Þjóðviljinn - 22.01.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 22.01.1966, Side 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJlNN — Laugíjrdagur 22. janúar 1966 Dtgefandi: Samelningarfloklcur alþýðu — Sósiaiistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. \p. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Þreföldun Á alþingi^ voru í vetur numin úr gildi lögin um hámarlcshúsaleigu an þess að nokkur önnur á- kvæði væru sett í þeirra stað. Lög þessi hafa að langmestu leyti verið marklaust pappírsplagg, enda engin tilraun gerð af hálfu stjórnarvaldanna til þess að tryggja framkvæmd þeirra. Þó hefur til að mynda Reykjavíkurborg ekki séð sér annað fært en að leigja íbúðir sínar samkvæmt lögum, þótt borg- in hafi hins vegar greitt margfalda lögleyfða leigu fyrir húsnæði sem hún hefur fengið hjá einstak- lingum. Afnám húsaleigulaganna hefur nú haft þau áhrif að Reykjavíkurborg hefur hækkað húsaleigu í íbúðum sínum. Er þar um allt að því þreföldun að ræða, þótt sumar af íbúðum þeim sem borgin hefur á boðstólum séu þess eðlis að þær eru engan veginn boðlegar sem mannabústaðir — hvað þá að takandi sé greiðsla fyrir þær. £]n þótt húsaleigulögin hafi verið langflestum leigjendum marklaust pappírsgagn hafa þau þó haft áhrif á kjör alls launafólks. I vísitölu fram- færslukostnaðar er liður*sem heitir „húsnæði" og hefur hækkað langminnst allra kostnaðarliða. Á- stæðan er sú að engin tilraun hefur verið gerð til þess að vega og meta hvernig raunverulegur hús- næðiskostnaður hefur breytzt, heldur hefur þessi liður verið reiknaður í samræmi við lög þau sem annars voru yfirleitt hvergi í heiðri höfð. Þessi staðnaði húsnæðisliður hefur stuðlað að því að halda vísitölunni niðri og þar með þeirri vísitölu- uppbót á kaup sem launafóík á að fá ársfjórðungs- lega. Þannig hafa lög þau sem áttu að vernda leigj- endur í staðinn orðið til þess að draga úr réttmæt- um kaupgreiðslum. Jj]n nú er óhjákvæmilegt að þessi liður vísitölunnar breytist; kauplagsnefnd getur ekki lengur reikn- að hann samkvæmt lögum sem felld hafa verið úr gildi. Taki kauplagsnefnd leiguhúsnæði borgarinn- ar sem mælikvarða á liðurinn umsvifalaust að þre- faldast og kaup síðan að breytast í samræmi við það. Væri það raunar lítil uppbót á margra ára vangreiðslu. jr Oþolandi J]nn gerist það ef hitastig fer niður fyrir frostmark, að hitaveitan bregzt á ýmsum stöðum í Reykja- vík, og hafi fólk ekki önnur hitunartæki verður það að hírast skjálfandi í íbúðum sínum. Meðan sérfræðingar voru að safna reynslu og prófa sig á- fram var hægt að afsaka slíkt ófremdarástand, en sá tími er löngu liðinn að nokkrar slíkar afsakanir séu frambærilegar; sérfræðingar kunna nú mæta-j vel bau ráð sem duga. Ástæðan til þess að kuldinn er á hverjum vetri. leiddur inn í vistarverur mann' er einvörðnnmi framtaksleysi sem borgararnir ein- ekki að þola. — m. * Keppt um veglega verðlaunagripi á innanfélagsmóti skíðadeildar I.R. Skíðadeild IR eínir til sins árlega innanfélagsmóts við skála félagsins í Hamragili, á morgun, sunnudag, 23. janúar kl. 1 e.h. en mót þetta er orð- ið fastur Iiður í starfi deild- arinnar og er nær jafngamalt skíðadeild IR. 1 öllum flokkum er keppt um veglega bikara og hefur rausnarleg verðlaunaveiting jafnan sett nokkurn svip á mótið. Hér fylgir mynd af þeim fjórum glæsilegu verðlauna- gripum sem nú er keppt um. Lengst t.v. á myndinni er bik- ar sem gefin var fyrir þetta mót í fyrra. Gefandi var Sig- - rún Sigurðardóttir, sem lengi var bezta skíðakona IR og vann m. a. á þremur árum veglegan bikar sem í upphafi þessa innanfélagsmóts var gef- inn til kvennaflokks. Bikar Sigrúnar er veittur sigurveg- ara í kvennaflokki. Handhafi hans er nú Jakobína Jakobs- dóttir. Næst stendur ..Alberts-bikar- inn‘‘ gefinn af Albert Guð- mundssyni í fyrra. Um hanp er keppt í flokki drengja yngri en 16 ára. Það ætti að verða^ keppikefli allra stráka IR að varðveita þennan fagra grip. Handhafi hans nú er Eyþór Haraldsson. Þriðji frá vinstri er svigbik- ar karla. Hann var ásamt tveim öðrum bikurum gefinn 1943 til keppni á Innanfélags- móti IR. Gefendur bikaranna þriggja voru Ásgarður h.f., Eggert Kristjánsson og Egill Vilhjálmsson. Tveir bikarar unnust fljótt. en um þennan bikar, sem keppt er um í karlaflokki, hefur orðið geýsi- hörð keppni. Margir af beztu skíðamönnum landsins hafa unnið bikarinn, en enginn 3 sinum I röð eða fimm sinnum alls, eins og þarf til að eign- ast þennan bikar og alla hina. Eysteinn Þórðarson er sá eini sem unnið hefur hann þrisvar, árin 1952, 53 og 1959. Handhafi bikarsins nú er Þor- bergur Eysteinsson. Lengst t.h. er bikar erMagn- ús Baldvinsson gaf í fyrra og er keppt. um hann í flokki Handknatt- leiksmótíð um helgina • Islandsmótið í handknattleik heldur áfram að Hálogalandi i dag, laugardaginn 22. jan. og hefst kl. 20,15. Fyrst verður leikið f 2. fl. kvenna. A-riðiII: Þór — IA. B-riðiIl: Týr — Ármann. 2. deild kvenna: Þór — KR. III. flokkur karla: — A-riðill Þróttur — Víkingur. Síðasti leikur kvöldsins verð- ur í II. deild karla, milli IBK og Í A. Á sunnud. heldur svo mótið áfram að Hálogalandi en þá hefst það kl. 14,00. Verða þá leiknir 9 spennandi og fjörugir leikir. / II. flokkur kvénna — A-riðilI: ÍA — Fram, Þór — IBK. B-riðill: Víkingur — Týr. II. flokkur karla — B-riðill: FH — IBK. A-riðfll: IR — KR. XII í >kkur karla — A-riðill: ÍBK — Fram. B-riðilI: Breiða- blik — Ármann. Valur — FH. II. deild karla: IA — Víkingur. stúlkna yngri en 16 ára, Hand- hafi bikarsins er Auður Björg Sigurjónsdóttir. Allir skíðamenn og konur innan IR eru hlutgengir kepp- endur á þessu móti og má bú- ast við harðri keppni um svo veglega gripi nú eins og raun- ar jafnan áður. Skráning og nafnakall fer fram í skála fé- lagsins sunnudaginn 23. jan. kl. 12 á hádegi. Skíðadeild IR vonast til þess að sjá sem flest skíða- fólk í Hamragili um hélgina. Skorað er í ÍR-inga eldri og yngri að fjölmenna við skál- ann. (Frá IR) Verðlaunagripirnir sem getið er um í greinjnni. Góð þátttaka í skíðanám- skeiði og móti á Húsavík Húsavík — 17/1 J966. Síðastliðna viku hefur hinn landskunni skíðamaður, Krist- inn Benediktsson, dvalizt hér á Húsavík og þjálfað skíðamenn bæjarins. Var þátttaka í nám- , skeiði þessu mjög góð. 1 gær, sunnudaginn 16. jan- úar, var svo efnt til skíðamóts í Húsavíkurfjalli og komu til keppni menn frá Akureyri og Siglufirði, auk Húsvíkinga. Mótsstjóri var Vilhjálmur Pálsson íþróttakennari. Brautimar lagði Kristinn Benediktsson. Keppt var í fjórum flokkum^ í svigi. 1 karlafflokki voru keppendur 15 og urðu úrslit þessi: (sam- anlagður tími tilgreindur) Kristinn Benediktsson Isafirði, 66.6 sek. Reynir Brynjólfsson, Akureyri, 71,5 Agúst Stefánsson Siglufirði 71.8. Viðar Garðarsson, Akureyri 74.7 Reynir Pálmason Akureyri 81,0 Magpús Ingólfsson Akurcyri 82.9. Beztum brautartíma náði Kristinn Benediktsson, 33,1 sek. í kvennaflokki voru kepp- endur aðeins tveir. Sigurvegari varð Karólína Guðmundsdóttir, Akureyri, og var samanlagður tími hennar 92,4 sek. Hinn þátttakandinn lauk ekki keppni. I unglingaflokki voru kepp- endur 18 og urðu úrslit þessi: Ámi Óðinsson Akureyri 68.6 sek. Ingvi Óðinsson Akureyri 68.7 Bjöm Haraldsson Húsavík 71,3 Jónas Sigurbjömsson Akurcyri 73,9. Þórhallur Bjarnason Húsavík 74,2. 0rn Þórðarson Akureyri 76.6. Beztum brautartíma náði Ámi Óðinsson, 33.8 sek. í drengjaflokki voru kepp- endur 4. Úrslit urðu þessi: Gunnlaugur Frímannsson 38,5 Haraldur Haraldsson 54,8 Gunnar Jakobsson 99,4 Mótinu var slitið með hófi í veitingahúsinu Hlöðufelli og þar voru verðlaun veitt. K.E.J. Urslit leikjanna á mið vikudagskvöidið Á miðvikudagskvöldið var Handknattleiksmeistaramóti Is- lands haldið áfram að Háloga- landi og þá leiknir þrir leikir í 1. deild kvenna og tveir leik- ir í unglingaflokkum. 1 kvennakeppninni urðu úr- slit þau að Víkingur og Ung- mennafélagið Breiðablik , i Kópavogi gerðu jafntefli, 9:9, eftir jafnan og skemmtilegan leik. Valur sigraði Ármann méð nokkrum yfirburðum 18:10, í leikhléi var staðan 11:6. Þá sigraði FH Fram eftir alltvísýnan leik með 7 mörk- um gegn 6. I 3. flokki karla sigraði iR Keflavík með 11 mörkum gegn 10 í fjörugunfi leik. Loks vann Þróttur Keflavík í 2. fl. karla með 17 mörkum gegn 8. «msœlnttír vkortnrinir 'óhannes skólavörðustig 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.