Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. marz 1966 Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurdur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jó'iannesson. Ritstjóm. afgreiðsia. auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Samvinna sósíalista C|tjórnmál eru nú mjög í deiglunni í Vestur-Evr- ^ ópu; ekki sízt eru róttækir sósíalistar að kanna stöðu sína við nýjar aðstæður og hljóta vaxandi a^hygli almennings. Kosningar víða um lönd sýna óvenjulegar stökkbreytingar; nýlega vann SF- flokkurinn danski mjög stórfelldan sigur í sveitar- stjórnarkosningum, einkanlega í Kaupmannahöfn; í Finnlandi unnu sósíaldemókratar mjög verulega á frá hægri, og hafa verklýðsflokkarnir nú meiri- hluta á þingi og er vaxandi áhugi á samvinnu þeirra; í nýliðnum kosningum í Frakklandi náðu vinstrimenn mjög athyglisverðum árangri með samvinnu kommúnista og sósíaldemókrata sem síðan hefur haldið áfram á æ fleiri sviðum; á ítal- íu er um ótvíræða þróun til vinstri að ræða; og þannig mætti leíigi telja. Það var því ærin ástæða til að fulltrúar ýmsra sósíalistískra flokka á Norð- urlöndum héldu með sér ráðstefnu í Osló um síð- ustu helgi til þess að ræða breytt viðhorf í Evr- ópu og samvinnu sósíalista á Norðurlöndum. Á ráðstefnunni mætti Einar Olgeirsson sem kjörinn fulltrúi Alþýðubandalagsins, en honum hafði einn- ig verið boðið að vera einn af framsögumöimun- um á ráðstefnunni. Einnig mættu þar fulltrúar frá SF-flokkunum í Danmörku og Noregi, frá Kommúnistaflokki Svíþjóðar og frá Lýðræðis- bandalagi kommúnista og sósíalista í Finnlandi. Ráðstefna þessi vakti mikla athygli og var hin merkasta eins og greint verður frá hér í blaðinu. jli'orgunblaðið hefur haldið uppi fáránlegum skrifum um þessa ráðstefnu undanfama daga og spurt hvaða erindi formaður Sósíalistaflokksins gæti átt á slíkan stað. Þar er fávíslega spurt, því barátta og árangur Sósíalistaflokksins hafa lengi vakið athygli annarstaðar á Norðurlöndum þar sem róttækir sósíalistar hafa átt erfiðara uppdrátt- ar. Forustumenn SF-flokkanna í Danmörku og Noregi hafa ekki heldur farið neitt dult með það að þeir teldu sig margt hafa að læra af Sósíalista- flokknum íslenzka. þeirrí aðferð hans að sameina sósíalista án tillits til vmsra fræðilegra ágreinings- mála. sjálfstæðrar og fordómalausrar afstöðu hans til innlendra oi? alþióðlegra vandamála. Frá stofn- un þessara flokka hafa þá einnig tekizt eðlileg tengsl með beim og Sósíalistaflokknum íslenzka, og hefur Einar Olgeirsson ekki sízt rækt þau sam- bönd Hafa íslenzkir sósíalistar unnið sérstaklega að bví að efla samvinnu sósíalista á Norðurlönd- um. jafnt milli kommúnista og sósíaldemókrata. TTin fávíslegu skrif Morgunblaðsins eru eflaust til marks um fáfræði, en í þeim birtist einnig ótti Morgunblaðsins við það að áhugi almennings á sósíalistískum úrræðum fari vaxandi hér á Is- landi eins og annarstaðar í Vestur-Evrópu, að ís- lendingar tengist evrópskri þróun en verði ekki til frambúðar bandarískur gervihnöttur Reynsl- an á eftir að sanna að sá ótti blaðsins er ekki ástæðulaus. — m. ÁRANGURSRÍK RÁÐSTEFNA NORRÆNNA SÓSÍALISTA RÆTT VIÐ EINAR 0LGEIRSS0N I. „. ■ I Oilo 1 rá. 4109 51 - 414666 Potlgiro 9930 V«Ijfond »063 sosialistfsk folkeparfl Soclali3tiok Folkeporti 1 Dancmrk Sverlges Koamunietloko Parti Elo Alenlus Aarro simonen Einar Olgeirsson Oslo, 12. raars 1966 Kamcratcr, Vi vieer til tidligero kori'cepondsnso jnollom SKP og danák og norsk SF, og telefoneanitalör med ilkeel Larson og C*H,Herjhansson fredag II, og med Alenius, Stoonen og Dlgeireson IBrdag 12. - og skal hermed hare formelt bekrefte at det nordieke mötet blir avholdt eom avtalt 19. og 20. mars i Oslo. Selve rötct eller konforaneen finner etcd fra looo lördag 19/3 til kl 1700 söndag 20/j. Umiddelbart ettorpi - kl 1900 vil vi arrangere et ápent mfite i Folkete Hue med talero fra alle de nordieke land. Vi vil likevel be om at Akscl Lar3on, Hermaneson, Elenius og Olgeireson gjör alt oom etAr i deroe makt for om mulig & komme hit alt fredag ettermiddag. Da arrangementet er blitt beetemt I löpet av mandagen skulle vi f& definitiv beslcjed fra Alenius og Olgeirsson. Begge ville gjöro sitt ytterste for á komme. Simonen bekXaget at hverken han eller noen annen fra hans parti kunne komme p.g.a. valget i Finland samme helg. Etter avtale med deltakerno er vi komt fram til fölgende forslag til politisk sakliste for konferansen: Aksel larsen Knut Löfsnco eller Finn Gustavsen ð.H.Hermansson Ele AleniU3 Olgeirsson : "EEC, EFTA og Norden", sMM I . Mt'- ■ ‘ ' : "Hordisk alternativ i sikkerhetspolitikKen?", : "En gemensam etrptegi för arbetarrörelsen i Norden?". : "Finlands stailning í det nordioka samarbetet" : "Islands » " ■ » « Foredragene etterfölge3 av debatt. Det er ogsá hensikten at de samme innledere skal holde foredrag om de samme emnene pá det ápne mötet sðndag kveld. Kaflar úr fundarboðinu til Einars Olgeirssonar, en eins og fram kemur þar var samhljóða bréf sent SF-flokknum, dn. Ele Alenius, og Aarre Simonen, en hann gat ekki komið til ráðstefnunnar vegna finnsku kosninganna, sem stóðu fyrir dyrum er ráðstefnan var haldin, en Simoncn sendi ráðstefnunni kveðjur. 19 og 20. marz sl. laugar- dag og sunnudag, fór fram 1 Osló ráðstefna sósialista á Norðurlöndum Og var Kinar Ol- geirsson formaður Sósíalista- flokksins fulltrúi á ráðstefn- unni. Fer hér á eftir viðtal við Einar. sem blaðamaður Þjóðviljans átti við hánn i gærmorgun, en Einar kom að utan 1 fyrrakvöld. Einar kvað ráðstefnuna hafa verið mjög árangursríka og þyrfti að segja itarlega frá henni, en að þessu sinn} yrði aðeins að stikla á staerstu at- riðunum. Norski SF fundar- boðandi Ráðstefnan var boðuð af SósTalistíska alþýðuflokknum í Noregi, SF en til hennar komu fulltrúar frá öllum Norður- löndunum. Þama voru til dæmis, hélt Einar áfram. Aks- el Larsen formaður SF-flokks- ins í Danmörku Kai Moltke frá sama flokki. sem er utan- ríkismálasérfræðingur flokks- ins og fulltrúi hjá Samejnuðu þjóðunum Carl Hermansso.n formaður sænska kommúnista- flokksing og tveir aðrir þing- menn flokksins, þá voru marg- ir frá norska SF. formaður flok'k'Sins Knut Löfsnes, Finn Gustavsen þingmaður, en hann stjómaði ráðstefnunni. Bygstad, ritari flokksins. og Reese rit- stjórí Orientering. Ennfremur voru boðnir sérstaklega for- maður Lýðræðisbandata-gsins í Finnlandi, dr Éle Álenius, for- maður hinna svonefndu .,sím- oníta“ í Finn-landi Aarre Sim- onen Og ég. Náið samstarf — Morgunblaðið hefur skrif- að um þátttöku þína í ráð- stefnunni. — f því sambandi vil ég taka fram að ég var boðinn persón-ulega og fór jafnframt utan sem fuH-trúi þingflokks Alþýðuþandalag-sins. Frá stríðs- lokum hef ég sem formaður Sósíalistafl. alltaf haft náið samstarf við alla þá flokka á Norðurlöndum sem staðið hafa vjnstra megin við stóru sósíaldemó'kratísku flo'kkana. Þessir flokkar os víðsýnustu forystumenn þeirra hafa jafn- an litið á Sósíalistaflokkjnn til fyrirmynriar í því hvernlc- á að reka siálfstæða og víðfeðma póli-tík. í þessu samheng; er rétt að minna á stofnun Norðurlanda- ráðs. en Sósíalistaflokkurinn tók þegar ! stað eindregna af- stöðu með myndUn þess. en íslenzku borgaraflokikamir voru klofnir í sinnj afstöðu en kommúnistaflokkarni- á Norð- urlöndunum skipuðu sér í andstæðingahóp. Eftir að SF-flokkarnir voru stofnaðir í Noregi og Dan- mörku hef ég haft náið sam- band við forystumenn þeirra Hið sama giWir um Hermans- son. formann sænska kommún- istaflokksins sem reynt hefur að umskapa þann flokk og er nú mest umtalaði stjórnmála- leiðtogi Svíþjóðar Og einmitt nú í 2. heftj Réttar“ kemur kafli úr bók Hermanssons „Vánsterns v3sr“ og grein um fyrirhugaðar skipulagsbreyt- in-ffar á sænska kommúnista- flokknum Frá því að vjð Hermansson tókum upp okkar kynnj höfum við baft mikinn áhuga á þvi að beita okkur fvrir nánara samstarf; vinstrj aðila í verkalvðshrevfiriínjnni á Norðurlöndum. Térstaklega ánægjulegt við þessa ráðstefnu nú var að þangað kom í fyrsta skipti tiltölulega nýkjörinn formaður finnska Lýðræðis- bandalagsins dr. Ele Alenius. Ég á-tti ítarlegt viðtal við dr Alenius. f Lýðræðisbanda- la-ginu eru um 150 Þús. manns, þ.á.m. 48 þús. úr finnska Kommúnistaflokknum sem er í bandalaginu í heild sinni á- sarnt fleiri samtökum og ein- staklingum. í kosnin-gunum, sem fram fóru í Finnlandi á dögunum átti Lýðræðisbanda- lagið samstarf við ,,sdjnónít- ana“ og studdi þá mjög rau-sn- arlega við þessar kosningar. Aleni-us bjóst við því að jafn- aðarmenn myndu vinna veru- lega á, hvað kom og á dag- inn og taldj hann að verk- • lýðsflokkarnir myndu ná tveggja til þriggja þingsæta mejrihluta í finnska þjóðþing- inu. Alenius álei-t að af-staða jafnaðarmanna í Finnlandi hefði breytat í jákvæða átt og ætti það vitanlega stóran hlut í fylgisaukningunni. Óhróður Morgun- blaðsins — En hvað viltu taka fram um boðið sjálft? , — Laugardagslkvöldið 12. marz sl. hringdi By-gst’ad, rit- arj norska SF-fiokksins tjl min og bað mi,e að flytja ræðu á ráðstefnunni og á opnum fundi sem haldinn var að ráð- stefnunni lokinni Sama dag send; hann bréf sem hér er birt tjl staðfestingar, en Morg-unblaðið gerir sjg enn einu sinni hlægilegt í skrifum sínum, og því fremur sem það hafði fengið skeytj frá norsku fréttastofunni, NTB sem hafði fréttamann á ráðstéfnunni um þátttöku mína þar, ov hafði jafnframt átt viðta-i við mig því skeyti til staðfestjngar. Það er reyndar ekkert nýtt með Morgunfolaðið að það þyrli upp ósannindum í stað þess að hafa það sem sannara reynist. Síðán víkjum við að helztu efnisþáttum ráðstefnunnar. Og Einar Olgeirsson heldur á- fra-m: — Ráðstefnan hófst með framsöguræðu Knut Löfsnes um Norræna leið í öryggismál- um, þá ræddi Cari Hermansson um samræmdar aðgerðjr í verkalýðshreyfingunni á Norð- urlöndum Ele Alenius talaði um afstöðu Finnlands tii nor- ræns samstarfs og ég ræddi um afstöðu fs-lands. Einnig ræddi Aksel Larsen um Efna- hagsbandalagið, Fríverzlunar- bandalagíð og Norðurlöndin. f engilsaxneskt bandalag Framsöguræða Löfsnesbar hinni grunduðu oe víðfeðmu þekkjngu hans á umræðu- efnjnu sott vitni f henni kom m.a fram að einn af helztu hernaðarráðunautum de Gauiles hefur lýst því að er NATO leystist upp sem ailar líkur eru nú á, mynd- uðust að líkindum tvö hernaðarbandalög í fyrsta Iagi bandalag Bandaríkj- anna Kanada. Bretlands og f S L A N D S, en í öðru lagi meginlandsbanda- lag i Vestur-Evrópu með þátttöku Frakklands. Vest- ur-Þýzkalands. Benelux- landanna Ítalíu og Spánar. Hins vegar myndu Norður- londin Danmörk og Noregur. Portúgal, Grikk’and og Tyrkland lenda utan við bandalög — Þetta er ein- mitt atriði sem við höfum undanfarið lagt áherzlu á: að íslendinga ætti að draga inn á engilsaxneskt yfir- ráðasvæði en slíta ísland úr tengslum við hin Norður- löndin. Á fundi sem hald- inn var á Hótel Borg með Aksel Larsen í fyrra lagði ég áherzlu á þetta atriði og einnig í ræðu. sem ég hé’t á þingi danska SF- flokksins í haust. og á þess- ari ráðstefnu núna Því tel ég að við íslendingar eig- um að leggja áherzlu á nor- rænt samstarf til að við lendum ekki enn um ókom- in ár í klóm ameríska her- valdsins. — Að lokinnj ræðu Löfsnes hófust umrœður um leið Norð- urlandanna í öryegi-smálum. Engin élitsgerð var samin um þetta efni en umræður sner- u-st um þau atriði, sem helzt hafa komJð tii tals á Norð- urlöndunum undanfarið, allt frá þvi að Norðurlöndin verði hvert um si-g hlutlaust land tjl þess að stofnað yrði nor- rænt hlutleysisbandalag eða varnarbandalag. Sterkur viðskiptaaðili — Hvað kom merkast fram í framsögu Larsens um við- skiptamáljn? — Aksel Larsen lagðj á- herzlu á að taka þyrfti upp nánara efnahagslegt samstarf milli Norðurlandaþjóðanna til að sera þau sjálfstæðari gagn- vart Efnahagsbandalaginu. Hann benti á í ræðu sinni að Norðurlöndin eru til samans stærsti viðskiptaaðiljnn við England og Vestur-Þýzkaland og fimmtj stærsti viðskiptaað- ili Bandarikjanna. Taldj hann að efnahagslegt samstarf Norð- urlandanna gætj áorkað miklu, en ég verð að geyma að skýra frá því nánar. Víðtækari samstaða — Hermansson ræddi um samræmdar aðgerðir verklýðs- hrevfingarinnar á Norðurlönd- um? — Já, í ræðu sinni drap hann m.a. á þau meginmálefni. sem sameinast þyrfti um í verklýðshreyfingunni á Norð- urlöndum Hann vék síðan að þeim samtökum, sem hann taldj brýna-st að ná saman tjl slíkrar samstþltrar baráttu. í fyrsta lagj nefndj hann þá að- ila, sem á ráðstefnunni áttu fulltrúa í öðru la-gi kommún- istaflokkana í Danmörku og Noregi. j þriðja 1-a-gi ýmsa smærrj hópa, sem hugsanlegt værj að vinna til samstöðu um veigamjkil mál í fiórða lagi verkalýðsfélögin á Norðurlönd- um og hina stóru sósúaldemó- kratískr flokkn en hað hefði auðvitað úro’i+qhvðjngu en í Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.