Þjóðviljinn - 22.01.1966, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 22.01.1966, Qupperneq 1
Laugardagur 22. janúar |1966 — 31. árgangur — 17. tölublað Sverrír flytur afmælisræðuna ;*•] Á afmælishófi Verka- mannafélagsins Dagsbrónar sem haldið verður að Hótel Borg naestkomandi miSviku- dagskvöld mun Sverrir Kristj- ánsson sagnfræðingur halda afmælisræðuna. •irj Hófið hefst með bo'rð- haldi og verður dagskráin fjölbreytt, Af skemmtikröft- um koma þarna fram Ömar Ragnarsson o.g Savannatríóið. ;*] Þeir sem vilja tryggja sér aðgöngumiða geta fcng- ið þá í dag (laugardag) á skrifstofu Dagsbrúnar í Lindarbæ, til hádegis, og ■verða miðar einnig afhentir á mánudag og þriðjudag á skrifstofunni. Verð aðgöngu- miða er 250 krónur. Kópavogur! Félag óháðra kjósenda heldur árshátíð í félags- heimili Kópavogs Iaugard. 29. janúar n.k. Fjölbreytt og vönduð skemmtiskrá. — Fjölmenniö! — STJÓRNIN. Ungur sjémaður féll útbyrðis ÞINGEYRI 21/1 — Það slys varð hér á miðvikudagskvöld, að sjó- maður á bátnum Þorgrími ÍS 175, Garðar Gunnarsson, féll út-. byrðis og drukknaði. Báturinn var að fara í róð- iur um kl. hálfátta á miðviku- dagskvöld og var kominn ca. 8 sjómílur frá Svalvogarvita er slysið varð. Garðar var staddur frammí lúkar, fór upp og ætl- adi aftur í stýrishús. Annar skipverji fór upp rétt á eftir honum og varð þá vart við að hann vantaði. Bátnum var þeg- ar snúið við og leit hafin og fundu félagar Garðars eftir 5— 10 mín. sígarettur á floti sem þeir reiknuðu með að væru frá honum, en hann fannst ekki hvemig sem leitað var. Sæmilegt veður var og er reiknað með að Garðari hafi orðið fötaskortur. Hann var vel syndur, en hörkufrost var er þetta gerðist. Garðar Gunnarsson var 25 ára að aldri og ókvæntur. Hann er ættaður frá Haukadal í Dýra- 'irði og á foreldra á lífi er þar búa. Hann var alvanur sjó- mennsku og hefur verið ,3 vetur vélstjóri á Þorgrími. — G.I. Sölumiðstöðln heldur aukafund vegna alúmínmálsins ,. Witúúþtg ® Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sam- þykkti fyrir nokkru einróma að kalla saman auka- fund samtakanna til þess að ræða um erlenda fjár- festingu á íslandi og þann stórfellda vanda sem hún leiðir, yfir innlendar atvinnugreinar, fyrst og fremst sjávarútveg og fiskiðnað. Er búizt við að fundurinn verði haldinn um næstu mánaðamót, og hafa þar rétt til fundarsetu fulltrúar 50—60 hrað- frystihúsa í landinu. Kort af norðurslóöum. Staðurinn, þar sem fornleifarnar fundust nyrzt í Kanada, er merktur X á myndinni. < Jáfnframt kaus stjórn Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna nefnd til þess að undirbúa fund- inn og afla upplýsinga hjá stjómarvöldunum. í nefndinni eiga sæti Tryggvi Ófeigsson, Gunnar Guðjónsson, Ingvar Vil- hjálmsson, Finnbogi Guðmunds- son frá Gerðum og Ólafur Jóns- son frá Sandgerði. Hefur nefnd- in þegar snúið sér til ríkis- stjórnarinnar og farið fram á formlegar viðræður um málið. íslenzkur iðnaður á að vera í íyrirrúmi Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur lengi verið andvig þeirri Rúsfir af norrænni byggð funún- ar nyrzt í Quebecfylki í Kanada Taldar frá því einni eða tveim öldum fyrir daga Kólumbusar □ Kanadískir fornleifafræðingar hafa fundið leifar af norrænni byggð nyrzt í Quebeq-fylki, og er hún talin einni eða tveimur öldum eldri en landafundur Kolum- busar. Fundu fornleifafræðingarnir m.a. húsgrunn og leifar af kirkju í norrænum stíl. < Hér virðist komin énn ein staðfesting á kenningum Jóns Dúasonar og Vilhjálms Stefánssonar um norræna byggð á meginlandi Ame- ríku, sem haldið hefði velli alllengi eftir að tengslin við Ameríku og Grænland rofn- uðu. Fréttin hljóðar á þessa leið: QUEBEC 21/1 — Fomleifafræð- ingar hafa fundið leifar af byggð Brenndht í andliti og á höndum er kynditæki sprakk Um klukkan II i gærmorgun var slökkviliðið kvatt að Höfða- túni 2, en þar er til húsa tré- smíðaverkstæðið Sögin, eigandi Ingólfur Guðmundsson. Hafði komið þar upp eldur i kyndi- klefa og lagði mikinn reyk upp á verkstæðið sjálft eftir sag- rennu er Iá þaðan niður í kyndi- klefann. Eldurinn kom upp er spreng-' ing varð í kynditæki og brennd- ist einn af starfsmönnum tré- smíðaverkstæðisins nokkuð á höndum og í andliti er spreng- ingin varð, því hann var að at- huga tækið. Var hann fluttur í s-lysavarðstofuna þar sem gert var að meiðslum hans. Eldurinn í kyndiklefanum var fljótlega slökktur og varð ekki mikið tjón af voldum hans. Þá var slökkviliðið kvatt að Löngubrekku 30 í Kópavogi kl. 15.20 í gær. Höfðu krakkar kveikt þar í bílskúr og varð af allmikill eldur. Var bílskúrinn steinsteyptur en með timburþaki og komst eldurinn í klæðning- una neðan á lofinu. Skemmdir urðu þó ekki miklar á skúrnum en talsverðar á bíldekkjum og fleira dóti er geymt var f hon- um. frá því fyrir daga Kólumbusar í Kanada, leifar, sem benda til tengsla við forna norræna menn- ingu, að því er upplýst var í Quebec í gær. Fornleifafræðingurinn Thomas Lee sagði frá því, að hópur fornleifafræðinga undir hans stjórn, hefði fundið húsgrunn, leifar af kirkju í norrænum stíl. rústir bæjarsmiðju og stein- vegg. Þessar rústir fundust í námunda við árfarveg á Ungava- skaganum í norðurhluta Que- becfylkis. Sérfræðingar telja, að rúst- irnar séu að minnsta kosti einni eða tveim öldum eldri en landa- fundur Kólumbusar. Less sagði, að haldið yrði áfram að grafa upp rústir þessar í sumar, en vetrarríki hamlar nú aðgerðum á þessum slóðum. Leftað álits dr. Jóns Dúasonar Dr. Jón Dúason er sá maður íslenzkur sem mest hefur skrifað um landnám Islendinga í Vest- urheimi og margar kenningar hans um byggð norrænna manna þar þótt næsta djarfar. Tíðinda- maður Þjóðviljans sneri sér því til dr. Jóns í gærkvöld í sam- bandi við ofangreinda frétt og álit hans á henni. Jón taldi að sjálfsögðu ekki einkennilegt að minjar um slíka byggð fyndust; íslenzkir menn hefðu frá 11. öld búið á strönd Ameríku norð- an frá og alllangt suður og hefði s.ú byggð staðið lengi. Þessi byggð á Ungava-skaga gæti að sínu áliti vel verið ís- lenzk byggð. En þá veiðimanna- byggð en ekki bændabyggð, því á Ungava hefðu ekki verið skil- yrði til landbúnaðar. Ekki hafði Jón trý á því að það hefði verið merkileg kirkja, sem forn- fræðingarnir fundu, líklega væri það í bezta falli bænahús. Um leifar af garði eða stíflugarði Framhald á 6. síðu. stefnu stjómairvaldanna að fela beri erlendum auðfélögum á- framhaldandi iðnþróun hér á landi. Hafa samtökin lagt á- herzlu á það, m.a. í tímariti sínu Frosti, að næsta verkefni íslendinga sé að efla stórlegá iðnað á grundvelli íslenzkra hrá- efna, og þá fyrst og fremst fisk- iðnað. Fiskiðnaðurinn hér á landi er ekki enn í neinu sam- ræmi við það stórfellda afla- magn sem berst á land; ef við nýttum til dæmis aflamagn okkar jafn vel og Vestur-Þjóð- verjar gera nú þegar myndi út- flutningsverðmæti aukast um miljarða króna, en þær upphæð- ir sem nefndar enx í sambandi við erlenda alúmínbræðslu eru smámunir í samanburði við það. Erfiðleikar Isegar á þessu ári Atvinnurekendur . í sjávarút- vegi og fiskiðnaði óttast að von- um að innlendar atvinnugreinar verði vanræktar um leið og stjómarvöldin binda traust sitt við erlent fjármagn. Sjá þeir fram á að erfiðleikamir birtist þegar á þessu ári í stórfelldum vinnuaflsskorti. Nú þegar eru fluttir inn Færeyingar til starfa á vertíðinni, en engú að síður hyggja stjómarvöldin á stór- framkvæmdir í þágu útlendinga í Hvalfirði og Straumi, auk þess sem framkvæmdir við Búrfells- virkjun eiga að hefjast á þessu ári. Eins og Þjóðviljinn hefur áður greint frá hafa feðgamir Haraldur Böðvarsson og Stur- laugur þegar fengið að finna fyrir því á Akranesi að her- mangsfyrirtækin reyna að sölsa frá þeim fólk með hverskyns gylliboðum. Stöðugt hækkar vísitalan! ★ Himnaflug verðbólgunn- ar hélt áfram í desember- mánuöi. 1 þelm mánuði hækkaði vísitalan fyrir „ýms- ar vörur og þjónustu“ um sex stig, og er nú 217 stig. ★ Vísitalan fyrir „húsnæði“ hækkaöi -um eitt stig í des- embermánuði og er nú 127 stig. Samkvæmt því á hús- næði aðeins að hafa hækkað um 27% síðan 1958 en það er f jarri sanni. Þannig leiddi afnám húsaleiguiaganna til þess að Reykjavíkurborg því sem næst þrefaldaði leiguna á íbúðum sínum fyjrir nokkr- um dögum. Hlýtur afnám yþíisaleigulaganna að hafa mikil áhrif á þennan lið vísi- tölunnar, eins og vikið er að í forustugrein i dag. ★ 1 desember hækkaði einnig vísitalan fýrir „tekju- skatt, útsvar og ýmis gjöld til opinberra aðila“ um fimm stig og er nú 137 stig — meira en þriðjungi hærri en í upphafi viðrcisn.ar þráttfyr- ír allt tal um skattalækkanir. ★ Meðalvísitalan fyrir vör- ur og þjónustu hækkaði í des- ember um eitt stig upp í 211 stig. Og hin opinbera ,,vísi- tala framfærslukostnaðar" hækkaði um tvö stig upp í 182 stig. Maðurhverfuraf togaranum Marz Ungur maður, Þiáinn Magnús- son, Hverfisgötu 83 í Reykjavík, hvarf af togaranum Marz aðfara- nótt föstudagsins 14. þ.m; er togarinn var á leið á miðin. Marz fór héðan frá Reykjavík síðdegis á fimmtudaginn og er það síðast vitað um Þráin að hann drakk kaffi um klukkan 9 um kvöldið með félögum sínum en um morguninn er hann átti að byrja á vakt var hann horf- inn. Þráinn var 27 ára að aldri. Leitin að flugvélinni bar enn engan árangur í gær □ Enn hefur leitin aö týndu Flugsýnarflugvélinni ekki borið árangur. Þjóðviljinn hafði í gærkvöld samband við Arnór Hjálmarsson, flugumferðarátjóra og ýmti hann frétta af leitinni. Veðurskilyrði voru svo góð í gær, að Bjöm Pálsson, flugmað- ur, hefur ekki séð öllu betra veður yfir íslandi, 16 flugvélar tóku þátt í leitinni. Einnig var leitað á landi, en ekki var um skipulagða leit á sjó að ræða, þótt nokkrir bátar leituðu. Hefur nú svæðið frá Héraðsflóa að Hofsjökli verið fullkannað og einnig flogið yfir- svæðið milli Hofsjökuls og Langjökuls. í gær var farið á jökla, en þeir voru þó ekki „kembdir“, Einnig var leitað í Borgarfirði upp af Hreðavatni til vesturs og norð- urs. í dag, laugardag, verður leit- að á þeim svæðum öðrum, sem gætu komið til greina: milli Egilsstaða og Akureyrar, Löngu- mýrar og Reykjavíkur. Einnig fer fram víðtæk leit allt frá Skjálfanda að Hrútafirði. 3 flugvélar leita á hálendinu austan Eyjafjarðar. 6 milli Eyja- fjarðar og Skagafjarðar og 1 vél verður á Skagafjarðarhá- lendinu vestan Skagafjarðar. Ekki fara leitarflokkar frá Rcykjavík í dag. Leitarflokkar verða tilbunir á hinurn vmsu Framhald á 6. síðu. »

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.