Þjóðviljinn - 24.03.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA J
lili
ssiilsÍiii:
ijiív
Islenzku drengirnir stóðu sig mjög vel á skiðamótinu í Voss. Sjást Iicir hér á myndinni ásamt
norskum félögum sínum, sem komu hingað í fyrra,. Frá vinstri: Ja-rle Tveit, Eyþór Haraldsson,
Brede Tveit, Haraldur Haraldsson, Terje Geraldstveit og Tómas Jónsson.
Bergen sigraði Reykjavík í
svigkeppni með litlum mun
Eins og skýrt var frá í Þjóð- Iendingamir sem kepptu á
viljanum sl. þriðjudag náðu ís- skíðamótinu í Voss í Noregi
Þrir íslendingar tóku þátt í
keppni í skíðagöngu i Noregi
Austur-Þjóð verjar
sigurstranglegir í
báðum flokkunum
□ Eftir fyrri hluta undanúrslitanna í Evrómi-
keppni meistaraliða í handknattleik eni austur-
þýzku meistararnir sigurstranglegastir, ekki ein-
ungis í kvennaflokki heldur og í keppni karla.
Þrír Islendingar tóku nýlega
þátt I keppni í skíðagöngu, sem
fram fór í Valdres I Noregi.
Fóm þeir héðan 11. marz á-
samt skíðafólkinu sem fór til
Voss og vom samferða því
heim aftur I fyrradag. Dvöld-
ust þeir í skíðaskálanum Dane-
bu, sem Danir fengu að gjöf
frá Norðmönnum og tóku þátt
í svokallaðri göngukeppni lág-
lendisþjóða, sem er eins og
nafnið bendir til einkum fyrir
fólk frá láglcndum löndum eða
þaðan, sem aðstaða til hálend-
isæfinga er lítil.
Fréttamenn hittu skíðamenn-
ina þrjá á heimili frú Ellen
Sighvatsson í fyrradag, en þeir
em Gunnar Guðmundsson og
Þórhallur Sveinsson, báðir frá
Siglufirði og Kristján Guð-
mundsson frá Isafirdi. Létu þeir
félagar mjög vel yfir ferðinni
og álitu árangur góðan eftir at-
vikum, en þeir lentu í 5., 7.
og 11. sæti í 35 manna keppni.
1 þessari göngukeppni tóku
þátt skíðamenn frá Danmörku,
Englandi og Islandi. Spánverj-
um hafði einnig verið boðið,
en gátu ekki komið. Kváðust
þeir þremenningarnir hafa haft
fulllítirm tíma til æfinga miðað
við keppinautana, en þeir æfðu
þarna ytra í tvo daga, Danir
í tvær vikur, en Bretamir höfðu
verið við æfingar síðan í haust.
Þetta var sveitakeppni, 3x15
km ganga, og unnu Danir
keppnina, áttu þrjú fyrstu sæt-
in, þá kom Englendingur fjórði,
en Islendingarnir eins og fyrr
segir 5. Gunnar Guðmundsson
á tímanum 103.14, 7. Kristján
Guðmundsson á 104.16 og 11.
Þórhallur Sveinsson á 107.20.
Tími bezta Danans var 59.54.
Forráðamenn Danebu skálans
hafa boðið Islendingum að taka
þátt í þessari göngukeppni aftur
næsta ár og sögðust þeir þre-
Púðar Púðaver
Fallegu og ódýru
púðaverin komin
aítur.
Verzlun
Guðnýjar
Grettisgötu 45.
SERVIETTU-
PRENTUN
SÍMI 32-101.
'menningarnir vona, að af því
gæti orðið og þeir þá jafnvel
verið fimm í hópi.
góðum árangri. Keppt var í
svigi og stórsvigi og var keppn-
in jafnframt sveitakeppni milli
Reykjavikur — Bergen og Voss
— Akureyri.
Þegar hefur verið sagt frá
frammistöðu einstakra kepp-
enda, en sveitakeppnin fór
þannig, að Voss vann Akur-
eyri og Bergen vann Reykjavík.
Fyrirhugað var að Skotar tækju
einnig þátt í þessari keppni, en
þeir mættu ekki til leiks.
Ekki hafa enn borizt stiga-
tölur úr keppni Akureyringa,
en Bergen vann Reykjavík með
litlum mun, tími þeirra í svigi
var 454 sek., en Reykvíkinga
461,6 sek og í stórsvigi var tími
Bergenmanna 265,5 og Reykvík-
inga 268,4. Samanlögð stigatala
í bæjakeppninni er því Bergen
719,5 og Reykjavík 730 sek.
I sveit Reykvíkinga voru þau
Leifur Gíslason. Marta Guð-
mundsdóttir, Haraldur Pálsson
og Ásgeir Christiansen í svigi,
en í stórsvigi kom Bjarni ESn-
arsson í stað Haralds Pálssonar.
Flest skíðafólkið kom heim
á þriðjudaginn eftir tíu daga
dvöl í Noregi. Æft var eina
viku á undan keppninni í Bav-
allen og Sljettafjall sem eru
skíðalönd Vossbúa og mjög vel
búin lyftum og veitingastöðum.
Þjálfari íslenzka liðsins var
norski skíðakappinn Alf Op-
heim. Móttökur voru allar hin-
ar höfðinglegustu í Voss, að
því er skíðafólkið tjáði frétta-
mönnum er þeir hittu það á
heimili frú Ellen Sighvatsson á
þriðjudagskvöld. Eitt kvöldið
héldu Islendingamir smáhóf til
kynningar landi sínu, þar sem
sýndar voru kvikmyndir frá ís-
landi og sungnir íslenzkir söngv-
ar. Vakti skemmtun þessi mikla
hrlfningu.
Keppnin í svigi var háð sl.
laugardag og stórsvigskeppnin
á sunnudaginn og þá fór einnig
fram vesturnorskt unglingamót
og tóku þrir drengir úr Reykja-
vík þátt í því með góðum ár-
angri, Tómas Jónsson og Har-
aldur Haraldsson voru nr. 1 og
2 í 12—14 ára flokki og Eyþór
Haraldsson nr. 2 í eldri flokki.
Báðir fyrrj lejkir undan-
úrslitanna voru háðir í Emst
Grube íþróttahöllinni í Leipzig
sl. sunnudag. Fyrst kepptu
austur-þýzku kvennameistar-
amir Sport Club Leipzig við
ungverska meistaraliðið Spart-
acus Budapest. Austur-þýzku
stúlkumiar sigruðu með 10
mörkum gegn 4 (5:2 í fyrri
háifleik).
í síðari leilknum mættust
austur-þýzku meistaramir i
karlaflokki. DHfK Leipzig og
Tékkóslóvakíumeistaramir Du-
kla Praha. Austur-Þjóðverjam-
ir sigruðu með meiri yfirburð-
um en búizt hafði verið við.
eða 15 mörkum gegn 10. í hálf-
leik stóðu leikar 8 mörk gegn
6, Þjóðverjum í vil.
Eins og kunnugt er léku fs-
landscmeistararnir j karlaflokki
FH við Dukla í annarrj um-
ferð Evrópukeppninnar og Vals-
stútkumar, íslandsmeistararn-
ir í kvennaflokki, léku gegn
þeim austur-þýzku.
GtASGOW• LONDON • K0BENHAVN OSLO-BERGEN
AMSTERDAM • BRUXELLES * PARIS - LUXEMBURG
HAMBURG . FRANKFURT « BERLIN * HELSINKI
STAVANGER • G0TEBORG • STOCKHOLM
FARGIOLDIN LÆKKA UM FJORÐUNG
Vorfargiöld Flugfélagsins gera yckr kleift a3 fljúga
fyrir fjórSungi lægra verB iil 16 borga í Evrópu.
Á vorin er bezt að ferðast — fegursti árstíminn
í suBlægum löndum og lægstu fargjöldin.
FljúgÍB með Flugfélaginu ýður til ánægju og ábata.
FLUCFELAC ISLANDS
/CELANDAfR
;
i
i