Þjóðviljinn - 03.02.1966, Blaðsíða 5
„Eyjsn” — ny kvikmynd e&ír Aff Sfði»rg
D"JJI U ' J x • | • Kvikmyndavikur
Road hropanda i eyðimorkmni um a||a Svíþjóð
Per Myberg og Iiibi Andersson lcika aðalhlutverk í hinni nýju
kvikmynd Alf Sjöbergs.
INGRID THULIN í
hæpnum félagsskap
Sæmskir leikarar hafa oft þótt
eftirsóknarverðir í sögu kvik-
myndaiðnaðarins, og þá ekki
hvað sízt nú — mun það ekki
"sízt Ingmar Bergman að þakka.
Ei|]n af þekktustu leikurum
hans, Max von Sydow, hefur
„farið með ýmis hlutverk fyrir
ameríska, og nú síðast leikið
Krist í guðspjallamynd Stev-
ens. Þekktrar Bergman-leik-
konu, Ingrid Thu'lin, hefur nú
verið freistað til að taka þátt í
þýzkum samsetningi. sem ber
heitið ,.Frúin“ (Die Bady).
Þar er hún gerð að sendi-
herrafrú í Aþenu — eða það er
hún a.m.k. á daginn, en á
kvöldin klæðist hún svörtu og
slæst í félagsskap gleðikvenna
á hafnarkrám. Skýringin á
þessu tvöfalda líferni hennar er
sú, að maður hennar tekur unga
stráka fram yfir konur, og eig-
inkonan er honum aðeins liður
í virðulegu diplomatísku Hfi.
Sendiherrafrúin lendir í ýms-
um ævintýrum í ástarleit sinni,
og þá einkum í sambandi sínu
við verkamann þar við höfn-
ina. Og þá fara vandræðin
fyrst að aukast að marki þegar
systir verkamannsins, nektar-
dansmær að atvinnu. kemst að
því, hver svartklædda konan er
í raun og veru.
Þessi mynd er sögð þokka-
lega gerð frá tæknilegu sjónar-
miði. en með öl'lu ómerkileg og
ekki stílað á neitt annað en
sölumöguleika. Ingrid Thulin
sé hinsvegar svo atkvæðamikil
leikkona. að jafnvel úr þessu
fáránlega hlutverki geti hún
gert ýmislegt eftirtektarvert.
Um leið er talin ástæða til að
spyrja, hvort hún hafi ekki
skaðað listamannsheiður sinn.
Bunuell og
Moreuu
Luis Bunuel hefur hafizt handa
um töku næstu kvikmyndar
sinnar og mun Jeanne Moreau
leika aðalhlutverkið. Myndin
heitir „Munkurinn” og er gerð
eftir átjándu aldar leikriti eftir
Matthew Gregory. Síðasta mynd
Bunuels „Dagbók vinnukonunn-
ar” hefur hlotið mjög góða
dóma.
ingrid Tiiuhn
með þátttöku í þessari kvik-
mynd.
Ný kvikmynd eftir Alf Sjö-
berg er ávalít viðburður i
sænskum kvikmyndaheimi.
Hann kýs sér sjaldan ómerki-
lcgan efnivið, og hefur jafnan
eitthvað þýðingarmikið að
scgja okkur. Hin nýja kvikmynd
hans „Eyjan“ er um mann sem
reynir að koma öðrum í skiln-
ing um það illa í heiminum,
mann sem reynir að halda fót-
festu í veröld sem cr á leið
út í óskapnað.
Sjöberg lýsir efni myndar-
innar sjálfur á eftirfarandi
hátt: „Dag nokkurn kemst aðal-
persótian að því, að hann tal-
ar fyrir daufum eyrum, enginn
skilur þýðingu þess boðskapar,
sem hann flytur. Honum finnst
hann lifi einhversstaðar ámilli
tveggja dauðra heimsálfa.
milli þeirrar menningar og hefð-
ar, sem hann hefur tekið að
erfðum, og þeirra lifandi iika,
sem vafra um eins og svefn-
genglar og hafa ekki grun um
þá einangrun. sem þeir hafa
verið settir í, hvað þá að hún
valdi þeim áhyggjum. Þessi
reynsl verður honum mikið
áfall á þeim degi er hann fær
að vita, að algjör tortíming
vofir yfir ejmni, sem hann býr
á. Það ofbeldi, sú valdaníðsla,
sem fram að þessu höfðu haldið
fellini um
ritskoBun
Frederico Fellini er ekki frek-
ar en flestir aðrir merkir leik-
stjórnar, beint hrifinn af til-
veruskilyrðum kvikmynda nú á
tímum. Hann sagði við franska
blaðamenn nýlega: „Kvik-
myndagerð er svo aumlega á
sig komin nú, að við þyrftum
víst að finna upp ritskoðun ef
hún væri ekki til nú þegar.
Einu kvikmyndimar sem að-
sóknar njóta eru þær, sem rit-
skoðarar og eftirlitsmenn víða
um heim hjálpa til við að aug-
lýsa“.
sig einhverssbaðar í öruggri
fjarlægð, eru allt í einu komin
að þröskuldi húss hans.“
' Alf Sjöberg er fæddur árið
1903 og nam við leikskóla Kon-
unglega leikhússins 1 Stokk-
hólmi. Síðan 1930 hefur hann
verið fastráðinn. leikstjóri við
sömu stofnun og getið sér gott
orð. Hann hefur einníg komið
mikið við sögu kvikmyndagerð-
ar og hefur síðan 1942 gert
margt forvitnilegt á því sviði.
Mesta kvikmynd hans fram að
þessu hefur verið talin ,,Fröken
Júlía“ eftir leikriti Strindbergs.
Hann hefur ekki sinnt kvik-
myndastjóm um nokkurra ára
skeið og er „Eyjarinnar“ beðið
með mikilli eftirvæntingu í
Svíþjóð og víðar.
Sænska kvikmyndastofnunin
Filminstitutet er athafnasöm
um þessar mundir. I fyrra sendi
hún „kvikmyndavikur“ til fjöl-
margra borga og bæja dreif-
býlisins. Markmiðið er að
kynna kvikmyndir nýrra kvik-
myndalanda og nýstárlegra
kvikmjmdastjóra j— og þá um
leið mymdir, sem ná ekki aug-
um og eyrum kvikmyndahús-
gesta eftir venjulegum við-
skiptaleiðum. Timaritið „Film
in Sweden“ birtir lista yfir 14
mjmdir, sem sendar voru til 30
borga og bæja. Þar er að finna
„Muriel“ eftir Alain Resnais,
..Cronaca di um amore“ eftir
Antonioni, „Bande á Part“ eft-
ir Jean-Luc Goddard, ,,Ástar-
saga frá Moskvu“ eftir Georgí
Danelía og „Demantar nætur-
innar“ eftir Tékkann Jan Nern-
ec — svo nokkuð sé nefnt.
Samkvæmt útreikningum, sem
birzt hafa í sænskum kvik-
myndaritum, sóttu fjörutíu af
hundraði kvikmyndabúsgesta í
Svíþjóð í fyrra „góðar“ myndir,
myndir sem standast kröfur um
listræn vinnubrögð, og þykir
þetta að vonum allgóður ár-
angur.
En skyldi þess annars langt
að bíða að haldnar verði kvik-
mjmdavilcur hérlendis? Er Dista-
félag Menntaskólans í Reykja-
vík okkar eina von í þessum
efnum?
Bergman reis úr rekkju með nýtt kvikmyndahandrit:
Sónata fyrir tvö hijóófæri
Nú í haust er búizt við nýrri
kvikmynd eftir Ingmar Berg-
man — sem verður hin tuttug-
asta og sjöunda í röðinni.
í fyTravetur lá Bergman
lengi veikur og um vorið var
því skotið á frest um óákveð-
inn tima, að hefja töku mynd-
arifmar ,,Manúætumar“, sem
að sögn krefst mikils undir-
búnings. Er Ingmar Bergman
sagði blaðamönnum frá hinu
nýja verki sínu, kvaðst hann
hafa byrjað að fitla við skrift-
ir til að vinna bug á leiðindum
sem sóttu að honum á sjúkra-
húsinu — hefði hann skrifað án
þess að hugsa um kvikmjmda-
handrit, aðeins fyrir sjálfan sig,
til að týna ekki niður vissri
vinnuhæfni. En upp úr þessu
föndri hefði svo skroppið hand-
rit að nýrri kvikmynd.
Bergman varðist allra frétta
um efni kvikmyndarinnar, en
sagði hlæjandi að gagnrýnend-
Ingmar Bergman, Eiv Ullman og Bibl Andcrson, við upptöka
hinnar nýju kvikmyndar.
,GóBu-vondu' stúikun Sylviu
i slæmri túlkun Caroll Baker
ur myndu líkiega fá óvenjulega
erfiða gátu að glima við. Mynd-
in mun bera nafnið ,,Persona“
— svo kölluðust þær grímur
sem leikarar í leikhúsum fom-
aldar báru og þangað er nafn-
ið sótt.
Ingmar Bergman hefur til-
hneigingu til að lýsa verkum
sinum með orðum, sem sótt eru
til tónlistar: hann ka'llar „Per-
sona“ sónötu fyrir tvö hljóð-
færi. Hljóðfærin eru tvær kon-
ur: leikkona, það hlutverk er
í höndum ungrar norskrar
leikkonu, Liv Ullman, og hjúkr-
unarkona (hana leikur Bibi
Andersson). 1 myndinni er leik-
ið með sterkt svipmót með
þessum tveim aðalpersónum,
hvemig þær foafa áhríf hver á
aðra, skipta um sérkermi. Um-
hverfið er sjúkrahús oig samar-
hús við ströndina.
Þetta verður fyrsta stóra hl«t~
verk Liv Ullman í kvikmynd.
Hún hefur getið sér góðan orðs-
tír á sviði í Osló, einkum fyrir
leik sinn í Hamlet (Ófelia) og
Faust (Margrét). Hún lék í kvik-
myndinni „Pan” ásamt með
Jarl Kulle og Bibi Anderssan.
Ingmar Bergman sá af tilviljun
ljósmynd af henni og Bibi And-
erssoti er þær voru að vinna
saman að þeirri mynd og þótti
þær furðu sviplíkar — hafði
hann síðar þessar lgikkonur í
huga þegar hann skrifaði hand-
ritið að ,,Persona“.
Eins og lcunnugt er hefur
Hollywood gert mikið til að
koma sér upp kynþokkastjörnu,
sem gæti staðizt þeim evrópsku
snúning. Mest hefur þó verið
gert til að ýtá undir hróður
Caroll Baker, og þá mjög þjarm-
að að vörðum bandarísks sið-
gæðis til þess að hægt væri að
sýna hana sem fáklæddasta og
í ýmsum hæpnum kringum-
stæðum.
1 fyrra var lokið við síðustu
mynd, sem byggð var utan um
Caroll þessa. Þar er sögð sú
gamalkunna hjartaknosandi
saga um vondu telpuna sem var
eiginjega ágæt stelpa. Mjmdin
heitir Sylvía, eftir aðalpersón-
unni, sem Caroll Baker leikur
að sjálfsögðu.
Sylvia West er skáldkona,
ræktar rósir og er trúlofuð
miljónamæringi. En miljóna-
méeringurinn vill hafa sínar
innstæður í góðu lagi og fær
einkaspæjara til að kcmast að
hinu sanna um fortíð unnust-
unnar. Spæjaranum gen/;ur
þetta ágætlega: my din gerist
mest f viðtölum hans um for-
tíð Sylvíu við ýmislegt fól'.:,
sem hefur þekkt hana — þann-
ig er rakinn ferill hennar al'lt
frá því að stjúpfaðir hennar
■ nauðgaði henni þar til hún er
komin á hóruhús og hefursam-
skipti við rikan d-jóla, sem er
eitthvað „hinseginn.” Og gerast
þar á milli margir hæpnir
mannfundir. Samt hefur Sylvia
alltaf verið trú sinni köllun,
unnið stanzlaust að því að
mennta sig með því að gleypa
í sig heimsbókmenntimar —
jafnvel á milli heimsókna til
hennar á hóruhúsið.
★
Gagnrýnendur hafa ekki verið
sérlega hrifnir af þessari mynd.
Saga Sylviu verði ekki merki-
leg sumpart sakir þess aö hún
sé sögð á of ylirborðslegan hátt,
sumpart vegna þess að Caroll
Baker komi of litlu til skila af
því innra lífi persónunnar sem
fortíðin á að hafa látið ósnert
og ætlazt er til að áhorfendum
sé ckkur i að kynnast.
Útsalu — Útsala
Vetrarútsalan stendur sem hæst.
Ódýrar vetrarkápur í öllum staerðum og
skal sérstaklega bent á unglinga- og ferm-
ingakápur, sem aldrei hafa fengizt í meira
úrvali.
BERNHARD LAXDAL
KJÖRGARÐI. Laugavegi 59. Sími 14422.
P&nmtHÖagusr 2. febrfiar 19®6 — ÞJÓÐVILJINN — SfBA
immiim