Þjóðviljinn - 06.02.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.02.1966, Blaðsíða 3
StmmaÖagur 6. febröar 1966 — ÞJÓBVXLJINN — SÍÐA J Bandariskar hersveitir leita að týndu sprengjunni á spánskri grund.' Fyrir nokkra var frá þvi skýrt í fréttum, að menn væra famir að biðjast fyrir í guðs- húsum sínum suður í Afríku, vegna tregðu himins þar í landi á vatnsgjöfum, mönnum og málleysingjum til lífs og þrifa. Ekki þarf að efa, að hver maður hefur þakkað sínum guði af heilum hug þá himna- sendingu er regn féll yfir skrælnandi jörð og búpening örmagna af þorsta. Og hversu ólíkir sem þeir guðir kunna að vera, sem stóðu að þeirri send- ingu. þykir mér trúlegt, að enginn efist um að þar hafi góðir guðir að verki verið. En um svipað leyti kom á kreik orðrómur um himna- sendingu af öðru tagi. Fyrir þeirri sendingu varð fátækt bændafólk, ekki allfjarri þeim bænheita landsmúg, er kallaði regn yfir brennandi jörð úr pússi guða sinna. Ekki var þess getið að Spánarbúum hefði auðnazt himnasending sú er í þeirra hlut kom fyrir nokkum bænastað. En vera má að þeir. í alþýðlegri fáfræði sinni, líkt og sá kaunum slegni Job, sem prestar kunna frá að segja. leiti nokkurrar ástæðu til himnasendingar þeirrar, sem nú kvaS ógna uppskeru og lífi umhverfis. sinn lendingarstað. Og ekki er ósennilegt, að ef um guðlega himnasendingu hefði verið að ræða. tækist al- þýðlegum hugsanaferli fátæk- linga þessara að rekja ástæðu til reiði forsjónar sinnar útaf þeyn margvíslegum mannleg- um yfirsjónum, sem allsstaðar er auðvelt að finna. En í þessu tilfelli var ekki um neina sendingu frá forsjón- inni að ræða. Sú himnasend- ing, sem féll í hlut Spánverja var nefnilega af algerlega mannlegum toga og mætti send. auk heldur frá vinum og bandamönnum, nánar skil- greint: amerísk kjarnorku- sprengja. — Hingað, norður í afskekkta sveit, hafa enn ekki borizt fregnir af viðbrögðum Suður- nesjabúa á Islandi við þessum athyglisverða atburði. Útvarp- ið, sem er tengiliður okkár strjálbýlisfólks við aðra lands- hluta, ekki sízt Suðurnes, hef- ur ekki gefið í skyn með einu orði, að almenningur þar syðra hafi nokkurt viðbragð tekið. þrátt fyrir daglegt flug amer- ískra herflugvéla yfir húsþök- um mannflesta þéttbýlis á Is- landi. Enda lítið meiri ástæða til fyrir Suðumesjabúa en aðra íslendinga aðhugaaðsínu ráði af tilefni þessarar himna- sendingar Bandaríkjamanna til Spánverja. Sönnun þess, að hver sem leyfir slíkt flug yfir landi sínu hefur þar með boðið slíkri sendingu heim, sú sönn- un er fengin. svo hörmulega áþreifanlega, að ekki verður um deilt. Við sósíalistar og aðrir her- námsandstæðingar hér á landi höfum að vísu margsinnis var- að við þessari hættu, sem og öðrum þeim hættum, sem af hemáminu leiða, en eftir þenn- an atburð ætti varla að fyrir- finnast sá skynskiptingur, sem ekki getur tekið afstöðu með áskapaðri dómgreind, án á- bendinga annarra. Og þá hlýtur sú spurning að vakna hver sé ástæðan til slíkrar himnasendingar. Spán- verjar era ekki kjamorkuveldi, Islendingar ekki heldur. En báðar þjóðimar hafa leyft er- lendu kjamorkuveldi hemað- araðstöðu í löndum sínum. Og ástæðuna sem hér um ræðir, ber vissulega að flokka undir mannlegar yfirsjónir. hvort heldur er spænskra eða ís- lenákra forráðamanna. þar sem hinn óbreytti alþýðu- maður spyr, þegar gengið er fellt: Afhverju er ekki komið verkfall? Ekki veit ég hversu margir hafa lesið þetta ljóð Dags, en erindi átti það við hvern alþýðumann og alþýðu- konu á íslandi og á enn Því við verðum að gera okk- ur ljóst hvers erindi forysta Jakobína Slgurðaxdóttir. En er þá örugglega hægt að sýkna það fátæka bændafólk á Spáni, sem fyrir nokkrum dögum meðtók svo áþreifan- lega hina bandarísku himna- sendingu? Eða það vinnusljóa velferðarríkisfólk á íslandi, sem ekki virðist þykja ómaks- ins vert að orða atburði sem þennan, ekki einu sinni að vik- ið sé að honum í þætti um dag og veg í útvarpinu? Höfum við þá einhverja tryggingu fyrir þvi, að það sem gerðist á Spáni geti ekki gerzt á Islandi? Alls ekki. Hvers vegna er það þá ekki umtalsvert á Islandi, að 4 kjarnorkusprengjur glutrist niður úr herþotum Bandaríkja- manna yfir Spáni? Er geislun ekki jafn hættuleg úr hvaða átt sem hún kemur? Og hver er sú yfirsjón óbreytts borgara, svo á íslandi sem á Spáni. sem kallar yfir hann slíka himna- sendingu? Ég leyfi mér að segja, að sú yfirsjón sé fyrst og fremst skortur hins al- menna borgara á sjálfsvirð- ingu, hvort heldur er við sjó eða í sveit á íslandi eða ann- ars staðar á hnettinum. Það kann að vera þægilegt að eiga sér forsjón, sem varpa má á allri ábyrgð ef illafer. en slíkt lífsviðhorf sæmir ekki mönnum, heldur einhverskonar millistigi húsdýrs og manns. hvort heldur sú skepnutegund býr í fínum villum með öllum nútímaþægindum' eða í aum- ustu hreysum við allsleysi og nauð. Ég minnist hins snjalla Ijóðs Dags Si^urðarsonar, Á torgunij okkar á að reka. Forysta okk- ar verður að hafa það- aðhald af okkur, almennum kjósend- um, að hún geri sér Ijóst að menn standa á bak við hana, en ekki sú skepnutegund, sem ég höfðaði til hér á undan. Og við eram skyldug til að beita dómgreind okkar til þess að taka á okkur þá ábyrgð og þær skyldur, sem manni sæma. Að öðrum kosti hefur forysta okkar engra erinda að reka fyrir okkur, og heldur engan bakhjarl þegar alvöramál krefjast afstöðu og úrlausnar. Þar gildir einu um þjóðarfor- ystu, verkalýðsforystu og svo þjóðemismálabaráttu okkar. Sú alþýða, sem fær yfir sig himnasendingu af slíku tagi og þá sem féll á Spáni fyrir skemmstu, en vissulega ekki undanþegin ábyrgð. Og nóg er um sendingar, sem ýmsir hugsa til sem himnasendinga, þótt annað sé innihaldið en í Spánarsprengj- unni. Ýmsar himnasendingar höfum við þegar móttekið og kvittað fyrir að nokkra, þar sem eru herstöðvar Banda- ríkjamanna, dátasjónvarpið og allur sá andlegi óþverri, sem þaðan flýtur. Hlálegir aðilar að hemaðarbandalagi höfum við gerzt vopnlausir. Og þegar þeir, sem enn hafa sjálfstraust til að vera menn, afþakka slíkar himnasendingar, ber fiöldi manna sér á brjóst- hniprar sig saman eins og hræddur brekkusnigill og fullyrðir: Ég hef ekkert vit á þessum málum. Það eru vfst bara kommúnistar, sem era á móti þessu. Hvemig getur svo það fólk, sem á við þetta lé- lega dómgceind að búa, tekið á sig þá ábyrgð, sem ætti að fylgja kosningarétti? Og í hvaða tilgangi kýs slíkt fólk þjóðarforystu? Ekki getur sú forysta átt neinna erinda að reka á þess vegum, þvi svo dómgreindarlítið fólk hlýtur að gera hinar sömu kröfur til lífsins og húsdýrin: að fá það .að éta, sem gefið er á garða, mikið eða lítið eftir ástæðum og geðþótta forsjónar þess, tóra einhvemveginn, eðla sig og sálgast síðan eins og verkast vill. En því miður er dómgreind- arleysi þess ekki um að kenna, heldur þeim skorti á sjálfsvirð- ingu, sem er okkar versti löst- ur, að minni hyggju. Um þessar mundir er verið að demba einni himnasending- unni yfir fólk hér í sveit. Sagt er að slfkt sé af forráðamönn- um okkar gert í tilraunaskyni, eins konar undanrás væntan- legrar stóriðju erlends fjár- magns á Islandi. Kísiliðjan er lítið fyrirtæki, að mér er tjáð, og skammt á veg komið fram- kvæmdum þeim, sem ráðgerð- ar eru. En áhrifin á þá at- vinnuvegi, sem fyrir voru, eru þegar farin að koma- í Ijós, engu lífvænni en áhrif sprengj- unnar á Spáni, þótt annarrar tegundar sé sú dauðageislun. sem hér ógnar þeim atvinnu- vegum og menningu, sem borið hefur uppi þó nokkum hlut ís- lenzkrár þjóðmenningar og sögu. En áreiðanlega mun jarðveg- urinn gliðna frá rótum sumra, sem á hann hafa treyst til þessa, þegar það los er orðið að skriðu, sem þegar er hrund- ið af stað með himnasendingu þessari. Margur bóndinn lítur nú gimdarauga til yfirtaxta- kaups og annarra fríðinda, sem hin nýja atvinnugrein hefur upp á að bjóða, enda þótt uppi séu raddir um það, að var- legt sé að treysta varanleik og framhaldi þessarar dýrðar. Að sjálfsögðu láta ýmsir sér fátt um finnast, þótt nokkrir bændaræflar i einni harðbýl- ustu sveit á Islandi flosni upp frá sniðasmáum búrekstri og gerist verksmiðjuþrælar í eig- in sveit. Annað eins hefur skeð. Og ekki hætta allir bú- skap í einu. Nei, þeir hættu ekki heldur allir í einu í Sléttuhreppi og Grunnavíkurhreppi, ég get sagt^ ykkur hvemig það gerðist: einn og einn hættir, unz svo fá- ir eru eftir að ekki borgar sig að halda uppi afurðaflutningum, ekki verður smöluð afrétt, sak- ir mannfæðar í búendastétt, og þegar svo er komið fellur skriðan af sjálfu sér, hér eins og þar. Sá er þó munur að þær sveitir fóra hreinlega í eyði, en hér á að taka við verksmiðju- fólk, að sagt er. Hver verður aðstaða þess fólks þegar eng- inn er bakhjarlinn? Hvar mundi finnast hald þess og traust þegar örfoka er sá járðvegur sem feður þess-og mæður ætluðu því að erfa og nýta? Sá brandari er viða kunnur að Þingeyingar hafi til þessa búið að meira sjálfsáliti en algengt er. Eitthvað kann að vera til í því. Ef til vill hafa forráðamenn okkar kjörið þessari undanrás stóriðjunnar stað í Mývatnssveit með það í huga, að stæði þingeyska sjálfsvirðingin ekki fyrir sínu í skiptum við þessa himna- sendingu, yrði tæpast vand- ráðinn alúmíndansinn syðra. Mig minnir að hæstvirtur for- sætisráðherra viki að þvi í áramótaþulu sinni, að ljótt sé að amast við lífsþægindastefn- unni. Hann veit hvað fólki lætur bezt í eyram. Mikið og oft hefur verið vitnað til hins mikla skálds Einars Benediktssonar, til styrktar brölti þeirra stóriðju- manna, Ég vil minna á erindi úr kvæði hans, Kvöld í Róm, til hugleiðingar þeim. sem lífs- þægindin ein eru hið æðsta takmark. Hann segir svo: Beinleit fljóð og brúnaþungir halir bekkjast síðar fast við hóglífs- kvalir. Línur andlits lúðar eru og sjúkar, limir mýkri en dýnan sem þá hvílir. Styrk og fríðleik hniginn hjúpa dúkar. Hjartað ástalaust í munuð veilist. Uppgert fjör í eitur nautnar. seilist, ofláts mælgi hrömun þankans skýlir. Skyldi það hafa verið sú þjóðlífsmynd, sem brugðið er upp í þessum ljóðlínum, sem Einar Benediktsson vildi stefna að, sem takmarki íslenzkrar þjóðar? Kynni einhver að vera í vafa um svar við þeirri spurningu, ræð ég honum til að lesa ljóð Einars og þýðingu á Pétri Gaut Ibsens, og lesa vakandi en ekki mókandi. Lífsþægindi eru, eins og annað, það sem menn gera þau að. Góð eru þau meðan þau hjálpa manninum til að vera maður, hugsandi vera með ó- skerta- sjálfsvirðingu. Vond þegar þau eru orðin eina Iífs- gildi sljórrar, óseðjandi skepnu, í mannsmynd að nafni til. Ekki efa ég að ýrpsum þyki ofmælt. en viðbrögð al- mennings við hinni væntan- legu himnasendingu, alúmín- inu, munu skera úr um það. Mörgum er ljóst að íslenzk- ir atvinnuvegir hljóta að riða allt til falls. takist að land- festa hér þá óhappasendingu að svo komnu máli. Og enn sem komið er virðist flestum viðkvæmast það högg, sem, eins og Káinn orðaði það, hitt- ir fyrirvaralaust á budduna. Og þó — mörgum sem enn treysta eigin dómgreind ægir sú tilhugsun að áhrif erlendra framkvæmda leppaðra með samþykki íslenzkra s.tjómar- valda, smjúgi eins og dauða- geislun um undirstöðuatvinnu- vegi Islendinga og sjúgi úr þeim merg og blóð. Hvað eigum við að gera? Hvað getum við gért? Nægir að skipta um forystu? Ég er efins um það. En okkur vantar sjálfsvirðingu, þá sjálfsvirðingu almennings, sem treystir dóm- greind sinni til að velja og hafna, án tillits til lífsþæginda og stundarhagnaðar. Slíka al- þýðu skortir aldrei forystu. Slíkir alþýðumenn stóðu að baki þingeysku bændunum, sem risu upp gegn erlendri verzlunarkúgun á sínum tíma. stofnuðu sitt eigið kaupfélag, og skráðu í verki einn hinna minnisverðustu þátta íslenzkr- ar þjóðarsögu. Vfst hlutu þeir að finna til manngildis síns, án fullvissunar um það hefðu þeir enga ástasðu haft til þess að taka á sig alla þá áhættu. óþægindi og eflaust oft von- brigði, sem baráttan fyrir mál- stað þeirra og þess fólks, er að baki þeim stóð, hlaut að færa þeim. Trúlega hefði þaðt verið næðissamara og á ýmsa Iund þægilegra líf að móka Iftilþægur á fleti sínu og bíða himnasendingar. En þá hefði enginn neitt til þeirra að sækja og enginn af- komenda þeirra neitt að at- huga við þá dýrategund, sem þeir án efa hlytu að héyra til, né heldur þær sendingar, er þeim kynnu að falla í hlut, hvort heldur er af himni eða að öðrum leiðum Ég minnti í upphafi þessa greinarkorns á þá guðlegu sendingu af himni, sem mörgum búanda þessa hnattar hefur tfðum verið kærkomin. Slíkri sendingu taka menn glaðvaktir með lotningu og þökk. Hinar aðrar sendingar, sem hér hefur ver- ið drepið á, vekja ugg og vam- aðarviðbrögð hverjum manni, hverjum raunverulegum manni. Megi íslenzkur almenningur bera gæfu til slíkra eðlilegra viðbragða lifandi manna í þeirri gemingahríð, sem nú ógnar landi og þjóð. Blaöadreifing Unglingar óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Öðinsgata — Laufásvegur — Skipholt — Múlahverfi — Heiðargerði — Hlíðarvegur, Kópavogi. ÞJÖÐVILJINN sími 17-500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.