Þjóðviljinn - 28.08.1965, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 28.08.1965, Qupperneq 6
I 0 SfÐA — ÞJÖBVTLJINN — Laugarclasiir 88. ágöst 1985 • Perlumóðirin í Stjörnubíó • í dag hefjast í Stjörnubíói. sýningar á sænsku myndinni ,,Perlumóöirin“, sem gerð er eftir samnefndri sögu Gösta Gustaf- Jenssons. Með aðalhlutverkið, hina ráðríku og drambsömu „perlu- móður“, sem einskis svífst til að halda í syni sína tvo, fer Inga Tidblad. Það er nokkuð langt síðan Inga Tidblad lék síðast í kvikmynd, líklega um 6 ár, en hún er ein fremsta skapgerðarleikkona Svía. Annan soninn leikur Tommy Berg- gren og er þetta fyrsta hlutverk hans og þykir honum hafa tekizt vel. Með önnur aðalhlutverk fara: Edvin Adolphson, Mimmo Wáhlander, G. H. Westergren, og Gio Petré. Leikstjóm er í höndum Torgny Anderberg. • Skógrækt og kartöflugarðar Gunnar Jóhannsson frá Siglufirði, harmar það að Þjóðviljinn skuli leggja lið, „þeim sem vilja níða Skóg- raekt ríkisins", með því að birta mynd mína af grisjun skóglendis í Þjórsárdal; Ég held að Skógræktin sé ekki hafin yfir gagnrýni, frekar en aðrir, sé hún ekki ósanngjörn, en misskilningur er að ég vilji níða eitt eða neitt, en tel mér heimilt að gagnrýna. Bið ég Gunnar að athuga vel mynd- ina sem birtist í Þjóðviljanum hinn 17. ágúst sl. og gera það upp við sig hvort villiskógar landsins verði fegurri við svona meðferð. Okkur sem unnum ís- lenzkri náttúrufegurð, ógnar að sjá þessa „kartöflugarða“ úr ís- lenzkri villibjörk, á fegurstu stöðum landsins, svo sem í Þjórsárdal og við Norðurá í Borgarfirði og má mikið vera ef ekki er búið að vinna sams- konar spjöll víðar. Ég efast ekki um að „Skóg- ræktinni" gangi gott eitt til og telji sig nota réttar aðferð- ir, en í Stjórnartíðindum frá 1929 má lesa mjög nákvæma lýsingu á því hverrrig grisja skuli skóglendi og fylgja þeirri lýsingu góðar skýringarmyndir. Sé farið eftir þessum reglum, sem ég vona að séu enn í gildi, mundi svo hörmuleg eyðilegging skóglendis, sem átt hefur sér stað í Þjórsárdal og víðar, ekki geta skeð. Það er ömurlegt að vita til þess að Þjórsárdalsskógurinn, sem staðið hefur af sér regn elds og eimyrju frá ómunatíð, skuli nú svona leikinn af mannahöndum. Væri fróðlegt að heyra álit fleira fólks á þessari meðferð skóglendis og á ég bágt með að trúa því að ég sé einn um það álit sem hér hefur komið fram. Um gagnsemi „skógræktar ríkisins" í heild ræði ég ekki við Gunnar enda erum við sjálfsagt á öndverðum meiði. Reykjalundi 26 ágúst.' Ásgeir Long. • Pennavinur • 23ja ára austur-þýzkur kenn. ari óskar eftir að komast í bréfásamband við íslendinga. Safnar frímerkjum og póstkort- um, og skrifar ensku og þýzku. Nafn hans er: Fritz Borrmann, 757 Forst. Alexanderstr. 7 D.D.R. • Öruggur sigur • Útaf grein í Vísi um leik KR við Akranes sl. sunnudag, þar sem látið er heita, að KR- ingar hafi tapað af því að þeir fóru uppeftir í gömlum, aust- urþýzkum bíl, fullum af kol- sýringi, langar mig að beina eftirfarandi til þeirra, sem hafa umsjón með erlendum lið- um, sem koma hingað til að keppa á landsleikjum: Blessað- ir, passið þið bílinn vel og notið hann til flutninga á mannskapnum, því þarna hlýt- ur að vera opin leið til að við getum einhvertíma unnið landsleik! Hörður Gestsson. • Meistari Anatole • I kvöld heyrum við meðal annars stutt leikrit, sem byggt er á smásögs eftir Anatöle France. Það er alltaf jafn ánægju- legt að frétta af þessum gamla syndasel, guðleysmgja, stjórn- leysingja og hér um bil komm- únista. En hann var einn af þessum fágætu mönnum sem eru eiginlega of gáfaðir og of menntaðir til að vera skáld. Því miður drukkna hmir blóð- ugu hestar skáldskaparins í yf- irþyrmandi fróðleik og léttúð- ugri þreytu. Karlakórar gera nú ítrekað- ar tilraunir tfl að leggja undir sig laugardaga. * • Laugardagur 28. ágúst. 13.00 Óskalög sjúklinga: Krist- in Anna Þórartnsdóttir kynn- ir lögin. 14.20 Umferðaþáttur: Pétur Sveinbjarnarson hefur um- sjón á hendi. 14.30 I vikulokin: Þáttur í umsjá Jónasar Jónassonar. 16.00 Um sumardag: Andrés Indriðason kynnir fjörug lög. 16.30 Söngvar í léttum tón. 17.00 Þetta vil ég heyra: Jón N. Pálsson velur sér hljóm- plötur. 18.00 Tvítekin lög. 20.00 Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur í útvarpssal: Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. 20.30 „Reyndu ekki að grafa of djúpt“, smásaga eftir Al- bert Moravia. Þýðandi: Unn- ur Eiríksdóttir. Erlingur Gislason les. 20.50 Kórsöngur: Karlakór Keflavíkur og kvennakór. Stjórnandi: Herbert Hribersc- hek Ágústsson. Einsöngvari: Haukur Þórðarson. Undir- leikari: Ragnheiður Skúla- dóttir. 21.20 „Saklaus ílygi“ gaman- leikur saminn af Gunnari Róbertssyni Hansen, eftir smásögu Anatole France. Þýðing: Þorsteinn ö. Step- hensen. Leikstjóri: Ævar R. Kvaran. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. • Brúðkaup • 21. ágúst voru gefin saman í hjónaband af sér Jóni Thor- arensen, ungfrú Soffía Kristín Hjartardóttir og Oddur Þórðar- son, Borgarnesi. (Stúdíó Guð- mundar Garðastræti 8), • Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Borgarnesi af séra Leó Júlíussyni ungfrú §igur- björg Símonardóttir og Sigurð- ur Óskarsson. (Studíó Guð- mundar Garðastræti 8). Gott og vel. En var yður kennt að skilja myndlist? Fadééf fór aftur að hlæja og sneri talinu að öðru. Ef við lítum yfir allan sköp- unarferil Picasso, þá sjáum við glöggt hve hann hefur breytt myndlistinni. Eftir impressjón- ismann sáu menn náttúruna í nýju ljósi — án gleraugna Bolognuskólans. Listamenn- irnir máluðu undantekningar- laust eftir náttúrunni: andlit, landslag, uppstillingar. Kom- pósísjónir féllu undir einokun akademískra listamanna. Lista. mennirnir óttuðust ekkert meir en sögu í mynd eða „bókmenntavesen“ eins og komizt var að orði. Líklega er „Jarðarför í Ornans“ eftir Courbet síðasta kompósísjónin sem sköpuð var í Frakklandi af miklum meistara, en þetta verk varð til árið 1850. Árið 1937, næstum því hundrað ár- um síðar málaði Picasso „Tor- tímingu Guernica". Þegar ég kom frá Madrid til Parísar fór ég strax á spánska sýningarsalinn á heimssýningunni og varð sem steini lostinn: ég sá Guernicu. Síðar sá ég hana tvisvar — árið 1946 á safni í Ndw York og árið 1956 á yfirlitssýningu verka Picasso í Louvre. — Og í hvert sinn fann ég til sömu geðshræringar. Hvernig gat Picasso séð svo fram í tímann? Við vitum að borgarastyrjöld- in á Spáni var háð upp á gamla móðinn. Að vísu var hún æfing fyrir þýzka flug- herinn, en árásin á Guernica var smáaðgerð, fyrsta reynslu- ferð. Svo kom heimsstyrjöldin síðari, svo kom Hirosíma. Mynd Picasso er ógnir fram- tíðarinnar, fjölmargra Guern- ica, atómstórslysa. Við sjáum búta af sundurtættum heimi, vitfirringu, hatur, örvæntingu, óveran. (Hvað er raunsæisstefna, og hvort er sá listamaður raun- sær sem reynir að túlka harm. leik Hirosíma með því að teikna nákvæmlega kaunin á holdi einnar fórnar eða tíu? Krefst raunsæi ekki annarrar, alhæfari aðferðar, sem lýsir ekki einum atburði heldur lýkur upp kjarna harmleiks- ins?). Styrkur Picasso f er í því fólginn að hann getur tjáð hina dýpstu hugsun, hina margþættustu tilfinningu á máli listarinnar. Þegar á ung- lingsárum teiknaði hann meist- aralega; línur hans skila öllu sem hann vill, þær lúta valdi hans; hann er trúr myndlist- inni, getur reiðst, þjáðst, ef hann finnur ekki strax þann lit sem hann þarfnast. Sú var tíð, að hjá okkur var lögð rækt við myndlist sem líktist geysistórum lituð- um ljósmyndum. Ég man frá þeim tíma spaugilegt samtal milli Picasso og ungs listá- manns frá Leningrad. Picasso: Eru litir seldir hjá ykkur? Listamaðurinn: Auðvitað, eins og hver vill hafa .... Picasso: í hvaða umbúðum? Listamaðurinn (vandræða- lega): í túbum .... Picasso: Og hvað er skrifað á túburnar? Listamaðurinn (í enn meiri vandræðum); Heiti litarins: okkur, últramarín, krómgult.. . Picasso: Þið þurfið að skipu- leggja myndaframleiðsluna skynsamlegar. Verksmiðjan á að framleiða blöndur og skrifa á túburnar: „á andlit", „á hár“, „á einkennisbúninga". Það væri miklu vizkulegra. Sumir höfundar sem skrifað hafa um Picasso reyna að túlka áhuga hans á stjómmálum sem nokkurskonar tilviljun, duttl- unga: frumlegur maður, hefur gaman að nautaati, varð ein- hverra hluta vegna kommún- isti. Picasso hefur alltaf tekið pólitískt _ val sitt alvarlegum tökum. Ég man hádegisverð á vinnustofu hans þann dag sem friðarþingið í París var sett. Þennan dag fæddist Picasso dóttir sem hann nefndi Pal- omu (paloma er dúfa á spönsku). Við sátum þrír við borðið, Picasso, Paul Éluard og ég. Fyrst töluðum við 'um dúf- ur. Pablo sagði frá því að fað- ir hans, listamaður sem oft teiknaði dúfur, lét son sinn gjarna teikna á þær fætur — faðirinn var orðinn leiður á þeim. Svo var talað um dúfur almennt. Picasso þykir vænt um þær, hefur alltaf dúfur í húsi sínu; hann sagði hlæjandi að dúfur væru gírugir og uppivöðslusamir fuglar, það væri óskiljanlegt hvers vegna þær væru gerðar að friðar- tákni. Svo vék Picasso að sín- um dúfum, sýndi okkur hundruð teikninga, tillögur um áróðursspjöld — hann vissi að fugl hans myndi fljúga um allan hnöttinn. Hann talaði um þingið. um stríðið um stjórn- mál. Ég man þessi orð hans: „Kommúnisminn er nátengdur öllu lífi mínu sem listamanns." Um þessi tengsl hugsa and- stæðingar kommúnismans ekki. Stundum virðast þau ýmsum kommúnistum ráðgáta, Picasso teiknaði fleiri dúfur — fyrir þingið í Varsjá og Vín. Hundruð miljóna manna kynntust Picasso og fengu mætur á honum aðeins vegna dúfnanna. Snobbar gera gys að þessu. Fjandmenn ásaka Picasso um að leita auðveldra vinsælda. En dúfur hans eru samt sem áður nátengdar öllu sköpunarverki hans — mínó- tárum og geitum, öldungum og stúlkum. Vissulega er frið- ardúfan aðeins ögn þeirra auðæfa se'm listamaðurinn hef- ur skapað; en hve margar milljónir manna könnuðust við og virtu Rafael aðeins vegna eftirmyndar einnar myndar hans: sixtínsku madonnunnar, hve margar miljónir þekkja og virða Chopin aðeins vegna þess að hann samdi tónlist sem menn heyra við jarðarfarir? Vissulega nægir friðardúfan ekki til kynna við Picasso, en sá þarf að vera Picasso sem skapar þvílíka dúfu. Sjálfur er Picasso alls ekki gramur, heldur óumræðilega hræðrur yfir ást alþýðumanna til dúfu hans og hans sjálfs. Við vorum í Róm saman árið 1949 á fundi Friðarnefndarinn- ar. Eftir fund á stóru torgi gengum við um verkamanna- götu; vegfarendur þekktu hann, buðu honum inn á litla trattoríu, veittu vín, föðmuðu hann að sér; konur báðu hann að halda á börnum sínum. Þetta var tjáning þeirrar ást- ar sem ekki verður uppdiktuð. Auðvitað hafði þetta fólk ekki séð myndir Picasso og margir hefðu ekki skilið þær, en það vissi að hann, þessi mikli lista- maður, herst fyrir þá, með þeim, og þess vegna föðmuðu menn hann að sér. Á friðarþingum — í Wroc- law, í París, sat hann öllum stundum með heyrnartól og hlustaði með athygli. Nokkrum sinnum hlaut ég að snúa mér til hans með beiðni: næstum því alltaf kom það á daginn á síðasta augnabliki að til að tryggja árangur þingsins eða einhvers áhlaups í friðarsókn- inni þurftum við nauðsynlega teikningu eftir Picasso. Og alltaf varð hann við óskum okkar hve önnum kafinn sem hann var við önnur störf. Stundum fordæmdu eða. höfnuðu ýmsir pólitískir sam- herjar hans verkum hans. Hann tók þessu með beiskju, en rólega, sagði: „Frændur eru frændum verstir" .. Hann vissi að myndir hans státa sig í amerískum söfn- um, vissi að hann fékk ekki vegabréfsáritun þegar hann ætlaði til Bandaríkjanna með sendinefnd Heimsfriðarráðsins. Hann vissi það líka að í því landi, sem honum þótti vænt um og hann hafði trú á, var lengi tekin neikvæð afstaða til verka hans. Einhverju sinni þegar fundum okkar bar sam- an sagði hann hlæjandi: „Nú höfum við báðir fengið á baukinn". Skömmu áður hafði ég birt í Literatúrnaja gazeta grein, auðvitað ekki um mynd- list heldur um baráttu fyrir friði (þetta var árið 1949); í greininni sagði ég að beztu höfuð Vesturlanda væru með okkur og nefndi meðal ann- arra Picasso. Blaðið birti at- hugasemd neðanmáls og kvað það leitt, að ég gagnrýndi.ekki formalistískar tilhneigingar í verkum Picasso. Auðvitað end- urprentuðu frönsk andsovézk blöð — ekki grein mína, held-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.