Þjóðviljinn - 28.08.1965, Page 1
Laugardagur 28. ágúst 1965
árgangur — 192. tölublað
RerjaferSin er ú nmrgun
•k Lagt verður af stað í
berjaferð Sósíalistafélags
Reykjavíkur og Kvenfélags
sósíalista kl. 8,30 í fyrramálið
og verður farig að Draghálsi
★ Tekið er á móti farpönt-
unum hjá Ferðaskrifstofunni
Landsýn að Skólavörðustíg
16, sími 22890, og kostaí far-
ið' kr 200, berjaleyfi innifal-
ið
★ Verið vel búin og takið
með ykkur naeg ílát svo og
berjatínur
★ Notið þetta ágæta tæki-
færi til þess að afla ykkur
berja fyrir veturinn.
Fallhlífar-
stökk sýnt á
flugdeginum
Flugmálafélag Islands
efnir til flugdags á Rvík-
urflugvelli í dag, laugardag,’
og hefst hann kl. 2.30 síð-
degis, en völlurinn verður
opnaður kl. 1,30. Til við-
bótar öllum atriðum flug-
dagsins sem áður hefur ver-
ið skýrt frá, svo sem hóp-
flugi og listflugi á vélflug-
um og svifflugum, verður
fallhlífarstökk sýnt nú í
fyrsta skipti á þessum stað.
Það er Bandaríkjamaður,
kennari í þessari íþrótt, _
sem sýnir. Að sýningarat- '
riðum loknum fer fram
knattspymukappleikur milli
Loftleiða og Flugfélags ís-
lands og verður keppt um
bikar sem Flugvirkjafélag
íslands hefur gefið.
Þeir Flugmálafélagsmenn
hafa orðið að fresta flug-
deginum vegna óhagstseðs
veðurs undanfarnar tvær
helgar, en nú treysta þeir
spádómum þeirra sem veð-
urglöggir eru um góðviðri
í dag.
Samið var við málm-
og skipasmiði í gær
Á sáttafundi í deilu málm- og skipasmiða, sem
lauk í gærmorgun, voru undirritaðir samningar
um kaup og kjör með fyrirvara um samþykkt fé-
lagsfunda.
Kl. að ganga tíu í gærmorg-
un voru undirritaðir samningar
fyrir málm- og skipasmiðafélög-
in í Reykjavík og á Selfossi.
Samningafundur hófst klukkan 2
í fyrradag og hölt viðstöðulaust
áfram þar til samkomulag náð-
ist.
Sáttafundir höfðu ekki verið
haldnir í kjaradeilu málm- og
skipasmiða í fimm vikur, er þessi
lokafundur var boðaður, skömmu
eftir að Málm- og skipasmiða-
sambandið hafði sent út frétta-
tilkynningu um vinnustöðvun tvo
daga í viku í septembermánuði.
Að líkindum verða fundir ekki
haldnir í félögunum fyrr en á
mánudag og verður efni samn-
inganna þá kynnt.
Þau félög, sem samkomulag
náðist við eru: Félag jámiðnað-
armanna, félag
félag skipasmiða, félag
smiða, öll í Reykjavík og félag
járniðnaðarmanna í Árnessýslu.
Sveinafélag jámsmiða á Akur-
og
eyri og í Vestmannaeyjum
Málm- og skipasmiðafélagið í
Vestmannaeyjum og Málm- og
skipasmiðafélagið í Neskaupstað
semja hvert á sínum stað og
munu leggja til grundvallar það
samkomulag, sem undirritað var
hér í gærmorgun.
Samningarnir gilda- frá 30. ág.
n.k. til 1. október 1966.
Fulltrúi sjómanna
mætir ekki á fundi
í .sexmannanef nd'
Miðstjórn ASÍ hefur nú
bifvSavirkla" ákveðið að vera ekki lengur
bHkk-1 aðili að sexmannanefndinni,
lannsókn sjóslyssins að Ijúka:
Klukkustundar töf varð á
I •
vaöningu björgunarsveita
Jón Finnsson, fulltrúi sýslumansins í Gullbringusýslu,
skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að sjóprófum væri nú
að mestu lokið vegna Þorbjarnarslyssins og kvað hann
það hafa' komið fram í málinu að um það bil klukkustund-
artöf hefði orðið á kvaðningu björgunarsveitanna á slys-;
staðinn ýmissa orsaka vegna.
Fulltrúinn sagðist í fyrrakvöld
hafa tekið skýrslu af símstöðvar-
stjóranum í Höfrium og formanni
Slysavarnadeildarinnar þar og í
gær tók hann svo skýrslu af loft-
skeytamanni þeim sem var á
vakt í stöðinni í Gufunesi nótt-
ina sem slysið varð og tók á móti
tilkynningunni um að Þorbjöm
væri í nauðum staddur.
Samkvæmt framburði loft-
skeytamannsins barst stöðinni i
Gufunesi tilkynning frá vélbátn-
um Stafnesi kl. 1.32 um nóttina
um það að Þorbjörn væri að
reka upp í klettana. Kvaðst hann
þá þegar hafa hringt í síma
Slysavarnafélagsins sem upp eru
gefnir í símaskránni sem neyðar-
símar en ekki náð sambandi, þó
hringdi hann ekki í síma Jóns
Alfreðssonar umsjónarmanns
Loftskeytamaðurinn segist hafa
náð sambandi við vitavörðinn í
Reykjanesvita laust fyrir kl. 2 og
um það leyti eða rétt áður var
hann búinn að biðja landssím-
ann að ná sambandi við þiafnir
en það tókst ekki. Einnig bað
hann landssímann að ná sam-
bandi við Grindavík en það tókst.
ekki heldur og sjálfur reyndi
hann árangurslaust að hringja
þangað.
Þegar ekki tókst að ná sam-
bandi við Slysavamafélagið,
Hafnir eða Grindavík hringdi
hann aftur til vitavarðarins og
bað hann að reyna að ná sam-
bandi við Hafnir en þá var kl.
Framhald á 7. síðu.
sem fjallað hefur um verð-
lagningu landbúnaðarafurða.
Fulltrúi sjómanna, Sæmund-
ur Ólafsson hefur ákveðið
að mæta ekki á fundum
nefndarinnar, meðan hún
væri ekki fullskipuð, en Ein-
ar Gíslason fulltrúi iðnaðar-
manna mun mæta á fundi
verði nefndin kölluð saman.
★ Blaðið hafði samband við þá
Sæmund Ólafsson og Einar Gísla-
son í gærdag og innti eftir áliti
þeirra:
★ Sæmundur sagðist ekki mæta
á fundum nefndarinnar meðan
hún væri ekki fullskipuð, hún
væri óstarfhæf, ef fulltrúi Al-
þýðusambandsins tæki ekki þátt
í störfum hennar.
★ Einar Gíslason sagði að í
rauninni væri nefndin óstarfhæf
eftir þessa ákvörðun ASl, Engu
að síður væri nefndin til eftir
sem áður og myndi hann mæta
á fundum hennar ef boðaðir
yrðu.
★ Hvorki Sæmundur né Einar
vildu láta neitt eftir sér hafa um
þær röksemdir, sem Alþýðusam-
band Islands færir fyrir ákvörð-
un sinni.
Karjalainen og frú við komuna til Reykjavíkur (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
KARJALAINEN FER TIL
LAXVEIÐA Á MORGUN
Ahti Karjalainen utanríkisráð-
herra Finnlands, sem hér er f
opinberri heimsókn ásamt konu
sinni, ræðismönnum íslands í
Helsinki, Kurt og Kai Juuranto,
frú Leivo-Larsen ambassador
Finna á Islandi og fleira fylgdar-
liði, hélt í gærmorgun með flug-
vél til Akureyrar með föruneyti
sínu og var síðan haldið til Mý-
vatns en í gærkvöld hafði bæj-
arstjóm Akureyrar boð inni að
Hótel KEA til heiðurs ráðsherr-
anum.
I dag kemur ráðherrann aftur
að norðan og mun skoða borgina
áít , ^ > ' S' .. -í | ' v
x-x-:.
m mm
Víti til varnaðar
Á tólftu síðu blaðsins í
dag er sagt frá hirðuleysi
og ófullnægjandi varúðar-
ráðstöfunum á byggingar-
vinnustöðum í Reykjavík.
Einn af þessum hættulegu
vinnustöðum er bygging á
vegum borgarinnar sjálfrar,
Lögreglustöðin í Reykjavík
við Hlemmtorg. Þar er allt
galopið, veggir, steinhús og
pallar og getur hver maður
hugsað sér hvað þar gæti
gerzt ef börn kæmust þang-
að til Ieikja eftir að
skyggja tekur, eða ef ein-
hver verkamaðurinn stigi :
ógáti eitt spor aftur á bak
á skökkum stað. Úr þessu
mætti bæta á auðveldan
hátt t.d. með því að hafa
þama slá á hvcrri hæð
u.þ.b. metra frá gólfi.
—<r
og ræða við blaðamenn. Býðu
Reykjavíkurbórg honum til há-
degisverðar að Sögu en í kvöld
snæðir hann kvöldverð í boði ut-
anríkisráðherra.
Á morgun fer Karjalainen á
laxveiðar en kona hans skoðar
Þingvelli og fleiri staði austan-
fjalls á meðan. Héðan halda ut-
anríkisráðherrahjónin ásamt
fylgdarliði sínu á mánudagsmorg-
16 skip fengu 21
bús. mál og tunn,
Fáein skip fengu góða veiði
180—190 mílur NA að A frá
Raufarhöfn. Þar var sæmilegt
veður en bræla var í Reyðar-
fjarðardýpi. — Samtals fengu
16 skip 21.080 mál og tunnur.
Oddgeir ÞH 1600 tn. Bergur
VE 1900 tn. Skagfirðingur OF
1100 m. Sig. Bjamason EA 1400
mál. Faxi GK 1200 m. Ingiber
Ólafsson GK 1800 m. Hannes
Hafstein EA 1750 m. Fróðaklett-
ur GK 650 m. Ólafur Friðberts-
son ÍS 950 m. Guðmundur Pét-
urs IS 1300. Elliði GK 920, Nátt-
fari ÞH 1410 m. Hugrún IS 800
mál. Keflvíkingur KE 1500 mál.
Bjarmi II. EA 1700 mál.
Sigurvon RE 1100 mál.
Skoti frestoð
franskra vísindamanna á Skóga-
sandi, sem ákveðið hafði verið
kl. 23.00 í gærkvöld.
Fresta varð öðru eldflaugaskoti
Komu ekki í gær
Ungverska liðið Ferencvaros
sem átti að koma til Reykjavík-
ur í gærkvöld kom af ókunnum
ástæðum ekki með þeirri flugvél
eins og til stóð. Munu þeir því
koma í dag.
Fríhafnannálið
Finna engan
lögfræðing!
•k Enn hefur ekki verið
skipaður setudómari fil rann.
sóknar á vörurýmun þeirri
sem kom fram við birgðataln-
ingu í Fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli, þótt liðinn sé
meir en mánuður síðan rik-
isendurskoðandi óskaði eftir
oví að slík rannsókn færi
:'ram.
ár Hörður Helgason deildar-
stjóri í vamarmáladeild ut-
anríkism.ráðuneytisins sagði
i viðtali við Þjóðviljann í
;ær að ekki stæði nú á öðru
an finna lögfræðing sem vildi
iaka málið að sér, og hefði
nann unnið að því í samráði
við sakadómara og dóms-
málaráðuneytið, en enginn
ögfræðingur væri finnanleg-
ar í starfið.
k Utanríkisráðherra ber að
skipa setudómarann og kem-
ar það í hlut Emils Jónsson-
ar í fjarveru Guðmundar í.
Guðmundssonar. Emil mun
hafa komið til landsins í
gærkvöld, og er þess að
vænta að ekki verði tafir
á ag hann skipi dómarann
jegar leit undirmanna hans
í ráðune^inu hefur borið
áran.gur.
1
)
f
<