Þjóðviljinn - 16.03.1966, Side 2

Þjóðviljinn - 16.03.1966, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 16. marz 1966. FUNDUR UM OKUR OG MEIÐYRÐAMÁL Æskulýðsfylkingin, ÆFR og Félag róttækra stúdenta gengust fyrir fundi í Tjarnargötu 20 á sunnudagskvöldið um meiðyrðamál Lárusar Jó- hannessonar gegn ábyrgðarmönnum Frjálsrar þjóðar og aðdraganda málsins. En í undirrétti var Einar Bragi dæmdur í hæstu sektir sem hérlendis hafa verið dæmdar og lík- lega hæstu sektir sem dæmdar hafa verið í meið- yrðamáli á Norðurlöndum. Fundurinn var fjölsóttur og eftir nokkrar um- ræður og svör við mörgum fyrirspurnum þótti málið ligja Ijóst fyrir. Haraldur Henrýsson lögfræð- ingur flutti erindi um málið og rakti fyrst aödraganda þess: Síðla sumars 1963 kærði Ágúst Sigurðsson verkamaður í Reykjavík. Jóhannes Lárusson lögmann fyrir að hafa haft af sér fé í lánaviðskiptum á refsi- verðan hátt og jafnframt kærði hann Búnaðarbanka Islands fyrir að hafa verið hjálpartæki lögmannsins við hina meintu féflettingu. Jafnframt því sem kæra \/WVVWWVWWWWWWVWVVVWVVWWWWWVVVWVVWVWVWWWVVWWWWWWWWWV Með silkihanzka Það var mjög fróðlegt — • og ekki laust við að vera dálítið kímilegt — að líta inn í móttöku Alþýðusambands íslands í Lindarbæ á laugar- daginn var í tilefni af hálfr- ar aldar afmæli samtakanna. Til þeirrar ágætu dúfnaveizlu voru mættir ýmsir þeir menn sem um langt skeið hafa bar- izt hvað harðast gegn verk- lýðssamtökum á íslandi og farið um þau grimmilegustum orðum, eins og marka mátti af myndum beim sem birtar voru hér í blaðinu í gær. Atvinnurekendur voru að bessu sinni ekki mættir f hópum til þess að hremma Hannibai Valdimarsson með ofbeldi og flytja hann nauðugan á brott. heldur kváðust þeir nú vera himinlifandi yfir því að þeim hefði ekki tekizt að brjóta verklýðshreyfinguna á bak aftur eins og reynt var ára- tugum saman. Forustumenn Sjálfstæðisflokksins — þeirra á meðal allir ráðherrar hans og borgarstjórinn í Reykjavík — voru ekki komnir til þess að bera forustumenn albýðu- samtakanna þeim sökum að þeir væru skemmdarafl í þjóð- félaginu, græfu undan at- vinnulífi og heilbrigðu efna- hagskerfi, væru handbendi alþjóðlegra ofbeldisafla eða hafa uppi annan þann munn- söfnuð sem fvllt hefur mál- gögn Sjálfstæðisflokksins ára- tugum saman; nú var mælt til vináttu af fágaðri kurt- eisi. Ýmsir forustumenn Al- þýðuflokksins. sem undan- fama daga hafa verið sér- staklega iðnir við að hrak- yrða hinn róttækari arm verk- lýðshreyfingarinnar, voru engu að síður mættir þarna mildir og brosandi Víst var þetta sönn dúfnaveizla, einnig f þeim skilningi að gestgjafinn var fjarstaddur við vinnu sína. Engu að síður var þetta táknrænn atburður sem sönn- un bess hvert vald alþýðu- samtökin eru orðin f iandinu En þótt máttarstólpar þjóðfé- lagsins hafi komið og lotið valdinu skyldi enginn ætla að þeir hafi breytt um afstöðu — hin raunverulegu viðhorf birtast daglega í stefnu ríkis- stjórnarinnar og munu án efa koma enn glögglegar í ljós þegar líður að næstu kjara- samningum. En auðvitað má reyna hvort ekki er unnt að ná árangri með silkihönzkum, þótt valdhafarnir ættu raun- ar að vita að sú flík er ekki í notkun meðal verkafólks á Islandi. Leiðin okkar allra Tíminn greinir frá því í gær að Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins, hafi flutt ávarp er aðalfundi mið- stjórnar flokksins lauk á sunnudagskvöldið var. Dreg- ur Tíminn efni ávarpsins réttilega saman í eina setn- ingu og notar hana í fvrir- sögn: ,,Aðeins ein leið til — það er hin leiðin". Er þetta næsta óvænt kjörorð, og væri fróðlegt ef sá ágæti verk- fræðingur Helgi Bergs vildi gefa á því raunvísindalega skýringu hvernig unnt er að tala um hina leiðina ef að- eins er ein leið til. En að sjálfsögðu á stefna Framsóknarflokksins ekkert skylt við raunvísindi, heldur ber hún í sívaxandi mæli keim af guðfræði. Þegar rit- ari Framsóknarflokksins not- ar þá samlfkingu um vegferð manna hér á jarðrfki að að- eins sé til ein leið. hlýtur hann að eiga • við ..leiðina okkar allra“. þá leið sem oddviti ungra Framsóknar- manna benti á fyrir skemmstu er hann gerði útfararsálminn „Kallið er komið“ að bar- áttulióði flokksins. Hins vegar er flokksritarinn auðsjáanlega meiri fagurkeri í sálmasmekk sínum; hann hefur greinilega í huga sjálfan Hallgrím Pét- ursson: „Lffið manns hratt fram hlevnur./hafandi öngva bið,/í dauðans grimmar grein- ur,/— gröfin tekur þar við.7 allrar veraldar vegur Tvfkur að sama punkt./fetar bann fús sem tregur.'/hvort fellur létt eða þungt“. — Austri. þessi var send til Sakadóms Reykjavíkur var hún send Frjálsri þjóð með ósk um birt- ingu. Blaðið taldi að birting kænunnar gæti orði til þess að eitthvað raunhæft yrði gert í okurmálum, en sem kunnugt er hefur slík starfsemi vaxið með hverju ári, en ákæru- og dóms- vald virtust algerlega hafa lokað augunum. Auk þess var þetta mál ekki einungis einfalt okurlánamál heldur var hér einnig um að ræða ætlaða misnotkun eins ríkisbankans í sambandi við slíka starfsemi og jafnvel á- stæða til að ætla að um sam- vinnu gæti verið að ræða. Afgreiðsla þessa máls Ágúst- ar gegn Jóhannesi Lárussyni varð sú að ákveðið var að fella niður málið þar sem full- yrðing stæði gegn fullyrðingu, því auðvitað hafði Jóhannes Lárusson neitað því að hafa fengizt við okurstarfsemi. Taldi Haraldur að þessi af- greiðsla hefði verið mjög hæp- inn og sagði m.a.: „Það getur tæplega talizt í anda lýðræðis- legs réttarfars að ákæruvaldið stöðvi rannsókn mála, án þess þau hafi verið upplýst að nokkru ráði og fjölda spum- inga ósvarað". Lárus Þegar málin voru komin á þetta stig. þ.e. frekari rannsókn hindruð, fer Lárus Jóhannes- son, hæstaréttardómari á stjá. Stéfndí hánn þlaðinu fyrir meiðyrði óg munu kröfur hans nú í átta málum skipta miljón- Utn... Lánis. Jóhannes&on byggir kröfur sínar á hví, að Frjáls þjóð hafi brotið meiðyrðaá- kvæði 25. kafla almennra hegningarlaga með því að leggja sig í einelti með sví- virðilegum aðdróttunum. Hina háu bótakröfu byggir hann á því, að hér sé ekki ráðizt á neinn venjulegan mann, held- ur dómara við æðsta dómstól landsins. Af hálfu Frjálsrar þjóðar hefur verið lögð á það áherzla að ekkert af því, er blaðið hélt fram í málum þessum, hafi verið hrakið enda þótt í ýms- um tilfellum skorti réttarfars- legar sannanir. sem stafi þó fyrst og fremst af linkind á- kæru- og dómsvalds. Þá skrifuðu ábyrgðarmenn blaðsins dómsmálaráðherra í nóvember 1964 og fóru fram á það, að opinber framhaldsrann- sókn yrði gerði í kærumáli Ágústar Sigurðssonar. Bréfi þessu fylgdu ný gögn. en það var listi yfir nöfn fólks, er hafði orðið fyrir svipaðri reynslu og Ágúst Sigurðsson og tiáði sig fúst að koma fvrir rétt sem vitni ef þess yrði óskað. Jafn- framt fylgdi skýrsla eins þess- ara aðila um viðskipti sín við þá feðga Jóhannes og Lárus. Þagnarmúr Eini árangur þessa bréfs til dómsmálaráðherra var sá,- að Lárus Jóhannesson sendi þeim aðila, er hafði gefið fyrrgreinda skýrslu, bréf sem nánast mætti kalla hótunarbréf. Var ekki um annað að ræða en hann hefði séð hana hjá ráðherra, sem þannig hafði brotið trún- að við ábyrgðarmenn blaðsins og skýrslugjafann en auk þess þverbrotið reglur um rannsókn opinberra mála með því að hefja meðferð málsins með því að sýna kærðum kæruna utan réttar. áður en hann yrði sjálf- ur spurður sjálfstætt um máls- atvik. Var kröfu ábyrgðar- manna og gögnum algerlega stungið undir stól. Þá töldu ákærendur mjög mikilvægt að í málaferlum þessum kæmi allt fram um við- skipti þeirra feðga við Búnað- arbankann og stefnu því til sem vitnum ýmsum starfs- mönnum hans á umræddu tímabili. Reis þá upp annar þagnar- múr: Hæstiréttur úrskurðaði, að bankamenn mættu ekki bera vitni um málefni banka síns án leyfis ráðherra og jíegar að ráðherra kom neitaði har,n. Ovefengjanlegt Að lokum dró Haraldur Hen- rýsson saman þau atriði máls- ins sem óvefengjanleg eru: 1. Það er óvefengjanlegt að Ágúst Sigurðsson kærir Jó- hannes Lárusson fyrir að hafa haft af sér stórfé á refsiverðan hátt. Sekt hins kærða er ekki réttarfarslega sönnuð og koma bar fyrst oe fremst til slæ- leg vinnubrögð ákæru- og dómsvalds. Fjöldi fólks veit um hessa refsiverðu starfsemi kærða og margir eru fúsir að bera um hana fyrir rétti. 2. Það Iiggur fyrir sannað, að Búnaðarbankinn kcypti víxil hann, er um ræðir í máli Agústs Sigurðssonar og aðra víxla áður af Jóhannesi Lár- ussyni á útgáfudegi og útveg- aði honum, eða réttara sagt gaf honum þannig fé til hinnar ætluðu refsiverðu starfsemi. 3. Það Iiggur einnig sannað, að Lárus Jóhannesson hæsta- réttardómari er milligöngumað- ur bankans og sonar síns Jó- hannesar f þessum víxlavið- skiptum og sá er færir Jó- hannesi peningana. Haraldur lauk máli sínu með því að ræða nokkuð um meið- yrðaákvæði láganna. Ný gögn Næstur tók til máls Einar Bragi og skýrði hann frá því að sektir sem hann hefði þeg- ar verið dæmdur í mundu nema um 125 þús. króna með vöxt- um, þá hefðu ábyrgðarmenn Frjálsrar þjóðar þegar greitt málflytjanda sínum 50 þúsund uppí laun og ekki mundi kostn- aður við áfrýjunina eina til Hæstaréttar nema minnu en 25 þúsundum. Væri því kostnaður þeirra ábyrgðarmanna þegar kominn upp í 200 þúsund, þó þetta væri aðeins fyrsta mál af 8. Hann skýrði frá því að helztu erfiðleikar ábyrgðarmanna í þessum málaferlum stöfuðu af því að fólk sem tekið hefði ok- urlán væri af mismunandi á- stæðum ófúst að bera vitni, ýmsir væru hræddir og teldu það geta haft slæm áhrif á lánamöguleika sína jafnvel i ríkisbönkum. Hann hefði samt undir höndum skýrslur nokk- urra aðila um okurlán og mundi hann leggja þær fram í réttinum er hér væri komið, þó hann hefði hlífzt við því hingað til. Þá rakti Einar Bragi dæmi um fésýslu þeirra aðila, sem Framhald á 7. síðu. Hagtrygging kf. vill ráða eftirfarandi starfsfólk: Aðstoðarmann í tjónadeild, þarf að hafa þekkingu á bílaviðgerðum (boddyviðgerð). Stúlku við IBM skýrsluvélar. Skrifstofumann í söludeild. Eiginhandarumsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf, óskast send skrif- stofu félagsins fyrir 25. þ.m. HAGTRYGGING H.F. Bolholti 4 Staða matráðskonu við Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi op- inberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavikur, Heilsu- vemdarstöðinni Reykjavík, fyrir 25. þ.m. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. BAÐKER Vestur-þýzk baðker á aðeins kr. 3.495,00. Trygg- ið yður baðker á þessu hagstæða verði. BURSTAFELL ■* Byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3.-Sími 38840. **• LÖGTQK Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjaldheimtunn- ar í Reykjavík og samkvæmt fógetaúrskurði, upp- kveðnum 15. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum, samkvæmt II. kafla laga nr. 51/1964 um tekjustofna sveitarfélaga. en gjalddagi þeirra var 15. fjanúar s.l. Lögtökin fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýs- ingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tíma. Yfirborgarfógetinn í Reykjavík, 15. marz 1966. Kr. Kristjánsson. S A L T CEREBOS í HANDHÆGU BLÁU DÓSUNUM HEIMSÞEKKT GÆÐAVARA Messrs. Kristján Ó Skagfjörð Limit Post Box 411. Reykjavik. Iceland

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.