Þjóðviljinn - 22.01.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 22.01.1966, Side 3
Laugardagur 22. janúar 1968 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Enn er ieitað að vetnissprengjunni sem týndist jsegar B-52 þotan fórst Mikill óhugur í fólki á leitarsvæðinu á Suðaustur-Spáni — Mikið landflæmi lýst og bændum bannað að snerta uppskeruna MADRID 21/1 — Mikill óhugur grípur nú um sig meðal íbúa suð-austurhluta Spánar og óx enn 1 dag, er hert var á leitinni að hluta af kjarnorkusprengju, sem týnd- ist á þessum slóðum á mánudag. Um 400 bandarískir hermenn taka þátt í leitinni, og bændur á þessum slóð- um eiga á hættu að missa fyrirtaks grænmetisuppskeru. Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum, rákust tvær banda- rískar herflugvélar á í lofti yf- ir suð-austurhluta Spánar á mánudaginn var. Fljótlega kvis- aðist það út, að önnur þeirra, af gerðinni B-52, hefði verið með kjamasprengjur innan- borðs. Framan af ríkti hin mesta Íeynd yfir þessum atburði. og öllum fyrirspumum var svarað út í hött. En nú er ekki lengur unnt að neita því, að hér hef- ur orðið sá atburður, sem á- stæða er til að- bera kvíðboga fyrir. Tvær hleðslur fundnar. Nú hefur bandaríski flugher- inn lýst því yfir, að í flugvél- inni B-52 hafi verið þrjár kjarnasprengjur, en því bætt við, að enginn kveikjuútbúnaður hafi verið á sprengjunum. Þó virðast bandarískir hers- höfðingjar ekki sofa alveg ' ró- legir heima hjá sér þessa dag- ana, — a.m.k. voru 400 -hermenn sendir á vettvang til þess að leita að sprengjunum. I Opinberar upplýsingar eru aí mjög skomum skammti, en Reuter hefur það eftir áreiðan- legum heimildum, að hermenn- imir hafi nú þegar fundið tvær sprengjur og leiti nú að ■ þeirri Frönsk blöð eru vantráuð á að Figon hafí íramið sjúlfsmorð Ben Barka-málið verður æ dularfyllra — L'Express segir „þýzkan Ijósmyndara" munu vera morðingjann PARÍS 21/1 — MáliS út af hvarfi Ben Barka sem rænt var á götu í París fyrir tæpum þrem mánuðum veröur æ flóknara og dularfyllra. Frönsk blöð eru vantrúuS á aS Georges Figon, einn þeirra sem við það var bendlað- ur, hafi framið sjálfsmorð og eitt gefur í skyn að hann hafi verið myrtur af „þýzkum ljósmyndara“. Figon þessi var bendlaður við hvarf Ben Barka skömmu eftir að honum var rænt, en þótt handtökutilskipun væri þá þegar ‘gðh'gi, eins og verið væri að' gefin út og lögreglan leitaði hans hvarvetna, hafði hún ekki upp á honum fyrr en á mánu- daginn. Fjölmenn lögreglusveit var þá send í hús eitt í hjarta Parísar þar sem hún hafði kom- izt é snoðir um iað Figon hefð- i&t við. En samkvæmt frásögn lögreglunnar heyrðist skothvell- ur úr íbúð Figons um leið og lögreglumennimir ruddust inn í húsið og var hann liðið lík þeg- ar þeir komu að honum. Aug- Ijóst hefði veriö að hann hefði framið siálfsmorð. Undarlegt Vmislegt þótti athugavert við framferði og frásögn lögreglunn- ar. Það var þá fyrst að furðu- legt þótti að það skyldi taka lögregluna svo langan tíma að hafa upp á Figon. Allan þann tíma sem hans var leitað hafði hann 'látið til sín heyra. veitt blaðamönnum viðtöl hvað eftir annað og m.a. lýst nákvæmlega í vikublaðinu ,.L’Express“ ráni Ben Barka og morði hans nokkru síðar. Figon sagði að Oufkir. innanríkisráðherra Mar- okkós, hefði sjálfur myrt Ben Barka. Ekki bótti síður einkenni- legur sá háttur lögreglunnar þegar hún loks ætlaði að hand- Stnitb viSI ráða lífi hevna sinna SALISBURY 21/1 — Ríkisstjóm Ródesíu lýsti því yfir í dag, að hún mundi virða að vettugi á- kvörðun Elísabetar drottningar um að breyta dauðadómi yfir afríkönskum fanga í ævilanga fangelsisvist. Segir í yfirlýsing- unni, að drottningin hafi engan lagalegan rétt til að taka slíka ákvörðun og sé hér einvörð- ungu um að ræða ráðstöfun ■ þess að korria stjóm Ródesíu i klipu. taka Figon að fara á vettvang með mikið lið einkennisklæddra manna með tilheyrandi gaura- vara hann við hvað til stæði. Líkkrrfning í gær var birt skýrsla um krufningu á líki Figons og hef- ur hún síður en svo orðið til að draga úr grunsemdum um að ekki hafi verið allt með felldu. ,,Le Figaro“ telur í dag að skýrslan bendi ekki til þess að Figon hafi framið sjálfsmorð. I skýrslunni er sagt að skotið hafi hæft hann í höfuðið . af stuttu færi og að púðurmerki hafi verið umhverf!s skotsárið. „Le Figaro“ segir það vekja furðu að Figon hafi samkvæmt. þessu ekki þrýst byssuhlaupinu að höfði sér,v 'eins og venjan sé um þá sem skjóta sig. Þá vekur blaðið athygli á að Fig- on hafi hlotið að halda byss- unni á einkennilegan hátt þar sem skotið hafi farið inn bak við hægra eyra en út um vinstra gagnauga. „Þýzkur ljóstnyndari“ „L’Express“ sem birti frásögn Figons um afdrif Ben Barka lætur sér ekki nægja að ve- fengja fullyrðingu lögreglunnar um sjálfsmorð Figons. I tölu- blaði þess sem kom út í dag er gefið í skyn að hann .hafi verið myrtur og morðinginn hafi verið ,,þýzkur ljósmynd- ari“ Og morðvopnið hafi verið „skammbyssa með hljóðdeyfi" Danir hætta að 05? KHÖFN 21/1 — Verð á tóbaki, brennivíni og bjór hækkar í Danmörku frá 1. febrúar. Um leið var ákveðið, að ekkert yrði af fyrirhugaðri benzínhækkun og eignaskattur mundi haldast ó- breyttur í ár. Eftir þessa verð- hækkun munu tekjur ríkissjóðs aukast alls um u.þ.b.’ 2650 milj- ónir á ári. Paltridge látinn PERTH 21/ — Shane Paltridge, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ástralíu, lézt í dag á sjúkra- húsi, 56 ára gamall. Paltridge sagði af s.ér sem varnarmála- ráðherra á miðvikudaginn. Hann þjáðist af krabbameini. Eftir- maður hans í starfi er Harold Holt. Frú Pernn tekur við BUENOS AIR.ES 21/1 — Eigin- kona hins fyrrverandi einræðis- herra Argentínu Juan Perons, hefur nú tekið við forystu Per- onistahreyfingarinnar Maria Estela Martines de Peron var dansmær i næturklúbb áður en hún giftist. þriðju. (í gær sögðu talsmenn flughersins hins vegar að sprengjurnar hefðu verið fjórar og’ hefðu þrjár fundizt.) Þá hafa kjarnorkusérfræðing- ar bandaríska flughersins lýst Spánar bannsvæði og bannað bændum að snerta uppskeruna. Er hér um að ræða geysimiklar grænmetisekrur með tómötum, lauk og baunum, sem jafnan mitt afbragðs uppskera — „ein mitt afbbragðs uppskera — ,,ein sú bezta, sem við höfum feng- ið“ er haft eftir einum bænd- anna. ' Fátæka spánska bændur tek- ur enn sárar að horfa á eftir góðri uppskeru í súginn en stall- bræður þeirra í mörgum öðrum löndum, ,enda eru þeir áhyggju- fullir á svipinn þessa dagana. ,,Við erum hræddir um að deyja úr sulti, ef við fáum ekki að snerta uppskeruna‘‘ segja spánskir bændur, og ef ekkert verður að gert mun þetta vafa- laust reynast orð að sönnu. Gelgerteljarar. Hermennirnir, sem þátt taka í leitinni verða nú að þaulskoða hvem þumlung á þessu stóra landflæmi. Þeir mjakast áfram eftir sléttunni með geigerteljara í brjóstvasanum sem mæla geislavirknina. Leitin hefur nú staðið yfir síðan á mánudag og tekur yfir æ stærra svæði. Menn trúa því almennt varlega að sprengjan sé óvirk þar sem flugvélar af þess- ari gerð fljúga daglega um há- loftin viðbúnar að gera árás, ef skipun berst og væri þá ekki ve! hentugt að þurfa að fara heim og sækja kveikjuúfbúnað. Her Nató útilokarður frá GíbraAtar. Spánska stjómin tilkynnti í dag öllum ríkjum Atlantshafs- bandalagsihs, að hún liti ekki lengur svo á, að Gíbraltar sé herstöð Atlantshafsbandalagsins. Öllum þessum ríkjum er nú óheimilt að láta flugvélar sínar fljúga yfir Spán á leið til eða frá Gíbraltar. Undantekning er þó Bretland, sem nýtur sérrétt- inda vegna sérstaks samnings milii landanna. Bandarískur hermaður hefur bundið fyrir augu ungrar Vi- etnam-stúlku, reyrt handleggi hennar á bak aftur og tekið síðan á öxl sér. Myndin var tekin fyrir nokkrum dögum í því héraði í Suður-Vietnam þar sem harðast var barizt á þeim tíma. Bandaríkin senda enn Hðsauka Allt bendir til harðnandi átaka í Vietnam eftir vopnahlé SAIGON 21/1 — Þrátt fyrir vopnahléið sem ríkir nú í Vietnam í tilefni af nýársfögnuði Búddatrúarmanna, eru menn svartsýnir á framtíðina. Yfirmenp stjórnarhersins eru í vígahug og Bandaríkjamenn hafa enn sent liðsauka til landsins. Bandarískt herlið í Suður-Vietnam er nú jafnfjölmennt og íslenzka þjóðin öll. í Saigon ríkir nú almennur ótti um að stríðið harðni enn eftir að vopnáhléinu linnir. Ótti þessi byggist á yfirlýsingum, sem birtust eftir fund yfirmanna stjómarhersins með Dean Rusk, er hann kom til Vietnam fyrir skömmu. Lögðu þeir rfka á- herzlu á það við Rusk, að þeir hyggðust sigra Þjóðfrelsishreyf- inguna á vígvellinum en væru ófáanlegir til samninga. Vilja þeir ganga milli bols og höfuðs á hreyfingunni eins fljótt og auðið er. Bandarís'kur liðsauki er nú kominn til landsins og er her- liðið nú um 190.000 manns. Fbb slást Sæknsr f Bítlarnir renna út ®e!gíu viS sjúka eins og heitar lummur Samsteypust jérn Aldo Moro á ftalíu baðst lausnar í gær Sumir Kristilegra greiddu atkvæði gegn stjórninni og felldu frumvarp um að ríkið reki barnaheimili r ím /1 -f _• e * e 1 «» ••w» » . . / . LONDON 21/1 — George Harri- son, gitarleikari i Bítlahljóm- sveitinni, kvæntist í dag ljós- hærðri kvikmyndaleikkonu, Patti Boyd. Ekki mun langt þangað til Bítlarnir verða allir komn- ir í heilagt hjónaband, þvi nú er aðeins einn þeirra ógiftur. BRUSSEL 21/1 — Belgíska stjómin gaf í dag út tilskipun, þar sem læknum landsins er leyft að hækka gjöld sín um 5 prósent, en lagði hins vegar bann við því, að gjcklin yrðu hækkuð um 25 prósent eins og þeir hafa gert kröfu til. Tals- menn læknanna hafa þegar hót- að því, að nýtt læknaverkfall skelli á, en það var boðað frá 28. janúar. ef samningar tækj- ust ekki. RÓM 21/1 — í annað sinn á hálfu ööru ári hefur ágrein ingur um ríkisstyrki til barnaheimila og barnaskóla kaþólsku kirkjunnar orSið stjórn Ítalíu að falli. Aldo Moro forsætisráðherra baðst í dag lausnar fyrir ráðu- neyti sitt eftir að þingið hafði í gærkvöld fellt frumvarp hennar um að ríkið kæmi upp barnaheimilum sem væru óháð kirkjunni. Samstarfsflokkar Kristilegra demókrata í stjórninni, Nenni- sósíalistar, sósíaldemókratar og Lýðveldissinnar, hafa sótt það fast að barnauppfræðsla væri losuð úr viðjum kaþólsku kirkj- unnar og hafa krafizt þess að hætt yrði ríkisstyrkjum til skóla og barnaheimila sem kirkjan rekur, enda hefur sú krafa ver- ið stefnuskráratriði þeirra allra. Þeir hafa að vísu slakað til, en samt haldið fast við að ríkið kæmi upp bamaheimilum sem óháð væru kirkjunni. Stjörnarfrumvarp fellt í gær var loks gengið til at- kvæða um stjórnarfrumvarp um að ko. upp slíkum barnaheim- ilum ríkisins og átti frumvarp- inu að sjálfsögðu að vera tryggður meirihluti, en margir hægrimenn í flokki Kristilegra brugðust stjórninni svo að frumvarpið var fellt með 250 atkvæðum gegn 221. Stjómin hafði ekki gert samþykkt frum- varpsins að fráfararatriði, en leiðtogi kommúnista á þingi, Pietro Ingrao, krafðist þess þeg- ar að stjórnin segði af' sér. Ef hún gerði það ekki, sagði hann, myndi flokkur hans flytja van- trauststillögu á hana. Sú tillaga var borin fram í dag og felld. Gengu þá allir þingmenn kommúnista sem eru næststærsti þingflokkurinn af þingi. En þótt vantrauststillag- an væri felld tilkynntu sam- starfsflokkar Kristilega demó- krataflokksins Moro forsætisráð- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.