Þjóðviljinn - 12.01.1966, Side 8
3 SÍÐA —- ÞJÓÐVIUINN — Miðvikudagirr 12. janúar 1960
STORM JAMESON:
^ i
O,
BLINDA
HJARTA
ing, sem gaf öllu andlitinu ó-
mótstæðilegan þokka, sem erfitt
er að lýsa með orðum til að
aðgreina frá venjulegum fríð-
leika.
Þetta er ekki staður fyrir
hann, hugsaði Michal allt í einu.
En hvar væri sá staður?
— Farðu að hátta, pabbi. Ég
skal ganga frá.
— Hvers vegna tafðistu?
— Ég sagði að ég ætlaði til
Grasse, en svo skipti ég um
skoðun þegar þangað kom og
fór til Nice. Gerir það nokkuð
til?
Hann hafði áldrei kallað
Lottu annað en Ti, fyrsta bams-
lega nafnið sem hann gaf henni.
Einhverra hluta vegna líkaði
henni það vel. en einu sinni
hafði Michal þótt það miður.
því að fjölskyldutilfinning hans
jaðraði við trú Um önnur trú-
arbrögð var ekki að ræða hjá
honum.
— Þá man ég það. sagði hann.
Monsieur Pibourdin segir mér
að hann hafi séð þig í Nice
fyrir tveim kvöldum méð fjór-
um mannes'kjum — Algeirsbú-
um og vinkonum þeirra. Fyrir
utan spilavítið. Hvaða fólk var
þe+ta?
Philippe galopnaði augun og
hló. tærum og opinskáum hlátrí.
— Hann lýgur. Það voru ekki
Algeirsbúar. og ég var ekki í
SDilavítinu Við vorum f næsta
húsi í billíard. Annar náunginn
var Deucier, þú mannst eftir
honum, pabbi, hann kom hing-
‘nð eitt áríð með fiölskyldu sinni,
'Ӈ Bordeaux. hitt voru kunn-
;-'T’giar hans, ég man ekki hvað-
r.n og önnur konan var eldgöm-
Hárqreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu osr Dódó
-.augavesi 1R ITI haeð (lyfta’)
ÖÍMI 24-6-16
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
D Ö M U R
Hárgreiðsla við alira hæfi.
TJARNARSTOFAN
riamarsötu ln Vonarstraetis-
megin — Sími 14-6-62
Hárefreiðslustofa
Austurbæjar
María Guðmundsdóttir.
Laugavegj 13. simi 14-6-58
Nuddstofan er á sama stað
ul, alltaf fertug. Ég rakst á þau
á götunni.
— Pibourdin vinur okkar er
samur við sig. sagði Michal.
Hann hló.
Þeir heyrðu fótatak Dottu í
stiganum. Hún kom inn í her-
bergið, ýtti með fingrinum við
þykkum, svörtum hárlokki,
geispaði og geispinn breyttist í
bros þegar hún kom auga á
Philiþpe. Um leið og hún kom
11 þeirra, rak hún fótinn í stól,
og hún hrasaði og datt. Hann
laut niður, greip Utanum hana
og tók hana upp þótt þung væri.
jafnauðveldlega og hún hefði
verið smábam. Hún hló, lagði
báða handleggina um hálsinn á
honum og lét hann lyfta sér á
fætuma.
— Af hverju kemurðu svona
seint?
— Það skiptir ekki máli. sagði
Michal. Hlustið nú á mig bæði
tvö. Ég fer héðan snemma í
fyrramálið — fer með Madeleine
Clozel til Frankfurt....
Hann útskýrði þetta í stuttu
máli. fór þó ekki út í hvers
vegna hann hefði látið flækja
sér í þetta leiðindamál — í raun-
inni var hann hálfskömmustu-
legur, bvi að hánn vissi vel
hvað allt viti borið fólk í þorp-
inu myndi segia um hann —
og síðan gaf hann konu sinni
fyrirmæli ; um hvað hún átji að
gera. Hringja í lögfræðinginn og
fara annaðhvort sjálf eða senda
Philippe að tala við Larrau
gamla
— Hann hneggjar sem asni af
ánægju yfir bvf hvað honum
finnst ég vera mikið fífl. og
hann verður í góðu skapi í heila
viku á eftir.
— Hvenær kemurðu til baka?
sDurði Philinne.
— Við skulum sjá. Við kom-
um til Frankfurt síðdegis á mið-
vikudag. Réttarfundurinn er á
fimmtudag. Ef þeir afhenda
henni drenginn — sem er alveg
óvíst — þá barf hann trúlega
no<rkra klukkutíma til að útbúa
-ig. Við leggjum af stað til báka
á laugardag og komum aftur" til
Cannes á sunnudagskvöld. Ég
sendi -ykkur skeyti á fimmtudag
— eftir úrskurðinn.
— í versta falli, sagði Phil-
ippe. í versta falli fyrir frú Clo-
zel á ég við. þá kemurðu á laug-
ardaginn, annars á sunnudaginn.
— Alveg rétt.
— Jæja, farðu þá að sofa. Þér
veitir ekki af
Lotta strauk andlit piltsins
með einum fingri og sagði blíð-
lega: Og þú líka vinur minn.
Farðu í rúmið.
I svefnherberginu setti hún
niður föt handa Michal, háttaði
sig síðan og settist fyrir framan
snegilinn til að bursta á sér hár-
ið og bera dálítið krem á and-
•
lit sitfjt og háls. Hún sat upp-
rétt og hallaði höfðinu aftur, og
lílkami hennar fyrir ofan mitti
var enn grannur og hiin vaikti
með honum eitthvert sambland
af aðdáun og þakklæti. Þessi
hlýi og góði og ástríðufulli
kroppur, fúllur af rólegri og
eðlilegri gleði. Hann byrjaði að
hátta sig.
Hann rak höndina í lykla-
kippuna.
— Hérna, sagði hann. Ég fer
ekki að fara með þetta með mér
til Frankfurt. Settu þetta í ein-
hverja skúffu hjá þér. Vertu
ekki að bera þá á þér.
— Já, auðvitað — það er ör-
uggara að skilja þá eftir.
Seinrfa í myrkrinu þegar hann
strauk höndunum yfir þennan
stælta og hraustlega líkama,
hugsaði hann sem snöggvast um
aumlegt ástand hans þegar þau
hittust fyrst.
— Þú ert hamingjusöm, er það
ekki? sagði hann — og vissi
ekki vel hvers vegna hann hafði
sagt það.
Það varð andartaks þögn áð-
ur en rödd hennar, djúp og full,
svaraði: é
8
— Þú eirt góður maður, það
veiztu.
3
I ganginum á leið í dómsal-
inn komu þau beint í flasið á
þýzku hjónunum. Drengurinn
var ekki með þeim.
Þegar þau komu auga á Made-
leine Clozel nómu þau staðar,
vandræðaleg. Maðurinn stóð
teinréttur með handleggina stífa
niður með síðunum. Konan hans,
lítil og bústin, í pilsi og jakka
og ■ hvítri blússu, stífaðri og
strokinni svo að stirndi á hana,
var notaleg fyrir augað, hend-
umar stórar, sólbakaðar og
hertar af vinnu, augun blá og
skær og vangámir rjóðir. Hún
ilmaði eins og hreinn þyottur.
Hún steig skrefi nær og rétti
höndina. Madeleine lét sem hún
sæi bað ekki og gekk framhjá
henni.
Hún titraði Ég gat það ekki.
sagði hún afsakandi. Kannski
vissi hún ekki hvað átti sér stað
í fangabúðunum. Og þótt hún
hefði vitað það — eða viti það
núna — þá veit það samt enginn
sem var þar ekki. Og svo....
nei, ég gat það ekki — vegna
allra þeirra sem dóu úr húngri
og barsmíð. Ég hef engan rétt
til að fyrirgefa þeim, er það?
— Enginn ásakar þig. sagði
Michal blíðlega.
Hæðnisbros lék um fölt and-
lit hennar. Jú, jú, þau gera það.
Veiztu hvað mjúkmáli ungi
maðurinn, sem tók á móti okkur
í gær, sagði við mig við her-
bergisdymar? Hvað sem gerist
á morgun, madame, þá verðum
við nú að byrja að fyrirgefa og
gleyma .... Ég hefði getað sagt
við hann: Þá varst þú franskur
drengur f skóla, þú imunt aldrei
hurfa að reyna að loka augum
þínum og eyrum fyrir því sem
kemur upp í huga þinn áður en
þú færð vömum við komið,
þessum tómu andlitum, bessum
deýjandi kroppum. þessum vein-
um, * •
Hún þagnaði og Ieft S fiann
með furðulegri einlægni, sean
minnti á einlægni lítillar stúlku.
Það sem ég get ekki fyrirgefið,
monsieur Michal, er það — að
á þessum stað, þá komst ég á
bað stig að mér stóð á sama
hvort ég sæi bamið mitt aftur
eða ekki. Það var ekki fyrr en
nú eftir þegar ég kom heim —
í dómsalnum reyndi hann að
vera henni traust hellubjarg, sat
bétt við hana og reyndi að koma
1 veg fyrir skjálftann sem skók
hana undir kápunni. Eftir
nokkra stund hætti skjálftinn.
Hann beindi athygli s'inni að
dómurunum þremur. Það er
kynlegt, hugsaði hann, að mál
sem snýst um franskt bam,
skuli lagt í hendur Bandaríkja-
manna. En nú orðið er allt í
höndum þeirra, fjandinn hafi
það. Frakklandi og Evrópu yfir-
leitt er stuggað til hliðar.
Hann hallaði sér upp að
frönskumælandi starfsmannin-
um vinstra megin við sig.
Hver þeiira var fylgjandi því
áður að afhenda drenginn?
— Þessi til hægri. Uss.
Þeir ■segja. hugsaði hann með
kaldhæðni. að allir Bandaríkja-
menn séu Þjóðverjar, eða afkom-
endur Þjóðverja, en þessi lítur
út eins og rauðskinni .... Lang-
leitt, fölt andlitið, innfallin
’ökk augun og víður munnur-
inn — var honum betur að skapi
#n hin andlitin tvö, annað feit-
lagið og glaðklakkalegt eins og
á fullorðnu ungbami, hitt eins
og steingerður klumbur. breið-
ara um kjálka en enni, löng
efri vör. föl, alvarleg augu.
Þetta er erfiðasti óvinurinn,
saeði hann við sjálfan sig.
Einkennisklæddur' liðsforingi
var að rek.ia málið í aðalatrið-
um. Eneinn é^nranna virtist
'-hjsta. Þetta hafði verið rakið
áður, vandlega: ekkert nýtt
komið á daginn, nema það sem
móðir drengsins kynni að hafa
til mólanna að leggja.
1 vitnastúkunni var hún ó-
sköp lítil og í fyrstu heyrðist
ekkl til hennar. Reynið að tala
hærra, sagði rauðskinninn ró-
lega.
Hún hafði lítið að segja í
fyrstu annað en: Já.
Þér voruð handteknar með
eiginmanni yðar þennan og
þennan dag?
Já.
Þér voruð sendar á búgarðinn
í Neuberg í Austur Prússlandi?
Já.
Þrjár einfaldar spumingar og
síðan:
Skýrðuð þér yfirvöldunum frá
því að þér væruð bamshafandi?
FRAMLEIÐUM
ÁKLÆÐI
á allar tegundir bíla.
OTUR
Hringbraut 121.
Símj 10659.
Guðjón Styrkársson
lögmaður.
HAFNARSTRÆTI 22
Sími 18354.
4653 — Á sama andartaki og hann spennir gikkinn, tekur Ali
af öllu afli um fætur honum. Hann rykkir í og Abdulla steyp-
ist aftur á bak í sjóinn. Sakkras rýkur upp, miður sín af bræði,
og Þórður og hans menn stökkva líka á fætur.-
Ali er að vísu lítill og grannur, en frábær sundmaður, sterkur
og seigur og kattliðugur. Abduila reynir árangurslaust að losa
sig. Þeir hverfa í djúpið.
AUir stara á staðinn þar sem þeir sukku. Skyldi Ali heppnast..?
Að minnsta kosti er vélbyssan töpuð og þar með vald Sakkrasar.
SKOTTA
„Ég skií ekki hvemig getur flætt úr blöndungnum þegar han
setur aldrei meir en lítra af benzíni á geyminn í einu!“
SKIPATRYGGINGAB
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRf
LINDARGOTU 9 • REYKJAVÍK SfMI 22122 — 21260
Auglýsið í Þjóðvlljunum