Þjóðviljinn - 24.10.1965, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.10.1965, Blaðsíða 3
 : Sanruidagur 03. oÖðSear 1965 •— ÞJÓÐVHJQNN — SÍÐA 3 sjást mismunandi upphlutir, gamaldr syndu þjóðdansa og þjóðbúninga. A myndinni sjást mismunandi upphlutar, gamaldags peysuföt og þrír faldbúningar. 101 þúsund söhuðust handu drengnum maður hans er fru Þunður Palsdottir söngkona. Kváðust þær allar vera mjög ánægðar með árangurinn, sem hefði farið fram úr öllum vonum og mjög þakklátar öllum þeim, sem þama hefðu lagt hönd að verki eða gefið til skemmtunarinnar. Upphæð- in, sem safnaðist með aðgangseyri og happdrætti, sem efnt var til um kvöldið varð alls 101 þúsund krónur og verða þeir peningar sendir beint út til Mayo sjúkrahússins á nafni drengsins. Þorbjörg Bernhöft í hvítum kjól eftir Sigrúnu Jónsdóttur. Kjóllinn er úr alsilki frá Lyon í Frakklandi og ermarnar handmálaðar með bláu. Kjóll- inn heitir Baugalín. Ein allra glæsilegasta tízkusýning árs- ins var haldin að Hótel Sögu á fimmtudagskvöldið sl. Vár þessi tízku- sýning og skemmtun haldin á vegum Soroptimistklúbbsins og á ágóðinn að renna til að kosta mjög dýra h'jarta- aðgerð á 11 ára dreng, sem ekki er hægt að hjálpa hér heima. Verður drengurinn sendur til læknisaðgerðar á hið fræga Mayo sjúkrahús í New York. Við höfðum tal af nokkrum forystu- konum Soroptimistklúbbsins, en for- Sigurborg Ragnarsdóttir og Hclga Asmundsdóttir (5 ára) f batik- kjólum eftir Sigrúnu Jónsdóttur. Kjólamjr heita ,,Fatíma“ og ,,Alcxía“ og litirnir eru rautt og dökkblátt. Edda Ólafsdóttir í kápu trá Guðrúnarbúð. Kápan er svart/ hvít með svörtu loðskinni á ermum og kraga. Hatturinn er eftir Jörgen Krarup. Það mætti ætla, að Baldvin Jónsson væri á Ieið beint í KauphöIIina í London, en city- búringur eins og þessi er nú mikið að færast I tízku að nýju. Frakkinn er dökkgrár, regnhlíf- in og harðkúluhatturinn svartur — allt frá Herradeild P.Ó. Fyrsta tízkusýning vetrarins Kapphlaup um síðustu að- göngumiðana á Hótel Sögu Kvenf ólkið Iét ekki á sér standa er það frétti af tízkusýningunni á Hótel Sögu, sem er sú fyrsta á þessum vetri, og við lá, að sleg- izt væri um síðustu aðgöngu- miðana. Enda var hvert sæti skipað í Súlnasalnum er sýn- ingin hófst og mikil eftirvænt- ing í loftinu. Nokkrir karl- mcnn sáust á stangli, en því miður láðist okkur að hafa tal af eiginkonum þeirra til að finna út með hvaða ráðum þeim hefði tekizt að lokka þá með. Nema þetta hafi verið svo hreinskilnir karlmenn, að þeir hafi viðurkennt, að þeim þætti gaman að tízkusýningum! Eftir stutt ávarp Ragnheiðar Guðjónsdóttir hófst sýning- in og voru fyrst sýndir finnsku Marimekko kjólarnir frá Dimmalimm, einstakir í sniði og litasamsetningu, kjólar, sem hæfa öllum, ungum og gömlum, feitum og grönnum, að því er sagt er. Munum við birta mynd- ir af Marimekko kjólum á heimilissíðunni síðar. Var þess- um fatnaði vel tekið á sýning- unni, en stúlkumar sem sýndu gengu fullhratt til að njóta mætti að fullu. Sýningarstúlkumar, sem á eftir komu, vöruðu sig á þessu og nutu batik kjólar og fatn- aður Sigrúnar Jónsdóttur sín vel. Margt af fatnaði Sigrúnar var stórglæsilegt, en hún mun vera sú eina, sem framleiðir fatnað með tauþrykki til sölu hér á landi, þótt fleiri stundi þennan listiðnað í heimahús-nm. Frétzt hefur að Sigrún muni opna verzlun á næstunni. María Ragnarsdóttir með einn loðhatta Jörgens Krarups á höfði. Texti og myndir: vh Guðrúnarbúð sýndi kápur og dragtir og Herradeild P.Ö. karlmannafatnað, flest mjög smekklegt, og báru sýningar- stúlkur hatta danska hattateikn- arans Jörgens Krarups við. Hildur Sívertssen hafði sýn- ingu á samkvæmiskjólum, en hún er nýkomin heim trá Bandaríkjunum, þar sem hún hefur starfað nokkur ár og hef-. ur nýlega opnað Kjólastofuna á Vesturgötu 52. Hlutu kjólar Hildar mikla aðdáun áhorf- enda, enda íígulegir. Þá kom hattasýning Jörgens Krarups og voru sumir hattar hans nokkuð sérkenni- legir og fengu misjafna dóma. sumir þóttu einstaklega fagrir, aðrir bara skrítnir. En gaman var að þessari hattasýningu, ekki er hægt, að neita því og margt af loðskinns- eða regn- höttunum er áreiðanlega mjög heppilegt fyrir okkar veðráttu hér. Jörgen Krarup er einn þekktasti hattatízkuteiknari á Norðurlöndum og teiknar fyrir A. Fonnesbeck í Kaupmanna- höfn. Rétt er að geta þess, að við marga kjólanna báru stúlkum- ar fagra skartgripi frá Jóni Dalmannssyni. Svo sem eins og til saman- burðar hafði Þjóðdansafé- lag Reykjavíkur sýningu á ís- lenzka þjóðbúningnum frá ýmsum tímum í lokin og hvort sem þar um réði þjóðleg við- kvæmni eða annað, þótti mörg- um þetta vera alfallegustu fötin á sýningunni, ekki sízt fald- búningarnir og eins rauður upp- hlutur og rauður skúfur og rauðir, grænir og bláir sokkar við sauðskinnsskóna. Síðasta sýningaratriðið var brúðhjónaskart og fylgdu brúðarsveinn og brúðarmær og var þessi klæðnaður frá Hildi Sívertsen og Herradeild P.Ó. Auk tízkusýningarinnar sýndi Þjóðdansafélagið dansa og Emi- lía Jónasdóttir og Ómar Ragn- arsson skemmtu. Kynnir var Ómar Ragnársson. Theódóra Þórðardóttir og Hertha Arnadóttir í samkvæmlskjólum frá Ilildi Sívertsen. Kjóll Theódóru (til vinstri) er með prinsessu- sniði, pilsið svart og blússan hvít með svörtum perlum, en kjóll Herthu er beinsniðlnn úr hvítu þykku blúnducfni með grænum slóða úr georgette.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.