Þjóðviljinn - 23.10.1965, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN
Laugardagur 23. október 1965
Otgefandi: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk-
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartan'ison,
Sigurdur Guðmundsson.
Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason.
F’réttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 90.00 á mánuði.
S/ómannafélagið 50 ára
Jjáttur sjómannasamtaka í sögu íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar er merkur þáttur. Jafnan mun
minnzt frumkvæðis og þróttar Bárufélaganna, sem
frá 1894 og fram á annan tug tuttugustu aldar
hófu hátt merki íslenzkra sjótnanna. Tvö Bárufé-
laganna héldu áfram sem almenn verkalýðsfélög,
félögin á Eyrarbakka og Stokkseyri. En hinu
má ekki gleyma, að það var baráttumaður úr
Bárufélaginu í Reykjavík sem hóf samtökin þar
að nýju með því að gangast fyrir stofnun Háseta-
félags Reykjavíkur 1915, þess félags sem nú heitir
Sjómannafélag Reykjavíkur.
gjómenn eiga á margan hátt' örðugt að sinna fé-
lagsstarfsemi í landi og er ekki vanþörf á að
fundið verði skipulag sjómannasamtaka, sem mið-
að sé við núverandi starfsaðstæður íslenzkra sjó-
manna, þegar heita má að þeir stundi sjó samfellt
allt árið. Það verkefni hlýtur að þrýsta á næstu
árin, sem einn þáttur hinnar gagngeru skipulags-
breytingar, sem alþýðusamtökin íslenzku hafa
fyrir löngu samþykkt að koma skuli og verður
brýnni nauðsyn með hverju ári vegna hraðstígra
breytinga í atvinnuháttum og þjóðfélaginu öllu.
gjómannafélag Reykjavíkur er fjölmennasta fé-
_lag. íslenzkra sjómanna. í dag, 23. október 1965,
er 'hálf öld liðin frá því félagið var stofnað með
nafninu Hásetafélag Reykjavíkur, og minnist fé-
lagið þess með ýmsu móti. Sjómannafélag Reykja-
víkur hefur oft átt í hörðum átökum og löngum
verkföllum. Undanfarin ár hafa samtök atvinnu-
rekenda hvað eftir annað ráðiz't að sjómannafélög-
unum með kröfum um skertan hlut, og jafnvel
orðið þar stundum ágengt. Og þá langar enn að
krukka í vökulögin. Fátt sýnir betur hver þörf
sjómönnum er að eiga öflug hagsmunasamtök, í
sókn og vörn fyrir kjaramál og réttindamál sjó-
mannastéttarinnar. Einmi’tt slíkar árásir útgerð-
armanna ættu að verða sjómönnum hvatning að
verða virkari þátttakendur í félögum sínum.
Jjjóðviljinn árnar Sjómannafélagi Reykjavíkur
allra heilla á fimmtugsafmælinu.
Þörfákvöðun
gorgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á
fimmtudaginn tillögu Alfreðs Gíslasonar, borg-
arfulltrúa Alþýðubandalagsins, þar sem minnt er
á að hér í borg „virðist vera allstór hópur um-
komulausra drykkjumanna, sem ekki fá notið við-
eigandi meðferðar vegna skorts á hælum, og að
verulegir erfiðleikar eru á því eins og sakir standa
að veita þessum sjúklingum mannsæmandi húsa-
skjól“! Borgarstjómin viðurkenndi að þetta vanda-
mál yrði að leysa, og fól borgarráði að hlutast til
um nánari athugun og tillögur til úrbóta. Hér er
gripið á máli sem of lengi hefur beðið, einum
þætti áfengisvandamálsins, sem ekkert þjóðfélag
getur skotið sér undan að ráða fram úr. Og ósæmi-
legt væri það Reykjavík og islenzka ríkinu ef
ekki yrði unnið að þessu máli -if myndarskap og
jafnframt fyllstu mannúð. — s.
MINNINGARORÐ
Guðmundur Gunnarsson
seglasaumari
Sunnudaginn 17. okt. lézt
Guðmundur Gunnarsson segla-
saumari til heimilis Öldugötu
9 í Hafnarfirði. eftir nokkra
legu í sjúkrahúsi, nærri áttatíu
og eins árs að aldri. Hann var
fæddur að Ósi í Breiðdalsvík
þ. 24. okt. 1884. Foreldrar hans
voru Guðný Guðmundsdóttir
og Gunnar Jósefsson, bæði ætt-
uð að austan.
Það skeður margt á langri
leið. Áttræður atorkumaður.
sem víða hefur farið á sjó og
landi. lifað þær miklu breyt-
ingar sem orðið hafa í lífsvið-
horfum almennings í landinu,
meira en þrjá aldarfjórðunga,
á vissulega sögu að baki, sem
hinir yngri gætu margt lært
af — slík var saga mannsins,
sem við nú í dag færum
hinztu kveðju okkar. þótt hér
verði ekki reynt að rekja svo
mikið mál.
Guðmundur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Vilborg
Árnadóttir, ættuð austan af
fjörðum. Að austan flyzt hann
alfari til Vestmannaeyja árið
1911. Átta árum síðar kvænist
hann seinni konu sinni. Magn-
eu Gísladóttur, sem alla tíð
reyndist honum hinn bezti )ífs-
förunautur og lifir nú rnann
sinn. — Af Guðmundi er komið
margt manna, sem ekki er
tími eða rúm til að rekja hér.
Guðmundur var ' snemma
harðger og atorkusamur, sem
kom sér vel á þeirri tíð er hann
var að alast upp, því þá þuiítu
unglingar yfirleitt fyrr en nú
tíðkast að sjá sér sjálfir far-
borða í lífsbaráttunni og það
við miklu harðari skilyrði en
nú þekkjast.
Fáa veit ég sannari fulltrúa
þessarar harðgerðu og kjark-
miklu aldamótakynslóðar en
Guðmund Gunnarsson. Kunnug-
ir vita vel, að hann var enn
bam að aldri, er hann gekk til
verka á landi og sjó sem hlut-
gengur maður og varð ungur
afbragð annarra manna í öllu,
er hann lagði á gjörva hönd,
Óverjandiað veita löggild-
ingu á undangengis prófs "
Aðalfundur Landssambamls
íslenzkra rafvirkjameistara var
haldinn í Reykjavík dagana
17. og 18. sept. sl. Hann var
óvenju vcl sóttur af félögum
utan af landi og mikill einhug-
ur um að vinna sem bezt að
hagsmuna- og framfaramálum
stéttarinnar.
Margar ályktanir og áskor-
anir voru gerðar, m.a. „að ó-
verjandi væri að veita löggild-
ingu án undangengins prófs. og
var skorað á viðkomandi ráða-
menn að vinna að því að koma
slíku prófi á og að veitt yrði
aðstaða til undirbúningsnáms
fyrir það, eigi síðar en á næsta
ári.“
Þá var stjórninni gefið umboð
til að gera samning um kaup
og kjör við Félag íslenzkra
rafvirkja, • en slíkur samningur
hefur ekki verið til milli sam-
bandsins og Félags fsl. rafvirkia.
Skorað var á félagsmenn að
efla Söluumboð L.I.R. svo að
það geti f ríkara mæli veitt
hinu vaxandi starfi sambands-
ins fjárhagslegan stuðning, en
það hefur nú auk innflutnings
á ljósaperum, sem það hefur
haft með höndum, hafið inn-
flutning á rafmagnsvörum.
Á fundinum voru við hafðar
í fyrsta sinn hinar svokölluðu
hópumræður og gafst það fyrir-
komulag vel. Létu miklu fleiri
í Ijós skoðanir sínar á málum
en áður.
Á fundinum flutti Páll Sig-
urðsson, rafmagnseftirlitsstjóri
erindi um raflagnir og raf-
magneftirlit og sýndi it-
skuggamyndir. Þá flutti Þórir
Einarsson, viðskiptafræðingur,
fróðlegt erindi um bókhald. Er
mikill áhugi á að samræma
bókhaldsform rafvirkjameistara
og safna gögnum um tilkostnað
og raunverulega álagningarþörf.
Mundi vera ómetanlegur styrk-
ur að hafa tiltækar og greini-
legar siíkar upplýsingar í deild-
um við verðlagsyfirvöld um
álagningarþörfina.
Úr stjóm áttu að ganga
Gunnar Guðmundsson og Aðai-
s+einn Gíslason og voru beir
báðir endurkjörnir. Núverandi
stjórn er þannig skipuð:
Gunnar Guðmundsson, Rvík,
formaður, Aðalsteinn Gíslason,
Sandgerði varaformaður, Giss-
ur Pálsson, Reykjavík, gjald-
keri, Hannes Sigurðsson, Rvík,
ritari og Sigurjón Guðmunds-
son, Hafnarfirði, meðstjómandi.
Sósíalistafé-
lag Ólafsvíkur
stofnað 17. þ. m.
Sunnudaginn Í0. okt. var haid-
inn stofnfundur og 17. okt. fram-
haldsstofnfundur, fyrir Sósíalista-
félag Ólafsvíkur. Samþykkt voru
lög fyrir félagið og ákveðið að
félagið sækti um inntöku í Sam-
einingarflokk alþýðu — Sósíal-
istaflokkinn.
Eftirtaldir félagar voru kosn-
ir í stjóm og varastjórn:
Formaður er Kristján Helga-
son stýrimaður, varaformaður
Þórunn Magnúsdóttir húsmóðir.
ritari Helgi Jónsson vélvirki,
gjaldkeri Haraldur Guðmundsson
sjómaður, og meðstjórnandi
Kjartan Þorsteinsson vélstióri.
Varastjórn skipa: Sigurður Þor-
steinsson sjómaður, Emanúel
Guðmundsson verkamaður og
Hulda Sigurðardóttir verkakona.
Stofnendur félag?ins. eru. 12 pg
félagssvæðið er Ólafsvík og ná-
grenni.
AUGLÝSIÐ í
ÞJÓÐVILJANUM
-<S>
og einkum þó ef til harðræða
kom á sjó eða landi. Hef ég það
fyrir satt að Guðmundur hafi
unnið á sjónum yfir fimmtíu ár,
svo að greindur nærri getur um
það, að hér fór enginn hvers-
dagsmaður.
Guðmundur var allra manna
vinnusamastur og fjölhæfastur
til verka. Eftir meira en há’fr-
ar aldar starf á sjónum stund-
ar hann seglasaum í landi, fyrst
í Vestmannaeyjum, en þaðan
flutti hann árið 1946 til Rvíkur
og stundaði þar sama starf. Síð-
ustu tvö ár ævi sinnar er hann
búsettur í Hafnarfirði.
Guðmundur var ekki aðeins
hetja starfsins í þess orðs
sönnu merkingu. Hann var um
marga hluti aðra sérstæður og
mætur maður. Hann var einkar
tryggur vinur og félagi, svo sem
oftlega einkennir skapmrnn.
Eins og hann gat verið fastur
fyrir, ef í odda skarst, eins
gat hann verið manna skemmti-
legastur og ljúfastur í hópi fé-
laga, enda góðum gáfum búinn,
orðheppinn og hagorður ef svo
bar undir.
Nú, þegar þessi gamli vinur
minn er allur, er mér hann efst
í huga sem einn af traustustu
og beztu félögum frá upp-
vaxtarárum verkalýðssamtak-
anna í Vestmannaeyjum: greind
hans og skapfesta, baráttugleði
hans og trúmennska við hinn '
félagslega málstað, hvað sem á
gekk. Af dæmi hans gæti
margur mikið Iært í,dagi„Hann
var sannur maður og sósíalisti.
Læt ég svo þessu.m línum
lokið með samúðarkveðju til
eftirlifandi eiginkonu og annarra
vandamanna hins látna vinar
míns.
Jón Rafnsson.
NVTT VTTRARCJALD
300 kr. fastagjald
og 3 kr. á ekinn km.
Súdanstjórn
splundrast
KHARTOUM 21/10 — Sambands-
stjómin f Súdan leystist upp í
gær, daginn áður en haldið skyld’
hátfðlegt eins árs afmæli bylt-
ingarinnar, sem steypti stjóm
Ibouds hershöfðingja af stóli. Það
voru hinir sjö ráðherrar Þjóð-
ernissinnaflokksins sem sögðu sig
úr stjóminni vegna ágreinings
um það, hver vera skuli fulltrúi
landsins á fundi æðstu manna
Afríkuríkja sem nú er hafinn f
Accra.
LEIKFÖNG
Munið leikfanga-
markaðinn hjá okkur.
Glæsilegt úrval,
ódýrra og fallegra
leikfanga.
Verzlun
Guðnýjar
Grettisgötu 45.
ÞER
LEIK
1 BíLALEi
rALUR
BíLALEiCAN
M
F
Rauðarárstíg 31
sími 22-0-22
rM!?9.Jlin'
{»,11111* f/i
UÍII'Vllkflál'ð/
vinsœlastir skartnripir
jjóhannes skólavörðustíg 7