Þjóðviljinn - 20.01.1966, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 20.01.1966, Qupperneq 2
2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 20. janúar 1966. Hvernig á að telja f ram? NOKKRAR HUGLEIÐINGAR SKATTSTJÓRANS * ■ Nú líður að því að skattgreiðendur verði krafðir um framtöl sín. Af því tilefni birtir Þjóð- viljinn í dag nokkrar leiðbeiningar, sem ríkis- skattstjóri hefur sent frá sér. Nota skal framtalseyðublað- ið. sem áritafl er í skýrsluvél- um. Sé það eigi fyrir hendi, ber fyrst að útfylla þann lið framtals, sem greinir nafn framteljanda, heimilisfang, fæð ingardag, mán. og ár, skatt- númer, nafn eiginkonu, fæðing- ardag, — mán. og ár. Einnig nöfn, fæðingardag og fæðing- arár barna heima hiá fram- teljenda, fædd árið 1950 eða síðar. Aðgreint skal einnig, hvort öll börn heima hjá framteljanda, fædd 1950 eða síðar, eru skráð á árituðu fram- talseyðublöðin. Einnig skal skrá upplýsingar um fengin meðlög eða bamalifeyri, svo og greidd meðlög með bömum. Auðveldast er að útfylla hina ýmsu liði framtalsins í þeirri röð, sem þeir eru á eyðublað- inu. I. Elgnir 31. des. 1965 1. Hrein eign 'samkvæmt meðfylgjandi efnasagskerfi. I flestum tilfellum' er hér um atvinnurekendur að ræða, og ekki til ætlazt að skatt- stjóri annist reikningsgerð. Er þessi liður því aðeins útfylltur, að efnahagsreikningur sé fyrir hendi. 2. Eignir samkvæmt landbún- aðar- eða sjávarútvegsskýrslu. Leita skal til deildarstjóra, fulltrúa eða umboðsmanna • skattstjóra með slíka aðstoð, og tilnefnir hann starfsmann til verksins. 3. Fasteignir. í lesmálsdálki skal færa nafn og númer fasteignar- eða fast- eigna og fasteignamat f kr. dálk. Hafi framteljandi keypt eða selt fasteign. ber að út- fylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um. Ef framteljandi á hús eða í- búð í smíðum, ber að útfylla byggingarskýrslu og færa nafn og númer húss undir eignalið 3 og kostnaðarverð f kr. dálk, hafi húsið ekki verið tekið í fasteignamat. Sama gildir um bílskúra, sumarbústaði. svo og hverjar aðrar byggingar. Ef framteljandi á aðeins íbúð eða hluta af fasteign, skal tilgreina hve eignarhluti hans er mikill, t.d. 15 eða 20%. Nota má það sem betur hentar, hlutfall eða prósentu. Lóð eða land er fast- eign. Eignarlóð færist á sama hátt og önnur fasteign, en leigulóð ber að skammstafa L. 1. kr. ........, sem færist í lesmálsdálk. Bezt er að ganga um leið frá öðrum þeim liðum framtalsins sem fasteign varða en þeir eru: Húsaieigutekjur. Tekjuliður 3, bls. 2. Útfylla skal b- og c-liði sam- kvæmt uppgjöf framteljanda, þó skal gera athugasemd og spyrja nánar, ef framtaldar tékjur af útleigu eru > óeðlilega lágar miðað við stærð og leigu þess útleigða. í a-lið skal færa til tekna einkaafnot af húsi eða fbúð. Ef húseign er útleigð að hluta, skal reikna eigin leigu kr. 2064.— á ári, þ.e. kr. 172.— pr. mán. fyrir hvert her- bergi. Sama gildir um eldhús/ Ef eigandi notar allt húsið sjálfur, þá skal meta eigin húsaleigu 11% af fasteigna- mati húss og lóðar, eins þó um leigulóð sé að ræða. Víkja má þó frá herbergja-gjaldi, ef hús er mjög ófullkomið, eða herbergi smá. Er þá auðveldast að miða herbergisfjölda við flatarmál hússins. Víkja má einnig frá prósentu af mats- verði, ef fasteignamat lóðar er óeðlilega hátt miðað við mat hússins. 1 ófullgerðum og ó- metnum íbúðum, sem teknar hafa verið í notkun, s.kal eig- in leiga reiknuð 2% á ári af kostnaðarverði í árslok eða hlutfallslega lægri eftir því, hvenær húsið var tekið í notk- un á árinu (sbr. meðfylgjandi matsreglur ríkisskattanefndar). Kostnaður við húscignir. Frádráttariiður 1. bls. 2. a. Fasteignagjöld: Hér skal færa fasteignaskatt, fasteigna- gjald, brunabótagjald, vatns- skatt o. fl. og færa í kr. dálk, samanlögð þau gjöld, sem einu nafni eru nefnd fasteigna- gjöld. b. Fyming: Fyming reiknast aðeins af fasteignamati hússins eða húshlutans sjálfs samkv. þeirri prósentu, sem um getur í framtali. Af lóð eða landi reiknast ekki fyming. c. Viðhald. Framtal segir um hvemig með skuli fara. Ef laun hafa ekki verið gef- in upp, ber að útfylla launa- miða og láta framteljanda skrifa nafn sitt undir hvem miða. Síðan skal útfylla sam- talningseyðublað, eins og þar segir til um. Ekki skal færa á framtal viðhaldskostnað nema samkv framlögðum nót- um. Sætti framteljandi sig ekki við það, nýtur hann ekki frekari aðstoðar Það athugist, að vinna húseiganda við við- hald fasteignar færist ekki á viðhaldskostnað, nema hún sé þá jafnframt færð til tekna. 4. Vélar, vcrkfæri og áhöld. Undir þennan lið koma land- búnaðartæki þegar frá eru dregnar fymingar skv. land-^ búnaðarskýrslu, svo og ýms á- höld handverksmanna, lækna o.s.frv. Áhöld keypt á árinu að Viðbættri fyrri áhaldaeign, ber að færa hér að frádreginni fymingu. Um hámarksfymingu sjá 28. gr. skattareglugerðarinnar. Það athugist, að þar greindar fym- ingarprósentur miðast við kaup- eða kostnaðarverð að frádregnu niðurlagsverði 10%. Sé fymingin reiknuð af kaup- eða kostnaðarverði án þess að niðurlagsverðið sé dregið frá, þá s-kal reikna með þeim mun lægri hámarksfymingu. Sé fymingin t.d. 20% skv. 28. gr. reglugerðarinnar, bá er há- marksfyming 18% af kaup- verði, ef 15% skv. 28. gr. reglugerðar, þá 131 /2% af kaup- verði o.s.frv. Halda má áfram að afskrifa þar til eftir standa 10% af kaupverðinu. Eftir- stöðvamar skal afskrifa árið, sem tækið verður ónothæft, þp að frádregnu því, sem fyrir tækið kynni að fást. Ef um er að ræða vélar, verkfæri og áhöld, sem notuð em til tekjuöflunar, þá skal færa fyminguna bæði til lækk- unar á eign undir eignalið 4 og til frádráttar tekjum undir frá- dráttarlið 15. Séu tækin ekki notuð til tekjuöflunar, þá færist fyming- in aðeins til lækkunar á eign. Hafi framteljandi keypt eða selt vélar, verkfæri og áhöld. ber að útfylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um. 5. Bifreið. Hér skal útfylla eins og skýrsluformið segir til um, og færa kaupverð í kr. dálk. Heimilt mun þó að lækka einkabifreið um 13V2% af kaupverði fyrir ársnotkun, frá upphaflegu verði Kemur það aðeins til lækkunar á eignar- lið, en dregst ekki frá tekjum, nema bifreiðin sé notuð ti-1 tekjuöflunar. Leigu og vörubif- reiðir má fyma um 18% af kaupverði og jeppabifreiðir um 1372% af kaupverði. Fyrning til gjalda skal færð á rekstrar- reikning bifreiðarinnar. Sjá nánar um fymingar í tölulið 4. Hafi framteljandi keypt eða selt bifreið, ber að útfylla D- hð á bls. 4, eins og þar segir til um. 6. Peningar. Hér á aðeins að færa peninga- eign um áramót. Ekki víxil- eignir, verðbréf, né neina aðra fjármuni en peninga. 7. Inneignir. Hér ber eingöngu að færa peningainnstæður í bönkum, sparisjóðum og innlánsdeildum, svo og verðbréf. sem skattfrjáls em skv. sérstökum lögum. Víxlar eða verðbréf, þótt geymt sé í bönkum, eða þar til innheim-tu, telst ekki hér. Sundur’iða þarf bankainnstæð- ur og skattfrjáls verðbréf skv. A-lið bls. 3 og færa síðan ' sam- talstölu skattskyldra inneigna á eignarlið 7. Undanþegnar framtalsskyldu og eignaskatti eru ofannefndar innstæður og verðbréf, að því leyti sem þær em umfram skuldir. Til skulda f þessu sambandi teljast þóekki fasteignaveðlán, tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannan- lega notuð til þess að afla fasteignanna eðá endurbæta þær. Hámark slfkra veðskulda er kr. 200.000.— Það sem um- fram er telst með öðmm skuld- um 'og skerðir skattfrelsi spari- fjár og verðbréfa, sem því nem- ,ur. Ákvæðið um fasteignaveð- skuldir nær ekki til félaga, sjóða eða stofnana. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn félags í les- málsdálk og nafnverð bréfa í kr. dálk. Heimilt er þó, ef hlutafé er skert, að telja hluta- bréf undir nafnverði og þá í réttu hlutfalli við eignir félags- ins og miðað við upphaflegt hlutafé. Við mat eigna í slíku tilfelli má ékki miða við höf- uðstól, vara- eða fymingarsjóði né bókfært verð 'eigna eða tækja. Miða skal við mögulegt söluverð eignanna, goodwill, útistandandi skuldir og önnur hugsanleg verðmæti. Að mati loknu skal draga frá skuldir, en hlutafé telst ekki þar með. Ef eign verður þá lægri en upphaflegt hlutafé, má teljá bréfin á því verði. Hafi. framteljandi keypt eða selt hlutabréf, ber að útfylla D-lið á bls. 4, eins og þar seg- ir til um. 9. Verðbréf, útlán, stofn- sjóðsinnstæður o. fl. Útfylla skal B-lið bls. 3 eins og skýrsluformið segir til um, og færa samtalstölu í lið 9. Hafi framteljandi keypt eða selt verðbréf, ber að útfylla D-lið á bls. 4, eins og þar segir til um. 10. Eignir barna. Útfylla skal E-lið bls. 4 eins og formið segir til um, og færa samtalstöluna á eignarlið 10, að frádregnum skattfrjálsum innstæðum og verðbréfum sbr. tölulið 7. Ef framteljandi- ósk- ar þess, að eignir bams séu ekki taldar með sínum eign- um, skal ekki . færa eignir bamsins í eignarlið 10, og geta þess sérstaklega í G-lið bls. 4, að það sé ósk framteljanda. að bamið verði sjálfstæður skattgreiðandi. 11. Aðrar eignir. Undir þennan lið koma ýms- ar ótaldar eignir hér að ofan (aðrar en fatnaður, bækur, húsgögn og aðrir persónulegir munir), svo sem vöru- og efnis- birgðir, þegar ekki fylgir efna- hagsreikningur og starfsemi í það smáum stíl, að slíks gerist ekki þörf. Smáþátar. b--,sr og annar búfénaður, ekki oalið á lándbúnaðarskýrslu, svo og hver önnur eign, sem áður er ótalin og er eignarskattskyld. II. Skuúdir alls. Útfy’la skal C-ljð bls. 3 eins og formið segir til um, og færa samtalstölu á þennan lið. III. Tekjur árið 1965. 1. Hreinar tekjur samkvæmt meðfylgjandi rekstrar- .reikningi. Liður þessi er því aðeins út- fylltur, að fyrir liggi rekstrar- reikningur. Skattstjóri annast ekki reikningsuppgjör fyrir framteljanda. og kemur því ekki til aðstoð í þessu tilviki. 2. Tekjur samkv. landbún- aðar- og sjávarútvegsskýrslu. Hér eru færðar nettótekjur af landbúnaði og smáútgerð og ekki til ætlazt, að byrjandi annist slfka skýrslugerð. Sjá umsögn með eignalið 2. 2. Húsaleigutekjur. Þennan lið á að vera búið að útfæra Sjá 3. mgr. um- sagnar um eignarlið 3. 4. Vaxtatekjur. Hér skal færa skattskyldar vaxtatekjur samkv. A- og B-lið bl9. 3. Það athúgist, að undan- þegnir framtalsskyldu og tekju- skatti eru allir vextir af eign- arskattsfrjálsum innistæðum o^ vcrðbréfum, sbr. tölulið 7, I. 5. Arður af hlutabréfum. Hér skal færa arð, sem fram- teljandi fær úthlutaðan af hlutabréfum sínum. Rétt er að líta á eignarlið 8 og spyrja um arð frá hverju einstöku félagi, séu um fleiri en eitt að ræða, og færa samanlagðan arð hér. 6. Laun greidd í pcningum. í lesmálsdálk skal rita nöfn og heimili kaupgreiðenda og tekjuupphæð í kr. dálk, Ef framteljandi telur fram óeðli- lega lágar tekjur, miðað við það sem aðrir hafa í hliðstæðu eða sams konar starfi, skal inna eftir ástæðu og geta henn- ar í G-lið bls. 4. 7. Laun greidd í hlunn- indum. 7 a. Fæði: Rita skal dagafjölda. sem framteljandi hefur frítt fæði hjá atvinnurekanda sín- Framhald á 6. síðu. Flís og bjálki Morgunblaðið heldurerin á- fram afi fjölyrða um ágrein- ing í ' röðum andstæðinga sinna. Ólíkt væri þó pærtæk- ara fyrir blaðið 02 áuðveld- ara að gefa skýrslu um á- standíð innan Sjálfstæðis- flokksins og- þann ágreining sem stöðugt hefur verið að magnast í þeim herbúðum seinustu árin. í meira en tvö ár hafa all- ir þeir menntamenn sem tengdir eru Sjálfstæðisflokkn- um átt í grimmilegri baráttu við forustumenn flokksins vegna dátasjónvarpsins. Um langt skeið hefur verið sívaxandi andstaða innan Sjálfstæðisflokksins við á- form leiðtoganna um að veita erlendum auðhringum at- hafnafrelsj hér á landi. Þar beita sér allir kunnustu for- ustumenn flokksins á sviði sjávarútvegs 02 fiskiðnaðar. Fyrirætlanirnar um stór- framkvæmdir í þágu hernáms- liðsins í Hvalfirði hafa vakið ugg og andstöðu innan Sjálf- stæðisflokksins. einnig þeirra sem fylgt riafa hemámsstefn- unnj allt til þessa. Síðustu dagana hafa ýms- ir kunnir Sjálfstæðisflokks- menn úr iðnrekendastétt keppzt um það að vitna hér j Þjóðviljanum -um háskaleg- ar afleiðingar af viðreisnar- stefnunni og yegið þar á mjög opinskáan hátt að helztu ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins. Framburður þeirra er hliðstæður þvi ef kaupfélagsstjórar tækju til að mynda upp á því að vitna í Morgunblaðinu um ávirð- ingar Framsóknarflokksins Kunnir Sjálfstæðisflokks- menn fara nú ekki dult með þá skoðun sína að þeim flokki verði ekkj haldið saman til frambúðar; andstæðumar innan hans séu svo augljós- ar og algerar að á næstu ár- um muni flokkurinn riðlast og nýjar fylkingar myndast. Því minnir umtal Morgun- blaðsins um sundrung and- stæðinga sinna aðeins á gam- alkunn visdómsorð um ílís og bjálka. — Austri. GteBoa S ALT CEREBOS í HANDIIÆGU BLÁU DÓSUNUM HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA. Messrs, Kristján Ó Skagfjörð Limit Post Box 411. Reykjavík, Iceland. SANDUR - ftíÖL Höfum nú fyrirliggjandi: Steypusandur kr. 12,00 per tunna. Skeljasandur kr. 15,00 per tunna. Möl 3 teg. á kr. 15,00 per tunna. Pússningasandur harpaður kr. 15,00 per tunna. Afgreiðslan við Flugskýlið í Vatnagörðum er opin alla virka daga kl. 7,30 til 6,30 e.h. BJÖRGUN h/f Sími 33255.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.