Þjóðviljinn - 01.08.1965, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 01.08.1965, Qupperneq 7
Sunnudagur 1. ágúst 1965 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J %%%%%%%% %%%%%%%% %^%>%^%%^%^%%.%%%%%%%%% !11 fslendingar sátu í fyrri hluta júlímánaðar verk- lýðsráðstefnu í Rostock í Þýzka alþýðulýðveldinu. Dag- á ana fyrir ráðstefnuna hafði i íslenzki hópurinn ferðazt um (> Iandið, m.a. dvalizt nokkra f daga í Berlín. *' Á verklýðsráðstefnu þess- \ ari voru einkum þrjú mál 1 rædd. í fyrsta lagi var rætt um kjarnavopnalaus svæði í Mið- og Norður-Evrópu, í öðru lagi um baráttu verka- manna í þeim löndum, sem að ráðstcfnunni stóðu; fyrir samfélagslegu öryggi og í þriðja lagi var rætt um með- ákvörðunarrétt verkamanna við skipulagningu og stjórn framleiðslunnar og viðleitni þeirra til að ná auknum hlut í ágóðanum. 'Á ráðstefnu þessari, sem sjálf stóð aðcins i tvo daga, voru 650 fulltrúar og verka- menn frá Eystrasaltslöndun- um, þ e. Sovétríkjunum, Austur-Þýzkalandi, Finnlandi, Vestur-Þýzkalandi, Svíþjóð, Danmörku og svo frá Noregi og íslandi. Cm eða yfir 100 fulltrúar voru frá fjórum Norðurlandanna, en 11 frá ís- Iandi. Þá var þarna vestur- þýzk sendinefnd í fyrsta sinn, skipuð 50 þátttakendum. ★ Hér fara á eftir viðtöl við þrjú þeirra, sem ráðstefnuna sátu af íslands hálfu. Við- tölin fjalla reyndar minnst um ráðstefnuna sjálfa; frekar er reynt að fá fram þau at- vik, sem helzt eru minnisstæð viðmælendum okkar úr ferð- inni sjálfri. Auk þeirra, sem við ræð- um við, fóru þessir á verk- lýðsráðstcfnuna i Rostock: Stefán Ögmundsson og frú, cn Stefán var fararstjóri, Vil- borg Sigurðardóttir, Þorsteinn Óskarsson símvirki, Gunn- laugur Einarsson, iðnverka- maður, Sveinn Júlíusson, for- maður Verkalýðsfélagsins á Húsavík, Benedikt Þorsteins- so« frá Höfn í Homafirii og Einar Örn Guðjónsson, verka- maður í Reykjavík. Að lokinni ráðstefnunni í Rostock héldu tvcir þátttak- enda í ráðstefnunni til Sovét- ríkjanna í boði verkalýðsfé- laga, þeir Gunnlaugur Einars- son og Sveinn Júlíusson. Spjallað við þátttakendur í 8. verkalýðsráðstefnunni í Rostock In.gimar Sigurðsson. Eins og fúngarSur Jón Bjarnason vinnUr á hreppsskrifstofunni á Selfossi. Við hringdum í hann i vik- unni og mæltist honum eitt- hvað á þessa leið: Það var mjög ánægjulegt að koma ' til Austur-Þýzkalands. Sérstaklega var lærdómsrikt hve fólkið hefur það miklu betra en Mogginn segir og hef- ur sagt undanfarin ár. Mér virtist fólkið frjál-legt og klætt. rétt eins og við hér þó að glysið og glingrið værj reynd- ar ekki jafn mikið en þess saknaði ég hreint ekki Fyrstu vikuna vorum við í Berlín og nágrenni M.a skoð- uðum við múrinn og það er nú meiri múrinn, rétt eins og miðlungsstór túngarður úr snyádu á íslandi. . ann er allt að því metraþykkur og hæð- in er svona 1,70 m Múrinn er 14 km langur og á honum eru 14 hlið og tálmanir eru ekki meirj en svo, að ég sá til dæmis bandarískan her- mann spígspora um götur í Austur-Berlín. Á ráðstefnunni i Rostock voru 50 Vestur-Þjóðverjar og viður- kenndu þeir sjónarmið Austur- Þjóðverja í sambandi við múr- inn. Einnig lýstu þeir fyrir okkur ýmsum vafasömum að- förum v-þýzkra stjómarvalda í ýmsum málum, t.d því að kommúnistaflokkurinn skuli vera bannaður. Mikil uppbygging Við heimsóttum verksmiðjur eigi allfáar og virtist mér að- búnaður allur með ágætum þar. Kaupið er sæmilegt og hefur það hækkað mjög hin síðari ár. Mikið er unnið í á- kvæðisvinnu. Miðað er við af- köst og vinnugæði í senn. Vaktavinna tíðkast mjög og er unnið á þrískiptum átta tíma vöktum. En það, sem mér fannst einna mest sláandi þar ytra var hin geypilega uppbygging. Bæði uppbygging í iðnaði, sjáv- arútvegi oig landbúnaði, en það er líka byggt mikið af íbúðar- húsum. Og verkafólk vantar veruiega. tij starfa. . Verklýðsráðstefnan ; Rostock fór í alla staði vel fram og náði=t algjört samkomulag um þau mál. Sem helzt voru til umræðu Hún stóð eiginlega ekki nema í tvo daga og hreint ótrúlegt hve mikið vannst á þeim tíma. Reyndar hafði ver- ið unnið mjög vel að und- irbúningsframkvæmdum áður. Er veízlan oð byrja? Ingimar Einarssyni, jámsmið, mæltist eitthvað á þessa leið: — Þeir gáfu loðin svör Þjóð- verjarnir, þegar Danirnir spurðu af hverju þýzki herinn gengi gæsagang. Þeir sögðu kannski, að þetta væri gamall siður, en þetta fannst Dönun- um ekki nóg og þeir spurðu þessarar sömu spurningar hvað eftir annað og fengu alltaf sama svarið. — Minnisstæðast? Það er Brandenborgarhliðið og Sachs- enhausenfangabúðirnar. Það situr a.m.k. lengst í manni. í þessum gömlu fangabúðum sá niaður búnt af gömlum fanga- skóm, tennur, sem höfðu verið dregnar og barðar út úr föng- unum o.s.frv. Sachsenhausen — Ég var alinn upp í sveit, segir Ingimar jómsmiður, og faðir minn sagði alltaf, að það yrði jú að drepa skepnurnar en það ætti að gera það hrein- lega. Og segjum að nazistarnir hefðu þurft að fækka fólki, nú þá gátu þeir gert það hrein- lega í stað þess að beita að- ferðum eins og þeim að setja fætur fólksins í gapastokk og slíta svo hausinn af með spili eins og við strekkjum gadda- vír hérna á íslandi og setjaþað ekki í gasofnana fyrr en það stóð varla af næringarskorti. í bamaskóla las ég um það, að Þjóðverjar ættu 26 háskóla, en ef þetta er árangurinn! Og svo eru þessir menn, sem stóðu fyrir ósköpunum og skepnu- skapnum komnir í metorð í Vestur-Þýzkalandi, jafnvel orðnir dómarar. Járnsmiður í liðs- foringjastarfi Og svo minntist ég á Brand- enburgarhliðið. Þar hitti ég stéttarbróður minn, jámsmið, sem gegnir liðsforingjastörfum. Frá orlofsþorpinu við Mxiritzvatn. Ég held mér líði seint úr minni einlægni þessa manns, hann sagði frá erfiðleikunum við múrinn, gjörsamlega yfirlætis- laust, án þess að það væri uppskrúfað eða ýkt. Hann sýndi okkur t.d. myndir af fimm ungum mönnum, sem höfðu verið skotnir úr laun- sátri, er þeir voru að' gæzlu- störfum við múrinn. Hann var ekkert að lýsa þessu með læra- skellum og handapati, heldur sagði hann okkur írá þossu með sama yfirlætisleysinu og öllum hinum atburðunum, sem átt hafa sér stað við múrinn. Jákvæðum og neikvæðum. Annars bjóst ég við að sjá heilt herfylki á verði við Brandenborgarhliðið, en við sáum aðeins þrjá menn með hríðskotariffla og nokkra her- menn á vappi í kring með skammbyssu við belti. En þó þetta virðisl kánnski á yfir- borðinu ekkert ægilegt fyrir- bæri, þá fannst mér á fólkinu, að múrinn væri þvj ógn. Vest- ur-Þjóðverjamir gera vægast sagt mikið í því að magna spennuna. Þegar ég var þarna á sunnudegi, sá ég eitt sinn Framhald á 9. síðu. Birgitta Guðmundsdóttir. Saman- burSur Birgitta Guðmundsdóttir for- maður ASB hefur staðið í samningum undanfarið og sannast sagna ekki auðvelt að ná x hann til að leita frétta af förinni til Austur-Þýzkalands. Við náðum loks tali af Birg- ittu á heimili hennar, er samn- ingaumleitunum við Mjólkur- samsöluna var rétt lokið. — Og nú er næst að leggia til atlögu við bakarameistar- ana sagði Birgitta, er okkur bar að garði. Ég er ánægð með samkomulagið við Mjólk- ursamsöluna og almenn á- nægja ríkti á fundinum, er samningarnir voru samþykktir. En nú víkjum við að ferð- inni til Alþýðulýðveldisins. Birgitta hefur orðið: .. Fimm ár —i Ég fór til Austur-Þýzka- lands fyrir fimm árum og kom m.a. til Rostock. Og margt hef- ur breytzt. Geysimikil upp- bygging hefur átt sér stað og það var áberandi að ðllu hef- ur miðað áfram á flestan máta. Vöruúrval er svipað og víð- ast hvar þekkist hér . Reynd- ar er ekki glingrinu til að dreifa, en það segir nú held- ur lítið um hið raunverulega ástand. Orlofsbærinn Eftirminnilegast úr förinni er þó að líkindum orlofsbærinn Muritz-vatnið. Þar komum við á leiðinni frá Berlfn til Ros.tock og höfðum nokkra viðdvöl, að vísu allt of skamma. Ég hafði Framhald á 9. sfðu. %%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%>%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%>%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%.%%%% Avarp verkalýSsráðstefnu Eystrasaltsvikunnar \ Við. sem sátum áttundu verka- ) lýðsráðstefnu Eystrasaltsríkja, > Noregs og íslands, snúum okkur i til verkalýðs landa okkar og J hvetjum hann til baráttu fyrir: ■ Friði og afvopnun, ■ félagslegum framförum og J[ auknum réttindum verka- (> lýðsins ■ samhug og samvinnu verka- 'J týðssamtaka án tiíii4'-. tn < uvaóa alþjoðlegum samtök- t um bau eru bundin. V Með starfi og baráttu héfur verkalýðshreyfingin náð á liðn- um árum árangri sem við verð- um að varðveita og bæta. Friði, félagslegum framförum og lýðræði stafar hætta af hinni alþjóðlegu heimsvaldastefnu og í okkar álfu fyrst og fremst frá afturhaldsöflunum í Ves'tur- Þýzkalandi, sem keppa að því að fá kjarnorkuvopn og koma á n py.ðariön.uxn Við hvetjum alla til að styðja þau öfl, sem berjasf gegn hefnd- arsinnum en fyrir friði og kjarn- orkuvopnalausu belti í Norður- og Mið-Evrópu. Við snúum okkur til allra og hvetjum þá til að stuðla að vin- samlegri samvinnu milli verka- lýðssamtaka og ryðja þeim hindr- unúm úr vegi sem koma í veg fyrir eðlilegt samstarf verkalýðs- samtakanna. Við heitum á alla að beita sér fyrjjr f&assjggrs fras- fara, óryggi á vinnustað, meðá- kvörðunarrétti í atvinnu- og efna- hagslífi og bættum vinnu- og !» lífsskilyrðum. Við erum þess fullviss að öll- um þessum stefnumálum verði !' aðeins náð, ef friður helzt á jörðu. — Mikilvægasta forsendan ]J fyrir því er baráttusamstarf f v erkalýðsstéttarinnar og traust f samvinna allra verkalýðssam- i taka. | Eystrasalt verður að vera haf j friðarins. i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.