Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 1
Enn bregzt hitaveitan í f rosti 1 gærdag varð Hitaveita Reykjavíkur að loka fyrir heitt vatn til Sundlaugar Vesturbæj- ar og Sundlaugar Reykjavíkur og voru báðar þessari útisund- laugar lokaðar fyrir almcnning til afnota. Hinsvegar mun Sundhöll Reykjavikur fá heitt vatn til afnota þessa daga. Þegar kólnar í veðri og frostakafli gengur yfir eins og núna, þá verður fólk í stórum hluta baejarins að kappklæðast í íbúðum sínum og kuldinn ríkir bæði inni og úti og er ólagið með eindæmum í hita- veitumálum borgarinnar. Einn íbúi vestur í bæ hringdi til blaðsins og kvaðst vera krókloppinn og sagðist vonast til þess, að hann yrffi ékki svona loppinn 23. maí í vor til þess að geta haldið á blýanti og krossað þá á atkvæðaseðil smótmæli við þessari ósvinnu. Stofnfundur Alþýðubandalags f Revkjavík d miðvíkudagskvöld □ Ákveðið hefur verið að stofna Alþýðubandalag í Reykjavík á fundi sem haldinn verður í samkomuhúsinu Lídó næstkom- andi miðvikudagskvöld kl. 8.30. Níu kunnir menn úr verklýðs- hreyfingunni sem starfað hafa að stofnun Alþýðubandalags að undanförnu hafa sent frá sér ávarp af þessu tilefni og skora á alla Alþýðubandalagsmenn í höfuðborginni að sameina kraft- ana til baráttu fyrir lífshagsmunum almennings og gegn stjóm- arstefnu sem er jafn háskaleg í þjóðfrelsismálum sem efnahags- málum. Ávarp þeirra níumenninganna er svohljóðandi: Reykvískir Alþýðubahda- lagsmenn! Ákveðið hefur verið að stofna í Reykjavík Alþýðu- bandalag, samtök þar sem Alþýðubandalagsfólk í borg- inni getur átt sameiginlegan vettvang og ráðið ráðum sínum. Aldrei hefur verið brýnna en nú að alþýða Reykjavík- ur efli stjómmálasamtök sín, fylki liði og hefji sókn fyrir hagsmunum sínum og hug- sjónum. Að völdum situr dáðlaus og skammsýn ríkisstjórn, sem gengur erinda fjárplógs- afla og stóreignavalds en þrengir kosti fjöldans, sem með starfi huga og handar skapar verðmætin í þjóðfé- laginu. Þrátt fyrir einmuna góðæri ríkir fjárhagslegt upplausn- arástand, dýrtíð magnast lát- laust, kjör launþega eru skert með óréttlátum álög- um og allsherjar verðhækk- unum jafnharðan og þeir reyna aff rétta hlut sinn. Hvarvetna blasa við ónot- aðir möguleikar til að bæta lífskjör landsmanna og s|la íslenzkan þjóðarbúskap með fyllri nýtingu afurða ís- lenzkra bjargræðisvega. í stað þess að sinna þeim verkefnúm, leggja valdhaf- arnir höfuðkapp á að horfið sé frá þeirri stefnu að efla sjálfstæða, íslenzka atvinnu- vegi og hyggjast fá erlendum auðhringum afnot íslenzkra landkosta. Elckert tillit er tekið til þeirrar félagslegu og þjóðhagslegu hættu sem stórfelld innrás erlends einkafjármagns veldur í okk- ar fámenna þjóðfélagi, en einblint á að útvega inn- lendum gróðaklóm erlenda bandamenn. Jafnframt er vegið að ís- lenzkri þjóðmenningu með því að veita yfir landsfólkið erlendu hersjónvarpi. Heim- ilaðar eru stórfelldar vígbún- aðarframkvæmdir í Hval- firði. Alþýðubandalagsmenn! Leggjumst allir á eitt 'við stofnun Alþýðubandalags í Reykjavík, sameinum kraft- ana og heyjum árangursríka baráttu fyrir því stefnumiði að landi og borg sé stjómað með heill og hamingju al- þýðunnar fyrir augum. Hver verkalýðssinni, hver launþegi þarf að gera sér ljóst að stjórnmálastaífið í Alþýðubandalaginu er ó- missandi þáttur í sigursælli kjarabaráttu. Allir sem afstýra vilja af- sali landsréttinda í hendur erlendra auðhringa og her- valda og í engu hvika frá skyldunum við íslenzka þjóð- menningu eiga heima í röð- um Alþýðubandalagsins. Undirritaðir, sem starfað hafa að stofnun Alþýðu- bandalags í Reykjavík, skora á alla Reykvíkinga sem styðja stefnu Alþýðubarida- lagsins í þeim höfuðmálum sem hér hefur verið drepið á, að sækja stofnfundinn sem haldinn verður í Lídó mið- vikudaginn 30. marz klukk- an 8.30 síðdegis. Ekkert má standa í vegi fyrir öflugri sókn í þágu sameiginlegs mcálstaðar. Guðmundur J. Guðmundsson Benedikt Davíðsson Einar Ögmundsson Haraldur Steinþórsson Jón Snorri Þorleifssoa Böðvar Pétursson Guðjón Jónsson Sigurður Guðgeirsson Snorri Jónsson m i l ísland í engilsaxneskt bandalag árið 1969? Framhaldsumræða um þá tjl- lögu Alþýðubandalagsins, aff al- Hlífardeilan í kvöld kl. 9 ræðir Jón i Bjarnason ritstjóri HLÍFAR- j DEILUNA og áhrif hennar j á íslenzka verkalýðsbar- j 1 áttu. — ÆFH. •••••••■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» þingri kjósi sjö manna nefnd til aff fjalla sérstaklega um afstöðu íslands . til Norður-Atlanzhafs- samningsins fór fram í samein- uðu Mngi í gær. Aff umræðu lokinni var tillögunni vísað til utanríkismálanefndar, en þing- menn Alþýðubandalagsins. sem töluðu við umræðuna, Ragnar Arnalds og Einar Olgeirsson. lögðu á það áherzlp að tillag- an fengi þinglega meðferð, nefndin afgreiddi hana. því brýn nauðsyn bæri til að alþingi tæki ígrundaða afstöðu tij þessara mála 1969 er Nato-samningurinn er uppsegjanlegur m.a. með til- Iiti til breyttra viðhórfa í al- þjóðamálum frá 1919 Enginn stjórnarsinni tók til máls við umræðuna í gær, en utanríkisráðherra hafði áður talað í málinu, og látið þá skoð- un i ljós að utanrikismálanefnd ættj að f.jaila um málið off taldi þarflaust að safna upplýsingum vegna þess að ríkisstjórninni bærust stöðugt trúnaðarskýrslur frá fastafulltnia sinum hjá Nató! Ragnar Amalds sagði í upp- hafi ræðu sinnar að tjlgangur tillögunnar væri sá að nefnd semdi rökstudda greinargerð um afstöðu fslands til Nató-samn- ingsins og um þær hugmyndir. sem uppj kynnu ag vera meðal aðildarríkja Nató um skipulag þess og framtíð, Vék Ragnar síðan ag þejm orðum utanríkis- ráðherra ag nefndaskipun væri óþörf þar eð utanríkismála- nefnd gæti unnig þetta starf og við hefðum skýrsluglaðan fasta- fulltrúa hjá Nató. Lét utanrikjs- ráðherra jafnframt uppi að held- ur lítjg væri að gerast í þess- um málum og Htilla breytinga að vænta á skipulagi banda- lagsins! — En utanríkisráðherra var heldur seinheppinn í þetta sinn. þvi að siðan hann hélt ræðu sina fyrir hálfum mánuði hef- ur Frakkland eitt fjölmennasta ríki bandalagsins í Evrópu, sagt skilig vig bandalagig þó það sé áfram aðilj ag nafninu til. sagði Ragnar. Þessi tíðindi komu þó engum á óvart, því þeir, sem fylgzt hafa með heimsmálum vita að Atlanzhafsbandalagið hefur verig i upplausn nú hin síðari árin Á sínum tíma var það Rússa- grýlan sem hrjnti fslendingum í fangið á Nató en í dag er leitun á þeim stjómmálamanni í Vestur-Evrópu, sem heldur því fram að okkur stafi árásarhætta af Sovétríkjunum sbr. þau orð sem Adenauer fyrrum kanzlari Vestur-Þýzkalands lét falla. og v,ar hann Þó, eins og Morgun- blaðið sagði, einn hatrammasti andstæðingur kommúnismans. Stjórnmálamenn ýmissa flokka í Danmörku og Noregi huglejða alvarlega hvort ekk; væri rétt að þjóðimar .segðu sis úr Nató 1969. Jafnvel þingmenn úr flokkj danskra jafnaðarmanna og rót- tæka flokknum hafa komið fram Framhald á 2. síðu. Ráðstefna norrænna sósíalista haldin I Osló A 4. síðu blaðsins í dag er birt viðtal við EINAR OLGEIRSSON formann Sósíalistaflokksins um norræna ráðstefnu sósíalista, sem haldin var I Osló um helgina og getið hefur verið hér í blað- inu, Myndin hér að ofan er tekin fyrir utan húsakynni norsku sjómannasamtakanna þar sem ráð- stefnan var haldin. A myndinni eru talið frá vinstri: Knut Löfnes, formaður Sósíalistíska alþýðu- flokksins í Noregi, dr„ Eli Alenius, formaður Lýðræðisbandalagsins I Finnlandi, Einar Olgeirsson, Carl Hermansson, form. Kommúnistafl. Sviþjóðar og Axel Larsen, form. SF-flokksins í Danmörku,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.