Þjóðviljinn - 23.10.1965, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.10.1965, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 23. október 1965 Kennarasamtðk á Austurlandi mót- mæltu gerðum m enntamálaráðherra 21. aðaJfundur Kcnnarasam- bands Austurlands var haldinn að heimavistarskólanum að Stað- arborg í Breiðdal 27.—28. sept. sl. og sóttu fundinn 20 kennarar og skólastjórar víðs vegar að af 6ambandssvæðinu. 1 ' sambandi við aðalfundinn var haldið námskeið í móður- málskennslu, og voru leiðbein- endur á námskeiðinu Öskar Halldórsson cand. mag. og Þor- 5 umfsrðum lokið á Haustmótinu Nú er lokið fimm umferðum a Haustmóti Taflfélags Reykja- víkur; sjötta umferðin verður tefld í MÍR-salnum á morgun, sunnudag. 1 5. umferð, sem tefld var á miðvikudagskvöldið, urðu úrslit þessi í meistaraflokki: í A-riðli vann Sigurður Jóns- son Jón Þór, Kári Sólmundar- son vann Karl Sigurhjartarson, Benedikt Halldórsson vann Pálmar Breiðfjörð, en skák Magnúsar Sólmundarsonar og Gunnars Gunnarssonar fór í bið. Guðmundur Sigurjónsson sat hjá. I B-riðli vann Bragi Kristjáns- son Björn Lárusson, Jón Krist- insson vann Jóhann Sigurjóns- son, Bjöm Þorsteinsson vann Guðmund Ársælsson, en biðskák varð hjá Braga Björnssyni og Ag’i Valgeirssyni. Að 5 umferðum loknum hefur Guðmundur Sigurjónsson hlotið 3,5 vinning í 4 skákum í A- riðli, Jón Þór er með 3,5 í 5 skákum og Gunnar Gunnarsson hefur hlotið 3 vinninga og á tvær biðskákir. f B-riðli hefur Jón Kristinsson 4 vinninga og Bjöm Þorsteinsson 3 og biðskák. | steinn Sigurðsson kennari í Rvík. í Þá mættu á fundinum Skúli Þor- j steinsson námstjóri, er flutti er- I indi um launamál, og Stefán Öl- i afur Jónsson námsstjóri sem flutti erindi um starfsfræðslu. Fundurinn samþykkti m.a. eft- irfarandi ályktun varðandi bamavinnu: ,,Aðalfundur Kcnnarasam- bands Austurlands, haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27.— 28. sept. 1965, vill, sökum hinnar miklu og almennu barnavinnu sem nú tíðkast í landinu, beina þeirri ósk til heilbrigðisyfirvalda. að bau hlutist til um, að cngum ung- Iingum innan 16 ára#aldurs verði hleypt inn á hinn al- menna vinnumarkað, án um- sagnar læknis um að viðkom- andi sé ekki biíin heilsufars- Ieg hætta af þeim störfum, sem honum er ætlað að ieysa af hendi.“ Þá gerði fundurinn eianig eft- irfarandi mótmælasamþykkt: ,,Aðalfundur Kennarasam- Leiðrétting Prentvillur slæddust inn í minningarorð um Hermann Al- vin Wedel hér í blaðinu í gær. Fæðingardagur hans var 11. maí 1904 (ekki 1. maí) og lokasetning greinarinnar átti að hljóða á þessa leið: „Svo kveð ég þennan góða vin minn með þakklætj og trega“. — Blaðið biðst velvirðingar á mistökunum. M.s. Þróttur fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur, Grundarf j arðar, Stykkishólms. Flateyjar, Hjallaness, Skarðs- stöðvar Króksfjarðamess á mið- vikudag. Vörumóttaka á þriðjudag. bands Austurlands, haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27. —28. sept. 1965, mótmælir harðlcga viðbrögðum mennta- málaráðuneytisins gagnvart beiðni atvinnurekenda á Aust- urlandi um að nemendur í framhaldsskólum fái leyfi úr skóla til 14. október ef þeir eru starfandi við síldvciðar eða síldarvinnslu. Telur fund- urinn, að slíkar aðgerðir skaði fyrst og fremst námsaðstöðu viðkomandi nemenda en valdi einnig truflun á öllu skóla- haldi í þessum landsfjórðu/igi. Jafnframt telur fundurinn al- gjörlega óviðeigan.di að ráðu- neytið taki til slíkra aðgerða án samráðs við skólastjóra og fræðsluráð eða skólanefndir viðkomandi skóla.“ Nokkrar fleiri tillögur varðandi fræðslumál voru samþykktar á fundinum. Núverandi stjóm sam- bandsins skipa: Árni Stefán.^son formaður. Auður Jónsdóttir rit,- ari og Rafn Eiríksson féhirðir. Til vara Torfi Steinþórsson. Eru þau öll frá Hornafirði. Vinsæl sjómannastoía NESKAUPSTAÐ 16/10 — Eins og greint var frá í Þjóðviljanum á sínum tíma var í júlí sl. opn- uð sjómannastofa hér í Nes- kaupstað. Hefur hún reynzt mik- ið þarfafyrirtæki og nýtur mikilla vinsælda meðal sjó- manna. Tíðindamaður blaðsins Ellen Sighvatsson hrmaSur S.R.R. Aðalfundur Skíðaráðs Rvíkur var haldinn síðastliðið mánu- dagskvöld. 22 fulltrúar mættu frá Reykjavíkurfélögunum. Fundarstjóri var Sigurjón Þórðarson, formaður skíða- deildar Í.R., og fundarritari var Guðjón Valgeirsson úr skíðadeild Ármanns. Formaður ráðsins las skýrslu skíðaráðs- ins. sem sýnir góðan árangur á síðastliðnu starfsári. Auk skíðamóts í grennd við Reykja- vík mættu reykvískir skíða- menn til keppn; á landsmót-inu á Akureyri, Skarphéðinsmót- inu á Siglufirðí og Vestfjarða- mótinu á ísafirði, sumarmóti Kerlingarfjöllum. og enn- fremur fóru reykvískir skíða- menn til keppni í Voss í Nor- egj í marz s.l. Formaður minntist Jóhanns Sigurjónssonar, K.R. sem lézt á sl. starfsári. Stefán Kristj- ánsson. formaður Skíðasam- bands íslands, mætti á fund- inum. og minntist á nauðsyn góðrar þjálfunar skíðamann- anna strax frá blautu barns- beini. Ennfremur tilkynnti Stefán að skíðanámskeið á vegum Skíðasambands ísiands muni verða haldið í Siglufjarð- arskarði í nóvembermánuð; næstkomandi. Gjaldkeri Skíðaráðsms Þor- bergur Eysteinsson, las upp reikninga ráðsins, sem sýna góðan fjárhag þess á síðasta starfsári. í stjórn skíðaráðsins eru: Formaður; Ellen Sighvatsson, Í.K.; varaform.; Lárus Jónsson, S.R.; ritari; Jens Kristjáns- son K.R.. gjaldkeri; Þorberg- ur Eysteinsson; .æfingastjóri: Sigurður R. Guðjónsson, Árm.; áhaldavörður-. Bjöm Ólafsson, Víking. Tilkynning um fulltrúa frá SkiðadéilrI "VSrs ’hefur ekki enn borizt Skíðaráði Reykjavíkur. hitti í gær að máli aðra for- stöðukonu sjómannastofunnar, Kristrúnu Helgadóttur, og sagði hún, að þar hefði verið mjög gestkvæmt í sumar og stöðug ös í landilegum, eins og til að mynda nú í vikunni. Einn dag- inn keyptu þar kaffi og rituðu nöfn sín í gestabókina um tvö hundruð sjómenn og eru þá ó- taldir margir, sem þar sitja stundarkorn og stytta sér stund- ir við blaðalestur, töfl, spil og biljard. Sjómenn notfæra sér einnig mikið þá símaþjónustu, sem þar er hægt að fá, því oít þarf áð bíða lengi eftir lang- linusamtölum. Rómaði Kristrún mjög prúðmannlega framkomu sjómanna, og sagði, að þóft hvert sæti væri skipað yrði aldrei vart við háreysti og ölv- aðir menn sæust aldrei. Sjómenn sem við hittum þar að máli rómuðu mjög þetta heimili og þá þjónustu sem þar er að fá. Væri hún þeim enn meira virði nú eftir að hausta tekur og búast má við tíðari landlegum. Forstöðukona stofnunarinnar, ásamt Kristrúnu, er Ragnheiður Sverrisdóttir. — H.G. Frá umræðum á Alþingi Auglýsing um /ögtök Samkvæmt kröfu sveitarstjóra Njarðvíkurhrepps úrskurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvör- um og fyrirframgreiðslu “útsvara, fasteignagjöld- um, aðstöðugjöldum, vatnsskatti, holræsa-, lóðar-, hafnargjöldum og öðrum löglegum sveitargjöldum sem gjaldfallin eru í sveitinni ásamt öllum kostn- aði og dráttarvöxtum Lögtök fara fram fyrir gjöldum þessum að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessa úrskurðar verði eigi fyrir þann tíma gerð full skil Sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hafnarfirði, 18. október 1965 Skúli Thorarensen, fulltrúi. Framhald af 10. síðu. „stuttu“ lán út úr bankakerfinu. Hinn fátæki húsbyggjandi gæti ekki fengið lán nema verð- tryggð, og sjávarútvegurinn yrði að taka verðtryggingu líka. — Enginn aðili í landinu getur nú fengið lán til að kaupa sér fiskiskip, sagði Lúðvík, án þess að undirskrifa þar lánsskjöl um að hann beri fulla gengisáhættu af 70%, sem er jafnhátt því láni, sem fæst út á skipið úr stofnlánasjóði. Og sé skipið smíðað innanlands verður að verðtryggja lánið. En auk stofn- lánanna fara allmörg lán til sjávarútvegsins og þau gætu sem bezt fallið undir reglur þær, sem frumvarpið fjallar um, en væru nú ekki gengistryggðar og er því hér á ferðinni ákveðinn mismunur milli aðila. VERÐBÓLGAN VEX ÁFRAM. Enhvemig áað bregðast við ef verðbólgan heldur áfram að vaxa eftir að þessar reglur hafa verið settar? Þá verður niður- staðan sú, að húsalelguútgjöld eða húsnæðiskostnaður aimenn- ings fer raunverulega vaxandi, en um leið vaxa kröfur um bært kjör til að mæta þessum aukna kostnaði. Og ef verðbólgan held- ur áfram að vaxa eins og á undanförnum árum eftir að bú- ið er að setja víðtækari reglur en nú eru í gildi gagnvart að- alframleiðslu-greinunum, verð- ur útkoman sú að greiðslur af lánum fara sífellt hækkandi frá því, sem verið hefur og út- gjölain aukast. Reglur um verðtryggingu má ekki setja á jafntakmörkuðu sviði og í frumvarpinu greinir til þess að vinna á móti verð- bólgunni. Reglurnar yrðu aðná til stuttra lána líka í flestum tilfellum og jafnframt verður að gera margvíslegar ráðstafanir til þess að hamla gegn vaxandi dýrtíð, því annars fer þetta allt saman um koll á stuttum tíma. DÝRTÍÐARSKATTUR. Ef slíkar reglur um verðtrygg- ingu væru settar við núverandi efnahagsstefnu gætu afleiðing- arnar orðið hinar geigvæn'eg- ustu. Ríkisstjórnin setti á álög- ur ofan á álögur, og verkafólk krefðist réttarbóta til mótvægis. Við það hækkaði vísitalan og þeir sem tekið hefðu lán til húsbygginga eða framleiðsiu verða að greiða til viðbótar við háa vexti dýrtíðarskatt, dýrtíð- aruppbót til þeirra, sem veittu lánið og þannig snerist hjólið hraðar og hraðar. TIL NÆSTUM ALLRA LÁNA Að lokum sagði Lúðvík: Rík- isstjórnin verður að gera sér grein fyrir því ef hún vill fara inn á þessa braut, að verðtrygging verður að vera mjög almenn, verður að ná til svo að segja allra lánveitinga og jafnhlíða verður að gera víðtækar efna- hagslegar ráðstafanir til þess að hamia gegn því að dýrtíðin haidi áfram að vaxa. Það Iiggja fleiri ráðstafanir til hækkandi verð- lags en dýrtíöarórar í sam- bandi við fjárfestíngu. Ríkis- stjórnin verður að hafa kjark til að raða framkvæmdum nið- ur eftir fjárfestingaráætlun. Hún verður að hafa hemil á verðmynduninni, ef reglur um sem frjáisasta álagningu verða áfram í gildi fer allt úr böndun- um og þá eru verðtryggingar- rcglur I rauninni til hihs verra. Lögfræðingur óskast til að annast upptöku á svonefndu morðmáli lög- reglustjórans í Reykjavík. Skrifið Magnúsi Guðmundssyni, Aðalstræti 14, Patreksfirði. m MELAVOLLUR: UNDANORSLIT í dag, laugardaginn 23. október kl. 3 leika Akurnesingar — Keflvíkingar Vinnst leikurinn nú á vítaspyrnukeppni ? Eða ræður hlutkesti úrslitum? Komið og sjáið næstsíðasta stórleik ársins. Mótaneínd. Vé/pakkningar Ford, amerískur Ford, enskur Ford Taunus Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford Diesel GMC Thames Trader BMC — Austin Gipsy Plymoth De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz. flestar teg. Pobeda Gaz ’59 Opel, flestar gerðir. Skoda 1100—1200 Renault Dauphine Volkswagen Þ. Jónsson & Co. Brautarholti 6. Sími 15362 og 19215. Nylon-úlpur í úrvali. — Verðið mjög hagstætt. Verzlun Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). Lagasafn íslenzk lög 1. apríl 1965, kemur í bókaverzlanir á mánudag næstkomandi. Prófessor Ármann Snævarr háskólarektor bjó safn- ið undir prentun, en útgefandi er dóms- og kirkju- málaráðuneytið. Bókaverzlanir snúi sér til aðalútsölu safnsins, sem verður hjá Bókabúð Lárusar Blöndal. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. október 1965. Ástkær eiginmaðúr minn, faðir okkar og tengdafaðir GUÐBJARTUR ÁSGEIRSSON, Lækjargötu 12 b, Hafnarfirði, verður jarðsunginn í dag kl, 3.30 e.h. frá Hafnarfjarðar- kirkju. Herdís Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.