Þjóðviljinn - 15.02.1966, Blaðsíða 6
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. febrtíar 1966.
• Sönglcikurinn JÁRNHAUSINN eftir þá bræður Jón Múla og
Jónas Ámasyni hefur verið sýndur 53 sinnum og eru nú aðeins
eftir tvær sýningar á Ieiknum. Næsta sýning verður á miðviku-
dagskvöld og sú síðasta á föstudagskvöld. — Myndin hér að of-
an er af Vali og Róbert í hlutverkum sínum.
• Langdræg
íslenzka
.. Og mér er nær að halda,
að við, sem búum innan lang-
drags Keflavíkursjónvarpsins,
tölum ekki verri íslenzku en
almennt gerist annars staðar í
dag.“
(Bréf í Mogga).
• Aumingja
mennirnir
,.Mikið var ég vond, þegar 4g
las um þessa 600, sem vildu
takmarka sjónvarpssendingar
frá Keflavík. Ég gæti bezt trú-
að þvf, að enginn þeirra hefði
fylgzt með sjónvárpinu. Þeir
eru alltaf niðursokknir í lestur“.
(Bréf í Mogga).
• 20 luku prófi
við Háskólann
• Á síðastliðnu haustmisseri og
f lok þess luku eftirtaldir stúd-
entar prófum við Háskóla Is-
lands:
Embættispróf í læknisfræði:
Bjarni Þjóðleifsson, Guðm.
Jónmundsson, Guðm. Steins-
son og Jón Grétar Stefánsson.
Embættispróf f Iögfræði:
Böðvar Bragason, Guðmundur
L. Jóhannesson. Jón E. Ragn-
amson, Kjartan R. Ólafsson,
Kristinn Ólafsson, Sigurður
H. Stefánsson og Steingrím-
ur G. Kristjánsson.
Kandídatspróf í tannlækningum:
Ólafur Höskuldsson og Þór-
arinn G. Sigþórsson.
Kandídatspróf í viðskiptafr.:
Sigurður Ingi Kristinsson.
Kandídatspróf í fsl. fræðum:
Svavar Sigmundsson.
Kandídatspróf í sögn með auka-
grein:
Heimir Þorleifsson.
• Glettan
Hann: Ég vona, að þú dansir
við mig í kvöld.
Hún: Auðvitað! — Vonandi
heldurðu ekki, að ég hafi kom-
ið hingað bara til að skemmta
mér.
• Það er hægt að setjast ber-
rassaður á broddgölt í tveimur
tilfellum. 1 fyrsta lagi ef brodd-
gölturinn er rakaður og í öðru
lagi ef rassinn er ekki manns
eiginn rass.
• Járnhausinn í síðasta sinn
• Jörundur búinn
að vera
• Þá er Agnar Þórðarson bú-
inn að setja Jörund hundadaga-
kóng af — síðasti þáttur fram-
haldsleikritsins er í kvöld.
Saga Jörundar er skemmtileg,
enda höfum við látið okkur
annt um hana og haft hana
oft yfir — gott ef hún er ekki
landsmönnum jafn hjartakær
og sagan um heimilisböl Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar.
Herman Wildenvey les úr
ljóðum sínum í þættinum ,,Á
hljóðbergi“ — Ágsétt skáld,
sem er um leið furðanlegá vel
þekktur á íslandi.
• Utvarp; Þriðjudag 15. febr.
13,00 Við vinnuna: Dagrún
Kristjánsdóttir húsmæðra-
kennari talar við Grétu Bach-
mann forstöðukonu Skála-
túnsheimilisins í Mosfells-
sveit.
15.00 Miðdegisútvarp: Þjóðleik-
húskórinn syngur. Kammer-
sveitin í Prag leikur tokk-
ötur og kansónur eftir Mart-
inu. A. Schlemm, W. Lud-
wig og hljómsveit undir
stjóm P. Lehmans flytja at-
riði úr Seldu brúðinni eftir
Smetana.
16.00 öíðdegisútvarp: Veður-
fregnir. Létt músík. Fréttir.
F. Nelson, J. Basile, A. New-
man og Mantovani stjórna
hljómsveitum sinum. H. Tal-
mar o.fl. syngja óperetttu-
lög.
17,20 Framburðarkennsla í
dönsku og ensku.
17,40 Þingfréttir.
18,00 Tónlistartími barnanna.
Jón G. Þórarinsson stjómar.
18,30 Tónleikar.
m
GROÐUR-
REGN FERÐASAGA FRÁ TÍBET
Eftir STUART og ROMA GELDER 19
Og fór okkur svo sem verður
í draumi, er maður mætir fram-
liðnum jafnt sem lifendum, i
þessu sviði utan rúms og tíma,
sem mér sýnist draumur vera,
að við undruðumst ekkert, og
fannst okkur sem við hefðum
séð þetta áður, þegar við vor-
um lítil, i málverkum Peter
Breughels, leikritum Shake-
speares, Canterbury Tales og
myndun. í barnabókum: þessa
tötralegu, óhreinu, illa þefjandi,
skuggalegu, bækluðu og fötluðu,
þreklegu, litríku mannþröng,
þar sem hver tróðst um ann-
an þveran, milli búðanna og
vöruvagnanna, mætt áður þess-
um munkum í rauðbrúnum
kuflum fitlandi við sín löngu
talnabönd, gömlum mönnum
og konum, sem stauluðust um
göturnar snúandi í höndum sér
bænahjólum, litlar fjarlægar
mannsmyndir í skugga Jok-
ham-musteris, — allt þetta
þótti okkur sem við hefðum
áður séð.
Ungur skarthéðinn með loð-
skinnsbörð á hattinum kom á
móti okkur og reyndi að stikla
milli pollanna, svo ekki sæist
á fínu nýju stígvélunum hans,
sem náðu honum í hné. Glað-
leg hvfthærð frú í síðum brún-
um kjól, og með barðastór-
an hatt, sem við mættum, hefði
eins getað verið einhver ensk
kona að kaupa í matinn á
markaði í London þegar Kropp-
inbakur sat á veldisstóli í Eng-
landi.
Og þá gerðist það eins og
þegar skiptir um draum, að ung
stúlka kom á hjóli fyrir götu-
hórn og þeytti ákaft homið,
og hvítklæddur umferðar-lög-
regluþjónn rétti frá sér staf-
inn valdsmannlega til áð stöðva
stúlkuna, svo við gætum geng-
ið yfir götuna. Við snerum
okkur við til að sjá hvort óhætt
væri að gera þetta, og sáum
þá Humber Sniper-bíl sem var
að hægja ferðina til þess að
hleypa okkur framhjá. í þeim
bíl sat hátt settur geistlegrar
stéttar maður, í gullgulum,
rauðum og vírofnum skrúða, og
glápti forviða á þessi hvítu
andlit okkar, sem gægðust út
úr þessum kínversku dúðum.
Lögreglustjórinn sagði túlki
okkar að þetta væri ábótinn í
Sera-klaustri.
Brátt vorum við umkringd
tveimur til þremur hundruðum
barna, sem öll gláptu og gláptu
á okkur eins og þau héldu að
við værum frá öðrum hnetti,
því þau höfðu aldrei séð út-
lendinga neitt líka okkur. Og
eins og múgurinn f Drepung
töluðu þau mikið um okkur,
snertu á sér nefin, struku yfir
andlit sér og bentu svo á okk-
ur. En þegar þau sáu að okk-
ur mundi ekki Ifka þetta, viku
þau kurteislega til hliðar, svo
við kæmumst inn í musterið,
en þangað eltu þau okkur ekki.
Á steinlagðri stétt undir
skugga tveggja pílviða, sem
helgisögn segir hafa vaxið upp
af hári Búddha, sáum við elli-
hruma konu, með talnabönd á
báðum úlnliðum, beygja sig
hægt til jarðar frammi fyrir
aðaldyrunum, en gegnum þær
sáust dauf Ijós skína inni i
gluggalausu húsinu, og voru
það fómarlamparnir.
Potala-höll, sem Landon þótti
sem mundi skara fram úr
hverju húsi í London, og gerir
höfuðborgina, Lhasa, að svo
sem engu, er heimkynni Dalai
Lama, og þar eru grafir hans
frá fyrri jarðvistum, en þar
fyrir utan hefur þessi staður
enga sérstaka trúarlega þýðingu
fyrir Tíbeta. Drepung, stærsta
klaustur í heimi, Sera, sem er
annað hið stærsta og Gaden,
eru miklar miðstöðvar trúar og
guðadýrkunar, voru þar meira
en 20.000 munkar. Klaustrið í
Shigatse, þar sem Panchen
Lama átti heima, er meira
skrauti búið og ríkmannlegra
en nokkurt hinna. En Jokhan
klaustur er hið helgasta af öllu
helgu, sem til er í Tíbet.
Það sem pílagrímur kemur
fyrst auga á í Hinni helgu
borg, það er Potala. En til Jok-
han beinir hann för sinni til
að bera fram bænir sínar. Því
hér eru helgastir dómar í öllu
þessu landi. Þessi helgidómur
var reistur árið 652 fyrir Jo,
þann mikla búddha sem Wen
Cheng prinsessa kom með frá
Sian (en myndir af giftingu
hennar sáum við aðdáanlega
gerðar úr smjöri í Kumbum)
til Lhasa, f tilefni af brúð-
kaupi hennar og Songsten
Gambo konungs.
F. Spencer Chapman, sem
var ritari í brezkri sendinefnd
til Lhasa árið 1936, lýsir i
bók sinni dýrkendum trúar-
innar við hliðið að Jokhan,
og voru víst sumir á illa laun-
aðri yfirbótargöngu fyrir ríka
syndara, sem hvorki höfðu
tíma né löngun til að vera
að þessu. Hann sá þar einnig
hundrað betlara í einum hóp,
og voru sumir örvasa en aðr-
ir sjúkir, og fjarskalega aumk-
unnarverðir, aðrir hraustlegir
og hávaðasamir og hefðu helzt
þarfnazt duglegrar ráðningar.
Sá eini af betlurum, sem við
sáum í Tíbet, það var munkur,
sem okkur sýndist vera van-
gefinn, og tók hann við ölm-
usum hjá pflagrímum við há-
tíðahöldin í Drepung. Að lík-
indum hafa hin nýju yfirvöld
álitið að flengingar væru ekki
hin rétta aðferð til að uppræta
þessa þjóðfélagsmeinsemd, því
að þau höfðu skipað hinum
hraustu til vinnu, áður en við
komum, en sett þá, sem sjúkir
voru, á nýja spítalann.
Aðalhliðsins gætti munkur
nokkur, sem lyktaði eins og
hann hefði ekki þvegið sér eða
verið þvegið síðan hann fædd-
ist. Hann sat á stórri mottu
og hafði sveipað um sig afar-
víðri yfirhöfn, úr gulu silki,
vattfóðruðu, sem gljáði af
gömlum smjörblettum.
Næst fyrir aftan hann heyrð-
ist innan úr dimmum forsalnum
20,00 Samkór Vestm.eyja og
Reynir Guðsteinsson syngja.
M. Hunger stjórnar.
20,20 Ný tónlist í New York; II:
Leifur Þórarinsson á viðtal
við Charles Wuorinen tónsk.
Einnig verður leikinn Kons-
ert fyrir selló og tíu hljóð-
færi eftir Wourinen. R. Mart-
in og hljóðfæraleikarar við
Columbia háskólann flytja:
G. Schuller stjómar.
20,50 G. Cziffra leikur píanó-
lög eftir Liszt og Chopin.
21,00 Þriðjudagsleikritið; „Hæst-
ráðandi til sjós og lands“.
Lokaþáttur. Um stjómartíð
Jörundar hundadagakonungs,
eftir Agnar Þórðarson. Leik-
stj.: Flosi Ólafsson. Leikend-
ur: Helgi Skúlason, Bessi
Bjamason, Inga Þórðardóttir,
Baldvin Halldórsson, Valde-
mar Helgason, Guðm. Páls-
son, Róbert Arnfinnsson, Rúr-
ik Haraldsson, Herdís Þor-
valdsdóttir, Helga Bachmann,
Klemenz Jónsson, Jón Sig-
urbjörnsson, Gestur Pálsson,
Jóhanna Norðfjörð, Valgerð-
ur Dan, Gísli Alfreðsson og
Láras Pálsson.
22,00 Lestur Passíusálmanna (7)
22,20 Húsfrú Þórdís. Séra Gunn-
ar Árnason byrjar lestur á
Hcrman Wildenvey.
söguþætti eftir Magnús
Björnsson frá Syðra-Hóli (1).
!,40 Hljómsveit undir stjóm
H. Wahlsgrens leikur létt tón-
verk eftir S. Peterson-Berger,
uml af bæninni Om mani
padme hum (Heill sértu gim-
steinn í lótusblóminu), bæn
buddhatrúarmanna, sem aldrei
þagnar á vörum trúaðra
manna meðan þeir eru vakandi,
og einnig frá veggunum þar
sem dýrkendur voru að iðka
framföll sín.
Við nálguðumst fyrsta altar-
ið um fornan húsagarð um-
kringdan súlum. Landon tók
eftir því, að málverkin á veggj-
unum þarna vora nærri hulin
ryki og óhreinindum og erfitt
var að gera sér grein fyrir því
hvaða litir hefðu verið á þeim
upphaflega, á súluhöfðunum
og loftinu á svölunum þar sem
málað hafði verið.
Nú skein allt í skæram lit-
um. Súlurnar voru rauðlakkað-
ar, og myndimar af dýrum.
fuglum og blómum á súluhöfð-
unum, sem héldu uppi þakinu,
vora bjartar af nýjum litum,
bláum, grænum, rauðum, gul-
um, blágrænum og hvítum.
Árið 1959 lokuðu uppreisnar-
menn, lærðir sem leikir, sig
inni í Jokhan vapnaðir rifflum
og vélbyssum. Ljótar sögur
hafa gengið af því hvílíkar
stórskemmdir hafi verið unnar
á þessu musteri sem öðram af
kínversku herliði. En svo hefur
Yang King-hwei, sem stjórnaði
fótgönguliði Kínverja, sagt frá,
að bæði sér og öðrum kínversk-
um foringjum hafi verið bann-
að að skjóta á Potala, sumar-
höll Dalai Lama í Norbulinka
og Jokhan. Ef nýlega hefði
verið gert við skemmdir á
þessum húsum, hefði það verið
jafn auðséð og nýtt ör á and-
liti, en af því sáum við ekki
heitt. Ef eldur hefði komið upp
í þessum fomu skrælþurru hús-
um, hefðu þau brannið til
grunna. 1 öðrum húsagarði, rétt
fyrir framan musterið, var
garður, vaxinn litsterkum blóm-
Skjöld, Atterberg o.fl. sænsk»
höfunda.
223,00 Á hljóðbergi. Bjöm Th.
Björnsson, listfræðingur vel-
ur efnið og kynnir: a. Her-
man Wildenvey les úr ljóð-
um sínum. b. Norsk gaman-
semi í rímuðu og óbundnu
máli.
23,45 Dagskrárlok.
heyrl
• Tekjulindir!
• Maður nokkur hringdi til
blaðsins í gær og sagði frá
bréfi, sem hann hafði fengið
frá opinberri skrifstofu hér í
bæ, en þar var honum m. a.
tjáð eftirfarandi: .vantald-
ar tekjur af sauðfé og konu
yðar verða færðar yður til
tekna‘‘.
• Hótelið gleymdi
kaffi fyrir 130
• Söngfólkið úr Fílharmoníu,
sem syngur með Sinfóníuhljóm-
sveitinni í 9. sinfóm'unni ætlaði
að gera sér dagamun á sunnu-
daginn og drekka sapaan kaffi
á Hótel Sögu. Hafði kaffi verið
pantað fyrirfram, og var ætlun-
in að fara beint af hljómleil^-
unum í Háslcólabíó á Hótel
Sögu, en í kómum eru um 130
manns. En er hópurinn kom
í bændahöllina, kom í Ijós, að
þar hafði alveg gleymzt að
hugsa um kaffið! Var fólkið
fyrst beðið að bíða í 10 mín.
en að þeim liðnum tilkynnt, að
það gæti því miður ekki orðið
af kaffidrykkjunni þarsemekki
vœri búið að hita upp salinn.
Varð við svo búið að standa,
en mörgum mun hafa þóttþetta
nokkuð slæleg þjónusta hjá því
hóteli, sem talið er það fín-
asta í bænum.
um, en hér í þessu landi verða
litir skærari en nokkursstaðar
annars. Þetta voru dalíur, ast-
ers, malva, ljónsmunnar, stokk-
rósir. Við fórum inn í yztu
kapelluna og gengum gegn um
reykjarsvælu með römmum þef,
sem lá í logninu eins og hálf-
gagnsæjar blæjur. Og ekki vor-
um við fyrr komin inn fyrir en
okkur mætti þessi kæfandi, en
ekki núorðið með öllu ókunni
þefur af jakuxasmjöri, sem
brann í gífurlega stórum eir-
skálum, og reykelsi sem glórði
í fyrir framan guðamyndirnar.
Munkamir voru saman komn-
ir til messu, og sátu í tveimur
röðum, sneru andlitum saman.
Afarstór mynd af Búddha úr
gulli horfði við þeim frá hásæti
með himni yfir. Forsöngvari,
SQtn sat við borð fyrir framan
lítið altari sem á voru fjöl-
margar myndir af guðum og
táknrænar skreytingar, stjóm-
aði söngnum, og minnti á rít-
úalið með því að hringja lítilli
silfurbjöllu.
Ég settist meðal þeirra með
segulbandstækið mitt, til þess
að ná söngnum á það. En svo
varð mér við þessa einhæfu,
síendurteknu tóna, að mér
fannst ég vera þyngdarlaus, svo
sem gerist í draumi, að svo
þykir sem maður sé kominn
kippkorn í loft upp og sé holt
undir fótum. Hönd kom við
öxlina á mér og ég kom til
sjálfs mín um leið. Þá var
höfuðið hnigið niður á milli
hnjánna, þvi það var að líða
yfir mig af reyknum af lömp-
unum og reykelsissvælunni.
Félagar mínir voru flúnir út
í garð, því þá klígjaði svo þeir
ætluðu að kasta upp. Gamall
munkur með pergamentásjónu
sem færðist í ótal hrukkur
þegar hann brosti, hjálpaði mér
á fætur og leiddi mig út. Mig
sveið í kverkarnar þangað til