Þjóðviljinn - 22.01.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.01.1966, Blaðsíða 8
3 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 22. janúar 1S66 STORM JAMESON: O, BLINDA HJARTA kaffiglas og beið steinþegjandi og augu hans voru tóm, eins og þau vissu inn. Nú kom hann og tók með löngum og fíngerðum höndun- um undir olnbogana á Leighton og reisti hann á fætur. Svipur- inn á dökku andliti hans var uppnuminn eins og hann væri að framkvæma helgiathöfn eða eins og móðir héldi á frumburði sínum í höndum sér. Miehal velti sem snöggvast fyrir sér hvemig samband þeirra hefði verið fyrir þrjátíu árum, þegar Ahmed var til að mynda sextán ára? — Jæja. sagði Leighton og rétti sig við. Ég var búinn að gleyma því. Frú Clozel kom til mín í dag. Hún er í vandræðum með þennan dreng — eins og hún hefði mátt búast við. Húo spurði hvort ég vildi tala við hann. Hvers vegna hún heldur að ég geti fengið nokkru áorkað við þennan þrjózka — hvað er hann gamall? Tólf ára? — það veit hún ein. En ég sagðist skyldu gera það. Mér datt í hug að það væri ef til vill skynsam- legt að tala fyrst um hann við Vincent — komast að því hvem- ig hann stendur sig í skólanum og hvaða álit Vincent hefur á honum. Áreiðanlega hafið þér meira vit á viðhorfum tólf ára drengs en ég. Getið þér komið? — Auðvitað. Á morgun? — Já. Ég ætla að senda Vin- cent boð um að hann megi bú- ast við okkur heim til hans eft- ír skólatíma á morgun. Mér dett- ur ekki í hug að láta kála mér Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó ^augavegi 18 III hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M C R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN rjamargötu lo Vonarstrætls- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Marla Guðmundsdóttir. Laugavegj 13. simi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað úr kulda í bæjarskrifstofunni Er yður sama þótt þér 'talið við hann? — Það er nú líkast til, sagði Michal brosandi. I hvert skipti sem monsieur Vincent móðgar mig, þarf hann nokkra klufcku- tíma, til dæmis tólf, til þess að komast á hið rétta iðrunarstig. Ég skal koma. .Michal kom að húsi skóla- stjórans um leið og bíll Leigh- tons beygði inn á torgið." Hann beið og þeir fóru saman inn í húsið. Það var systir Vincents sem hleypti þeim inn. Hún sagði þeim að bróðir hfennar væri enn í skólanum; hún vísaði þeim inn í litla dagstofuna og stóð þar andartak vandræðaleg, mögur og eins og á nálum yfir því hvemig hún gæti sýnt Eng- lendingnum nægilega virðingu án þess að jefirdrífa hana gagn- vart Aristide Michal. Þegar hún hreyfði sig barst frá henni þeíur af kamfóru og hóstasaft. Þetta herbergi, eins og reynd- ar allt húsið eftir að hún flutt- ist þangað eftir lát mágkonu sinnar, var yfirmáta hreint og kalt. Allt var gegnsýrt af hinni geysilegu skyldurækni hennar: tvenn gluggatjöldin, brún þykk tjöld og hvít, stífuð innri tjöld, armstólamir tveir sem misstu aðeins rykhlífamar þegar von var á gestum, klukkan sem var í lögun eins og sigurboginn, spegillinn með uglunum, fágaða borðið úr hnotutrénu, allt þetta endurspeglaði feginsamlega það litla Ijós sem ruddi sér leið inn í stofuna. . . ,, — Þið eruð komnir að ræða um Clozeldrenginn við bróður minn? — Já, reyndar, svaraði Leigh- ton. Hún hálflokaði augunum. Djöfull, sagði hún blíðlega. Ung- ur Satan. Vesalings frú Clozel. En hvað var hún líka að koma með hann hingað? Hún hefði átt að sæfta sig við vilja guðs .... Jæja, þama kemur bróðir minn. Hún var fegin að komast út. Þegar Vincent kom inn gekk hann beint til Michals og skók hönd hans og brosti elskulega. — Mér er sagt, Felix segir mér, að ég hafi móðgað þig í gær- kvöld. Er það satt? •— Eintómur tilbúningur, sagði Michal. — Ég er feginn að heyra það, en .... ef satt skal segja, þá ætti ég ekki að drekka. Ég veit ekki hvers vegna ég er að því, nema vegna þess að ég kemst í gott skap og sef Ijómandi vel á eftir. Miohal hló. Er hægt að flnna betri ástæðu, sagði hann. Gleðisvipur færðist yfir lítið andlitið á Vincent. Eitt er víst. Meðan ég hef tvo eða þrjá klukkutíma á dag til að vera áhyggjulaus um tímann eða það sem ég kann að láta útúr mér, þá þarf ég ekki að kvarta. Ég gæti lifað til eilífðamóns. En til allrar hamingju þarf ég víst ekki að búast við því _______ Þið emð að forvitnast um Jean Clozel. Æjá — hann er vanda- mál. sem ég hef ekki getað ráð- ið við. Ég get sagt. ykkur eins og er að það kemur fyrir að ég velti fyrir mér, hvort ég hef minnstu hugmynd um hvað ég ætli mér með hann. Síðast í gær stóð hann andspænis mér eftir skólatíma með andlitið eins og höggvið í stein og aðeins augun á hreyfingu og hann sagði: Farðu bölvaður, ég geri það ekki .... Við mig, skóla- stjórann! Farðu bölvaður, sagði hann. — Hvað gerðuð þér? spurði Leighton. — Ekki neitt. Ég hugsaði: Ef til vill ættirðu að lumbra á honum. Ef til vill er það ærleg rassskelling sem hann þarfnast. En ég skal segja ykkur —- ég er kannski veikgeðja auli, en ég gsarti ekki fremur barið hann en hross, þótt ég hafi séð hross barin þangað til þau urðu skikkanleg og barsmíð var ef til vill eina ráðið, en .... í fyrsta lagi er ég ekki alveg viss um að mig langi til að mala hann Glozel unga og í öðra lagi veit ég ekki hvað við tæki, ef ég malaði hann. GeðsjúkJingur? Taugabilað bam? Hann hristi höfuðið. Nei, nei, ég stend ráð- þrota. — Er það venja hans að bölva fólki? — Nei. Eitt af því sem er eft- irtektarverðast — og óhugnan- legast — í fari hans, er hin furðulega sjálfsstjóm hans. Það er ekki líkt neinu bami. Ef ég héldi að hápn væri aðeins klókur .... þetta eru ekki klókindi. Þá myndi hann naum- ast geyma ofsaköstin handa mér. — Ef til viJI treystir harib því að þér sýnið honum mildi, sagði Leighton og brosti hæðnislega að venju. — Síður en svo. Hann treystir engum. Það er ofureðlilegt. — Hvemig semur honum við hina drengina? Vincent geiflaði sig í framan. — Hamingjan góða, þið vitið hvernig böm eru. Það eru þrjátíu böm í skólanum hjá mér, stúlk- ur og piltar, sem byrja sex ára og eru þar til f jórtán eða fimmt- án ára aldurs — elztu bömin eru hálffullorðin og meinfýsinog raddaleg, rétt eins og fullorðna fólkið, þetta bændafólk semveit ekki annað um heiminn, en að hann er erfiður og oft þrautleið- inlegur. Ég veit ósköp vel að stundum fara þessir unglingar skelfilega illa með Jean Clozel. Það er sumpart honum sjálfum að kenna. Hann dregur enga dul á fyrirlitningu sína á þeim og athöfnum þeirra. Hann er býsna hvassyrtur og á þessum eina mánuði hefur hann lært nóg í frönsku til að gera sig skiljan- legan. Mjög svo sikiljanlegan. — Hann er þá greindur? — Greindari en gott er fyrir hann, sagði Vincent þurrlega. — Og hann stundar námið vel, eða hvað? — Sumar námsgreinamar. Hann sinnir ekki því sem honum leið- ist. Mitt álit er það, sagði Vin- cent og brosti, — að hann hafi Jagt sig fram við málið til þess eins að geta brúkað munn. Já, og til að losna við þá vanmátt- arkennd .sem það hefur ugglaust gefið honum að heyra þessa villi- menn .sem hann fyrirlítur tala mál sém hann skildi ekki. Ég kann nokkur orð í þýzku. Þegar ég salla beim á hann, þá svarar hann ýmist ekki eða lítur á mig með ódulinni hæðni, eins og hann vildi segja: Láttu þér ekki detta í hug að þú getir snúiö á mig með þessu . . . Ef hann hefði ekki þessa dæmalausu sjálfstjóm, væri ekki svona staðráðinn í að gera að engu allar tilraunir til að tala við hann af skynsemi — já, það er eins og hann sé andsetinn af ósanngirni — þá væri ég ekki í þessum vandræðum. Það er auðmýkjandi, en ég held hann megi til að sigrast á þessari ó- sanngirni á sinn eigin máta, hvort hann er fær um það, það er aftur annað mál. En sjálfum verður mér ekkert ágengt. — Ef til vill, e,agði Leighton kuldalega, — gerið þér honum mestan greiða með því. Ég man eftir þyí í mínum eigin skóla, einum af þessum mikilsmetnu menntastofnunum okkar heima, þá var þrettán ára drengur sem átti við sín sérstöku vandamál að stríða — það skildi ég seinna — ef tiH vill svipuð og þessi drengur. Hann var gerður að hálfvita með hörku og barsmíð. Já, hálfvita. 1 Skipholti 21 simar 21190-21185 I eftir lokun i ssma 21037 4662 — Þórður heilsar honum hlýlega og ungi prinsinn sezt hjá þeim. • „Ég hef leitað ykkar,“ segir hann, ,,þar sem ég vissi, að þið eruð í vandræðum. Ég var búinn að lofa, að bregðast ykkur ekki .... og ég ætla ekki að láta sitja við orðin tóm.“ „Ég er yður mjög þakklátur fyrir það,‘‘ segir Þórður brosandi, „en .... Faðir yðar er þó farinn frá völdum ....“ Hassan skil- ur. „Það er rétt. En þrátt fyrir það er ég nægilega auðugur til að bæta tjónið að fullu,“ segir hann og réttir Þórði umslag. Það er bréf alþjóðlegs banka, sem segist, sjá um öll útgjöld Hass- I ans prins. SKOTTA © Kíng Features Syndicate, Inc„ 1964. World riglita reaerved. Hvenær fæ ég minn hluta af því, sem við spöruðum með - því að vera heima í sumarfríinu? Plast þakrennur og niðurfallspípur fyrirliggjandi PLASTMO Ryðgar ekki Y þolir seltu og sói* þarf aldrei að móía MARS TRADING COHF KLAPPARSTÍG 2 0 SÍMI 17373 Auglýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.