Þjóðviljinn - 06.02.1966, Page 7
Sunnudagur 6. febrúar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 'J
Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpsdagskrána:
Eitt og annað sem eyrað
gieður — og vekur hroll
Ég hef verið að velta þvi
fyrir mér. hvert vera muni
leiðinlegasta útvarpsefni þessa
vetrar.
Ýmislegt gæti til álita kom-
ið, þvi af nokkru er að taka
þeirrar tegundar og ekki um
að sakast, því að til of mikils
er mælzt, að allt sé jafn
skemmtilegt, enda oft svo, að
einum finnst skemmtilegt það
sem öðrum finnst hið gagn-
stæða.
*
Forsetinn í
Hvíta húsinu
En að athuguðu máli myndi
ég vilja telja endurminningar
Urumans Bandaríkjaforseta,
þær sem nú eru fluttar sem
kyöldsaga, vera langleiðinleg-
asta útvarpsefni vetrarins, það
sem af er. Sú ófyrirleitna
spurning læðist að okkur,
hvort útvarpið sé í rauninni
á slíku nástrái, að það telji
sig til neytt, að bera slíkt
harðindahey fyrir hlustendur.
Ekki bætir það úr skák, að
málið á þessari lesningu er
flatt og sviplaust, en ef til vill
er þó ekki hægt að gera höf-
undinum betri skil en þýðand-
anum hefur tekizt. Sama er að
segja um flutninginn. Því er
líkast, sem flytjandinn finni,
að það sem hann les, *sé í raun
og veru ekki útvarpshæft og
að sú tilfinning dragi úr hon-
um allan dug.
Nú geta endurminningar
kunm-a manna oft verið
skemmtilegar og hafa margar
slíl^ar verið fluttar f útvarpið.
Má sem dæmi nefna að fyrir
nokkrum árum las Hersteinn
Pálsson úr endurminningum
Achesons, er eitt sinn var ut-
anríkisráðherra þeirra Vestan-
manna og var það bráð-
skemmtilegur lestur.
Or því sem komið er verður
ekkert gjört f þessu máli ann-
að en samhryggjast Sigurði
Guðmundssyni, sökum þess, að
hann varð fyrir því slysi, að
lenda á alveg bráðómögulegri
minningabók. þegar hann tók
sér fyrir hendur að kynna
eina slika fyrir útvarpshlust-
endum.
Hundadaga-
kóngur
Fleiri þjóðhöfðingjar hafa
gengið um garða hjá útvarp-
inu á þessum vetri en Truman
forseti
Hæst ber þar Jörund hunda-
dagakóng. Mun hann áreiðan-'
lega bera sigurorð af forset-
anum. áðui en saga þeirra
beggia er öll.
Skal það fúslega viðurkennt.
að betur tekst Agnari Þórðar-
svni að segja sögu Jörundar.
en Truman tekst um sína sögu.
Þó finnst okkur sem að Agn-
ari hefði átt að verða meira
úr Jörundi. en raun hefur á
orðið fram til bessa. Veldur
bar mestu um- að hann teygir
lonann óhæfilega mikið. og
hlióta bvf blábræðir að koma
á. fleiri en örðið hefði. væri
skemmra tevgt. Bar mest á
bessu f fvrstú köflum leiksins.
og það svo að sagan gekk
ekkert fram. þátt eftir bátt Ég
hold að komnir hafi verið
fimm eða sex þættir- áður en
Jörundur komst t.il tslands. og
maður hafði eiginlega gefið
unn alla von um hans hingað-
komu. Þetta fór þó betur en á
Kristján Jónsson Fjallaskáld
horfðist. Nú, þegar þetta er rit-
að, er Jörundur loksins kom-
inn og byrjaður að ráðs-
mennskast hér heima. Við
megum því ekki gefa upp alla
von um að senn fari að koma
skriður á skútuna og sagan
rfsi eitthvað örlítið undir lok-
in.
Svo hefi ég í huga eina
fróma ósk. sem mig langar til
að bera upp fyrir þeim í út-
varpinu:
Þegar Jörundur er allur, þ.e.
Jörundurinn hans Agnars, lof-
ið okkur að rifja upp gömul
kynni við annan Jörund, nán-
ar tiUfikið við þann Jörund
sem Þorsteinn Erlingsson gaf
okkur á sinni tið. Það gæti
orðið dálítið skemmtilegt að
bera þessa tvo heiðursmenn
saman.
Á kristilegum
grundvelli
t upphafi þessa þáttar var
þess getið, að endurminningar
Trumans myndu vera leiðin-
legasta útvarpsefni vetrarins.
Næst í röðinni, eða númer tvö,
myndi ég vilja telja erindi
þau, tvö að tölu, er séra Helgi
Tryggvason flutti hér á dög-
unum og nefndi því undarlega
nafni: Þau lengi lifi.
Þetta voru þó í rauninni ekki
erindi, heldur upplestur á
fundargerðum hins almenna
kirkjufundar, er mun hafa
verið haldinn einhverntíma
síðastliðið sumar, eða í haust.
Var þetta allt svo hörmulegt
á að hlýða, að það setur næst-
um að manni hroll. þegar mað-
ur minnist þess.
Hver ræðumaður kom fram
eftir annan, og allir voru þeir
sammála, vitnuðu í hina fyrri.
Viðfangsefnið: vandamálið
mesta. sem uppi er okkar á
meðal og allir vel þenkjandi
menn bera fyrir brjósti sem
sé gamla fólkið. Samkvæmt
hinni upplesnu fundargerð átti
kirkian að taka málið í sinar
hendur og levsa það á kristi-
legum grundvelli.
Enginn veit sína ævina fyrr
en öll er Kreppukynslóðin er
nú að komast á elliár. sú
heiðnasta kynslóð. sem lifað
hefur í þessu landi. Eftir allt
saman er henni fyrirhugað að
berja nestið undir umsjá sál-
gæzlumanna af ýmsum gráð-
um, diakonissa og annarra
tízkufyrirbæra nútíma kristin-
dóms, sem þeir kunnu eúgin
skil á melstari Jón og Hall-
grímur Pétursson.
Þegar sjálfskipaðir forsjár-
menn og unnendúr gamla
fólksins eru að velta vöngum
yfir því, hversu ógurlegt
vandamál þetta fólk sé, hefur
mér stundum dottið í hug að
spyrja: Hvað segir gamla fólk-
ið sjálft um öll þessi boðorð?
Hefur það nokkumtíma verið
spurt, hvort það hafi nokkuð
til mála sinna að leggja? Get-
ur það ekki leyst sinn vanda
sjálft? Er ekki tími til þess
kominn fyrir gamla fólkið að
mynda sín landssamtök til
framdráttar sínum málefnum
og hugðarefnum? Sú "kynslóð,
sem lifað hefur tvær heims-
styrjaldir, barizt við kreppur
og atvinnuleysi og sigrazt á
hinum ótrúlegustu örðugleik-
um, ætti ekki enn að vera sá
veigur í henni, að hún gæti
sagt: Enginn fær mig ofan í
jörð, áður en ég er dauður ...?
... sem eyrað
gleður
Þótt við höfum takmarkað-
an áhuga fyrir mörgu af því,
er útvarpið flytur okkur og
finnist jafnvel um sumt að bet-
ur væri óflutt, berst okkur þó
alltaf öðru hvoru eitt og ann-
að, sem eyrað gleður. Meðal
þess mætti nefna erindaflokk
þann, er Hendrik Ottósson er
að flytja, og hann nefnir Sá
eini og hinir mörgu, og fjallar
um átrúnað fornan f Austur-
Stcinhór á Hala
Hendrik Ottósson
löndum nær. Hendrik segir
skemmtilega frá og þekking
hans á því er hann fjallar um
er næstum með ólíkindum.
Viðfangsefninu gerir hann
þau skil, að við hlustum á
hann næstum eins og hann
væri að segja þjóðsögu eða lesa
spennandi skáldsögu.
Grétar Fells kemur oft í út-
varpið. Hann lætur aldrei mik-
ið yfir sér, og okkur finnst
stundum hann muni hafa svo
litið að segja, að það verði
ekki ómtaksins vert að hlusta
á hann En þótt við fylgjumst
ekki nema að litlu leyti með
á þeim vegum duífræðinnar, er
hann leiðir okkur um, er allt
af eitthvað á erindum hans að
græða, þótt ekki væri annað
en það, hve hann er rólegur
í tíðinni og orkar á hlustand-
ann eins og róandi lyf, og á
tímanna hraða sem svolítið
hemill. Erindi það er hann
flutti nýlega, um dulspeki dag-
legs lífs, var einmitt gott sýn-
ishom slikra heilsusamlegra á-
hrifa.
Eflaust er það í góðu skyni
gert, að lofa hlustendum að
lofa - hlustendum að heyra
raddir lækna svo oft, er raun
hefur á orðið. Raddir þessar
eru misjafnlega skemmtilegar.
Sumir gera viðfangsefni sitt
lifandi og létt í vöfum. Aðr-
ir eru þurrari og fræðimann-
legri. En allt er þetta eflaust
fróðlegt og má mikið af læra.
Sagt er. að sumir menn séu
þannig gerðir, að þeir megi
helzt ekki líta í lækningabók —
Þá verða þeir veikir og finna
verki, þar sem engir voru fyr-
ir. Vonandi hafa raddir lækna
ekki slík áhrif á hlustendur,
að þeir, með hjálp raddanna
fari að leita að sjúkdómum á
sjálfum sér og finni sjúkdóms-
einkenni, þar sem engin voru
áður.
Lítill og yfirlætislaus þáttur
hefur verið á ferð á þessum
vetri, er nefnist bókaspjall, og
er stjórnað af Nirði Njarðvík.
Þessi þáttur hefur marga
góða kosti. Hann virðist vera
alveg tilgangslaus. Hann tekur
ekki afstöðu með neinu, né
móti neinu Hann kemst aldrei
að neinni niðurstöðu og jafnt
hlustendur sem þáttverjar
standa í sömu sporum í þáttar-
lok og þeir áður voru. Þetta er
sem sagt notalegt rabb og góð
dægradvöl, bæði fyrir bá sem
rabba og hina sem á hlíða.
Svo' halda sýslumar og Svaf-
ar áfram að skemmta mönnum
á sunnudagskvöldum og það
er alltaf eitthvað nýtt í hverri
viku, eins og þeir sögðu hér
um árið, þegar þeir voru að
auglýsa Vikuna.
Á kvöldvökunni
En þó er það jafnan svo, að
alltaf hlökkum við mest til
föstudagskvöldanna, þegar
kvöldvakan kemur, og kvöld-
vakan flytur okkur alltaf eitt-
hvað gott og skemmtilegt.
Okkur er ef til vill lengra til
hennar en annarra útvarps-
þátta, að hún mun nú vera ná-
lega hið eina, er eftir stend-
ur af hinu gamla útvarpi, er
Helgi Hjörvar mótaði á sinni
tíð.
Ýmis ágæt erindi hafa verið
flutt á kvöldvökum þessa vetr-
ar. Mætti þar á meðal nefna
erindi Helga á Rafnkelsstöð-
um, um Lögberg hið foma, er-
indi Benjamíns Sigvaldasonar,
um ástir Kristjáns Fjallaskálds
og erindi Hallgríms Jónasson-
ar um Tómasarhaga og Nýja-
dal, og raunar ýms fleiri.
Þá mé ekki gleyma þvi hve
Steinþór bóndi á Hala hélt
uppi reisn Þorravökunnar af
miklum myndarskap. Steinþór
er lfklega flestum slyngari að
mæla af munni fram óbundið
mál. Frásögn hans er í senn
óvenjulega skýr og skemmti-
leg.
Þingvellir
og Skálholt
Þátturinn ,Spurt og spjallað"
Sjálfsmynd Jörundar hundadagakóngs.
er enn við lýði og er það vel.
Oft tekst vel með þennan þátt,
en misjafnlega þó, bæði um
val viðfangsefna og málsmeð-
ferð. Fyrir jól var tekin til
umræðu hlutdeild Kínverja að
Sameinuðu þjóðunum. Eink-
um vakti athyglt mína í þeim
umræðum, hve fyrirsvarsmenn
útilokunarmanna reyndust ó-
fundvisir á rök skoðun sinni
til stuðnings. Útilokun Kína
virðist vera þeim heilagt trú-
aratriði, langt hafið yfir rök-
rétta hugsun og heilbrigða
skynsemi.
Umræðurnar um flutning Al-
þingis til Þingvalla voru hins-
vegar mjög til fyrirmyndar og
öllum hlutaðeigendum til sóma.
Virtíst mér sem "allir hefðu þar
ti! síns máls nokkuð. Voru
færð rök, bæði með og móti,
og vandséð, hvor þungvægari
eru.
Það væri 'helzt, með hlið-
sjón af öðru þjóðfélagslegu
fyrirbæri síðari ára, að maður
gæti metið mikilvægi þess og
nauðsyn að flytja Alþingi til
Þingvalla^
Á ég þar við hina svoköll-
uðu endurreisn Skálholts. 1
Skálholti kvað vera búið að
gera margt og mikið hin síðari
ár. Okkur skilst að þetta sé
gert í þeim tilgangi að efla
þjóðlegan kristindóm í landinu
og flytja svo biskupinn f fyll-
ingu tímans austur þangað.
Ávöxtur endurreisnarinnar
hefur ekki komið í ljós, enn
sem komið er. Kristindómur
hefur sennilega aldrei verið ó-
þjóðlegri í þessu landi en nú
og má sem dæmi nefna utan-
stefnur unglinga til Vestur-
heims á vegum kirkjunnar, og
biskupinn situr sem fastast í
höfuðstaðnum, og enginn virð-
ist vita, enn þann dag f dag,
hvað á að gera við hið endur-
reista Skálholt.
Myndi ekki verða ©vipað
uppi á teningnum ef horfið
yrði 'að því ráði að flytja Al-
þingi tíl Þingvalla. Myndi það
verða þjóðlegri stofnun þar,
en það hefur reynzt í Reykja-
vfk? Og myndu þingmenn
vilja hverfa til Þingvalla. þótt
búið væri að byggja yfir þá
þar? Myndu þeir ekki sitja
sem fastast, eins og biskupinn
í Reykjavík?
Það er nefnilega ekki hægt
að glæða trúarlíf. ættjarðarást
og þjóðemistilfinningu með
því að byggja dýr og vönduð
hús yfir slík hugtök á hinum,
eða þessum staðnum.
Þau verða að vaxa innan frá
f brjóstum einstaklinga, og
burfa ekki á neinum húsum að
halda.
Hinsvegar er hægt að falsa
hina gullnu mynt þessara
dyggða með þvf að byggja veg-
leg hús f þeirra nafni og
segja: Þetta eru musteri trú-
arinnar. ættjarðarástarinnar og
þjóðemisins.
Ast okkar á Þingvöllum er
sennilega ekki mikil og miklu
minni en vera ætti. Þó er mér
nær að halda, að ást okkar á
Alþingi sé enn minni, með
allri virðingu fyrir þeirri stofn-
un. Yrði horfið að því ráði að
flytja Alþingi til Þingvalla,
mætti gera ráð fyrir að í vit-
und okkar myndum við setja
þetta tvennt undir einp og
sama hatt. Sá hlýhugur, sem
við enn berum til staðarins,
myndi þverra frá því sem er
og má þó ekki minni vera.
Alþingi hefur margt vel
unnið, og mun svo enn verða.
Hinsvegar hendir það stundum
að taka ákvarðanir, sem eru
umdeildar meðal þjóðarinnar
og teljast jafnvel til stórslysa,
og svo mun enn verðá. Slys
þau. sem Alþingi kynni að
henda á Þingvöllum, myndu
falla yfir staðinn og dylja
hann sjónum þjóðarinnar.
Því er það, að mér finnst
sem skárst fari á því að hver
éti sitt. að Alþingi fái að gera
sín góðverk og drýgja sínar
syndir, þar sem það nú situr,
og að bjóðin fái að eiga sfna
Þingvelli með sinn fjallahring
og sínum sögulegu minning-
um.
Menntamálaráðherrar Norður-
landa komu saman tjl fundar í
Helsingör 2. og 3. febrúar, þeg-
ar að loknum fundj Norður-
landaráðs í Kaupmannahöfn.
Rædd voru ýmis mál varðandi
samvinnu Norðurlanda í menn-
ingarmálum Meðal annars var
tekin formleg ákvörðun um að
frá 1. janúar 1967 skyldi fram-
lagig til Menningarsjóðs Norð-
urlanda hækka úr 600.000.0»
dönskum krónum f 3 miljónir
danskra króna eða um það bil
20 mjljónir sl kr. Jafnframt
var ákveðið að fela bráðabirgða-
stjóm sjóðsins. sem skjpug er
embættismönnum frá mennta-
málaráðuneytunum að endur-
skoða reglumar um sjóðinn,
þannig að fulltrúar Norður-
landaráðs tafci sæti í stjóminfti,
en þing Norðurlandaráðs hafði
samþykkt áskorun til ríkis-
stjómanna um hvort tveggja.
Ennfremur var rætt um reglur
um þóknun til rithöfunda fyrir
lár, bðka úr almennjngsbóka-
söfnum og rriun embættis-
mannanefnd fjalla nánar um
málið á næstunni
Ráðherrafundinn sóttu af ís-
Iands hálfu Gylfi Þ. Gíslason,
menntamálaráðherra, og Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri. svo
og Ólafur Jóhannesson, prófess-
or af hálfu menntamálanefndar
Norðurlandaráðs
(Frá menntamála-
ráðuneytinu)'.