Þjóðviljinn - 12.03.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Síða 1
A.S.Í. 50 ÁRA BLAO II LAUGARDÁGUR 12. MARZ 1966 EINAR OLGEIRSSON: Hugleiðing um húlfrar aldar reynslu I. Baráttan um sjálfstæði og forystuhlutverk verkalýðsins Heimsstyrjöldin fyrri hafði eins og sú síðari mikil áihrif í þá átt að skerpa stéttarbarátt- una og knýja verkalýðinn á sjó og landi til umhugsunar og að- gerða í hagsmuna- og frelsis- baráttu sinni. Hásetaverkfallið frá apríl-lokum til miðs mai 1916 varð einskonar eldskfm hins nýstofnaða Alþýðusam- bands. Forystustéttin, sem þá var innan verkalýðsins, — tog- arasjómennimir, — hafði fund- ið til máttar síns og sýnt vald sitt. Það má greina þrenna aðila við stofnun Alþýðusambands og Alþýðuflokks: 1. Verkamenn á sjó og landi, er þegar höfðu myndað sín verkalýðsamtök og jafnvel reynt landssamtök eins og Bárufélögin og Verkamanna- sambandið 1908. Þeim var og að verða Ijós nauðsyn hinnar pólitísku baráttu. Úr þeirra hópi var fynsti forsetinn val- inn: Ottó N. Þorláksson. 2. Sósíalistar. jafnaðarmenn, er litu á það sem sögulegt hlutverk verkalýðshreyfingar- innar að framkvæma sósíal- ismann og skoðuðu það höfuð- éinkenni sitt að vekja verka- lýðinn til meðvitundar um þetta hlutverk. Ólafur Friðriks- son var fulltrúi slíkra manna, hafði þá stofnað fyrsta jafnað- armannafélagið á fslandi norð- ur á Akureyri 1915. 3. Jónas frá Hriflu og aðrir með svipaðan hugsunarhátt, er álitu nauðsynlegt að aðstoða verkamenn við að skipuleggja stétt sína faglega og pólitískt. Afstaða Jónasar var sú eins og hann gerði grein fyrir í ,.Nýr landsmálagrundvöllur" í ,Rétti‘ 1918, að ef verkamannastéttin gæti ekki skapað sér stéttar- samtök og flokk. bá gæti hún orðið handbendi borgarastéttar- innar, sbr. hvað Jónas segir í nefndri grein um tilraun Sveins Bjömssonar annarsveg- ar til að ná fylgi verkamanna, — og tilraun „nokkurra oflát- unga“ hinsvegar til þess að fá verkamenn til að gera aðsúg að ríkisstjórninni. ísland er enn fyrst og fremst bændaþjóðfélag 1916. Meiri- hluti þjóðarinnar býr i sveit- um (1920 er það 57,3%). Og 40614 manns af þjóð, er telur 94690 árið 1920 lifa af land- búnaði eða 42,9%. Vegna bess hve frumstætt bióðfélae;ð er — og vegna þess hve rikan þátt Jónas frá Hrifl” sem sterkasti maður Hálf öld er liðin, síðan ís- lenzkir verkamenn skópu fyrstu varanlegu heildarsamtök sín á faglegu og pólitísku sviði í senn er þeir þann 12. marz 1916 stofnuðu Alþýðusamband Islands, er nefndist Alþýðu- flokkurinn, þegar um kosning- ar og önnur stjórnmálaafskipti var að ræða. Samtökin stóðu á grundvelli jafnaðarstefnunn- ar — sósíalismans. Það er hollt að horfa til baka á slíkum tímamótum og rifja upp hvað helzt má læra af hálfrar aldar reynslu, til þess að vera betur búinn í veg- ferðina næstu hálfa öld. Og verður þó aðeins drepið á nokkuð af því helzta í stuttri grein. fslenzkrar verklýðsh reyf inga r enda úr menntaskólum fyrir kommúnisma. brottrekstur sjúk- linga af heilsuhælum o. s. frv. átti að brjóta kommúnismann á bak aftur, en hafði þveröfug áhrif. Xnnan Alþýðuflokksins skerptust og átökin milli þeirra er létu sér lynda yfirgang Framsóknar, — og kommúnist- anna. Baráttan gegn þessari undanlátsstefnu ,,kratanna“ varð einn aðalþáttur í stofnun Kommúnistaflokks Islands 29. nóv.—3. des. 1930. Kommúnistaflokkurinn gerði að einu höfuðatriði í baráttu sinni pólitískt sjálfstæði verka- lýðshreyfingarinnar gagnvart Framsóknarflokknum og gerði jafnframt forystuhlutverk verkalýðsins í þjóðfélaginu að hugsjón sinni Og er fram liðu stundir óx upp nýr vinstri arm- Framhald á 3. síðu. Verkalýðssamtökin cru orðin volduðasta fjöldahreyfing í landinu. — Myndin er frá hátíðahöldum alþýðu í Beykjavík 1. maí Framsóknarflokksins, er stofn- aður var í desember 1916, átti í stofnun Alþýðuflokksins, skapast hin sterku tök Jónasar og Framsóknar á Alþýðu- flokknum. Það var frá upphafi tilgangur Jónasar að gera Al- þýðuflokkinn að flokki „lítilla sanda. lítilla sæva“, láta hann dunda við að reka „kúabú, garðrækt og fiskveiðar til hagn aðar bæjarfélögunum“ (Réttur, í nefndri grein, 1918, bls. 22) og vera litli bróðir Framsóknar, fylgispakur í hvívetna. Hinsvegar var hlutverk og þjóðfélagsleg afstaða þessara tveggja stétta. — bænda og verkamanna, — gerólík þótt þær ættu samleið í baráttu við auðmannastétt og ættu að vera bandamenn þar. Það var þá hugsjón Jónasar frá Hriflu og þorra Framsókn- armanna með honum að efla sveitimar og bændastéttina eða a.m.k. halda styrkleika þeirra og til þess þurfti að standa gegn aukningu sjávarútvegsins og bæjanna. Framsókn var á móti þróun auðvaldsskipulags- ins á íslandi. Það hlaut hinsvegar að verða stefna verkalýðsins strax og hann áttaði sig til fulls á þjóð- félagsþróuninni að standa með tæknilegri þróun þjóðfélagsins, eflingu sjávarútvegs og iðn- aðar, — og þar með stóraukn- ingu verkaiýðsins sjálfs, betri lífskjörum og meiri frístund- um. Ef tæknileg þróun þjóðfélags- ins átti að vera hugsanleg án þess að auðvald þróaðist, þá hefði þurft að skapa samstill- ingu Framsóknar og Alþýðu- flokksins um stórfellda tækni- þróun Islands á grundvelli samvinnu, bæjar- og ríkis- reksturs. Hugmyndir um slíka þróun voru til, en grundvöllur ekki til framkvæmda. Það húsbóndavald sem Fram- sóknarforystan á þessu sfceiði áleit sig eiga að hafa yfir Al- þýðuflokknum, varð þróun Al- þýðuflokksins fjötur, sem varð að brjóta. Framsókn var reiðu- búin að hjálpa Alþýðuflokkn- um í einstaka endurbótamálum (t. d. togaravökulögunum), en hún vildi ráða honum og sníða honum stakk við sr*; — þ. e. Framsóknar — hæfi. Gegn þessu húsbóndavaldi og undanláti undan því risu vinstri kraftar í Alþýðuflokkn- um, kommúnistamir fyrst og síðar fleiri. Stefnan með slíkri uppreisn var: pólitískt sjálf- stæði verkalýðsins gagnvart borgaralegum ílokkum og vilji verkalýðsins til þess að takast forystu á hendur í þjóðmálun- um. Gagnrýni kommúnista jókst eftir stjómarmyndunina 1927, er það sýndi sig að Framsókn- arstjómin var andvíg slíkum þjóðnýtingaráformum sem olíu- einkasölu ríkisins o. fl. og var ótrauð að berjast gegn verka- mönnum í kaupgjaldsbaráttu þeirra. Átökin skerptust í sí- féllu. Bardagaaðferð Jónasar frá Hriflu varð hin sígilda að- ferð Bismarks: sætabrauð og svipan, — sætabrauð handa krötum, svipan handa komm- únistum. ef þeir gáfust ekki upp. Það hófst einhver hatram- asta pólitíska ofsóknarherferð, sem þekkzt hefur á þessari öld á Islandi og stóð með smáhlé- um til 1942. Brottrekstur nem-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.