Þjóðviljinn - 06.02.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 06.02.1966, Side 5
Sunnudagur 6. febrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J Breytt verði ákvæðum um veitingu og svipt- ingu ökuréttinda og refsingarnar þyngdar Á ráðstefnunni um umferðarmál, sem haldin var í Reykj avík um fyrri helgi, flutti Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri bráðabirgðaálit það sem rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur sent frá sér. I nefnd þessari eiga sæti, auk lögreglustjóra, Arinbjöm Kolbeinsson formað- ur Félags íslenzkra bifreiðaeigenda, Sigurður Jóhanns- son vegamálastjóri, Gestur Ólafsson forstöðumaður bif- reiðaeftirlitsins, Bergsteinn Guðjónsson formaður Bif- reiðastjórafélagsins Frama, Einar Ögmundsson formað- ur Landssambands vörubifreiðastjóra og Jóhannes Briem. Tillögur rannsóknarnefndarinnar fara í heild hér á eftir: I. Tillögur um breytingar á gildandi reglum um veitingu ökuréttinda, sbr. 27. gr. um- ferðarlaga nr. 26, 1958. 1. Lagt er til, að orðið „reglu- semi“ í 2. mgr. 27. gr. verði skýrt þannig, að umsækjandi skuii synjað um ökuskírteini, ef hann á sl. tólf mánuðum hefur hlotið refsingu fyrir ölvun. nema um sé að ræða einstakt atvik hjá manni, sem að öðru leyti má telja áreiðanlegan og samvizkusaman. 2. Lagt er til, að ökuskírteini til byrjenda verði gefið út sem bráðabirgðaskírteini til eins árs. Áður en bráðabirgðaskírteini er endurnýjað og fullnaðarskír- teini er gefið út, skal fara fram sérstök athugun á ferli um- sækjandans sem ökumanns. Ef umsækjandi hefur lent i umferdarslysum eða umferðar- óhöppum og kenna má um van- kunnáttu, vanhæfni. vítaverðum akstursháttum eða öðrum brot- um gegn ákvæðum umferðar- laga, má eigi endurnýja skír- teini, nema umsækjandi hafi staðizt próf að nýju í umferð- arreglum og akstri bifreiðar. Skal. þá Jiggja fyrir vottorð trúnaðarsérfræðings um það, að líkamleg og andleg heilbrigði og andiegur þroski umsækjand- ans fullnægi þeim kröfum, sem gerðar eru í 4. gr. reglugerðar nr. 57, 1960, um ökukennslu, próf ökumanna o.fl. 3. Lagt er til, að þátttaka í námskeiði í meðferð og stjórn leigubifreiða til mannflutninga og 5 smálesta vörubifreiða verði bundin því ski'lyrði, að um- sækjandi hafi ekki á síðustu tólf mánuðum fyrir umsókn verið refsað fyrir vítaverða aksturshætti, auk þeirra skil- yrða, sem rakin eru í d-lið 2. mgr. 12. gr. reglugerðar nr. 57, 1960. 4. Lagt er til, að sú regla verði upp tekin i sambandi við endurnýjun ökuskírteina sam- kvæmt 6. mgr. 27. gr. umferð- arlaga, að umsækjandi verði látinn sanna kunnáttu sína í umferðarlöggjöfinni með skrif- legri próftöku. Jafnframt geti lögreglustjóri krafizt þess, að umsækjandi gangist að nýju undir aksturspróf, og verði sú krafa að jafnaði gerð, ef meira en eitt ár er liðið frá því, að ökuréttindi umsækjandans féllu niður. Sama gildir, ef umsækj- andi hefur eigi stjórnað bifreið síðasta árið. áður en umsókn er fram borin. 5. Lagt er til, að settar verði ákveðnar og ýtarlegar reglur um það, hvernig læknisrann- sókn á þeim, er um • ökuskír- teini sækja skuli hagað, svo og að gefin verði út ný eyðublöð fyrir læknisvottorðin. II. Tillögur um breytingu á reglum um sviptingu ökurétt- inda. 1. Lagt er til að reglum um bráðabirgðasviptingu ökurétt- inda skv. 6. mgr. 81. gr. um- ferðarlaga nr. 26. 1958, verði breytt þannig, að fellt verði niður ákvæði um að ákvörðun lögreglustjöra skuii borin undir úrskurð dómara svo fljótt sem v^rða megi og eigi síðar en viku eftir sviptinguna. 1 þfess stað komi ákvæði, er veiti söku- naut heimild til að bera ákvörð- un lögreglustjóra undir úrskurð dómara innan tiltekins, hæfi- • legs frests, og að þann úrskurð megi kæra til æðra dóms af hálfu aðila og ákæruvalds. 2. Lagt er til, að gildandi lagaákvæði um ökuleyfissvipt- ingar vegna ]þgbrota verði nú þegar tekin til gagngerðrar endurskoðusiar með það fyrir augum, að ökuleyfissviptingum verði beitt í langtum ríkara aðar verði nú þegar reglur um meðferð mála út af brotum á umferðarlögum með það fyrir augum, að brot, er eigi varðar hærri viðurlögum en 3000 kr. sekt, megi afgreiða með sektar- gerð yfirvalds. Ennfremur að meðferð annarra mála, er varða umferðarlagabrot og afgreidd eru fyrir dómi, verði gerð ein- faldari í sniðum, þannig að af- greiðslu þeirra megi hraða. V. Tillaga tun endurkröfurétf vátryggingafélaga. 1. Lagt er til, að nefnd sú, sem gert er ráð fyrir I 76. gr. umferðarlaga nr. 26, 1958, til þess að kveða á um, hvort endurkröfuiétti tryggingafélaga skuli beitt gegn þeim, sem tal- inn er eiga sök, verði skipuð og' taki hið ailra fyrst’til starfa, GREINAUGERÐ: Skal nú í stuttu máli gerð ökumannsferli byrjenda. Komi ágallar í ljós, verði nauðsyn- legar ráðstafanir gerðar til þess að rannsaka nánar, hvortkunn- átta og hæfni ökumannsins sé fullnægjandi m.a. með próftöku og umsögn lækna eða annarra sérfræðinga. Um I, 3: í 12. gr. reglugerð- ar um ökukennslu, próf öku— manna o.fl. nr. 57, 1960, eru þau skilyrði sett fyrir þátttöku í námskeiði fyrir þá, er ætla að þreyta próf bifreiðastjóra á leigubifreiðum og 5 smálesta vörúbifreiðum, að umsækjandi hafi ekki á undanfömum tólf mánuðum verið sviptur öku- skírteini né gerzt brotlegur við ákvæðið um neyzlu eða með- ferð áfengra drykkja. Nefndin telur mjög æskilegt, að eigi fái aðrir framangreind réttindi en þeir ökumenn, sem sýnt haía löghlýðni gagnvart umferðarreglum. Þykir eigi Frá sctnjngu ráðstcfnunnar um umfcrðarmál á dögunum. Lengst til vinstri á myndinni er Jó- hann Hafstein dómsmálaráðherra, en næstur honum situr Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri. mæli en verið hefur. Við þá endurskoðun telur nefndin mjög koma til greina að gera ökuleyfissviptingu vegna lög- brota að stjórnvaldsráðstöfun í formi afturköllunar ökuskír- teinis, er leiði af ákveðnum brotum, sem snerta umferðar- öryggi. Settar verði þá reglur, er stjórnvaldi ber að fara eftir við mat á því, hvort rétt sé að afturkalla ökuskírteini vegna lögbrota skírteinishafa. Ákvörð- un stjómvalds verði byggt á grundvelli dóma á hendur öku- manni eða refsinga, er honum hafa verið gerðar. Dómstólar hafi heimild til að stytta afur- köllunartíma eða fella aftur- köllun niður, ef sérstakar á- stæður mæla með því, eða hún myndi koma óeðlilega hart nið- ur á sökunaut, miðað við mála- vexti. Jafnframt verði stjórn- valdi veitt heimild til að veita formlega aðvörun í stað aftur- köllunar, ef um tiltekin, minni- háttar brot er að ræða og lík- legt má telja, að aðvörun muni koma að fu'llu gagni. III. Tillögur, er sncrta rcfsingar. 1. Lagt er til, að sektir fyrir brot á umferðarlöggjöfinni verði stórhækkaðar frá því sem nú er, þannig að þær verði a. m.k. ekki lægri en tíðkast í ná- grannalöndum vorum. 2. Lagt er til, að endurskoð- aðar verði- reglur um framkv. refsidóma í málum út af ölv- un við akstur, svo og reglur um sektarupphæðir, þegar vai'ð- haldsrefsingu er breytt í sekt- arrefsingu með náðun. IV. Tillögur greiðslu mála Iagabrotum. 1. Lagt er ti'l, um hraðari af- út af umferðar- að endurskoð- nokkur grein fyrir bráðabirgða- tillögum nefndarinnar. Um I, I: Eigi fer milli mála að reglusemi er mikilvægt skil- yrði þess, að mönnum sé trú- andi fyrir réttindum til að stjórna vélknúnum ökutækjum. Ákvæði um reglusemi þeirra er sækja um ökuskírteini, er að finna í 27. gr. umferðarlag- anna. Eig_i hafa verið gefin út fyrirmæli um það, hvaða lág- markskröfur skuli gerðar um það efni. Rétt þykir að leggja til, að settar verði ákveðnar túlkunarreglur varðandi mat á umræddu ákvæði um reglu- semi, þannig að samræmis gæti í framkvæmd hvar sem er á landinu. Þykir tímamark það, sem miðað er við, hæfilegt tólf mánuðir, ef hliðsjón er höfð af prófi leigubifreiðastjóra. Víða erlendis eru þó strangari regl- ur í lögum um þessi efni og er t.d. miðað við tvö ár í Sví- þjóð, en þrjú í Noregi. Um I, 2: Nokkrar raddireru uppi um það, að lágmarksald- ur bifreiðastjóra sé of lágur hér á landi. Ekki liggja fyrir þær tö'lfræðilegar upplýsingar, sem unnt er að byggja þáskoð- un á. Hins vegar má telja víst, að æfingaskortur á fyrsta akstursári þeirra, sem stjóma vélknúnum ökutækjum, leiði yf- irleitt til aukinnar hættu fyrir umferðaröryggið. Nauðsynlegt er því, að byrjendur gæti ýtr- ustu varúðar. Ástæða þykir til að vekja athygli á þeirri nauð- syn með sérstökum ráðstöfun- um. Er því lagt til, að byrjend- um verði gefin út bráðabirgða- ökuskírteini, sem gildi aðeins í eitt ár. Má ætla, að sú ráð- stöfun geti leitt til aukinnar aðgæzlu af hálfu byrjendá. 1 tillögunni er gert ráð fyrir, að sérstaklega verði fylgzt með mega gera minni kröfu í þeim efnum en að umsækjandi hafi ekki á síðustu tólf mánuðum hlotið refsingu fyrir. vítaverða aksturshætti. Um I, 4: Á síðari árum hefur orðið mjög ör þróun á sviði umferðarmála hér á landi. Hef- ur þróunin leitt til umfangs- mikilia breytinga á umferðar- löggjöfinni síðasta áratuginn. Öhjákvæmilegt mun verða að gera frekari breytingar á lög- unum næstu árin. Nokkur á- stæða er til að ætla, að a'll- margir ökumenn fylgist ekki nægilega með þeim breytingum, sem löggjöfinni verða. Líkur benda og til þess, að ófullnægj- andi þekking á umfprðarregl- um eigi þeinan eða óbeinan^ þátt í allverulegri tölu um- ferðarslysa. Traust þekking á gildandi umferðarreglum • er undirstöðuatriði öruggrar um- ferðar. Leggja ber á það mikla áherzlu, að ökumenn séu áva’llt vel að sér á því sviði. Próftaka í umferðarreglum áður en ökuskírteini er endurnýjað, þyk- ir líkleg leið til þess að tryggja það, að ökumenn rifji upp kunnáttu sína í umferðarregl- um og fylgist með þeim breyt- ingum og nýmælum, sem orð- ið hafa frá fyrri próftöku. Nefndin gerir sér grein fyrir, að framkvæmd prófa samkv. tillögunni er umfangsmikið verkefni. Enn er fjöldi endur- nýjana ökuskírteina hér á landi þó ekki svo mikill, að próf séu óframkvæmanleg. Á það eink- um við, ef haft er í huga ein- falt form skriflegra prófa, þar sem próftaki þarf einungis að merkja við rétt svör. Ef tillag- an nær fram að ganga, þarf að gefa út stuttan leiðbeininga- bækling með upplýsingum um allar þær reglur, sem ökumanni er nauðsynlegt að kunna fyrir próf. Samkv. gildandi reglum er gert ráð fyrir að lögreglustjóri krefjist þess, að sá, sem sækir um endurnýjun skírteinis, gangi undir próf að nýju, ef meira en tvö ár eru liðin frá því að ökuréttindi umsækjanda féllu niður. Nefndin leggur til, að þessu ákvæði verði breytt þann- ig, að umsækjandi verði lát- inn ganga undir próf, ef meira en eitt ár er liðið frá því að ökuréttindi hans féllu niður. Um I, 5: Nefndin telur nauð- synlegt, að settar verði reglur um læknisskoðun á þeim. er sækja um ökuskírteini, og gef- in verði út sérstök eyðublöð fyrir vottorð. Engar reglur hafa verið settar um þetta efni og eyðublöð þau, sem nú eru notuð eru ófullnægjandi. Um II, 1: Samkvæmt 6. mgr. 81. gr. umferðarlaganna skal lögreglustjóri svipta mann öku- leyfi til bráðabirgða, ef hann telur sökunaut hafa unnið til ökuleyfissviptingar. Skal sú á- kvörðun lögreglustjóra borin undir úrskurð dómara svo fljótt sem verða má og eigi síðar en viku eftir sviptinguna. Ákvæði þessi hafa reynzt mjög erfið i framkvæmd, aðallega vegna þess, að dómendur telja óeðli- legt, að þeir tjái sig um við- urlög við brotum, fyrr en öll gögn málsins liggja fyrir, nema mjög sérstak'lega standi á. Með breytingu þeirri, sem til- lagan gerir ráð fyrir, er fram- kvæmd ákvæða um bráðabirgða- sviptingu gerð auðveldari, án þess að gengið sé á sjálfsagðan rétt sökunauta til að bera á- kvörðun stjórnvalds undir dómara. Um II, 2: Nefndin telur öku- leyfissviptingu eitt hið allra mikilvægasta tæki til réttar- vörzlu í umferðarmálum og einna líklegustu ráðstöfun til þess að varna alvarlegum um- ferðarlagabrotum. Af þeim á- stæðum telur nefndin að beita beri ökuleyfissviptingu í til muna ríkari mæli, en gert hef- ur verið til þessa. Vegna ört vaxandi málafjölda mun eigi verða hjá þvi komizt að breyta ákvæðum laga um ökuleyfissviptingu þannig, að beita megi þeim án langvar- andi málareksturs. í tillögum nefndarinnar er bent á nýjar leiðir í þessum efnum, að for- dæmi ýmissa nágrannalanda vorra. Eru reglur þar nokkuð mismunandi, en víðast hvar er svipting ökuréttinda og aftur- köllun skírteinis stjórnvalds- ráðstöfun. Samkv. norskri, löggjöf er það á starfssviði lögreglustjóra að kveða upp úrskurð um aft- urköllun ökuskírteinis, ef skír- teinishafi hefur verið dæmdur fyrir refsiverðan verknað og nauðsynlegt þykir, vegna um- ferðaröbyggis eða annarrahags- muna almennings. 1 Svíþjóð er svipting ökurétt- inda og afturköllun ökuskír- teina stjórnvaldsráðstöfun með svipuðum hætti eins og í Nor- egi. Samkvæmt sænskri löggjöf gefur héraðsstjórn út ökuskír- teini og sami aðili hefur vald til að afturkalla útgefið öku- skírteini um tiltekinn tíma éða fyrir fu'llt og a]lt. Svipaðar reglur gilda i ýmsum öðrum löndum Evrópu og í Bandaríkj- um Norður-Ameríku. 1 Bretlandi vora sett ný um- ferðarlög á árinu 1962, en nýj- ar reglur um sviptingu ökurétt- inda tóku gildi þar í landi 29. maí 1963. Eru þar gerðar mjög róttækar breytingar frá fyrri reglum og er lögð áherzla á mikilvægi ökuleyfissviptinga til að halda uppi góðri reglu í umferðarmálum. Meginreglan er sú í Bretlandi, að dómstólar ákveða ökuleyfissviptingu, en þeim era settar mjög ákveðnar starfsreglur í þeim efnum. Hér er um mikilsvert mál að ræða og leggur nefndin til, að lagaákvæði um ökuleyfis- sviptingu verði tekin til gagn- gerðrar endurskoðunar. Um III, 1: Miðað við að- stæður hér á landi og eðli máls- ins, hljóta sektir að vera aða'l- refsing fyrir umferðarlagabrot Á miklu veltur, að upphæðir sekta séu í samræmi við verð- gildi peninga og hæfilega háar til þess að hafa tilætluð varn- aráhrif. Vitað er, að núverandi sektaru pph æðir eru allmiklu lægri en áður tíðkaðist, miðað við verðgildi peninga svo og að þær eru margfalt lægri en sektir fyrir samsvarandi brot í nágrannalöndunum. Leggur nefndin til, að þessu verði breytt • hið fyrsta. Um III, 2: ölvun við akstur er eitt allra alvarlegasta brot gegn umferðaröryggi. Þráttfyr- ir mikla vamarvörzlu, hefur geigvænleg aukning orðið á tölu þeirra manna, sem, akai með áfengisáhrifum. Orkar eigi tvímælis, að leita beri allra ráða til að fyrirbyggja það brot. Réttindasvipting er þar vafa- laust mikilsvert tæki, sem æski- legt er, að beitt verði án óeðli- legrar tafár, en um það er m. a. fjallað í tillögu nefndarinn- ar í tölulið II. Ennfremur er framkvæmd refsidóma mikil- vægt atriði. Upplýst er, að eigi hefir verið unnt að fullnægja varðhalds- dómum þeim, er upp hafa ver- ið kveðnir út af ölvunarbrotufn við akstur. Hefur þeim mörg undanfarin ár verið breytt í sektir. Lagt er til, að mál þessi verði tekin til sérstakrar at- hugunar og að sektir í sam- bandi við náðanir verði lækk- aðar til miki'Ila muna, að framkvæmdareglunni óbreyttri. Um IV, 1: Hinn mikli fjöldi umferðarlagabrota undanfarin ár, hefur í vaxandi mæliíþyngt dómstólum landsins. Þetta hef- ur í mörgum tilvikum leitt til Framhald á 9. síðu. A.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.