Þjóðviljinn - 20.01.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.01.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 20. janúar 1966. Hvernig á að telja Framhald af 2. síðu, um, og reiknast til tekna kr. 54.— á dag fyrir karlmann, kr. 43.— fyrir kvenmann og kr. 43.— fyrir böm yngri en 16 ára. Margfalda siðan daga- fjölda með 54 eða 43, eftir því sem við á, og færa út'komu í kr. dálk; Frítt fæði sjómanna er undanlþegið skatti og út- svari og færist því ekki hér. 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stj. óskalagalþætti fyrir sjómenn. 14.40 Margrét Bjamason talar um Katrínu miklu. 15.00 Miðdegisútvarp. Sigur- veig Hjaltested syngur. Liljukórinn syngur lög eftir Jónas Tómasson; Jón Ás- geirsson stjómar. L. Kogan og hljómsveit Bolshoj-leik- hússins leika fantasíu eftir Sarasate. D. Fischer-Dieskau-, K. Kohn, S. Jurinac, L. See- fried o.fl. syngja atriði úr Don Giovanni, eftir Mozart. Stig Ribbing leikur Humor- eske-Bagateller eftir Cari Nielsen og Maínótt eftir Palmgren. 16.00 Síðdegisútvarp. Manuel og hljómsveit. Ferrante og Teicher. The Platters, hljóm- sveit A. Haugens, Colwell bræður, F. Schulz-Reichel o.fl. Hula-Hawaian-kvart- inn. harmonikuhljómsveit Jos Basiles o.fl. leika og syngja. 18.00 Bergþóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir stj. þætti fyrir yngstu hlustend- uma. í tímanum les Stefán Sigurðsson framhaldssöguna Litli bróðir og Stúfur. 18.30 Tónleikar. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Maria Callas syngur ari- ur úr óperunum Dóttir her- deildarinnar og Lucrezia Borgia eftir Donizetti. 20.20 Séra Helgi Tryggvason flytur síðara erindi sitt um almenna safnaðarþjónustu vig aldrag fólk. 20.45 Píanóleikarinn Kjell Bækfcelund frá Noregi leik- ur. a) Sónata patetique op. 27 eftir Klaus Egge. b) Fantasía og fúga op. 13 eft- ir Finn Mortensen. 21.10 Bókaspjall. Njörður P. Njarðvfk cand. mag tekur til umræðu leikrit Jóhanns Sigurjónssonar. Með honum em: Haraldur Bjömsson leik- ari og Sveinn Einarsson leik- hússtjóri. 22.15 Átta ár í hvíta húsinu. 22.35 Djassþáttur: Woody Her- man í Frakklandi; annar þáttur. Ölafur Stephensen kynnir. 23.05 Bridgeþáttur. Hallur Sí- monarson flytur. 23.30 Dagskrárlofc. Frá Þórsbar Seljum fast fæði (vikukort kr. 820,00) Einnig lausar mál- tíðir. Kaffj og brauð af- greitt allan daginn. ÞÖRSBAR Sími 16445. b. Húsnæði. Rita skal fjölda mánaða, sem vinnuhjú hafa frítt húsnæði hjá atvinnurek- anda sínum og reiknast til tekna kr. 165.— á mánuði í bæjum og kaupstöðum, en kr. 132.— á mánuði í sveitum. Margfalda skal mánaðafjölda með 165 eða 132 eftir því sem við á, og færa útkomu í kr. dálk. Fæði og húsnæði framtelj- enda, sem býa í foreldrahús- um telst ekki til tekna og fær- ist ekki á þennan lið, nema foreldri sé atvinnurekandi og telji- sér nefnda liði til gjalda. Ef framteljandi fær greittkaup fyrir heimilisstörf, reiknast erm fremur fæði og húsnæði til tekna. c. Fatnaður eða önnur hlunn- indi: Til tekna skal færa fatn- að, sem atvinnurekandi lætur framteljanda í té án endur- gjalds, og ekki er reiknað til tekna í öðrum launum. Til- greina ekal hver fatnaður er og í kr. dálk, sem hér segir: Einkennisföt kr. 2400.—. Ein- kennisfrakki kr. 1800.— Annar einkennisfatnaður og fatnaður, sem ekki telst einkennisfatn- aður, skal talinn til tekna á kostnaðarverði. Sé greidd á- kveðin fjárhæð í stað fatnaðar, ber að telja þá upphæð til tekna. önnur hlunnindi, sem látin eru í té fyrir vinnu, ber að meta til peningaverðs eftir gangverði á hverjum stað og tima og reikna til tekna. 8. ElH- og örorkulífeyrir. Færa skal í kr dálk upphæð þá, sem framteljandi telur sig hafa fengið greidda á árinu. Ríkistrygging gefur upp slíkar greiðslur á nafn hvers og eins, og verður það borið saman við uppgjöf framteljanda við end- urskoðun framtals. 9. S.júkra- og Slsabætur. Hliðstætt glldír hér og um Iið 8. 10. Fjölskyldubætur. Greiðslur Tryggingastofnunar vegna bama (ekki bamalífeyr- ir = meðlag) nefnast fjöl- skyldubætur og mæðralaun, og er hvort tveggja fært til tekna undir lið 10. A árinu 1965 voru fjölskyldubætur fyrir hvert bam kr. 3.105.— yfir ár- ið. Margfalda skal þá upphæð með barnafjölda og útfæra í kr. dálk. Fyrir böm, sem bæt- ast við á árinu og böm sem ná 16 ára aldri á árinu, þarf að reikna bætur sérstaklega. Mánaðargrelðslur á árinu 1965 voru sem hér segir: Jan- febr. kr. 250.00 á mán. Marz- maí kr. 257.63 á mán. Júnf- ágúst kr. 259.15 á mán. Sept- nóv. kr. 262,20 á mán. Desember kr. 268.30 á mán. Fyrir bam, sem fæðst á ár- inu, eru bætur greiddar frá 1. marz mánaðar frá fæðingu. Fyrir bam, sem verður 16 ára á árinu, eru bætur greiddar fyrir afmælismánuðinn. Mæðralaun eru greidd ekkj- um, ógiftum mæðrum og frá- Skildum konum. A árinu 1965 voru mæðralaun, sem hér seg- ir: Fyrir 1 bam kr. 2.403,45, 2 böm kr. 13.047,18, 3 böm og fleiri kr. 26.094.33. Mæðralaun fyrir böm, sem bætast við á árinu eða öfugt, verður að reikna með öðrum hætti Fjöl- skyldubætur eru alltaf þær sömu fyrir bamið, en mæðra- laun ekki. Ber því að reikna sjálfstætt hvert tímabil, sem móðir nýtur bóta fyrir 1 bam, fyrir 2 böm o.s.frv. og leggja saman bætur hvers tímabils og færa í einu lagi í kr. dálk. Mánaðargreiðslur á árinu 1963 voru sem hér segir: Fyrir 1 bam: Jan- febr. kr. 185.15 á mán. Marz- maí kr. 190.80 á mán. Júní Júlí- ágúst Sept-. nóv. Desember kr. 191.93 á mán. kr. 209.01 á mán. kr. 211.47 á mán. kr. 216.39 á mán. Fyrir tvö böm: Jan.—febr. Marz—maí Júní Júlí—ágúst Sept.—nóv. Des. kr. 1005,10 á mán. kr. 1035,76 á mán. 1041,89 á mán. kr. 1134,61 á mán. kr. 1147,97 á mán. 1174,68 á mán. Fyrir 3 börn og fleiri: Jan.—febr. Marz—maí Júní Júlí—ágúst Sept.—nóv. Des. kr. 2010,20 á mán. kr. 2071,51 á mán. 2083,77 á mán. kr. 2269,23 á mán. kr. 2295,94 á mán. 2349,35 á mán. 11. Tekjur barna. Útfylla skal F-lið eins og formið segir til um og færa samanlagðar tekjur bama í kr. dálk 11. tekjuliðs, að frádregn- um skattfrjálsum vaxtatekjum sbr. tölulið 4, III. Ef bám (böm) hér tilgreint stundar nám í framhaldsskóla, skal í neðstu línu F-Iiðar rita nafn barnsins og í hvaða skóla nám er stund- að, rita skal einnig námsfrá- drátt skv. mati ríkisskattanefnd- ar (sjá meðfylgjandi matsregl- ur), og færa í frádráttarlið 15 bls. 2. Upphæð frádráttar má þó ekki vera hærri en tekjur bamsins (bamanna, hvers um sig) færðar í tekjulið 11. Hafi barn hreinar tekjurum- fram kr. 16.000,00, getur fram- teljandi óskað þess, að bamið verði sjálfstæður framteljandi og skal þá geta þess í G-lið bls. 4. En þá skal ekki færa tekjur bamsins í tekjulið 11 né námsfrádrátt á frádráttarlið 15, þegar fram er talið. Við end- urskoðun munu tekjurnar hins vegar vera færðar til tekna undir tekjulið 11 og frádráttur færður á frádráttarlið 15, eftir því sem við á. 12. Launatekjur konu. Hér skal færa tekjur konu framteljanda, ef einhverjar eru. í lesmálsdálk skal rita nafn at- vinnurekanda og tekjuupphæð í kr. dá'lk. Það athugist, að þótt helmingur af tekjum giftrar konu sé skattfrjáls, ber að telja allar tekjumar hér. 13. Aðrar tekjur. Hér skal tilfæra hverjarþær tekjur, sem áður em ótaldar. Má þar tilnefna styrktarfé, gjafir (aðrar en tækifærisgjaf- ir), happdrættisvinninga (sem ekki em skattfrjálsir), arð af hlutabréfum vegna félagsslita, arð af eignum, töldum undir eignarlið 11, söluhagnað sbr. D- lið bls. 4, skattskylda eigin vinnu við eigið hús, afföll af keyptum verðbréfum o.fl. Enn fremur skal hér tilfæra til tekna risnufé, bifreiðastyrki o.þ.h., og endurgreiddan ferðakostnað, þar með taldir dagpeningar. Sjá lið IV tölulið 15 um frádrátt. IV. FRÁDRÁTTUR: • 1. Kostnaður við húseignir. Sjá 4. mgr. umsagnar varð- andi eignalið 3. 2. Vaxtagjöld. Hér skal færa samtalstölu vaxta skv. C-lið. Vaxtagjöld f kr. dálk. Gera skal athugasemd, ef framteljandi tilnefnir vaxta- gjöld það há, að ólíklegt þyki miðað við skuldir. Færa má sannanlega greidda vexti, þó lán hafi verið tekið og greitt upp á árinu. 3. Eignaskattur. I kr. dálk skal færa eignar- skatt greiddan á árinu 1965. 4. Eignaútsvar. I kr. dálk skal færa eignar- útsvar greitt á árinu 1965. 5. Iðgjald af lífeyristryggingu. Hér skal aðeins færa fram- fram? lag launþega til lífeyrissjóðs. Munu flestir lífeyrissjóðsfélagar greiða 4% af föstum launum. Mismunandi reglur gilda um hina ýmsu lífeyrissjóði og of langt mál að tína þær til hér. Sá er aðstoð veitir færir því í kr. dálk upphæð þá, sem framteljandi tilnefnir og verður það athugað síðar. 6. Iðgjald af lífsábyrgð. Hér skal því aðeins færa ið- gjald af líftryggingu, að fram sé lögð kvittun fyrir greiðslu. Hámarksfrádráttur fyrir þá, er greiða í lífeyrissjóð og njóta frádráttar skv. frádráttarlið 5, er kr. 6000,00, en kr. 9000,00 fyrir aðra. 7. Sjúkrasamlag. Hér skal færa sjúkrasamlags- gjald fyrir árið 1965, eins og það var á samlagssvæði fram- teljanda og hann hefur greitt. í Reykjavík var gjaldið 1140,00 fyrir einhleypan og kr. 2280,00 fyrir hjón. Ath.: Útgerðarmenn greiða sjúkrasamlagsgjald fyrir sjómenn þann tíma, sem þeir eru lögskráðir. 8. Alm. tryggingargjald. Hér skal færa alm. trygging- argja'ld álagt 1965. Á árinu 1965 var gjaldið sem hér segir: Fyrir hjón kr. 3135,—, ein- hl. karl kr. 2850,—, einhleypa konu kr. 2140,—. Framteljend- ur yngri en 16 ára og 67 ára eða eldri greiða ekki alm.trygg- ingargja'ld. 1 örfáum tilfellum öðrum var gjaldið ekki álagt eða fellt niður, t.d. þegar um var að ræða öryrkja, s.em litl- ar eða engar tfekjúr höfðu aðr- ar en. örorkustyrkinn. Á álagn- ingarseðli með framtali fyrra áts má sjá hvort gjaldið var álagt eða ekki. Á álagningar- seðlinum (eða afriti af úrskurði) má einnig sjá, ef gjaldið var fellt niður. 9. Stéttarfélagsgjald. Hér skal rita nafn stéttarfé- lags og árgjaldið í kr. dálk. 10. Greitt fæði á sjó. Hér skal rita dagafjölda, sem framteljandi er skráður á íslenzkt fiskiskip og greiðir fæði sitt sjálfur. Síðan skal margfalda dagafjölda með töl- unni 46 og færa útkomuna f kr. dálk. 11. Slysatrygging á fiskiskipl .. . vikur. Hér skal rita vikuf jölda, sem framteljandi er háður slysa- tryggingariðgjaldi, sem fiski- maður. Ef framteljandi er þann- ig skráður á fiskiskip í 26 vikur eða lengur, skal margfalda vikufjöldann með tölunni 808 og færa niðurstöðu í kr. dálk. Sé framteljandi skráður á fiskiskip skemur en 26 vikur, skal margfalda vikufjölda með tölunni 116 og færa útkomu í kr. dálk. Hlutaráðnir menn skulu og njóta sama frádráttar, þótt þeir séu eigi lö"skráðir, enda geri útgerðarmaður fulla grein fyrir hvemig hlutaskipt- um er farið, og yfir hvaða tímabil launþegi hefur tekið kaup eftir hlutaskiptum. 12. Skyldusparnaður. Hér skal færa þá fjárhæð, sem framteljandi á a'ldrinum 16—25 ára hefur fengið greidda í sparimerkjum á árinu 1965 og innfærð er í sparimerkja- bók. Til frádráttar leyfist ekki hærri upphæð en 15% af laun- um og hlunnindum, sem aflað var á árinu. Sparimerki, sem endurgreiðast á sama ári og fyrir þeim er unnið, vegna undanþágu frá spamaðarskyldu færast ekki til frádráttar. 13. A. 50% af launatekjum konu. Hér er færður helmingur upphæðar, sem talin er á tekju- lið 12, þó leyfist ekki frádrátt- ur hér, ef tekna er aflað hjá fyrirtæki, sem hjónin eiga ann- aðhvort eða bæði, eða óf járráða börn þeirra. Þó skal frádráttur leyfður samkv. b-lið (sjá síðar). Samkvæmt úrskurði ríkisskatta- nefndar skal leyfa 50% frá- drátt, þegar um er að ræða læknapraxís og eftirtalinn at- vinnurekstur giftrar konu í heimahúsum: hárgreiðslustofur, prjónastofur og saumastofur. Frádrátturinn nær einungis til launa, sem greidd eru fyrir vinnu. B. Vegna starfa konu við atvinnurekstur hjóna. Hér skal færa leyfðan frá- drátt vegna starfa konu við at- vinnurekstur hjóna, eða ófjár- ráða bama þeirra. Meta skal hlut konunnar af sameiginleg- um hreinum tekjum hjónanna, miðað við beint vinnuframlag hennar við öflun teknanna, og leyfist til frádráttar 50% af hlut hennar, þó aldrei hærri upphæð en kr. 15.000,00. 14. Hér skal færa til frádrátt- ar sjúkra- eða slysadagpen- inga úr almannatryggingum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga, sem jafnframt ber að telja til tekna undir tekjulið 9. 15. Annar frádráttur. Hér skal færa þá frádráttar- liði, sem áður eru ótaldir og heimiit er að draga frá tekjum. Þar til má nefna: 1. Afföll af skuldabréfum (sjá A-lið 12. gr. laga). 2. Ferðakostnaður vegnalang- ferða. 3. Gjafir til menningarmála (Sjá D-lið 12. gr laga). 4. Kostnaður við öflun bóka o.fl. til vísindalegra og sér- fræðilegra starfa (Sjá E-lið 12. gr. laga). 5. Kostnaður við stofnun heimilis kr. 32.000,00. 6. Frádráttur vegna björgun- ariauna (Sjá B-Iið 13. gr. laga). 7. Námskostnaður eftir 20 ára aldur (Sjá E-lið 13. gr. laga). 8. Frádráttur einstæðra for- eldra, er halda heimili fyrir bömin (Sjá 3. mgr. 16. gr. laga). 9. Námsfrádráttur (Sjá með- fylgjandi matsreglur ríkis- skattanefndar). 10. Afskrift heimtaugagjalda v/hitaveitu, 10%. 11. Sannanlegan risnukostn- að, þó eigi hærri upphæð en nemur risnufé til tekna, sbr. lið ni, 13. gr. Greinargerð um risnukostnað skal fylgja fram- tali, þar með skýringar vinnu- veitanda í risnuþörf. Um landgöngu og risnufé yfirmanna á farmskipum gildir eftirfar- andi: Skipstjórar mega fá skattfrjálst iandgöngufé í inn- anlandssiglingum allt að kr. 300,00 á mánuði, en í utan- landssiglingum allt að kr. 700,00 á mánuði. 1. stýrimenn mega fá skatt- frjálst risnufé a'llt að kr. 607,50 á ári. 1. vélstjórar mega fá skattfrjálst landgöngufé allt að kr. 300,00 á mán. og risnu- fé allt að kr. 911,25 á ári. 12. Sannanlegan kostnað vegna reksturs bifreiðar í þágu vinnuveitanda. Útfylla skal þar til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur og bifreiða- rekstur", eins og form þess segir til um. Enn fremur skal fylgja greinargerð frá vinnu- veitanda um ástæður fyrir greiðslu bifreiðastyrksins. Til frádráttar kemur sá hluti heild- arreksturskostnaðar bifreiðar- innar, er svarar til afnota henn- ar í þágu vinnuveitanda, þó eigi hærri upphæð en nemur bifreiðastyrk til tekna, sbr. lið III., 13. 13. a. Ferðakostnað og annan kostnað, sem framteljandi hef- ur fengið endurgreiddan vegna fjarveru frá heimili sínu um stundarsakir vegna starfa í al- menningsþarfir. Til frádráttar kemur sama upphæð og talin er til tekna sbr. III, 13. b. Beinan kostnað vegna ferða í annarra þágu, þó eigi hærri upphæð en endurgreidd hefur verið og ti'l tekna er tal- in, sbr. III, 13. Aðra liði framtals skal útfylla eins og formið segir til um eftir því sem við á: Greidd heimilisaðstoð. Álagður tekju- skattur og tekjuútsvar. Greidd húsaleiga. Greidd söluliaun, stimpilgjöld og þinglesing. Af- föll af seldum verðbréfum. I D-lið bls. 4 ber að gera ná- kvæma grein fyrir kaupum og sölu fasteigna, bifreiða, skipa, véla, verðbréfa og hvers konar annarra verðmætra réttinda. Að lokum skulu athugasemdir framteljanda færðar í G-lið (sbr. t.d. 52. gr. laganna, en þá skal fylgja formleg umsókn framteljenda um skattalækkun, með fullnægjandi upplýsingum og gögnum t.d. læknisvottorð). Dagsetja skal svo framtalið og framteljandi sjálfur og eig- inkona undirrita það. Aðalfundur Félags íslenzkra bifreiðaeigenda verður haldinn ; Tjam- arbúð (Oddfellowhúsinu). efri sal, föstudaginn 21. janú- ar n.k. kl. 20.45. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. — Önnur mál. Stjórn F. I. B. Gæruúlpur Gæruskinnsúlpurnar eru beztu skjólflík- umar. Framleiddar úr þykku poplínefni og- fóðraðar með sútaðri gæru. Allar stærðir fyrirliggjandi. Einnig ytra byrði. Verð kr. 1298.00 Berið saman verðið Miklatorgi — Lækjargötu 4.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.