ! BlLAIÐNAÐINUM) er eitt af stærstu og áhrifamestu verklýðssamböndum Banda- ríkjanna. Þaó samþykkti 4. apríl ályktun þar sem segir: Sú örlagastund er nú runnin upp þegar Bandaríkin verða að taka ákvörðun um hvað gera skuli í Vietnam- En því miður er svo komið að bandansku b'jóðinni eru aðeins boðnir tveir kostir: Annar er sá að banda- ríski herinn verði fluttur burt svo að tomrum mynd- aðist í Vietnam sem kommúnistar myndu fylla, en hinn kosturinn er jafn óaðgengilegur vegna þess að hann felur í sér að aðeins verði reynt að finna hern- aðarlega lausn og það með útfærslu (,,éscalation“, egl. stighækkun) stríðsins sem gæti að lokum leitt af sér þátttöku hersveita rauða Kína og einnig Sovétríkjanna og þannig leitt til heimsstyrjaldar með beitingu kjarna- vopna og þeirrar tortímingar sem það hefði í för með sér. Þar sem hvorugur þessara óaðgengilegu kosta getur mótað stefnu Bandaríkjanna, hvílir á okkur öllum sú skylda að leggja fram okkar skerf til þess að aðgengi- leg lausn finnist. ALBERT SZENT-GYORGYI nóbelsverðlaunahafi í læknavísindum 1937 í bréfi til „New York Times": í síðustu kosningum studdum við vísindamenn dyggilega Johnson forseta af ótta við hvað Goldwater hefði getað gert í hans sporum. Nú gerir Johnson for- seti það í Vietnam sem við óttuðumst... Hér er ekki aðeins um stríð að ræða, heldur siðferðilegt vandamál .. • Stefna stjómarinnar brýtur í bága við allar þær grundvallarreglur sem þjóð okkar byggir á. Ef hægt er að heyja stríð, eyða óhemjulegu fé, senda drengi okkar í önnur lönd til að drepa og verða drepnir, án þess að þjóðin sé spurð, þá er lýðræðið ekkert nema orðið tómt. Mikiú meirihluti Bandaríkjamanna er and- vígur þessu stríði. OTTO NATHAN var ritari og samverkamaður Einsteins. Hann sag-ði þetta í bréfi til „New York Times": Það hefur mikið verið rætt um pólitískar og hern- aðarlegar afleiðingar loftárásanna á Norður-Vietnam. Mér er þetta fyrst og fremst siðferðilegt vandamál. Ég álít það algerlega forkastanlegt, og það fremur en nokkra aðra hernaðaraðgerð, að kasta sprengjum á fólk sem Bandaríkin eru ekki í stríði við, aðeins vegna þess að svo kann að vera að stjórn þess styðji meinta byltingu í nágrannalandi. Myndum við gera loftárásir á Norður-Vietnam, ef það gæti svarað með spreng’juárásum á Bandaríkin? • OWEN LATTIMORE var ráóunautur bandariska utanrikisráóuneytisins í stjómartíft Roosevelt. Er nú prófessor í kínverskum fræðum við há- skólann í Leeds í Englandi. Hann segir i bréfi til „New York Times": Ferð okkar fram á hengiflugið minnir á feril Jap- ans á f jórða áratug aldarinnar. •. þegar Japanar héldu áfram „stigaukningu“ sinni þar til þeir hófu loftárás á annað land. Verður þetta endirinn, eða upphaf enda- lokanna, einnig fyrir Bandaríkin? Verður næsta Pearl Harbor loftárás á Kína •..? Ef við rekum ekki allir upp skelfingaróp getur svo farið að við vöknum ekki í tæka tíð af þessari martröð. FÉLAG ASÍSKRA FRÆÐA 1 þessum samtökum eru sérfræðingar um málefni Asíu frá öllum helztu menntastofnunum Bandaríkjanna. Félagið sendi Johnson forseta bænarskrá og segir þar m.a.: Við undirritaðir fræðimenn í málefnum Asíu sem erum saman komnir á ráðstefnu um sama leyti og við- ræður fara fram í Hvíta húsinu um stefnuna í Viet- nam beinum máli okkar af fyllstu virðingu til yðar til að biðja yður að beita því mikla valdi sem yður hefur verið veitt í því skyni að skera úr um hvort land okkar á að vera í fararbroddi í heimi friðar og OWEN LATTIMORE OTTO NATHAN framfara eða ófriðar og eyðileggingar... Við teljum að afdráttarlaus yfirlýsing um friðsamlegar fyrirætl- anir Bandaríkjanna í Austur-Asíu myndi greiða fyrir hagstæðum undirtektum af hálfu andstæðinga okkar og annarra aðila. Við biðjum yður því virðingarfyllst að taka þann- ig af skarið, svo að hætt sé sprengjuárásunum á Norð- ur-Vietnam og hafizt handa um að kveðja saman Genf- arráðstefnuna eða annan fund sem heppilegur væri talinn. Við biðjum yður að lýsa yfir við stjórnirnar í Peking og Hanoi að við viljum búa með þeim í friði, eins og við búum í friði með Sovétríkjunum... Það er undir yður komið hvemig fer.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.