Þjóðviljinn - 03.02.1966, Page 6

Þjóðviljinn - 03.02.1966, Page 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Pimmtitdagttr 3. feforöar 1966. • Frá afmælishófi Dagsbrúnar • Ein myndanna sem Þjóðviljinn lét gera frá afmælishófi Dagsbr únar 26. janúar sl. varð útundan á myndasíðunni þá og birtist nú hér í staðinn. Má greina á henni frá vinistri Snorra Jónsson. Jörund Brynjólfsson og frú. Hermann Guðmundsson frá Hlíf og frú. Jónu Guöjónsdóttur frá Verkakvennafélaginu Framsókn og Þórunni Valdimarsdóttur. • Vísubotnarnir • Síðunni hafa borizt margir botnar við fyrripartinn Hltaveitan hentar bezt i hlákn og sunnanvindí og birtast nokkrir þeirra hér: En labbar um með lungnapest ef lseðist frost um strindi. E.S. Þegar í frosti fennir mest fer hún burt i skyndi. N.N. Ætli þeim hafi yfirsézt einhver raunvísindi. B.A. Frseg er hún að fremdarpest fólks á ærutindi. Ben. frá Hofteigi Þegar ?*ð völdum vetur sezt víkur hún burt í skyndi. K.Ó. Við Satan gamla um suðurest semja ber í skyndi. Svipað og með sínkan prest. Satan hjá er yndi. á. íhaldið er allra verst uppi á valdatindi. S.Ó. En hafi snjó á fjöllum fest flestir held ég kyndi. Kuldabólgið krakkahró kvefi ei varizt getur. Mikill hiksti hefur Jó- hannes þjáð í vetur. Bráðum valdið oltið á einum krossi getur. Mundu að hafa í huga þá hitann frá í vetur. Torfi Ólafsson. • Sá sömu mynd 350 sinnum • Kvikmyndin „The Sound of Music“ hefur eitthvað við sig, a.m.k. í augum frú Myru Franklin frá Cardiff í Wales, því hún hefur nú séð hana meira en 350 sinnum. Ti'l að ná þessu marki hefur hún séð hana tvisvar á dag virka daga og einu sinni á sunnudögum. Hún kann leikinn nú utanað. Þegar hún hafði séð myndina 57 sinnum fékk hún frímiða. • Glettan • „Mig hefur alltaf dreymt um að brjótast inn í banka.“ • Til athugunar fyrir S.A.M,? • Jyllands-Posten er óháð pólitískum flokkum. Samt tek- ur blaðið þátt í pólitík. En það getur gagnrýnt hvaða pólitík sem er. án þess að hugsa um, hvað það skrifar. (,,Jyllands-posten“ — útdrátt- ur úr stíl eftir gagnfræða- skólanemanda, sem hafði feng- ið að skoða hús blaðsins). • Ádeilu- skáldsögur • Hálfdán svarti og Sigurður sýr eru mættir í kvöld og sömuleiðis söngsnillingurinn Gérard Souzay. En sjálfsagt munu menn fyrst og fremst leggja við hlustirnar vegna bókaspjallsins, því nú er rætt um skáldsögur þeirra Jóhann- esar Helga og Ingimars Erlend- ar. Báðar eru þessar skáldsög- ur ádeilusögur. eins og kunn- ugt er, og þeir sem Njörður P. Njarðvík spyr álits eru báðir áhugamenn um þjóðfé- lagsádeilu í bókmenntum. Því má búast við bollaleggingum irm það, hvemig ádeila eigi að vera til að missa ekki marks. Það verður ekki hvað sízt fróðlegt að heyra í Sigurði A. Magnússyni, því bæði er að hann hefur ekki skrifað um bækur í langan tíma, og svo að vettvangur hans, Morgun- blaðið, er rithöfundunum báð- um bersýnilega ofarlega í huga er þeir brýna sverð sín til at- lögu. 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjóm- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 14.40 Margrét Bjarnason flytur erindi um eiginleika kon- unnar eftir Ethel M. Albert. 15.00 Miðdegisútvarp. María Markan syngur. Solomon og Philharmonia leika Píanó- konsert nr. 15 eftir Mozart; Ackermann stj. Kim Borg syngur rússnesk óperulög. Sinfóníuhljómsveit brezka útvaipsin® leikur Féte polo- naise eftir Chabrier; Sargent stjómar. 16.00 Síðdegisútvarp. Um tann- réttingar: Þórður Eydal Magnússon tannlæknir flytur fræðsluþátt Tannlæknafé- lags Islands. Hljómsveit G. Kinch Hollyridge hljómsveit- in Paraguayos tríóið hljóm- sveitin Legrand Gitte og Rex Gilde hljómsveit A. Previn Ames bræður G. Gibbons o.fl. H. Talmar og P. Alexander o.fl. van Damm kvintettinn H. Belafonte og R. Stolz og hljómsveit hans syngja og leika. 18.00 Bergþóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsdóttir stj. þætti fyrir yngstu hlustend- uma. í tímanum le9 Stefán Sigurðsson framhaldssöguna Litli bróðir og Stúfur. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Geoffrey Gil'bert frá Englandi leikur á flautu og Guðrún Kristinsdóttir á pí- anó: a) Perpetuum mobile eftir J. Francaix. b) Sónata í g-moll eftir Handel. c) Scéne des Ohamps Elysées eftir Gluck. d) Sónata eftir F. Poulenc. 20.30 Hjá Hálfdáni svarta og Sigurði sýr. Árni G. Eylands flytur erindi. Ingimar Erl. Sigurðsson, 21.05 G. Souzay syngur frönsk 21.20 Bókaspjall. Njörður Þ. lög; D. Baldwin við píanóið. Njarðvík cand. mag. fær tvo menn, Bjarna Benediktsson og Sigurð A. Magnússon, til að ræða við sig um skáld- sögurncir Borgarlíf eftir Ingi- mar Erlend Sigurðsson og Svarta messu eftir Jóhannes Helga. 21.50 Sinfónía í e-moll eftir Joh. H. Roman. Hátíðar- hljómsveitin í Luzem leikur; Baumgartner stj. 22.15 Átta ár í hvíta husinu. 22.35 Djassþáttur: Ólafur Step- hensen kynnir. 23.35 Bridgeþáttur: Hallur Símonarson flytur. 23.30 Dagskrárlok. • Hjúskapur • Laugardaginn 15. janúar voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni í Fríkirkjunni ungfrú Guðrún Bjömsdóttir Skaftahlíð 18 og Jón Gunnar Zoega stud. jur. (Ljósm. Stúdió Guðmundar, Garðastræti 8). Eftir STUART og ROMA GELDER 10 Þá mundi ég allt í einu hvaða stúlku hún var lík. Það var þessi dásamlega yngismey með hjálpræðishershatt sem seldi okkur Herópið 1 strætis- vagni í Black Country fyrir þrjátíu árum, og spurði um leið hvort við værum frelsuð. Þarna var sami eldlegi áhug- inn á velferð okkar lifandi kominn. Læknirinn varaði okkur við að reyna nokkuð á okkur næstu daga, á meðan við vær- um að venjast þessu þunna lofti svona hátt ofar sjávar- máli. En stuttu eftir að hún skildi við okkur kom maður og sagði okkur að á morgun ætti að halda hátíðlegt 55 ára afmæli Drepung, stærsta klausturs í heimi, og mundum við verða fyrst af öllum út- lendingum að sjá slíkt og taka af því myndir, ef við treystum okkur til að fara. Hátiðahöld í Drepung Ekki var fyrr farið að birta en vegimir frá borginni og nálægum þorpum fylltust af þúsundum pílagríma í marglit- um hátíðabúningi og lögðu all- ir leið sína í sömu átt til munkaborgarinnar undir fjall- inu 8 km frá Lhasa. Sólin blik- aði á litlu silfurlömpunum fægðu, sem hver hafði í hendi sér, og kveikja skyldi á frammi fyrir ölturunum. Áður en kínversku kommún- istarnir komu, ellefu árum áð- ur, var ekkert farartæki til á hjólum neinstaðar 1 landinu- nema tveir bílar, sem fluttir höfðu verið á jakuxum frá Indlandi í pörtum, hinum þrettánda Dalai Lama til skemmtunar, þegar hann dvaldist í Norbulingka (Gim- steinagarði), sumarhöll sinni. Engin hjól voru þá til í land- inu nema bænahjól. Nú kom fólkið svo hundruðum skipti eða þúsundum í kerrum sínum með gúmmíbörðum á hjólun- um, og voru þær dregnar af Jitlum hestum, ösnum eða múl- ösnum. Konur og meyjar sátu aftast. Þær höfðu kolsvart gljáandi hár, nýþvegnar með nýþvegið hárið og fléttað í langar fléttur og borin í það olía til hátíðabrigða, en silkibönd fléttuð í til skrauts. Tíbezkar konur klæðast 1 ermalausa kjóla skósíða, og er upphlutur- inn krosslagður á brjósti, en fellingar á baki, þannig að fellingarnar ná niður úr, og fer þetta vel. Þeim er haldið sam- an um mittið með breiðum linda, en innanundir er treyja ýmislega lit, rauð, gul blá rauðgul, ljósrauð, fjólublá eða hvít. Ermarnar ná langt fram af höndunum, en vilji þær taka þeim til einhvers, svipta þær ermunum uppað olnboga með' snöggri hreyfingu, að því er virðist fyrirhafnarlaust. Yzt fata er handofin svunta, þver- röndótt, marglit, hinar rík- mannlegustu eru með vösum með bryddingum úr gulli. Karlmenn, eldri og yngri sátu fremst, og stýrðu hestun- um, þessum litlu mjóu og fjör- ugu hestum, sem allir voru borðalagðir. Ekki voru klæði þeirra jafn skrautleg sem kvennanna, þó voru sumir að monta sig með dýrlega hatta skreytta gulli og rauðum kór- ónum útsaumuðum, og loð- skinnsbrydduðum toppi yfir hægra eða vinstra eyra. Nálega allir höfðu túrkíshring í öðru eyranu. Þessi atlíðandi grasflöt fyrir framan klaustrið var eins og mynd eftir Breughel væri far- in að iða og kvika. Fólkið sem var að kaupa og selja á mark- aðstorginu, skipti þúsundum, og tekaupmenn græddu á tá og fingri, og ekki var minna selt af þurrkuðum ávöxtum, sætindum handa börnunum og lindum til að flétta í hárið. Hver maður keypti sér þykk knippi af reykelsi og ilmurinn lagðist megn og þungur í þetta kyrrstæða loft, en allir kveiktu á þessu áður en þeir lögðu af stað upp allar þessar mörgu tröppur upp í klaustrið. Svo komu líka krúnurakaðir munkiar, sem þefjuðu af ein- hverju þráu, en brúnu kufl- arnir glönsuðu allir í blettum af bráðnu smjöri, sem hafði helzt ofan á þá úr lömpunum. Þeir prúttuðu og prúttuðu við bændurna, sem höfðu komið á markaðinn með nvtínda ávexti og grænmeti til að selja. Sjálf- ir voru þeir af bændum komn- ir, kunnu á þessu lagið. Víða sátu menn með fjölskyldum sínum undir klettum, átu þar nesti sitt og drukku smjörte úr löngum hitabrúsum „made in China“. Karlmennimir voru að spenna hestana frá og tjóðra þá við tré eða veggi. þeir gáfu þeim allir áður en þeir snæddu sjálfir. Stórvaxinn lama, sem hafði séð þessi undarlegu andlit í mannþrönginni, bauðst til að fylgja okkur um mjóar, villu- gjarnar smágötur upp að söng- húsinu, sem var 60 metrum ofar, og voru þar nú sungnar hátíðamessur. Fólkið, bæði börn og fullorðnir, þyrptist að okkur og elti okkur, og var að tala um það sín á milli hvað við værum einkennileg. Þegar við vorum orðin móð og þurft- um að hvíla okkur, stilltu þau sér upp fyrir framan okkur og þrástörðu beint í augun í okk- ur. En svo kom að því að þau fengu grun um að þetta væri ekki neitt kurteislegt gagnvart okkur, og brostu þá fánalega af feimni, snertu okkur laus- lega með fingurgómum eins og til að láta okkur vita að þau meintu ekkert illt með þessu, viku svo til hliðar svo við kæmumst áfbam. Leiðin var svo brött að lítil börn gátu ekki gengið, og voru bau sum látin ríða ösnum eða múlösn- um, sem klöngruðust upp eftir brattanum, en göturnar svo mjóar að nærri lá að síðurnar strykjust við húsin báðu meg- in. Börnin báru litla hunda í svuntum sínum eða fellingum fatanna, og flestir af stærri hundum höfðu fylgt húsbænd- um sínum til klaustursins. Þessir fallegu, vel fóðruðu og mjóu hundar líkjast peking- hundum, en hafa lengra trýni og lengri og beinni lappir. En svo vox*u aðrir, sem voru eins og smækkuð mynd af enskum fjárhundum. Stærsta söghúsið er á þaki Drepung og sá þar yfir dalinn, auðan og bjartan. í 80 km fjarska bar við loft eggskarp- ar brúnir og tinda háfjalla sem sýndust svo nærri í altæru loftinu sem væru þeir í 60 km fjarlægð. Sá sem ekki hefði vitað að til eru önnur lönd, hefði mátt halda, að hér væru takmörk hins sýnilega heims. En svo mikil var fegurð hús- anna og svo tigið yfirbragð þeirra, að það hafði tignarstór- leik landslagsins. Hið mikla hús, þar sem öll hlutföll voru í fyllsta samræmi, var mjall- hvítt og skreytt gullslitum táknum að framan, en rauðar lágmyndir höggnar í steininn undir uppsunum að endilöngu. Að aðaldyrunum, sem skreytt- ar voru lökkuðum stoðum og hengdur yfir ísaumaður há- sætisdúkur, var komið um lág- ar breiðar tröppur, en píla- grímarnir sýndust líða um þær hljóðlega eins og svipir og inn í rökkrið fyrir innan. Engin ljósmynd getur að fullu skilað þeirri litadýrð, sem þarna er að sjá. Ekki heldur neitt málverk, því hvergi í no'kkru landi öðru éru hlutirn- ir svo fullkomlega óhu'ldir sjón- um manns, sem hér. Ljósmynd- ari, sem framkallar myndir sínar hérna, þykir sem dregið hafi yfir plötuna ský,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.