Þjóðviljinn - 24.10.1965, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.10.1965, Blaðsíða 12
! i i \ \ \ ! íslenzka kvennalandsliðið í handknattleik til Danmerkur: Keppir þar um réttinn til þátt- töku í heimsmeistarakeppninni ! ■ fslenzka kvennalands- liðið er á morgun á för- um til Danmerkur en þar mun liðið leika tvo leiki við danska landsliðið núna í vikunni. Leikirnir verða á fimmtudaeskvöld og laugardag og sigurveg- aramir, þ.e. liðið sem hef- ur hærri markatölu sam- anlagt eftir þessa tvo leiki fær rétt til þátttöku í heimsmeistaramótinu sem fram fer í V-Þýzka- landi í byrjun næsta mán- aðar. Hafnfirzka stúlkan Sigurlína Björgvinsdóttir, sem dvelst í Ósló fer til Hafnar og leikur einnig með liðinu. — Við náð- um stuttu spjalli við Sig- ríði Sigurðardóttur í gær- dag, en hún mun væntan- lega verða fyrirliði liðs- ins. — Hvenær eigið þið að mæta peim dönsku? — Við förum utan á morg- un og leikimir verða báðir í næstu viku. Sá fyrri á fimmtudagskvöld én hinn síð- ari á laugardaginn. Það lið- ið sem hefur fleiri mörk sam- anlagt eftir báða leikina heldur áfram og fer inn í að- alkeppnina, sem verður í Vestur-Þýzkalandi í byrjun næsta mánaðar. — Hafa verið gerðar mikl- ar breytingar á liðinu? — Nei, það er skipað á mjög líkan hátt og í fyrra- sumar þegar við urðum Norð- úrlandameistarar. Þá gerðum við jafntefli við þær dönsku, svo þetta verður mjög spenn- andi núna. 1 landsliðinu okk- ar eru núna fjórir nýliðar, Edda Jónasdóttir, Fram, Vig- dís Pálsdóttir, Vala Jóna Þor- láksdóttir, Ármanni og Elín Guðmundsdóttir, Víkingi. — Hafið þið æft vel und- anfarið? — Það er alltaf þetta sama vandamál með æfingarnar hjá okkur, við fáum enga tíma í íþróttahúsinu hérna. Þetta er íslenzka landsliðið sem fer utan á mánudaginn til keppni við Dani; talið frá vinstri fremsta röð: Sigríður Kjartansdóttir Armanni, Rut Guðmundsdóttir Ármanni, Gréta Hjálmars- dóttir Fram, Jónína Jónsdóttir FH, Sylvía Ilal Isteinsdóttir FH. önnur röð: Svana Jörgens- dóttir Ármannj, Sigríður Sigurðardóttir Val, Ása Jörgensdóttir Armanni, Edda Jónasdóttir Fram. Þriðja röð: Elín Guðmundsdóttir Víking, Sigrún Guðmundsdóttir, Val, Sigrún Ingólfs- dóttir Val, Vigdís Pálsdóttir Val, Jóna Þorláksdóttir, Ármannj. Aftastir eru Sigurður og Pét- ur Bjarnasynir. Á myndina vantar Sigurlínu Björgvinsdóttur. í allt sumar var aðeins ein æfing á viku og það er auð- vitað alltof lítið. Frá því í september höfum við æft fjórum sinnum í viku. Æf- ingar hafa að undanförnu verið í KR-heimilinu og suð- ur í Keflavík. Það er auðvit- að al'lt annað en hægt um vik fyrir okkur að þurfa að þvælast suður í Keflavík til að æfa, sérstaklega þegar þess er gætt að 7 okkar hafa heimili, mann og böm að sjá um. Þetta hefur þó gengið undarlega vel, fólkið okkar er hjálpsamt og hleypur gjarna undir bagga með að passa bömin svo að við get- um mætt á æfingar. — Hvemig er með farar- eyri? — Við söfnuðum auglýsing- um fyrir honum. Það var gef- in út leikskrá fyrir Reykja- víkurmeistaramótið og v/ð söfnuðum auglýsingum 1 hana. Hver okkar safnaði þannig 2300.00 krónum en það var upphæðin sem við hefð- um annars þurft að greiða úr eigin vasa. — Hvemig lízt þér á þær ráðstafanir ríkisstjórnarinnar að leggja 1.500 króna skatt á hvem farseðil til útiandn? — Ég efast ekki um allir fþróttamenn séu vægast sagt mjög á móti þeirri ráO- stöfun, mér persónulega finnst það svívirðilegt. En við sleppum við hann núna sem betur fer. — Hver verður fararstjóri? — Það er víst ekki alveg ákveðið ennþá eftir því sem ég bezt veit. Með okkur fara að sjálfsögðu þjálfarar okkar, Sigurður og Pétur Bjarnasyn- ir en Pétur hefur um langt skeið verið okkar aðalþjálfari. — Veiztu hverrar þjóðar dómaramir verða? — Já, þeir verða norskur og sænskur. Ég held að sá norski dæmi fyrri leikinn, sem verður í KB-hallen en síðari leikurinn verður í Lyngby. — Ertu ekki bjartsýn á úrslitin? — Jú, jú ég er það. Danir eru að vísu sterkari í inn- anhússhandknattleik en utan- húss og við gerðum jú jafn- tefli við þær utanhúss, í fyrra. En ég er ekki frá því að við séum líka betri í» innan- hússhandknattleik og svo hefur liðið að mínum dómi batnað frá því í fyrra. Við þökkum Sigríði fyrjr rabbið og óskum henni góðr- ar ferðar og vonum að þær verði sigursælar í förinni. I Hvíslað og pukrað á fjörðunum Dýrafirði, 22/10 — Á Vest- fjörðum hafa staðið yfir ákaf- lega spennandi kosningar í upp- stillinganefndir á vegum Fram- sóknarflokksins og eiga þessar nefndir a3 ráða kjöri alþingis- mannsefna fyrir næstu þingkosn- ingar. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Þannig fer nú kosn- ingaskjálfti um Framsóknar- menn á Vestfjörðum tuttugu mánuðumfyrir væntanlega orra- hríð. Það þykir merkilegt við þenn- an fyrirgang, að óbreyttir Iiðs- menn skiptast í tvo flokka og raunverulega stendur baráttan um kjörfylgi kringum einn mann, — er það Steingrímur Hermannsson, — sonur Stranda- goðans í kjördæminu. Svokallaðir vinstrimenn í flokknum mega ekki til þess hugsa. að þessi varðbergspiltur tróni í öruggu sæti á llstanum sem einskonar erfðaprins og segja fróðir menn, að vinstri mönnum hafi vaxið ásmegin í þessu fulltrúakjöri í uppstill- inganefndir og horfi óvænlega fyrir Steingrími að íá tilnefn- ingu. Þá hefur það flogið fyrir vest- ur á Fjörðum, að þeir feðgar hugsi sér að bera gull á vinstri mennina í uppstillinganefndun- um og muni ýmislegt standa til boða óþekkum flokksmönnum, — hverskyns vegtyllur og sæmd- arauki og liðlegar fyrirgrqiðsl- ur í bönkum landsins, — vbjstri menn eru sagðir stálharðir og neita slíkum gylliboðum hver um annan þveran. Þannig er hvíslað og pukrað frá firði til fjarðar. Þingmaður veiddi 40 kópa Rauðasandi, 21/10 — Á hverju sumri kemur Sigurvin alþingis- maður og sezt að um skeið á óðalssetri sínu að S'>'”'bæ og hyggur þá að seladr'pi. Sigurvin reyndist nokkuð fengsæll síðastliðið sumar og mun hafa veitt allt að fjöru- tíu kópa og er skinnverð all- gott um þessar mundir. Þá er sláturtíð nýlokið hér á Rauðasandi og voru aflífaðir um 2500 dilkar og reyndist dilk- þungi mun meiri en í fyrra. Tíð var með fádæmum góð í sum- ar og haust á Rauðasandi og hafa hey sjaldan verið betur hirt og gera menn sér vonir um, að lítil móska verði í hey- stálum næsta vetur. Þá hafa menn skotizt á sjó i Rauðasandshreppi í sumar og haust og hefur verið góð hand- færaveiði, — hefur aflinn verið verkaður í örlygshöfn, en þar er sláturhús og kaupfélag. Fólk í Rauðasandshreppi hefur hug á að fá rafmagnslínu lagða yfir fjörðinn hjá Sandodda frá Mjólkárvirkjun og raflýsa þannig sveitina, — kemur þá til greina að koma upp frysti- húsi í örlygshöfn og gera þannig atvinnulífið fjölbreyttara í hreppnum. Nokkur lyftistöng hefur hreppsfélaginu verið að svokölluðu ýtufélagi. — starfa fjórir menn á þrem ýtum að- allega í sambandi við vegafram- kvæmdir. Eru nú nær öll heim- ili í sveitinni komin f vegasam- band, — nokkur hluti af þesr,u vegakerfi er illfært ennþá. Þá hefur staðið yfir flugvalla- gerð í Sandodda og var flug- völlurinn tilbúinn til notkunar um miðjan mánuð óg1 mætti' raf- lýsa hann frá áðurgreindum streng frá Mjólkárvirkjun. Tvö fyrirtæki á hausinn Akureyri, 22/10 — Verzlunin Heba og Fatagerðin Hiíf hér í kaupstaðnum hafa orðið gjald- þrota og hefur bæjarfógeti aug- lýst eftir tilboðum í muni þrota- búanna. Samkvæmt lausafregn- um skipta skuldir fyrirtækj- anna nokkrum miljónum króna fram yfir eignir og hafa þessi fyrirtæki notið óeðlilegs láns- trausts í Útvegsbankanum hér. Það á ekki af þeim banka að ganga í viðskiptum. Söngur, dans, upplestur og sýning á gömlum búningum Savanna-tríóið skemmtir í ,,sunnudagskaffi“ á Hótel Sögu n.k. sunnudag 31. október til ágóða fyrir hjálparstarf Rauða Krossins. Næstkomandi sunnudag hinn 31. október, verður haldið svo- kallað „Sunnudagskaffi“ að Hótel Sögu. A boðstólum verð- nr kaffi, gosdrykkir og heima- bakaðar kökur. Einnig koma fram landskunnir listamenn, svo sem Þorsteinn ö. Stephensen, Savanna tríóið o.fl. Skemmtunin hefst kl. 15. Fyrir „Samnudagskaffinu'‘ standa nokkrar ungar konur úr Reykjavíkurdeild R.K.Í., en all- ur ágóði rennur til hjálparstarf- Rauða krossins. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna „Sunnudagskaffi“ verður eft- irmiðdagsskemmtun fyrir imga sem gamla. Nokkrar stúlkur úr tízkuskóla Andreu sýna gamla búninga og grímubúninga, sem frú Þóra Borg hefur góðfús- lega lánað til sýningar. Sýning- in, sem undirbúin er af þeim Þóru og Andreu, verður með undirleik Gunnars Axelssonar, píanóleikara. Savannatríóið mun koma fram með nýtt prógramm m.a. syngja lög af hinni nýút- komnu hljómplötu þeirra félaga. Þá sýna ungir nemendur Her- manns Ragnars nokkra af vin- sælustu bamadönsunum í ár og Þorsteinn ö. Stephensen, leikari les upp. Gott málefni Það verða vafalaust margir sem leggja leið aína á Hótel Sögu kl. 3 n.k. sunnudagseftir- miðdag til að gæða sér á „Sunnudagskaffi" og kökum, njóta góðrar skemmtunar og styrkja um leið hið ágætasta málefni. HOLLENZKIR kvenskór með innleggi ENSKIR karlmannaskór INNISKÓR karla og kvenna Skólavörðustíg 12. Eskifjörður framar Reykjavík Eskifirði, 22/10 — Hreppurinn hér hefur nú hafið smíði fjög- urra íbúða til þess að útrýma heisluspillandi húsnæði. Ef Reykjavíkurborg ætlaði að standa sig hlutfallslega eins vel og Eskifjörður miðað við fólks- fjölda, þá væm byggðar hér í borginni 360 íbúðir á þessu stigi. Riffilskothríð í sæluhusi Eskifirði, 22/10 — Spjöll hafa verið unnin á sæluhúsinu á Oddskarði í sumar og haust og er heldur Ieiðinlegt tii afspum- ar. Þannig teiur eftirlitsmaður- inn með sæluhúsinu, Kristján Kristjánsson, að það komi jafn- vel til greina að loka því og muni Rafmagnsveitur ríkisins, sem eiga skúrinn, gefast upp á að halda honum opnum. Þannig var ýmiskonar útbúnaður og matvæli eyðilögð í sumar og einhver tók sig til og skaut tólf riffilkúlum í gegnum húsvegg- ina og er þetta sérstakur ótugt- arskapur. Þama uppi á skarðinu er ailra veðra von og hefur þetta skýli mörgum orðið til hvíldar og hressingar, vegmóðum ferða- mönnum, — jafnvel bjargað mönnum úr lífsháska á stundum. 20 síldarskip kærð fyrir ofhleðslu Eskifirði, 22/10 — Tuttugu síldarskip hafa verið kærð fyr- ir ofhieðslu á miðunum fyrir Ansturlandi í haust og er það gert samkvæmt reglugerð frá 1. desember 1963 um hleðslu fiski- skipa. Skipaskoðunarmaðurinn hér, Bjami Kristjánsson, hefur verið ötnll í starfi sínu og eru þessar kærur sendar jafnóðum til sýslumanns eða bæjarfógeta á viðkomandi stöðum. Eitt skipanna hefur verið kæi t tvisvar sinnum í haust og er nú búið að senda kæruna til saksóknara rikisins og fjallar embættið um þetta mál sér- staklega og verður það eins- konar prófmál, hvað hörð við- urlög verða við svona brotum í framtíðinni. Þá hefur embætti skipaskoðunarstjóra írert kröfur ti! þess að fá skjótari afgreiðslu á svona málum og að fjallað verði um þetta eins og lögreglu- mál í staðinn fyrir að láta viða- mikinn sjódóm fjalla um málið hverju sinni. Samgöngumála- ráðuneytið hefur nú þetta til athugunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.