Þjóðviljinn - 16.03.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.03.1966, Blaðsíða 5
V SBÍMSSaSagw SE-mékz T96S ~ ÍÞJÖBVTIiJINN — SlBA 5 helmllia og við Innfluttar eldhúsinn- réttingar ódýrari þrátt fyrir 90% tolla Tréverk er stór li'ðttr í heildarkosfcnaðí íbúðabygginga og hljófca því húsbyggjendur að fagna öllu sem verða má til að lækka þann lið, eins og t.d. hagkvæmari vinnu- aðferðum og hentugri innkaupum. Á undanfömum árum hefur tíðkazt hér á landi furðu- legt óhóf í innréttingum, ekki sízt í eldhúsum og marg- ir ekki látið sér nægja minna en harðvið í hólf og gólf, að ekki sé nú minnzt á þá firru, að endilega þurfi að vera módelsmíði á hverju eldhúsi og ekkerfc megi likjast þvi sem er hjá nágrannanum. Byggðar eru íbúðablokkir og skyldi maður astla, að slíkar byggingar væru einmitt til þess reistar, að lœkka mætti verð hverrar íbúðar um sig. En þegar heildarverkid nser ekki nema að fokheldu og inn- réttingin að öðru leyti er svo módelsmíði í hverri íbúð fyrir sig, þá fer spamaðurinn við sambygginguna að verða nokk- uð vafasamur. Það er undan- tekning, að t.d. eldhúsinnrétt- ingar í blokk, þar sem öll eld- húsin eru eins í laginu, séu út- mældar og smíðaðar á einu bretti. Og heyrt höfum við um trésmíðameistara, sem var orð- inn því svo vanur að smíða hvert eldhús fyrir sig, að þegar einu sinni kom fyrir, að han- um var falið að smíða 30 inn- réttingar í blokk allar eins, fór hann á staðinn og. mældi út eitt eldhúsið, reiknaði út hvað kostaði að smíða bara í það og margfaldaði síðan með þrjátíu, rétt eins og um þrjá- tiu módelinnréttingar væri að ræða! Nýlega er farið að flytja inn verksmiðjuframleiddar eldhús- k — —- Þýzkalandi, og var blaðamönn- um nýlega gefinn kostur á að skoða þýzkar innréttingar, sem fyrirtækið Pólaris hf. flytur inn. Kallast innréttingin Diamant og kemur frá fyrirtækinu Lempex í Hamborg og kóm forstjóri þess, hr. Lemeke hingað til lands til að kynna sér íslenzk eldhús og hvernig bezt mætti aðlaga Diamant innréttinguna íslenzkum aðstæðum. Sagöi hann fréttamönnum, að helztu breytingar yrðu þær, að borðhæð hækkaði úr 85 cm í 90 og yrði það gert með að hækka sökkulinn undir skóp- unum. Einnig þyrfti skápadj'pt- in að vera aðeins meiri en í Þýzkalandi, og stöfuðu þessar - breytingar, sagði hr. Lemcke, af því að hér væru mest notuð amerísk heimilistæki, sem hefðu önnur mál en þau þýzku. Eigi fólk hins vegar þýzk heimilis- tæki eða annarsstaðar frá meg- inlandi Evrópu, þarf ekki að breyta stærðinni, og verður hægt að fá hvora stærðínasiem er keypta hjá Pólaris. Þá verður hægt að kaupa með innréttingunum vaska, sjálfsögðu nokkuð dýrára. Heildarlitur er hvítur, en hægt að breyta til með lit é borð- plöturn og efsta hluta neðri skápa. Ekki skiptir kostnaðarhliðin minnstu máli og spurðist Þjóð- viljinn fyrir um það hjá Páli, hverju reikna mætti með í kostnað að meðaltali. Kvað hann ekki svo gott að segja um það nákvæmlega, þvi óskir fólks væru misjaínar, en sér virtist í fljótu bragði og eftir þeim út- reikningum sem þegar hafa verið gerðir í sambandi við Diamand innrétiingum, að skápometrinn kostaði að með- általi fimm þúsund krónur. Að gamni fengum við saman- burð á eldhúsi, þar sem smið- ur hafði reiknað með að inn- réttingin kostaði 85 þúsund kr. Sambærileg Diamant innrétting kostaði 55.500 og er þá reifcn- að með 90 prósent tollum. Sfcáparnir eru hólfaðir á mismunandi hátt. Þaxna er búið að draga upp brauðskurðarvélina. innréttingar og er munurinn á innkaupsverði þeirra og módel- smíðinnar náttúrulega gífurleg- ur, en ennþá eru á þeim 90% tollar, sem minnka muninn. Hefur heyrzt, að til standi að lækka þessa tolla og má þá kannski búast við átökum í byggingariðnaðinum, en bezt að segja sem minnst um það hér á heimilissíðunni að svo stöddu. Hitt er svo aftur ekkert vafa- mál, að frá sjónarmiði neyt- andans, í þessu tilfelli þeirra sem, oftast af vanefnum, eru að bjástra við að koma yfir sig og fjölskyldu sína þaki, hljóta þessar innfluttu innréttingar að vera mikil búbót, > einkum ef tollamir lækka. Hafinn er ínnflutningur á eldhúsinnréttingum m.a. frá Noregi, Bandaríkjunum og V- eidavél, veggbakaraofn, ísskáp og annað slíkt sem þurfa þykir, auk þess sem hægt er að velja skápa, hólfaða á ýmsa lund og ætlaða til sérstakra hluta, svo sem eins og kústa&káp, horn- skáp, skáp með niðurskurðar- vél, þurrkuskáp, matarskáp, skúffur kryddihillu, o. s. frv. Sagði forstjóri Pólaris, Páll Jónsson, að fyrirtækið hefði þegar komið á fót skipulagn- ingarþjónustu til aðstoðar hús- byggjendum í þessum efnum. Einnig verða útvegaðir smiðir til að festa skápana og eru þeir efri hengdir, en hinir skrúfaðir á veggina. Hægt er að fá Diamant mn- réttinguna annaðhvort úrlökk- uðum viði með harðplast borð- . plötum og hilluplötum, eða alla lagða herðplasti og er það að : Hver er svona? I norska blaðinu Kvinn- er og klær var fyrir skömmu grein um um- gengni nágranna og birt- ist þar eftirfarandi upp- talning á þeim eiginleik- um, sem nágrannakonan á helzt að vera búin. Sjálf- sagt giilda líkar óskir hér en hitt er svo alltaf ann- að mál, hvort maður sjálf- ur uppfyllir þær kröfur sem maður gerir til ann- arra. Hin fullkomna nágranna- kona er svona: Hún er kurteis og til- litssöm, hlédræg án þess að.vera of kuldaleg, því að hún veit, að þá gæti fólk haldið að hún væri merkiileg með sig. Hún gerist ekki bezta vin- kona hverrar sem er, því hún veit, hve erfitt það getur þá orðið síðar meir að ganga úr leik án þess að særa eða móðgá hinn aðilann. Hún skiptist aldrei á nema nokkrum orðum fyrir utan dyrnar eða í stigaganginum. Langt stigasamtal er alltaf þreyt- andi. Hún lætur aldrei í það skína, að hún sé full- komin húsmóðir, en læzt heldur aldrei vera hjálp- arvana. Hún er ekki kröfuhörð, en tilbúin að veita alla hjálp, sem hún getur, — þegar hún er beðin. Og hver skyldi svo vera Hkiti a£ Diamant innréttingn. Fremst til hægri ntdregin vinnuborðplata. „Konur þurfu ekki uB vuggu mjöðmum iv — segja vísindamenn svona?i Konur sem vagga mjöðmun- um þegar þær ganga, hafa enga líkamlega ástæðu til að ganga svona, segir bandaríski ortopedinn, L.H. Paradics, pró- fcssor við læknadcild Tcxas- háskóla, og ætti að vita, hvað hann segir, því að hann og starfsfclagar hans hafa svo ár- um skiptir rannsakað og tekið kvikmyndir af gangandi fólki, m.a. til að rcyna að fá því svarað hvcrs vcgna konur vaggi mjöðmunum. Þetta kvenlega göngulag er á- vani og ekki meðfætt, sagði hann nýlega á þingi ortopeda í Chicago. Það er auðvelt að temja sér það og getur fljót- lega orðið vani. Okkur hefur ekki tekizt að finna nokkra likamlega ástæðu fyrir konur til að ganga svona. Kvikmyndirnar sýna, aðkon- ur sem mikið vagga sér í mjöðmum, eru stuttstigar og ganga með stíf hné. Þetta neyðir mjaðmabeinið til að sveigjast. Hjá karlmönnum er þesisi mjaðmasveifla ekki til þar sem þeim er eðlilegt að taka löng skref og beygja hnén. Þess vegna ganga karlmenn bseði léttar og réttar, sagði sérfræð- ingurinn. Paradies sagði, að ekki væri hægt að kenna hóhæluðu skón- um um hvernig konur gengju. Það eru aðeins stuttu sporin og stífu hnén, sem hér eiga sok- ina. Gætu mjaðmimar ekki sveiflazt, sagði hann ennfrem- ur, myndi göngulag stuttstíga kvennanna verða hálfgerthopp upp og niður á ákaflega óað- laðandi hátt. Hann lagði á- herzlu á, að konum sem vögg- uðu í injöðmum, væri það á engan hátt eðlrlegtj heldur hefðu þær tamið sér þetta. Þaroa er þá komin skýringm á ,þmu seiðandi göngulagi kvenna‘‘, — en hætt er við að mörgum rómantískum karl- manninum þyki heldur þurrt af heimi vísindabragðiðl Kristínar-sýning haldin í Stokkhólmi í sumar Kristín Svíadrottning og menningarlíf Evrópu á hennar dögum verður sýningarefnið á 11. Evrópusýningunni, sem haldin verður í Stokkhólmi á vegum Evrópuráðsins 1. júlí til 16. október n.k. Kristín var dóttir Gústavs Adólfs og varð drottning 6 ára gömul. Hún afsr.laði sér völd- um 1656, tók kaþólska trú og settist að í Rómaborg, þar sem hún bjó í þrjá áratugi. Hún var í forustusveit evrópskrar menningar um sína daga og hefiur verið nefnd fyrsta nú- tímakonan. Sýningin verður í 35 sölum og herbergjum í sænska li&ta- safninu, óg er hún einhver um- fangsmesti listviðburður, sem skipulagður hefur verið í Sví- þjóð. Listaverkin hafa verið fengin að láni í ýmsum lönd- um, m.a. hefur Páll páfi per- sónulega veitt undanþágu frá reglum Vatíkansafnsins og leyft að senda megi mjög dýr- mæt handrit þaðan á sýning- una. Þar verða 250 málverk og ótal aðrir listmunir, sem með einhverjum hætti eru tengdir minningunum um Krist- ínu. Listaverkin eru m.a. eftir Rafael, Rubens, Titian, Tintor- etto, Veronese, Bernini og Bcurdon. Á sýningunni verður einnig frægt handrit, Silfur- biblían, sem geymd 'v í há- skólabókasafninu í Uppsölum. Þá verður á sýningunni eftir- ifking Barberini leikhússins f Róm, en þar fögnuðu borgar- búar Kristínu í janúar 1655 með sýningu á leikriti eftir Klemenz páfa IX. I hallarleik- húsinu á Drottningarhólmi rétt við Stokkhólm verða sýningar á óperunni „L’honestá negli armori“, sem Scarlatti samdi árið 1680 að beiðní Kristínar. Ýmsir aðrir viðburðir í Stokk- hólmi á sumri komanda verða tengdir Kristínar-sýningunni. • Kristín Svíadrottning er ef- laust flestum kunn, m.a. af kvikmyndum og ævisögu henn- ar, sem gefin hefur veriðút á íslenzku og lesin í útvarp. Drottningin var hámenntuð kona, sem bjó yfir ríkri spaug- greind, hafði sjálfstæðar skoð- anir og kjark til að fara út af alfaraleið. Hún blandaði geði við ágætustu heimspekinga og listamenn samtíðar sinnar. Hún var svo aðsópsmikil og áhrifa- rík, að á þessari Kristínar-sýn- ingu birtist barok-tímabilið á alhliða og athyglisverðan hátt. JL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.