Þjóðviljinn - 09.03.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1966, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 9. marz 1966 — 31. árgangur -^56. tölublað._ Týndu sprengjunnar leitað Aðalfundur Dagsbrúnar var haldinn sl. sunnudag: Fjölbreytt og öflug starf- semi félagsins á sl. ári □ ASalfundur Verkamannafélagsins Dagsbrúnar var haldinn í Ið'nó sl. sunnudag. Formaður félagsins Eðvarð Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. Á starísárinu gengu 207 manns í félagið, en 51 félagsmaður lézt á árinu og heiðruðu fundarmenn minningu þeirra með því að rísa úr sætum. □ Heildaraukning sjóða félagsins varð á árinu krónur 3.089.321,00, þar af varö tekjuafgangur Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna kr. 2.457.442,00. Bókfærðar skuldlausar eignir sjóðá félagsins námu í árslok 12,6 milj. króna, þar af er eign Styrktarsjóðs Dagsbrúnarmanna 7,4 milj. króna. Á árinu fengu 262 félagsmenn greiddar bætur úr Styrktarsjóði Dagsbrúnarmanna og námu þær samtals 1,7 milj. króna. Heild- arbótafjárhæðin hefur hækkað frá árinu áður um 34%. Að lokinni skýrslu formanns voru reikningar félagsins lesnir upp og samþykktir. Fundurinn samþykkti að ár- ! gjald félagsmanna fyrir árið 1966 skuli vera kr. 1000.00. Viðræður hafa farið fram milli fulltrúa Verkalýðsfélagsins Esju og Dagsbrúnar um sameiningu félaganna, en félagssvæði Esju nær yfir Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Aðalfundurinn sam- þykkti fyrir sitt leyti að félögin sameinist og félagssvæði Dags- brúnar stækki þannig að það nái yfir félagssvæði Esju. Varðandi alúmínsamningana Eðvarð Sigurðsson. var tillaga er birt var hér í blað- inu í .gær. Eftirfarandi tillaga frá Tryggva Emilssyni og Sigurði Guðnasyni var samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum gegn 4: Framhald á 9. síðu. Björgunarfélagið hefur fest kaup á nýju skipi, Goðanum Enn leita Bandaríkjamenn áð vetnissprengjunni sem týndist yfir Spáni fyrir tæpum tveimur mán- uðum. Heil flotadeild tekur þátt í leitinni, auk fjölmenns liðs á landi, en enn hefur hún ekki komið í leitirnar og kvíði íbúanna vegna geislavirkninnar fer dagvaxandi. —Myndin er af kaf- báti af sérstakri gerð sem notaður hefur verið við leitina — en á 3. síðu eru frekari fréttir. Björgunarfélagið hefur fest kaup á nýju björgunarskipi, sem kemur hingað frá Noregi í lok mánaðarins. Mun skipið hljóta nafnið „Goðinn“ og veita fiski- skipaflotanum alla þá þjónustu sem það getur veitt, á sama grundvelli og „Goðanesið" hefur starfað. í tilefni af því að björgunar- félagið hefur fest kaup á norska dráttarbátniim „Kraken“, boð- aði Gísli Ólafsson, stjórnarform. Herstöðvarnar sem Bandaríkin hafa í Frakklandi munu verða lagðar niður Bandaríkjastjórn er sögð hafa þverneitað að verða við þeirri kröfu de Gaulle að þær verði allar settar undir stjórn franska hersins WASHINGTON 8/3 — Ljóst þykir að senn líði aö þvd að herstöðvar þær sem Bandaríkjamenn hafa í Frakklandi verði lagöar niður. De Gaulle forseti hefur krafizt þess aö þær verði allar settar undir stjórn franska hersins, en Bandaríkjastjórn er sögð munu þverneita þeirri kröfu. 1 gær afhenti Couve de Mur- ville, utanríkisráðherra Frakk- lands, Charles Bohlen, sendi- herra Bandaríkjanna í París, boð- skap frá de Gaulle til Johnsons forseta. Þessi boðskapur hefur ekki verið birtur, en vitað er að de Gaulle gerði í honum nán- ari grein fyrir þeim áformum sem hann gat síðast um á blaðamannafundi í síðasta mán- uði, að Frakkar tækju yfirstjórn allra bandarísku herstöðvanna i Frakklandi í sínar hendur smám saman og áður en gildistími 1 Atlanzsáttmálans rennur út í apríl 1969. Björgun er talin vonlaus □ Sjópróf hófst 1 gær hjá bæjarfógetaembættinu í Vestmannaeyjum út af strandi Eyjabergsins, en báturinn strandaði á Faxaskeri í fyrrakvöld. □ Athuganir fóru fram á því 1 gærdag hvort unnt væri að bjarga bátnum og var það talið von- laust, þegar síöast fréttist, — báturinn situr ennþá á skerinu og marar í kafi á flóði, en hann sést nokkuð greinilega á fjöru. Liggur hann á hliðinni og gengur sjór út og inn í bát- inn. Johnson forseti hefur þegar | svarað boðskap de Gaulle og segir í frétt frá Washington í dag að hann hafi gert Frakk- landsforseta það fyllilega ljóst að ‘ Bandaríkjastjóm muni ekki geta sætt sig við að bandarískt herlið á franskri grund verði sett undir franska stjórn. Sendiherra Frakka í Washing- ton var í dag kvaddur í utan- ríkisráðuneytið þar og afhenti George Ball aðstoðarutanríkis- ráðherra honum svar Johnsons. Bandarískir embættismenn eru að vísu bornir fyrir því að svar- ið hafi ekki falið í sér „af- dráttarlaust nei“ við kröfu de Gaulle, eins og blaðið „Was- hington Post“ hafði skýrt frá, heldur sé þetta bráðabirgðasvar og muni síðar gerð nánari grein fyrir viðhorfi Bandaríkjastjórnar til málsins, enda muni hún hafa samráð við stjórnir annarra Natoríkja. Ekki birt Bréfaskipti forsetanna munu ekki verða birt, a.m.k. ekki að sinni, sagði Moyers, blaðafulltrúi Johnsons, í dag. Hann sagði að de Gaulle hefði í boðskap sínum fjallað um ýmsar ráðstafanir sem Frakkar ætluðu sér að gera 1969 þegar gildistími Atlanzsátt- málans rennur út og tímabært verður að endurskipuleggja Atlanzbandalagið. Moyers vildi engu svara þeirri spurningu hvort telja mætti að svar Johnsons hefði verið „algert nei . 35 her- og birgðastöðvar Herstöðvar þær sem Banda- ríkjamenn hafa í Frakklandi eru einkum flugvellir sem eru þeim að vísu gagnlitlir til hernaðar eftir að de Gaulle bannaði kjarnasprengjuþotum þeirra að nota þá. Miklu mikilvægari eru birgða- og aðdráttastöðvar sem Bandaríkjamenn hafa komið sér Framhald á 9. síðu. Björgunarfélagsins, fréttamenn á fund sinn og annarra stjórnar- meðlima, en þeir eru Ásgeir Magnússon, forstjóri Samvinnu- trygginga, Sigurður Egilsson, Sjóvátryggingum og Tryggvi Briem, Almennum Tryggingum, sem er varamaður. Nýi dráttarbáturinn verður af- hentur í Noregi um 20. marz n. k. og verður honum gefið nafn- ið ,,Goðir.n“. Hann verður skrá- settur í Reykjavík og verður á- höfnin 6-7 manna, þar af gegna 3 menn jafnframt hlutverki froskmanna. „Goðinn“ mun fylgjast með fiskiflotanum, en ekki er enn afráðið hvert hann fer fyrst í stað. Kaupsamningur var undirrit- aður af stjórn félagsins í Osló 2. marz s. 1. eftir að báturinn hafði verið skoðaður af Páli Ragnarssyni, fulltrúa hjá Skipa- skoðun ríkisins. Samningurinn Sáttafundur í nótt Enn einn samningafundur hófst í gærkvöld í deilu verzl- unarmanna á vegum sáttasemj- ara. Þjóðviljinn hafði samband við Guðmund Garðarsson, for- mann Verzlunarmannafélags R- víkur, laust fyrir miðnætti, og bjóst hann þá við að fundurinn stæði fram eftir nóttu. Kvað hann atvinnurekendur ögn hafa breytt afstöðu sinni til sam- komulags fyrr um kvöldið, en þó engan veginn svo að full- nægjandi gæti talizt. hefur nú verið st'aðfestur og heimilaður af yfirvöldum hér, Viðskiptamálaráðuneytinu og Landsþsuika íslands. Skipið er byggt úr stáli í marz 1963 af Ulstein Mekaniske Verksted og er í mjög góðu á- standi, enda ekki í mikilli notk- un frá því það var byggt. Goðinn er 139 tonn, með 280 hestafla vél og er skipinu því Framhald á 9. síðu. Kosningar í Danmörku SF vann mikið á KHÖFN 8/3 — Þegar úrslit voru kunn í 80 kjördæmum í sveitarstjórnarkosningun- um í Danmörku í dag var helzta ályktunin sem draga mátti að Sósíalistíski al- þýðuflokkurinn (SF) hefði unnið mikið á 1 þeim kjör- dæmum sem hann bauð fram í. Síðari fréttir staðfestu þetta. Eftir bráðabirgðatalningu hafði SF aukið hluta sinn af greidd- um atkvæðum um 2,8 prósent og þar sem hlutfallstala hans var 5,8 í þingkosningunurn 1964, bendir það til að flokkurinn hafi aukið fylgi sitt um ein 50 prósent. Hlutfallstala Sósíaldemókrata hafði lækkað um 3,4 prósent. Vinsriflokkurinn og íhaldsflokk- urinn höfðu báðir unnið á. FÉLAGS- FUNDUR ÆFR ÆFR heldur félagsfund fimmtudaginn 10. þ.m. kl. 8.30 að Tjamargötu 20. Dagskrá fundarins verður: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kjartan Ólafsson ræð- ir um skipulagrsmál Alþýðubandalagsins. 3. Gísli Gunnarsson ræðir um alþjóðamál, m.a. Vietnam, dómana yfir sovézku rithöfundunum og ástandið í Ghana. 4. önnur mál. Félagar ÆFR eru ein- dregið hvattir til að sleppa ekki þessu ágæta tækifæri til að kynnast þejm at- burðum sem undanfarið hafa átt sér stað í skipu- lagsmálum Alþýðubanda- lagsins. Þá munu vafalaust margir hafa áhuga á erindi Gísla Gunnarssonar um er- lend málefni, þau sem efst eru á baugi. Mætið vel og stundvís- lega. — Stjórnin. 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.