Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 10
Ifl SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. marz 1966 MORÐ MEÐ EFTIRMÁLA Eftir Patrick Winn — Jú, Bavíð sagði mér frá því fyrr um daginn. Hún brosti hæðnislega til hans. Já. já, ég vissi að þessir peningar voru í húsinu. ef þér eigið við það. — Ég skil. Haldið áfram. — Jæja, við töluðum lengi saman. Það er skýringin á þess- um blessuðum sígarettustubbum yðar. Davíð fór frá mér um sjö- leytið næsta morgun. Lyon kinkaði kolli hinn róleg- asti. — Þakka yður fyrir, ungfrú MacDonald. Nú sitöndum við mun betur að vígi. Hún var næstum búin að jafna sig eftir reiðina og brosti til hans um leið og hún sagði þurr- lega: — Já. En á kostnað mannorðs míns. — Svona, svona! Við erum öll skynsamt og fullorðið fólk, og ég vona að jafnvel fomgripur eins og ég geti fylgzt með tímanum, sagði hann. Það verður að líta á þetta með skynsemi. Sjáið þér til, vegna hreinskilni yðar. vitum við að mjnnsta kost; með vissu hvar tvær manneskjur voru þessa nótt. Hún brostj alúðlega tii hans, en ég er viss um að það var íhugunarblik í augum hennar. Eflaust hefúr hún verið að hugsa eins og ég, að hún hefði ekki lagt fram neina fjarvistarsönnun fyrir þessar tvær manneskjur tfmann frá þvi að ég fór og til klukkan rúmlega ellefu. Það gat ekki verið að jafnvel Lyon væri svo mikill auli að honum sæist yfir þetta En það var von- laust að reyna svo mkið sem gizka á hugsanir hans þegar hann brosti syfjulega. — Jæja, bá er það ekki meira að sinni. Kærar bakkir. Um leið og hún stóð á fætur, tók Davíð viðbragð f áttina til HámreiíSsíðin Hárereiðslu- os snvrtistofa Sim'nn «« Dinrió Laugavegi 18 HI næð flyftal SÍMT 24-6-16 P E R ivr a Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sarðsenda 21 SÍMT 33-968 D ö M II W Hárj;reiðsla við allra hæfl r.lARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstræt- ismegin — Sími '4-6-62 HámreiiíSnlnslofa Hfnefiinrlíaaíflf Maria Guðmundsdéttir. Laugavegi 1S Simi 14-6-58 Nuddstofan er 4 sama stað hennar. Hann stanzaði þegar Lyon gaf honum bendingu. Vi'lj- ið þér koma hjngað, herra Mass- ey? Hann leit áhyggjufullum spumaraugum á Jennifer. Ég er viss að hann hefur vitað mæta- vel að samtalið hafði ekki snú- izt um líkfundinn allan þennan timia. En Lyndon horfði á þau, svo að Jennifer gat aðeins strok- ið handlegg hans uppörvandi og brosað innilega til hans um leið 17 og hún gekk framhjá honum. Davfð settist með ýktu kæruleysi 1 fasi. — Ég held ég sé búinn að segja yður allt sem ég veit um þessa veslings stúlku. lögreglu- fulltrúi. Haldið þér það ekki, Carstairs? Ég samsinnti því og Lyon sagði: — Satt að segja verðum við að láta það eiga sig eins og stend- ur. Við höfum nóg á okkar könnu eins og er. Jæja, herra Massey, í sambandi við laugar- dagskvöldið. Hvað gerðuð þér eftir að herra Carstairs var far- inn og kvenfólkið gengið til náða? — Ég er búinn að segja yður það. Ég fór inn í stofuna, fékk mér lokadrykk og fór síðan í rúmið. — Klukkan fjórðung yfir tíu eða hálfellefu sögðuð þér víst. — Það er rétt. — Og eftir það? — Nú, þetta er allt og sumt, hreytti hann gremjulega útúr sér. — Ekki alveg. herra Massey. Ekki samkvæmt ungfrú MacDon- ald. Davíð sýndi ekki nærri því eins mikla sjálfstjóm og Jejani- fer hafði gert. Hann hnykkti til höfðinu og leit á hana. Hún mætti augnaráði hans, lyfti höndunum eins og í uppgjöf og sneri sér undan. Það var eins og hún hefði sagt: Vertu ekki að lá mér — ég er búin að fá minn skammt. Nú er röðin kom- in að þér. Hann var ögn fölari i andliti þegar hann leit aftur á Lyon. — Hvað — hvað sagði hún yð- ur? — Hún sagði mér sína útgáfu af því sem gerðist frá klukkan tíu og framúr. Nú vil ég heyra hvað þér segið um það. — En ég — það er ekkert fleira að segja — Hann þagnaði skyndilega. Hann var í ljótri klípu. og ég varð feginn því að Lyon skyldi hjálpa honum af stað. — Sjáið þér til, herra Massey, sagði hann alúðlega. Ég skil vel að það getur staðið þannig á að okkur þyki flestum óþægilegt að þurfa að skýra frá athöfn- um okkar og staðsetningu á til- teknum tíma. Ég skal leggja málið fyrir yður á sama hátt og ég gerði við ungfrú MacDonald. Maður hefur verið myrtur. Að því er við bezt vitum, voru fjórar manneskjur í húsinu þegar það gerðist. Hver einstök getur fallið undir grun ef hún gefur villandi upplýsingar eða ófullnægjandi, hver svo sem á- stæðan er. Ég endurtek — hver svo sem ástæðan er. Jæja. Þér eruð enginn unglingur lengur, og því síður er ég það. Svo að ég noti dálítið slitið orðatiltæki, þá erum við lífsreyndir menn. Við skulum hegða okkur í sam- ræmi við það. Davíð var ekki beinlínis heims- mannslegur þessa stundina. Hann var rétt eins og vandræða- legur unglingur. Mér fannst Lyon vera fullhjálpsamur við hann, hann gaf fullkomlega í skyn hvemig svar hann vildi fá. Ef til vill fannst mér þetta aðeins vegna þess að ég hafði heyrt frásögn Jennifer. En Davíð virtist taka við sér. Svipur hans skýrðist. Mér virtist helzt sem honum létti mjög, eins og honum hefði verið bent á út- gönguleið, sem hann hafði ekki fyrr taiið mögulegt. Hann studdi olnboganum á borðið og teygði út lófana. — Jæja þá, lögreglufulltrúi. Það tjóar víst ekki annað en leysa frá skjóðunni. Ég fór upp í herbergið mitt eins og ég sagði en ég var þar ekki lengi. Ég beið til klukkan um ellefu og fór síðan til Jennifer. — Var hún vakandi? Hann þagði andartak við þessu; sagði síðan með hægð: — Hún var ekki inni hjá sér.. — Hve lengi biðuð þér eftir henni? — Ég beið ekki. Ég fór að leita að henni. Hann hélt áfram og staðfesti frásögn Jennifer, nema hvað hann minntist ekk- ert á að Anna hefði ekki verið í herbergi sínu. Hann myndi ekki vita það nema Jennifer hefði sagt honum það. Lyon sýndi engin svipbrigði. — Jæja, þetta nær til ykkar beggja hluta af tímanum. — Hluta af tímanum? Hvorugt okkar fór út úr herberginu, fyrr en ég gerði það um sjöleytið næsta morgun. — En samt er þama eyða, er það ekki? Frá klukkan liðlega tíu og til klukkan ellefu. Davíð yggldi sig. — Ég er búinn að segja yður hvar ég var. Meira get ég ekki. — Nei, en þér getið ekki sann- að það. eða hvað. Og þér getið ekki sannað heldur hvað ungfrú MacDonald aðhafðist frá því að hún fór upp í herbergi sitt og þangað til þér hittuð hana á stigapallinum. En þetta verður samt að duga í bili. Hann virtist ekki nærri eins ánægður og hann hafði sýnzt í lok frásagnar Jennifer. Ég skildi ekki hvemig á því stóð. Frá- sagnimar tvær vom samhljóða, að því undanskildu að hann hafði ekki minnzt á önnu. Ef til vill var það það sem honum líkaði ekki. Ef fólkið sagði sannleik- ann, var eins og allt loft færi úr honum. Anna var næst í röðinni. Hún kom og settist, róleg og stillt, dökk augun kyrrlát undir sterk- legum hrúnunum. Svart hárið var afturkembt og hún minnti á konu á gömlu, ítölsku mál- verki.... Spumingar Lyons voru al- & BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur ★ Harðtex ★ Trétex ★ Gips þilplötur ★ Wellit-einangrunarplötur ★ Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar ★ Þakpappi # tjöru og asfait ★ lcopai pakpappi ★ Rúdugler MARS TRADING C0. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373 SKOTTA © King Fcatures Syndicate, Inc,, Í964. World rigKts reserved. — Pabbi vill ekki að ég bjóði tíu vinsælustu dægurlagasöngvur- unum heim! Sparisjóður alþýðu Reykjavík óskar eftir húsnæði til starfsemi sinnar. — Tilboð er greini stað, stærð og leiguskilmála sendist stjóm Sparisjóðs alþýðu, pósthólf 1416, Reykjavík fyrir 5. apríl n.k. Stjórn Sparisjóðs alþýðu, Reykjavík, GOÐAR FILMUR EVAERT Blaðadreifíng Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda við þórður sjóari 4714 — Þeir ieggja möstrin að klettaveggnum og klifra eftii þeim á land. Mennirnir eru sterkir og liðugir og komast þetta allir auðveldlega. Þórður hikar við að skilja við Hafid skipstjóra, þann eina sem er mikið særður, en það er ekki um annað að ræða. Það er útilokað að taka liann með, hann myndi ekki þola það. Vonandi tekst allt vel þama uppi, svo að hægt verði að sækja hann síðar. Laufásveg — Blönduhlíð — og Digranes- veg í Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500. Ifaglingur óskast til innheimtustarfa hálfan daginn. — Þarf að hafa hjól ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.