Þjóðviljinn - 03.02.1966, Síða 8

Þjóðviljinn - 03.02.1966, Síða 8
3 Sl£>Á — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 3. fid&Áaar 13SS, STORM JAMESON: Ó, BLINDA HJARTA kringumstæðum neitað mér um nokkra ánægju, Við eigum að- eins þetta eina líf og það er einstakt tækifæri. — Skipulögðuð þér líf yðar þannig? — Frá vissum aldri. já. — Æjá; sagði Michal. Við !hin- ir skipuleggjum ekki líf okkar. við gerum áætlanir. Og það er tvennt ólíkt. Hjá okkur er það þannig, að hvert skref okkar leiðir til hins næsta. unz við lendum þar sem við höfðum alls ekki ætlað okkur. Þér haf- ið verið lánsamur. Leighton horfði enn á hann með hlífðarlausri forvitni og sagði: Ég býst við að konan yð- ar sé mjög niðurdregin. — Hún ber vissa ábyrgð á þessu. Hún hefði átt að segja mér að hann sóaði peningum á alla vegu. — Eruð þér vissir um að þér vitið allt núna? — Við hvað eigið þér? Leighton rak stóra nefið nið- ur að glasinu. Mér hefur alltaf fundizt eins erfitt að hafa allan sannleikann útúr kvenmanni og plokka humarkló. Sálarlíf þeirra er svo krókótt. Reiðin sem gagntók Aristide Michal beindist ekki að neinu sérstöku; hún var aðeins tákn vanmáttar hans og öryggisleys- is. , — Við erum rétt að byrja, sagði hann milli samanbitinna tenna. Á morgun eigum við að fara til Grasse til að láta spyrja okkur "'spjörunum úr eða gefa ^kýrslu eða hvem fjandann sem það er kallað. Ég hélt, þegar ég Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinunn 017 Dódó Laugavegi 18 III hæð flyfta) SlMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi XJARNARSTÖFAN Tjamargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími 14-6-62 Hár^reiðslustoía Austurbæjar María Guðmundsdóttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað talaði við Goude. að við værum laus við allt slikt. Leighton talaði hvössum rómi. Þér getið krafizt þess að lög- fræðingur yðar sé viðstaddur. Það ættuð þér að gera. Treystið ekki lögreglunni — allra sízt þegar hún þykist vera vingjam- leg. Vinátta Gaudes ....! Fáið yður- lögfræðing. — Jouaissa;nt? Þennan Jesú- íta? Nei. þökk fyrir. — Þetta er óviturlegt af yð- ur. — Það má vera. — Lögreglan — einkum lög- reglan hér á landi — notar öll meðul til að veiða yður eða konuna yðar í gildru og auð- mýkja ykkur. Það fóru hæðnisviprur um munninn á Michal. Hann sagði léttum rómi: — Getið þér hugsað yður að það sé hægt að auðmýkja mig meira en orðið er- .... Ég skal segja yður hvað ég hef komizt að raun um — Fjölskyldan er einskis virði. Hann stóð upp til að gangafrá reikningi eina viðskiptavinarins sem eftir var. Þegar hann kom aftur að borðinu sá hann aftur í augnaráði Leightons þennan undariega illkvittnisglampa, sem hann hafði tekið eftir fyrr um kvöldið. Það hefur eitthvað kom- ið fyrir hann, hugsaði hann á- hugalaust. Hver fjandinn getur komið fyrir mann sem hefur aldrei á ævinni opnað sig? Hann fyllti glösin á ný og spurði: — Hvað erum við að halda hátíðlegt? — Aha. sagði Leighton. Næst- um bamalegur illkvittnisevipur færðist yfir skorpið andlit hans: Lokasetninguna í bókinni minni. — Er hún fullgerð? Gott. — Hefur yður aldrei leikið forvitni á að vita um hvað ég væri að skrifa? — Þar sem þér eruð ekki rit- höfundur að atvinnu hef ég allt- af gert ráð fyrir að þér væruð að skrifa um sjálfan yður. — Það var að nökkru leyti rétt. Að hálfu leyti. Hann þagn- aði. Roðinn hvarf úr vöngum hans en augun voru enn fuli af annarlegum gáska. Mér þætti gaman að segja yður þráðinn. — Við eigum meira en hálfa flöskuna eftir, sagði Michal og kom við hana. — Ágætt. ágætt. Það ætti að duga .... Hvað haldið þér að ég sé gamall? — Sjötugur? sagði Michal. Hann hafði dregið frá tíu ár. — Sjötíu og sex. Árið 1920 þegar ég losnaði úr hernum var ég fertugur. Fyrsta daginn minn í Lundúnum án einkennisbún- tngs ge&fe ég teamhjá !b&> 1 ~ jæjaj það síkiptir engu máli hver gatan var — og ég mundi að xrrig vantaði vasaldúta. Það er undarlegt hvemig smámunir geta haft áhrif á Mí manns. Þetta var stór búð. alls ekki þess konar búð sem ég hefði farið inn í undir venjulegum kringumstæðum. Ég fór inn um dyr og þurfti að ganga gegnum þann hluta verzlunarinnar, þar sem verið var að selja kven- sokka og þess háttar. — þar var eitthvað óvanalegt á seyði — leynilögregluþjónn fyrirtækis- ins hafði verið að grípa stúlku með fulla vasana af vörum sem hún hafði stolið, og hann var að leiða hana burt. Ég hef aldrei á ævi minni séð eins stórkost- lega fallegá kvenveru. ekki að- eins fríða — heldur tælandi, lokkandi. ómótstæðilega — Ég var .. hvað á ég að segja? .. snortinn, áhyggjufullur. 27 Andartak vottaði næstum fyr- ir blíðu í hrokafullri rödd hans. — Já. áhyggjufullur, vinur minn .... Ég lagði talsvert á mig til að fylgjast með málinu, ég var viðstaddur þegar hún var dæmd til mánaðardvalar í kvennafangelsinu — þetta var annað brot hennar — og þegar hún var látin laus. tók ég á móti henni fyrir utan fangelsið .... Ég skal ekki þreyta yður með of nákvæmri lýsingu á þessari geðveiki minni — sex vikum seinna gekk ég að eiga hana. Hún var tvítug, helmingi yngri en ég, ekki ósnortin, en á ein- hvem dularfullan hátt var hún hreinni en nokkur jómfrú. Það er ekki hægt að lýsa þessu. Hún hafði ekki verið á strætun- um. en eftir ár eða svo .... Hún var tilfinningarík og full af þokka og hafði ekki verið vak- in — já. Og mér kom það á ó- vart um unga konu úr hennar stétt — en ég komst að raun um að hún var greind og skarp- skyggn og vissi að henni yrði það ekki auðvelt að stíga beint útúr niðurlægingunni og inn í þann heim, sem ég hræðist í í þá daga, og hún sárbændi mig að kenna sér. Það var til að þóknast henni — þegar við vor- um ákveðin í að gifta okkur — að ég skáldaði upp óljósa for- tíð hennar sem lausaleiksbams og réði til mín roskna konu sem átti að hafa tekið við henni af hinum tigna föður hennar og H®ð hana upp Qarri Cfh* og öfl- um. Hann hló hæðnislega. Þér skiljið hvers vegna lélegar ástar- sögur eru svona vinsaelar — þær fylgja eðlilegum hneigðum obk- ar .... Þessi kvenmaður var enn á lífi fyrir fimmtán árum, og gat undirritað yfirlýsingu sem ég fékk lögfræðinga mána til að semja fyrir hana. Hann hló enn. — Ég vona að þér trúið mér. þegar ég segi að ég er á engan hátt óeðlilegurj það er ekkert athugavert við mig kynferðis- lega. engin þeirra kvenna sem ég hafði búið með áður hafði haft neina ástæðu til að kvarta. Af einhverri ástæðu, sem ég botna ekkert í núna, kom ég ekki nálægt henni fyrir gifting- una. Og þá brást ég henni — gersamlega. Fyrstu nóttina. Hún tók því mjög vingjamlega hún var full af alúð og háttvísi — og hún neitaðj að láta mig koma nálægt sér eftir það. Við skul- um vera fullkomnir vinir, sagði hún alvarlega — brosandi en í fyllstu alvöru. Og það urðum við. Við fórum í ferðalög, hún eignaðist vini, marga vini, kon- ur jafnt sem karla, og allir hrif- ust af orðheppni hennar og heilluðust af fegurð hennar. 1 fjögur ár í röð héngu myndir af henni á listasafninu. Hún varð vemdari ballettsins. Lífið sem við lifðum var af því tagi, að því verður naumast lifað nú í dag — allsnægtimar voru svo miklar, líkamlega og andlega .. Hið furðulega er, skiljið þér, að þegar ég hirti hana af götu minni var hún ekki aðeins óupp- lýst, heldur var hún vitasmekk- laus. Hún klæddi sig næstum ruddalega, hún hafði aldrei opn- að' bók né heldur heyrt nema ómerkilegustu tónlist. Mér var sönn nautn af því að kenna henni — í fyrstu að tala rétt og klæða sig smekklega, síðan að horfa á málverk, hlusta á tón- list, meta leiklist, búa stofur húsgögnum og hvað eina. Þögn. — Hún var mjög greind — allt sem ég gat veitt henni féll í góðan jarðveg — það var eins og ég væri að kenna námfúsum pilti .... Leiðist yður þetta? — Nei sagði Michal. En hvers vegna í fjandanum ertu að segja mér þetta? hugsaði hann. Hann hafði hugboð um það og bældi niður hlýjukennd í garð þessa kaldhæðna, gamla skröggs. — Við áttum saman fimmtán ánægjuleg ár .... Árið 1935 — þá var hún þrjátiu og fimm ára og naumast eins falleg og hún varð nokkrum mánuðum seinna — bað hún mig að gefa sér eftir þórður sjóari 4672 — 1 dögun kemur kastalinn i ijós, skuggalegt óaðlaðandi virki, hátt uppi á klettunum. Þegar fangamir eru komnir bak við þessa múra, er þeim víst óhætt að gefa upp alla von um björgun. Haderi er þess nú fullviss, að það er Akmed, sem á að flytja þangað, og það tekur hann sárt að geta ekkert gert til að hindra það. Hann getur ekki haldið kyrru fyrir og gengur fram og aftur um ströndina. Skyndilega sér hann snekkju nálg- ast hratt af hafi, stórt fallegt skip, sem hann hefur áður séð myndir af. Þetta hlýtur að vera Al-Makas> sem Hassan prira átti að sækja. Hjartað berst hratt í brjósti hans. Skyldi prins- inn vera um borð ....? SKOTTA — Það er strákur að spyrja eftir þér. Þú veizt, það er þessi sem er betri en enginn! Auglýsið i Þjóðviljanum REYNSLAN HEFUR SANNAÐ GÆÐIN HIOLBARÐAR FRÁ , , SOYETRIKJUNUM * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.