Þjóðviljinn - 23.10.1965, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 23. ofetdber 1965
KER [LINGA
EFTIR MARÍU LANG
buffi. bjór og brennivíni.
— Þú hagar þér eins og
skepna. Það hafa orðið tvö
dauðsföll í fjölskyldu þinni og
þú tyllir þér hinn' rólegasti inn
á vertshús staðarins og hámar
í þig veizlumat.
— Tvö dauðsföll? — Hann
stóð á torginu með slifsið á
skakk og í dauflegu augnaráði
hans brá fyrir skelfingu
— Hver annar en Ellen
frænka?
— Lovísa.
— En — en ég skil ekki —
— Það er ekki nauðsynlegt að
þú skiljir neitt. sagði Leó harð-
brjósta Það skiptir meira máli
að landfógetinn geri það.
Karl-Árni Wallén var einn í
borðstofunni. Hann skýrði frá
því að hitt fólkið vœri að á-
eggjan hans að fá sér matarbita
í eldhúsinu. Ingvari til undrun-
ar hafði hann takmarkaðan á-
huga á hinni örlagaríku hring-
ekjuferð, en því meiri á heim-
sóknum hans til Tuss i apó-
tekið þegar hún átti nætur-
vakt.
Já, hann hafði oft komið
þangað. Hann undi sér ekki allt-
of vel heima og Tuss var ágæt-
is frænka. Já. hann hefði vist
hæglega getað komizt í eitur-
skápinn ef hann hefði haft á-
huga á því. Auðvitað hafði Tuss
ekki haft gætur á honum hverja
Itund. En hvað hefði hann svo
sem átt að vilja í eiturskápinn?
Hann leit spyrjandi af land-
fógetanum og á Leó Berggren.
— Getur enginn sagt mér
hvað er eiginlega á seyði? Úr
hverju dó Lovísa frænka? Ekki
— ekk{ þó af eitri?
— Jú. sagði Karl-Ámi. Af ak-
onitíni, sem tekið var úr apó-
tekinu.
Á hinn furðulegasta hátt end-
urtók sig atvikið sem Leó hafði
verið vitni að þegar hann kraup
við lík Ellenar Bengtsson á
Gleðibakka. Hörund Ingvars var
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtlstofa
Steinu og Dódó
-.augavegi 18 m hæð (lyfta)
StMl 24-6-16.
P E R M A
Hárgrelðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMl 33-9-68
D Ö M D R
Hárgreiðsla við allra hæfl
TJARNARSTOFAN
rjamargötu 10. Vonarstrætis-
megin — Siml 14-6-62
Hárgreiðslustola
Austurbæjar
Maria Guðmundsdóttii
Laugavegi 13. síml 14-6-58
Nuddstofan er á sama stað
gulflekkótt, hann stundi eins og
af sársauka og sagði hálf-
kveinandi;
— Það er mér að kenna. Það
er mér að kenna. Ég hefði aldrei
átt að láta henni haldast það
uppi.
Hann reis á fætur og riðaði
við.
— Biðjið — biðjið Tuss að
koma hingað.
Með reikulum skrefum — var 1
hann kannski ekki algáður enn?
gekk hann á undan þeim gegn-
23
um forstofuna og stofuna og
inn í svefnherbergj móður sinn-
ar.
— Þama, Tuss. Opnaðu hann
og líttu á,
Stúlkan hlýddi honum skelk-
uð.
— Þetta er lyfjaskápurinn
hennar Soffíu frænku. Ég fór
í hann fyrr í dag og hér eru
þau ósköp af krukkum og flösk-
um að það tekur engu tali.
— Hún er með lyfjadellu,
sagði Ingvar hljómlausri röddu.
— Já, það hlýtur að vera. —
Tuss stafaði sig fram úr nokkr-
um miðum. — Tinctura nucisi
vomicac,. Extractum fluidum
condurango, það er við magan-
um, Venoral, ein tafla undir
nóttina. Bróm í allskonar út-
gáfum, sumt er búið til fyrir
mörgum árum, þetta hérna til
dæmis ... bromdiaethylacetyl-
carbamid —
Svo þagnaði hún, starði. ein-
blíndi.
— Nú?
— Flestir miðarnir eru ekki
... ekki réttir. Við höfum ekki
skrifað á þá. Og það vantar á
þá bæðj nafn læknis og undir-
skrift.
— Já. Þeir eru falsaðir. Og
geturðu imyndað þér hvers
vegna?
— N .. . nei.
—- Vegna þess að hún hefur
stolið þessum lyfjum úr apótek- ,
inu. Á nætumar þegar þú átt!
ekki næturvakt og apótekarinn '
sefur á efri hæðinni, þá laum-1
ast hún inn um bakdymar. Hún
snuðrar í skúffum og skápum
og í nýjum lyfj asendingum. Hún
er með lyf og eitur á heilanum.
Hann tók fyrstur eftir svart-
klæddu, reiðilegu konunni í dyr-
unum, en hann virtist ekki ill-
gjam. aðeins þreyttur og upp-
gefinn, þegar hann kom með
lokaathugasemd sína.
— Hún hefur eigin lykil að
bakdyrunum. Hún náði honum
af lyklakippu pabba strax og
hann var dáinn.
TÓLFTI KAFLI
Þetta voru ónotalegar upp-
Ijóstranir, og Leó hefðj naum-
ast orðið vandræðalegri þótt
ekkjufrú Sjöberg hefði allt í
einu staðið á nærklæðum ein-
um, Snyrtileg og yfirlætisfull,
siðavönd og kröfuhörð hafði
hún verið, notið ótta og virð-
ingar, og hún. hafði hlotið sam-
úð flestra, þegar einkasonurinn
hafði valdið hneykslj með því
að strjúka að heiman og ráða
sig hjá tívólíi. Og svo hafði
hann vitað þetta alian tímann.
Vitað að móðir hans var apó-
teksþjófur, búðarrotta ...
Augun í Tuss urðu stærri og
stærri þegar þe-tta rann smám
saman upp fyrir henni.
— Og þama höfum við í apó-
tekinu verið að ásaka hvert
annað fyrir að bruðla með lyf
og sýna trassaskap og slóðahátt.
En svo hefur það allan tímann
verið frænka, sem . .. sem hef-
ur stolið öllu saman frá apó-
tekaranum. Þetta eru vörur
fyrir mörg hundruð krónur! Og
þetta eru svefnmeðul og annað
sem er' hættulegt í meðförum,
lífshættulegt.
— Skelfingar fíflalæti eru
hetta í ykkur Ingvari. sagði
Soffía Sjöberg gremjulega. Ef
Ruben hefði lifað, hefði ég feng-
ið meðulin min möglunarlaust.
Hann áttj lykilinn og auðvitað
skilaði ég honum ekki. Og í
rauninni hef ég aldrej stolið
neinu frá þessum nýja apótek-
ara Ég hef aldrej tekið neitt
annað en það sem mig vanhag-
aði nauðsynlega um, og hann
fer varla á hausinn þess vegna.
— Hún . . hún er geðbiluð,
stundj Tuss.
Og í þreytulegu andlitj Ing-
vars las hún svarið:
— Já Hún er geðbiluð.
Rödd landfógetans var furðu
róleg.
— Það er bezt að Berggren
taki aukalykilinn. Og svo lang-
ar mig að spyrja hvort frú Sjö-
berg hafj haft þörf fyrir bauk
með akonitínj undanfamar vik-
ur. Bauk með litlausum krist-
öllum?
Hún hafði tyllt sér hin róleg-
asta á heklaða rúmteppið. Nú
leii hún á hann án pess
að bregða svip og svaraði hik-
laust;
— Akonitín? Nei, ég held nú
síður. Þótt Tuss trúi því kannski
ekki. þá þekki ég vel skil á
meinlausum og banvænum eit-
urefnum. Cyankalium og Akon-
itin eru efnj sem ég myndi
aldrei hreyfa við, en ég hef
svo sem tekið eftir bauknum.
— Hvenær sáuð þér hann síð-
ast?
— Það veit ég svei mér ekki.
Kannskj einhvem tíma í vor.
Karl-Árni Wallén skipti um
umræðuefni.
— Eruð þér fær í matartil-
búningj oa þess háttar? Að búa
til karamellur til dæmis.
— Það er nú langt um liðið.
En, bættj hún vig á sinn önug-
'lega hátt, ég gæti bent á per-
sónu, sem kann ýmislegt fyrir sér
í slíku, og það er mágkona mín.
— Magnhildur Bengtsson?
— Já. einmitt. Hún kemur frá
fátæku og sóðalegu heimili, og
við höfum aldrei bo.tnað j því
hvers vegna Henning varð hrif-
inn af þessari stelpu; sennilega
var það mestmegnis vega þess
að Lovísa frænka fyrirbauð
honum að vera með henni. En
hvað sem um hana er annars
hægt að segja, þá getur hún bú-
ið til mat og bakað og soðið,
það má hún eiga.
Álengdar hafði lögregluþjónn-
inn tekið utanum dóttur Magn-
hildar og á þann háti sefað
* BILLINN
Rent an Iceear
Sími 1 8 8 3 3
Skipholti 21 simar 21190-21185
m
eftir lokun í sima 21037
BURGESS BLANDAÐUR PICKLES
er heimsþekkt gseöavara
BLADADREIFING
Böm eða fullorðnir óskast til að bera blað-
ið til kaupenda í eftirtalin hverfi:
Seltjarnames I. — Mávahlíð — Drápu-
hlíð — Sigtún — Sogamýri — Múlahverfi.
DIOOVIH “oo
Hafnarfjörður!
Haharfjörður!
Blaðburðarbörn óskasf til að bera blaðið
til kaupenda í Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma ,51369.
ÞJÓÐVILJINN
Plast
þakrennur og
niðurfallspípur
fyrirliggjandi
PLASTMO
Ryðgar ekki
þolir seltu og sót
BRUNATRYGGINGAR
á húsum í smíðum,
vélum og áhölcfum,
efni og lagerum o. fl.
Heimistrygging hentar yður
I
Heimilisfpyggfngar
Innbús
Vafnstjóns
Innbrofs
Glertryggingap
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRá
LINDARGATA 9 REYKJ AVlK SlMI 21260 S I M iýE FNI : SURETY