Þjóðviljinn - 06.02.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.02.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 6. febrúar 1966. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. —- Rltstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagss Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurðux V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Vikizt undan vandanum j^Jkrif Þjóðviljans og viðtöl undanfarið um erfið- leika sjávarútvegsins undir viðreisnarstjórn í- halds og Alþýðuflokksins hafa vakið almenna at- hygli, og þarf ekki framar vitnanna við en að sjá hvernig stjórnarblöðin birta nýjar og nýjar afsök- unargreinar daglega. Þeim greinum er það þó sam- eiginlegt að lítið er reynt að ræða málin efnislega, heldur er þar látið duga að skattyrðast við Þjóð- viljann og ráðast á nafnkunna menn sem við blað- ið hafa talað og stimpla orð þeirra ómerk. j>annig er Alþýðublaðið í gær alveg á nálum vegna viðtals sem Þjóðviljinn birti við útgerðar- mann á Akranesi, þar sem sagðar eru nokkrar staðreyndir um útgerðarmálin þar og fiskiðnaðinn, sem Alþýðublaðið vefengir raunar ekki. En í þess stað koma sefasýkisupphrópanir að Þjóðviljinn sé að „níða íslenzkan sjávarútveg", að blaðið hafi gert „furðulega árás á Akranes og Akurnesinga”, fiskþurrð í Faxaflóa sem Emil Jónsson og Benedikt Gröndal eigi enga sök á valdi erfiðleikunum á Akranesi, og annað þessháttar slúður. Hins vegar er ekki annað að sjá á greininni en síldaraflinn mikli undanfarin ár sé að þakka éinmitt þessum framámönnum Alþýðuflokksins! yon er að Alþýðublaðið og Alþýðiíflokksmenn fari hjá sér þegar þeir eru minntir á sjávarútvegs- málaráðherradóm Emils Jónssonar, því fáum mun hafa tekizt að gera sig jafnóvinsælan meðal sjó- manna í því embætti og þessi formaður Alþýðu- flokksins. Hans verður minnzt þar fyrst og fremst sem þess ráðherra er setti gerðardómslögin alræmdu til að skerða hlut síldveiðisjómanna, og ráðherrans sem sjómenn vöktu svo harkalega á liðnu sumri þegar síldveiðiflotinn taldi sig tilneyddaji að sigla allur til heimahafna til að kenna ríkisstjórn íhalds- ins og Alþýðuflokksins eina lexíu þó ekki væri meira. pjóðviljinn hefur lagt þunga áherzlu á hve örlaga- rík er sú vanræksla undanfarinna ára að ekk- ert skuli gert til endurnýjunar togaraflotans og þess hluta bátaflotans sem einkum stundar þorskveiðar og aðrar bolfiskveiðar. Jafnframt telja útgerðar- menn þessara veiðiskipa að mjög illa hafi verið búið að rekstursmöguleikum þeirra undir núver- andi ríkisstjórn íhaldsins og Alþýðuflokksins. Kjör sjómannanna eru alltof bágborin og erfitt að manna bátana og togarana. Þetta er uggvænleg þróun, stóru og fullkomnu síldarbátunum er að sjálfsögðu fagnað þegar þeir sigla í höfn, en svo vill fara á stöðum^eins og Hafnarfirði og Akranesi til dæmis að þessi fullkomnu síldarskip sjást þar ekki alltof oft og eru ekki á sama hátt lyftistöng atvinnunni í landi og hinir smærri bátar. Togararnir eru seld- ir burt og þeir sem eftir eru sigla með aflann, en fiskvinnslustöðvarnar vantar fisk. Þetta eru vanda- mál sem ekki er hægt að afgreiða með því að fiski- lítið hafi verið í Faxaflóa, og því síður að Þjóð- viljinn sé að níða niður sjávarútveginn eða ráðast á Akranes þó bent sé á staðreyndir. — s. Helgi 1 þann mund sem Reykjavík hóf að bera blæ jólanna í des- ember siðastliðnum, barst mér sú frétt, að Helgi á Ljótsstöð- um væri látinn. Þegar á æskuárum okkar norður í Reykdælahreppi hljómaði þessi setning ,,H.elgi á Ljótsstöðum“, svo vel í eyr- um okkar sveitunga hans og vina. Það var sama hver bar hana frarrt, það var eins og væri sérstakur hljómur sem fylgdi henni. Helgi á Ljótsstöð- um var líka afburða vinsæll maður og góðvild hans þekkt hjá ungum sem öldnum sem og andlegir verðleikar hans. Það var því ekki furða, þó nafn hans hljómaði vel í eyr- um manna. Helgi var af góðu. fólki kominn. Foreldrar hans voru Hjálmar Jónsson frá Skútustöðum og kona hans, Áslaug Torfadóttir frá Ólafs- dal. Hjálmar og Áslaug eign- uðust tíu böm, og komust átta þeirra upp. Sonur þeirra, Helgi S. Hjálmarsson, fæddist á Ljótsstöðum 17. ágúst 1902 og varð því sumardrengur for- eldra sinna, og munu þau hafa fundið það enn betur þegar ár- in liðu. í túni Ljótsstaða lék Helgi í hópi systkina, eldri og yngri, öll bemskuárin. Hann sá blómin teygja blöð sín móti sólinni á vorin og fölna á haustin. 1 hrauninu neðan túnsins barst í eyru hans niður Laxár. líkt og hljómkviða, því þar var í henni strengur. Helgi sá og heyrði meira, ekki sízt þegar hann leyfði sér að standa sem hlutlaus áhorfandi á leik systkina sinna. Alsagt var, að hann hefði gert sér það snemma ljóst, hversu foreldrar hans börðust æðrulaust fyrir afkomu sinni og sinna, þótt þau yrðu fyrir bamamissi. Tvö böm þeirra dóu ung, svo tók Laxá son þeirra, Ásgeir að nafni, hljómvísasta dreng byggðarlagsins, í ham vorleys- inga. En Hjálmar og Áslaug héldu reisn sinni á öllum svið- um búskaparhátta og menning- ar, þó hvorugt' þeirra hefði farið í æsku langskólaveg, voru þau gagnmenntuð á heima- fenginn máta. Já. Vissulega varð því þetta góður skóli bömum þeirra og vegamesti gott. Á slíku heim- ili sem þessu, í foreldrahúsum, og þeirri reynslu, sem Helgi fékk þar, varð honum dýrmæt- ur skóli, og hefur hann líka manna bezt kunnað að not- færa sér hann, og einnig þann eina vetur, er hann settist á skólabekk átján ára að aldri að Breiðumýrá í Reykjadal. Þegar þann vetur fóm menn almennt að taka eftir þessum unga manni frá Ljótsstöðum, svo á orðspori varð. Enda duldist engum, sem kynntist honum, að þar fór maður vel- gerður brosmildur, hjartahlýr og átti létt með að komast í kynni við fólk. Stærilæti var hpnum víðsfjarri. Þó hélt hann fast og örugglega fram skoð- unum sínum, sem hann setti fram undir þessum eiginlegu brosmildu persónutöfrum. Og nú að liðnum lífsdegi Helga S. Hjálmarssonar, kem- ur fram í hugann margt, sem vert er að minnast; því langar mig til aþ bregða upp nokkr- um myndum úr sjóði minning- anna, sem að mestu eru frá þeim dögum, sem við vorum sveitungar. Helgi á Ljótsstöðum vann að heimili foreldra sinna frá þvi fyrsta, og varð þegar á unga aldri góður búmaður og jafn- vígur til allra verka. Þegar færi gafst, tók hann sér bók LÁTID EKKI SLYS HAFA AHRIF A FJÁRHAGSAFKOMU ÝDAR Minningarorð S. Hjálmarsson á Ljótsstöðum í, hönd, einkum þær, er lutu að búfræði og allt það, er laut að fræðslu, auk venjulegs lestrarefnis. Þetta var sú menntun, sem hann aflaði sér. auk þess eina vetrar, er hann sat á skólabekk, sem áður er getið. Helgi mun upphaflega hafa ætlað sér að heiman til frekara náms, en af þvi varð ekki. Hann mun hafa séð, að heima biðu hans næg verkefni. Helgi á Ljótsstöðum lét all- mjög félagsmál til sín taka, enda víðlesinn í þeim efnum, sem og öðrum. Hann gerðist róttækur í skoðunum, og barð- ist með sinni háttvísi og festu gegn allri þröngsýni í menn- ingarlegu tilliti. Það mun mörgúm í fersku minni, sem gerðist í stjóm Lestrarfélags Laxdælinga fyrir J meira en þrjátíu árum, þegar þurfti að viðhafa atkvæða- greiðslu um það, hvort ætti að kaupa bækur eftir Halldór Laxness í safnið. Meirihluti stjómarmeðlima greiddi at- kvæði á móti kaupum bóka þessa höfundar, en einn greiddi atkvæði með kaupunum, en það var Helgi á Ljótsstöðum. Og það gerðist einnig fyrir meira en þrjátíu árum á þing- málafundi í Laugaskóla. er Framsóknarfélögin í sýslunni boðuðu til og menn frá öðrum flokkum máttu einnig skýra frá stefnu sinni í landsmálum. Fyrstur talaði einn helzti garp- ur Framsóknarmanna og réðist á hinn nýstofnaða flokk, Kommúnistaflokk Islands, eins og hann orðaði það, og hina óumræðilegu hættu, er af hon- um gæti stafað í íslenzkum stjórnmálum og varla mundi nokkur maður í Þingeyjarsýslu Ijá slíkum flokki lið sitt. En það einkennilega vildi til, að er allir fulltrúar hinna gömlu flokka höfðu lokið framsögu- ræðum sínum, að fundarstjóri tilkynnti, að nú tæki til máls síðasti framsögumaður fundar- ins, Helgi S. Hjálmarsson, og talaði fyrir hönd Kommúnista- flokksins. Þó langt sé síðan, að fundur þessi var haldinn, er mér í fersku niinni, þegar Helgi á Ljótsstöðum steig í ræðustól- inn um leið og hann skaut nokkrum orðum að framsögu- manni Framsóknarflokksins og hóf síðan framsöguræðu sína,S> sem á eftir var talin sú bezta sem þar var flutt. Enda minn- ist ég þess ekki á þessum fundi, sem stóð lengi, að nokk- ur legði í það að hnekkja því, sem Helgi sagði. Hitt var það, að frummælandi Framsóknar- manna undraðist það mjög, hvernig það mætti ske, að þessi gáfaði ungi maður, dótt- ursonur Torfa í Ólafsdal, hefði gengið bolsivikkum á hönd. Eitt er það enn sem vert er að drepa á, þó að af mörgu sé að taka. En það voru viðskipti Helga á Ljótsstöðum við þá stjómendur Kf. Þingeyinga, sem höfðu völdin á þessu hnignunarskeiði, sem svo viir kallað, sem var á þriðja tug og fram á fjórða tug þessarar aldar eða fram að áramótum 1935—1936, þegar eignamat það, sem kallað var, fór fram og í ljós kom að félagið átti ekki fyrir skuldum. Það mun mörgum trúíega vera í minni, sem var á fundi K.Þ. 1932 og árinu eftir að viðskiptahagur félagsins hallaðist mjög, þegar Helgi á Ljótsstöðum deildi á þá menn, sem bæru ábyrgð á þeirri óheillastefnu, sem upp hefði verið tekin um 1920 og einnig það, að lög félagsins höfðu ekki verið í heiðri höfð, I og út af þeim hefði verið brugðið. Það hefði líka verið gengið svo langþ að tveim val- inkunnum mönnum hefði ver- ið vikið úr félagsstjóm vegna þess, að þeir vildu halda í heiðri lög félagsins og halda áfram aþ starfa í þeim anda, sem Jakob Hálfdánarson skóp, en ekki taka upp neina gjald- þrotastefnu, sem leiða myndi til óheilla. Á þessa leið, mælti Helgi á Ljótsstöðum. Ég vil einnig koma því hér að, að maður einn, sem er nú- verandi kaupfélagsstjóri sagði við mig nú fyrir skömmu, að Helgi á Ljótsstöðum, hefði fyrstur manna bent á, hvar skórinn kreppti að í félags- málum Þingeyinga eftir 1930. Það má minnast á margt fleira á félagsmálasviðinu, þar sem Helgi kom við sögu, en til þess er tæpast rúm hér, og er því mörgu sleppt. Eitt skal þó ték- ið fram, að hann var fyrsti fulltrúi, sem kjörinn var af hálfu róttækra í hreppsnefnd Reykdælahrepps, eftir að upp var tekinn sá háttur að bjóða fram lista. Einnig tók hann þátt í ungrpennasamtökum sveitar sinnar og fylgdi yfir- leitt þeim málum öllum, sem til bóta horfðu. Um 1940 tók' Helgi á Ljóts- stöðum að mestu við búsfor- ráðum, því bæði voru foreldr- ar hans farin að gefa sig eftir langan og gæfusaman starfs- dag, þótt í bajnalán þeirra hefði verið höggvin skörð. Svo voru flest barnanna gift og farin að heiman fyrir alllöngu. Nú var það Helgi. sem reynd- ist þeim sannur sumardrengur. Þau sóu túnið stækka enn hraðari skréfum en áður, stein- hús reis' súður á hólnúm, sem gaf þeim meiri birtu og yl á dögum ævikvöldsins. Helgi á Ljótsstöðum gekk ekki í hjónaband. En eftir að móðir hans lézt árið 1951, réði hann til sín ráðskonu, Vilhelm- ínu Loftsson, hollenzka að ætt. Hún var hjá honum í fjögur ár og öðru hvoru síðan. ' Þeim fæddist sonur 21. ágúst 1953, sem heitir Helgi Skúta í höf- uð föður síns. Ekkert efamál er það, að þessi litli glókoll- ur veitti föður gínum marga ánægjustund. Það sá ég eitt sinn, er ég kom í Ljótsstaði fyrir fáum árum, og þrjú ár eru síðan, að Helgi á Ljótsstöð- u'm var hér í Reykjavík um mánaðartíma og komu þá þeir feðgar til mín í heimsókn og verð ég að segja það að ég held, að ég hafi aldrei fengið kærkomnari heimsókn. Nú er Helgi á Ljótsstöðum allur. Hann lézt 30. nóvember síðastliðinn á heimili sínu á Ljótsstöðum. Hann var borinn til grafar að Þverá á Laxár- dal 11. desember að viðstöddu miklu fjölmenni, að mér hefur verið tjáð, þó færð væri erfið. Meðal þeirra. sem' þar mættu var sonur hans, Helgi, og móð- ir hans, er komu frá Reykja- vík. Einnig mætti þar bróðir hins látna, Ragnar H*. Ragnars söngstjóri á Isafirði. Mér hefur einnig verið sagt, að það hafi verið tilkomumikil stund, þeg- ar Ragnar tók að slá nótur kirkjuorgelsins og þeir tóku að syngja Þráinn Þórisson og Há- kon Jónsson beztu raddmenn sýslunnar. Ég vil að endingu, áður en ég lýk máli mínu, skjóta því til sveitunga Helga á Ljóts- stöðum, sem eftir standa, að það vekur undrun mína, að enginn þingeyskur bóndi hefur tekið sér penna í hönd til að þakka Helga á Ljótsstöðum samfylgdina að liðnum lífs- degi. Mér finnst þetta ekki vel til skila haldið þingeyskum bændametnaði né ræktarsémi, því slíkur fulltrúi þingeyskrar bændastéttar, sem og Helgi var, finnst mér sæma, að ein- hver bændanna þar sendi hon- um þakkir að leiðarlokum. Að síðustu vil ég, sem þetta skrifar, votta aðstandendum Helga á Ljótsstöðum, og þá ekki sízt syni hans að Laug- Amesvegi 71 í Reykjavík sam- úð mína, um leið og ég gleðst yfir þeirri gæfu að hafa kynnzt Helga á Ljótsstöðum og hafa átt hann að vin. Gísli T|. Guðmundsson. TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR" LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK StMI 22122 — 21260 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.