Þjóðviljinn - 15.02.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 15. febrúar 1966.
urinn. —
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb), Magnús Kjartansson,
Siguröur Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsia, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
A ugljós fálsun
F’yrir helgina sendi Hagstofa íslands frá sér
fréttatilkynningu um vísitöluna, samkvæmt
verðlaginu um síðustu mánaðamót. Eins og venju-
lega höfðu allir kostnaðarliðir vísitölufjölskyld-
unnar aukizt — nema einn; húsnæðiskostnaður var
talinn óbreyttur. Samkvæmt vísitölunni er talið að
húsnæðiskostnaður hgfi aðeins aukizt um 27% 'frá
upphafi viðreisnar, en þar er um að ræða tilbúna
tölu sem ekki gefur neina myæd af veruleikanum
sjálfum. En þótt þessi fölsun hafi nú haldizt í sjö
ár, hlýtur það að vekja sérstaka athygli að ekki
skyldi verða nein breyting á þessum vísitölulið
um seinustu mánaðamót.
F’yrir áramótin felldi alþingi nefnilega úr gildi
* lög um hámarkshúsaleigu án þess að setja
nokkuþ ákvæði í staðinn, en samkvæmt þeim lög-
um hefur húsnæðisvísitalan verið reiknuð. Þessi
húsaleigulög voru að langmestu leyti pappírsgagn
sem engin tilraun var gerð til að framfylgja; þó
leigðu bæjarfélög út íbúðir samkvæmt þessum lög-
um — en greiddu hinsvegar margfalt lögleyft
verð fyrir húsnæði sem þau tóku á leigu. En í
janúarmánuði — eftir að lögin voru fallin úr gildi
— endurskoðaði Reykjavíkurborg leigukjörin, og
yfirleitt þrefaldaðist húsaleigan í verði, þótt
naumast sé takandi fé fyrir sumar þær vistarver-
ur sem borgin hefur á boðstólum. Þessi staðreynd
um þreföldun húsaleigunnar virðist hafa farið
gersamlega fram hjá kauplagsnefnd er hún reikn-
aði út vísitöluna fyrir febrúarmánuð; virðist
nefndin halda áfram að reikna húsnæðisvísitöl-
una • Samkvæmt lögum sem ekki eru lengur í
gildi! Ef fylgt hefði verið þeirri leigu sem greidd
er fyrir húsnæði í eigu borgarinnar, hefði hús-
næðisvísitalan átt að þrefaldast 1- febrúar síðast-
liðinn; í stað þess að verá 127 stig hefði hún átt
að vera 381 stig. En með því að halda þessum lið
óbreyttum í trássi við staðreyndir er ekki aðeins
verið að gefa falsaða mynd af veruleikanum, held-
ur er og verið að hafa af fólki réttmæ'ta kaup-
hækkun, mjög svo síðbornar bætur fyrir sjö ára
fölsun á þessum lið.
essi augljósa fölsun á húsnæðisvísitölunni er
mjög alvarleg. Eigi ákvæðin um verðlagsupp-
bætur á kaup að ná tilgangi sínum verður vísi-
talan að gefa sæmilega rétta mynd af verðlagsþró-
uninni; almenningur verður að geta treyst því
að með vísitölukerfinu sé um raunverulegt öryggi
að ræða en ekki vísvitandi blekkingar. Það hef-
ur lengi verið ljóst að grundvöllur vísitölunnar er
engan veginn fullnægjandi, og þyrfti að endur-
skoða hann sem fyrst. En þá tekur í hnúkana þeg-
ar þessi gallaði grundvöllur er í þokkabót af-
skræmdur stórlega af ráðnum hug launafólki í ó-
hag, eins og gert er með því að halda húsnæðis-
liðnum óbreyttum þótt allar forsendur fyrir þeim
reikningi séu nú úr sögunni Virðist einsætt að
samtök launafólks þurfi að láta það mál til sín
taka. — m.
Verkfræðingur
eða tæknifræðingur
óskast til starfa í skrifstofu byggingafulltrúans
í Reykjavík við eftirlit á hita-, vatns- og frá-
rennslislögnum í byggingu.
Laim samkvæmt kjarasamningi starfsmanna
Reyk j aví kurbor gar.
Byggingarfulltrúinn í Reykjavík.
RiTARI
Ritari óskast við rannsóknarstofu Háskólans við
Barónsstíg. Laun samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist forstöðumanni
rannsóknarstofunnar sem fyrst eða í síðasta lagi
20. þ.m. — Nánari upplýsingar um starfið veittar í
síma 19506.
Timburinnfiytjendur
Við útvegum hvers konar timbur frá Finnlandi,
Svíþjóð og Noregi, bæði
mótatirribur og
smíðatimbur.
Einnig
bryggjutimbur
bryggjustaura
rafmagnsstaura
fiskhjallaefni
Kaupmenn, kaupfélög og aðrir timburinnflytj-
endur, leitið upplýsinga og tilboða hjá okkur.
PÁLL ÞORGEIRSSON & C0.
Sími 1-64-12
Teiknivinna
Opinber stofnun óskar að ráða fólk til starfa við
teikningar, kortagerð og ljósprentun. Laun skv.
7.—13. launaflokki.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun
og fýrri störf, sendist blaðinu merkt „Teiknistofri
Kaupi bækur
í kvöld og næstu kvöld kl. 8—10 kaupi ég gaml-
ár og nýjar íslenzkar bækur. — Bókasöfn koma
til greina. — Einnig kaupi ég allskonar ný og
gömul tímarit, skemmtirit og danskar og norsk-
ar pocketbækur.
BALDVIN SIGVALDASON
Hverfisgötu 59 (kjallara'
Sveinafélag
pípulagningamanna
Ákveðið hefur verið að viðhafa állsherjarat-
kvæðagreiðslu um kjör stjómar og trúnaðar-
mannaráðs félagsins 1966.
Framboðslistum skal skilað á skrifstofu félags-
ins fyrir kl.,20 þann 17. þ.m.
STJÓRNIN.
Vinnufatabúðin, Laugavegi 76
ÍÞRÓTTAPEYSAN
komin affur i
öllum sfœrSum
Svörf - Blá - Hvif
Vinnufatabúðin, Laugavegi 76
Blaðadreifing
Unglingar óskást til blaðburðar í eftirtalin
hverfi:
Óðinsgata — Laufásvegur — Skipholt —
Múlahverfi
ÞJÓÐVILJINN
sími 17-500.