Þjóðviljinn - 02.02.1966, Page 8

Þjóðviljinn - 02.02.1966, Page 8
t g SÍÐA — ÞJÓÐVIIaJINN — Miðvik'udagur 2. febr'úar 1360. STORM JAMESON: Ó, BLINDA HJARTA Jiristi hann aí sér og ávarpaði Gaude: — Ég veit ekki hvað þér haf- ið í hyggjiu. En þér hljótið að vera alveg frá yður, ef þér hald- ið að ég fari núna að ljúga ein- hverju til um Philippe — hún galopnaði augun. — Ég sagði yður áðan og ég segi það enn: hann vissi ek'kert að peningam- amir voru hérna fyrr en nokkr- um tímum áður en þjófamir komu hingað. Þér getið talað og hrópað þangað til þér blánið í framan en þannig var það nú samt _____ Ef hann hefði ekki verið saklaus, haldið þér þá að hann hefði sagt yður að hann hefði ekki verið saklaus, hald- ið þér þá að hann hefði vitað af þeim frá þvi á þriðjudag? Hann misminnti — það var á laugardag — en ef hann hefði ekki verið saklaus, þá hefði hann áreiðanlega varað sig á slíku? Hugsið um það, monsieur Gaude. — Nema, sagði Gaude lágri röddu, að hann hafi búizt við að þér segðuð þriðjudag og hugsað með sér að það væri eins gott að láta daginn standa heima. — Farið burt, sagði hún og Iækkaði röddina, og farið með þessa — Gaude ranghvolfdi augunum framaní hana og sagði: Uss, uss, kona góð. Hann hnykkti til höfðinu og leit á stúlkuna. Ut með yður, Houché litla -7- og sitjið rólegar í bílnum eins og hvert annað góða barn og bíðið eftir mér. Ég verð aðeins andar- tak. Hann horfði á eftir henni þegar hún gekk út, hreyfði fæt- Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinunn eer Bódá Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlMI 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Ggrðsenda 21 SÍMI 33-968 DðMUR Hárgreiðsla við allra hæfi FJARNARSTOFAN ' Tjamargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími 14-6-62 Hárirreiðdustofa Austurkæiar María Guðmundsdóttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað uma til eins og leikbrúða og pilsið var svo þröngt að í hverju spori ýttist það langt upp fyrir hné. — Ég þarf að fá mynd af Philippe, sagði hann um leið og dymar lokuðust. — Til hvers? spurði Michal. — Til hvers heldurðu? Til að hafa undir koddanum mínum? Við ætlum að dreifa henni um landið, á brautarstöðvar, lög- reglustöðvar, flugvelli og næt- urklúbba og skemmtistaði í Par- ís þar sem piltar af hans tagi kunna við sig. Hann brosti vor- kunnsamlega. Með þetta . andlit gef ég honum viku, kannski tvær vikur nema hann lifi' eins og munkur, sem ekki er sérlega trúlegt. Michal tók sárt að þurfa að afhenda honum litlu augnabliks- myndina, sem var eina myndin sem tekin hafði verið af Phil- ippe síðast liðin fimm ár; það var vangamynd, og þótt myndin væri ekki sérlega góð sýndi hún þó fríðleika hans og ómótstæði- legan þokka. Hann losaði hana úr rammanum og hugsaði með sér: Þetta er ekki satt. Það get- ur ekki verið satt. Gaude stakk myndinni í vas- ann og fór út. Um leið og hann tók í höndina á Midhal leit hann á hann næstum alúðlega. Lotta hafði snúið í hann baki og hann skipti sér ekki af henni. Þegar Miohal var einn eftir inni hjá henni, horfði hann stundarkorn á hana þegjandi. Enn var hann fyrst og fremst ringlaður, það var eins og grá, kaéfandi þoka fyllti á honum höfuðið og stöku sinnum fékk reiðin útrás gegnum hann eins og snöggar eldingar. Hann reyndi að hrista þetta af sér, teygði fram hálsinn eins og til að losna við þokuna. — Af hverju léztu Philippe hafa peningana? spurði hann. Hún svaraði ekki. — Af hverju sagðirðu mér ekki að hann eyddi meiri pen- ingum en ég lét hann fá? Ég gerði ekki illa við hann. Hún leit ekki á hann þegar hún sagði: — Mig langaði til að gefa honum eitthvað. Þetta snart hann undarlega. En þó snart það hann meira að sjá hversu ljótt andlit hennar var þessa stundina, al-lar línur voru einkennilega ýktar og stór munnurinn með átakanlegum beiskjusvip; jafnvel augun virt- ust hafa hörfað inn í höfuðið. — Vesalings Lotta mín, sagði hann þungum rómi. Þetta er leiðindamál. En það er ekki hægt að ásaka þig. Hún svaraði ekki heldur núna og hann lagði höndina á öxl hennar ems og til að Iáta v-el að henni. Hún hristi hönd hans af sér með óvæntum ofsa. — Láttu mig vera, sagði hún hranalega. Hún leit upp og horfði í kringum sig og það fóru viprur um efri vörina eins og hún væri að reyna að mynda bros. Get ég hvergi fengið að vera ein í þessu húsi? Hann sneri sér frá henni og fór út. Frammi í veitingastof- unni leit ,,gamía geitin“ sem snöggvast framaní hann og hellti strax í konjaksglas handa hon- um. Hann drakk úr því, gleymdi að segja nokkuð og fór síðan niður í eldhúsið til að matreiða þetta kvöld með reiði sinni og ólýsanlegum sársauka. 10 Hvemig svo sem hugarástand matreiðslumannsins hafði verið, þá snæddi George Leighton kvöldverð sinn með sýnilegri vellþóknun, og hann lyfti öðru hverju höfði og leit í kringum sig i herberginu og augu hans ljómuðu eins og hann byggi yf- ir einhvem hugsun, einhverj- um niðurbældum æsingi. 1 lok máltíðarinnar, þegar Michal færði honum kaffið, sagði hann: 26 — 1 kvöld er ég ekki í skapi til að sitja uppi. Ef til vill vild- uð þér gera mér þann mikla greiða, að sitja héma niðri hjá mér stundarkom, ef þeir geta verið án yðar uppi. Eigið þér nokkuð eftir af armagnacinu frá 1911? — Tvær flöskur. — Ég vildi gjaman fá aðra. Áður en Michal sótti flöskuna fór hann upp í veitingasalinn. Pibourdin var sá eini úr hópn- um sem kominn var. Þegar hann kom auga á Midhal færðist breitt og dæmalaust IjúHegt bros um feitlagið andlit hans, and- lit sem Paul Larrau líkti við bamsrass. Michal hugsaði í snöggri reiði: Rétt eins og þeir hinir er hann nú búinn að frétta það sem lögreglan veit og tölu- vert meira. Hann þóttist viss um að hvorki læknirinn né Blaise Vincent myndu sýna sig í kvöld. Hann horfði framhjá Pibourdin og ávarpaði ,,gömlu geitina“ og sagði henni að hún þyrfti að vinna frameftir í kvöld, því að hann væri vant við látinn í matstofunni. Arabinn var í sínu venjulega horni, grannar, dökk- ar hendumar héldu um kaffi- glasiðj a®t í e1nu flaug honwm í hug að segja hennd að færa manninum annað glas á kostnað hússins. Þegar hann kom með armagn- acflöskuna af borði Leightons, hafði hann meðferðis tvö glös og sagði án þess að brosa: — Skilyrðið fyrir þvi að ég opni þessa flösku er það, að ég setji hana ekki á reikning yð- ar og við drekkum til jafns. Er það samþykkt? — Ef þér endilega viljið, sagði Leighton óánægður. Michal lét sem hann heyrði ekki óánægjutóninn í rödd hans, heldur hellti víninu varlega í glösin, settist niður, bragðaði á því og sagði: — Þér vitið auðvitað hvað komið hefur fyrir. Leighton rykkti upp höfðinu. Hvað þá? Hvað hefur komið fyr- ir? Þér vitið að ég frétti ekki neitt nema mér sé sagt það hérna. Eneinn < i->nrninu myndi 'ria Ahmed þótt stríð hefö' skollið á. Hann hlustaði með athygli meðan Midhal sagði honum eins stuttlega og gagnort og hann gat upp alla söguna, jafn- vel frá ungu stúlkunni. Annað gammsaugað fylgdist með leik tilfinninganna í andliti Michals, sterklegu og sólbrenndu, og tók eftir því að strokur hans yfir ræktarlegt yfirskeggið voru nú eins og taugaveiklunarkækur. Á eftir frásögninni sagði hann ró- legri röddu: — Stundum hef ég saknað þes® að eiga engan son, en mér hefur verið hlíft við miklu af ástæðulausum kvíða og angist. Ástæðulausum vegna þess að heilbrigð skynsemi ætti að segja hverjum að vænta einskis af bami sem komið er yfir kyn- þroskaaldurinn. Á þeim aldri ætti að skeha það burt — til- finningalega séð. — Satt er það, sagði Michal. Hann bætti við hrjúfri röddu: Það hlægilegasta er, að jafnvel núna verð ég að minna sjálfan mig á að hann er ekki sonur minn. Mér hefur heppnazt of vel að tengjast honum. Þeim mun meiri auli ert þú, hugsaði Leighton. Ég hef aldrei tekið inn í hús mitt bam né dýr. Sumir myndu kaUa það ó- frjótt líf. En ég segi: Það er ró- legt líf og skynsamlegt. Mér leiðast böm — ég þoli ekki ó- þroskaða huga. Og það sem meira er, þá get ég ómögulega fómað mér fyrir neina mann- lega vem á hvaða 'aldri sem hún er. Eða hvers kyns sem hún er. Ég get ekki ímyndað mér að ég gæti eða vildi undir neinum 4671 — Haderi hefur bækistöðvar sínar í nánd við þá leið sem fara verður til kastalans. Einn manna hans kemur hlaup- andi: Úlfaldar nálgast, strangur vörður er um lestina. Það má því ætla, að það séu mikilvægir menn á ferð .... Um miðja nótt .... Skyldi það vera konungurinn, sem þarna er verið að færa á brott .... En hvert .... ? Kannski mætti ráðast á lest- ina .... Hann sveiflar sár á bak úlfaldanum til að geta fylgzt með lestinni úr fjarlægð. Mustafa fréttir þetta lfka og hann er á verði. Að tveim tímum liðnum verða fangamir komnir til kast- alans og þá er engin hætta lengur. SKOTTA BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur ★ Harðtex ★ Trétex ★ Gips þilplötur ★ Wellit-einangrunarplötur ★ Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar ★ Þakpappi, tjöru og asfalt 'k lcopal pakpappi k Rúðugler MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 Auglýsið í Þjóðviljanum 1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.