Þjóðviljinn - 25.03.1966, Blaðsíða 1
Föstudagur 25. marz 1966 — 31. árgangur
tölublað.
Félag óháðra
borgara /
Ihfnarfírði
N.K. SUNNUDAG hefur verið
boðað til stofnfundar Félags ó-
háðra borgara í Hafnarfirði og
munu forgöngumenn félags-
stofnunarinnar hyggja á fram-
boð við bæjarstjórnarkosning-
arnar í vor. Var fundarboð
borið í hús í Firðinum í fyrra-
dag.
HELZTU FORGÖNGUMENN um
stofnun félags þessa munu
vera þeir Árni Gunnlaugsson
og Jón Finnsson lögfrasðing-
ar, sem báðir hafa verið
framámenn hjá Alþýðuflokkn-
um í Hafnarfirði en hafa yf-
irgefið hann vegna óánægju
með stefnu flokksins.
Þessi mynd var tekin áriS 1957 af steinkeri í smiðum á hafnar-
bakkanum í Þorlákshöfn. Nú, 9 árum síðar, hefur aðeins 22 af
49 kerjum verið komið fyrir á sínum stað í höfninni.
Reiknaður út grundvölíur
nýrrar framfærsluvísitölu
□ Hagstofa íslands er nú að leggja síðustu hönd á nýja^
neyzlurannsókn samkvæmt búreikningum frá 100 fjöl- ! j|
skyldum hér í Reykjavík og verður hún til reiðu í næsta N
mánuði sem grundvöllur fyrir nýja framfærsluvísitölu.
Er þessi neyzlurannsókn byggð
á búreikningum frá árinu 1964
að undanskildum matvörum og
drykkjarvörum, en þeir síðast-
töldu liðir eru byggðir á bú-
reikningum þessara reykvísku
fjölskyldna á tímabilinu frá marz
til september árið 1965.
Þessi neyzlurannsókn er gerð
samkvæmt júnísamkomulaginu
árið 1964 og hefur fjöldi manna
á Hag&tofunni unnið að henni
og hún framkvæmd af nokkurri
hörku á undanfömum mánuðum.
Hinsvegar er ekki sagt, að hún
sé komin til framkvæmda og
má þannig minna á neyzlurann-
sókn framkvæmda á árunum
1953 og 1954 af sama aðila og
var hún ekki notuð sem grund-
völlur fyrir framfærsluvísitölu
fyrr en árið 1959 og búum við
að þeirri rannsókn enn í dag.
Miklar breytingar hafa orðið
á neyzlugrundvelli síðan árið
1954 og kemur þar aðallega til
greina innfluttur vamingur í
stærri stíl en áður og ýmiskon-
Fer kostnaður við Þorláks-
höfn upp í 100 milj. kr?
Samið var við verktakann um að
vinna verkið fyrir 40 miljónir!
□
Þegar hafnarframkvæmdin í Þorlákshöfn var ákveð-
in var tekið tilboöi um aö vinna verkiö fyrir rúmar 40
miljónir króna, og átti verkinu að vera lokið voriö 1964.
Nú tveimur árum síðar er aðeins liðlega helmingi verks-
ins lokið en talið að verktakinn hafi fengið greiddar 50
—55 miljónir króna. Með sama áframhaldi er talið að
allt verkið geti kostað 80—100 miljónir króna, meira en
tvöfalt hærri upphæð en samið var um.
Drengur bíður bunu
é Seltjurnurnesi
í fyrrinótt varð níu ára
gamall drengur fyrir bifreið
og beið -bana á Seltjarnar-
nesi. Drengurinn, sem hét
Jón Helgi Líndal Arnarson,
til heimilis að Klöpp á Sel-
tjarnarnesi hafði farið til
ömmu sinnar snemma um
kvöldið, en hún býr utar
á Seltjarnamesi. Fyrir kl.
11 ók frændi drengsins hon-
um heim og skildi hann
eftir við enda Tjarnarstígs
á Seltjarnarnesi. Nálægt
fjórum klukkustundum síð-
ar fannst drengurinn lát-
inn við hinn enda götunnar
og er ekki vitað með hvaða
hætti slysið varð.
Drengsins var saknað seinni
hluta kvöldsins og var hringt til
lögreglunnar frá heimili hans
um kl. 2.30. Þá kom í ljós að
frændi hans hafði ekið honum
heim milli kl. 10 og 11 og
hleypt honum út úr bílnum við
enda Tjarnarstígs.
Hefði drengurinn þá átt að
fara í vesturátt til heimilis síns,
en í þess stað hefur hann far-
ið austur Tjarnarstíg, sem er
mjög fáfarin gata.
Þegar drengurinn fannst ná-
lægt fjórum tímum síðar var
hann stórslasaður og er talið
Framhald á 3. síðu.
Það hefur valdið megnri ó-
ánægju í Þorlákshöfn, að enn
er aðeins búið að koma niður
22 af 49 kerjum, þó öllu verk-
inu ætti fyrir löngu að vera
lokið.
Búið er að lengja suðurvarn-
argarðinn um 75 metra, eins og
upphaflega var ráðgert, en
norðurvarnargarðinn er enn að-
eins búið að lengja um 35 m.
Þar vantar enn bæði lengingu
og þverga'rð, samtals um 180
metra, er mynda skal skjól í
höfninni og bátalægi.
Bátásjómenn kvarta mjög
undan erfiðleikum við að hemja
skip í höfninni og verður oft
að vaka yfir bátunum, þegar
veðurskilyrði eru erfið.
Almenningur í Þorlákshöfn
mun nú vera orðinn all óþolin-
móður yfir óþolandi langri bið
og framkvæmdaleysi við þessa
bráðnauðsynlegu framkvæmd og
þykir erfitt að sjá fyrir hvenær
þessari hafnarbót muni endan-
lega ljúka. Sami verktaki bygg-
ir nú einnig höfn í Njarðvíkum
og er sú framkvæmd einnig um
einu ári eftir áætlun og hvergi
nærri lokið.
Hafnarframkvæmdin í Þor-
lákshöfn var boðin út haustið
1961 og tilboð opnuð í janúar
1962. Lægsta tilboð barst frá
Efrafalli (Almenna Byggingar-
félagið h.f. og Phil & Sön) kr.
40.400.000 og næst lægsta til-
boð kr. 49.920.000 frá þýzka
verktakafyrirtækinu Hochtief á-
samt Verk h.f. og Verklegum
Framkvæmdum h.f. Hochtief
byggði á sínum tíma Akranes-
höfn. Gert var ráð fyrir því, að
framkvæmdatíminn væri tvö ár
og verkinu yrði lokið vorið
1964. Eins og lesendum blaðsins
mun kunnugt var megnið af
þessum tíma liðinn áður en
fyrstu kerin voru sett niður.
Hafði verktakinn þá fengið
greiddar um 20 miljón krónur.
Blaðið hefur snúið sér til
Birgis Frímannssonar verkfræð-
ings, forstjóra Verk h.f., og
spurt hann um tilboð Verk h.f.
og Hochtief í Þorlákshöfn.
Birgir segir, að samkvæmt
tilboði Hochtief hefðu þeir
garðar, sem nú er búið að lengja
aðeins átt að kosta ca. 27 milj-
ónir að viðbættum verðuppbót-
um, sem hann taldi sennilegt
að hefðu aðeins numið 4—5
miljónum á árunum 1962 og
1963. Hann taldi lítinn efa á
því, að Hochtief og hin ís-
lenzku fyrirtæki hefðu skilað
verkinu á umsömdum tíma.
Birgir sagði að sér væri óskilj-
anlegt, ef rétt reyndist, að Efra-
fall hefði þegar fengið greiddar
50—55 miljónir fyrir verkið, og
væri þó aðeins liðlega helmingi
Jokið. Skilst mönnum að allir
þeir peningar er í verkið áttu
Framhald á 3. síðu.
Stíflumyndun vurð í Laxá á mánudag
Við náðum tali í gærkvöld
af Knúti Ottested, fram-
kvæmdastjóra Laxárvirkjunar
á heimili hans á Akureyri og
lögðum fyrir hann eftirfar-
andi spurningu.
Hvað er að frétta af ís-
myndun í Laxá þessa stund-
ina?
Stífla myndaðist í Laxá
síðastliðinn mánudag við
Halldórsstaði og reyndist hún
á þriðja kílómeter á lengd og
þvarr árrennslið svo til nýju
virkjunarinnar, að hún skil-
aði ekki nema 3000 kílówött-
um í orku þann daginn. Með
fullum afköstum á nýja virkj-
unin að skila af sér 8000
kílówöttum að jafnaði. Við
gerðum þegar ráðstafanir til
þess að auka vatnsrennslið
úr Mývatni til árinnar og
náðum þannig 4000 kílówatta
orku úr nýju virkjuninni á
miðvikudag og í dag jókst
orkan upp í 5000 kílówött.
Annars höfðum við í dag ó-
greinilegar spumir af nýrri
stíflumyndun í ánni hjá
Birningsstöðum, en á þessu
stigi vitum við ekki hversu
alvarleg sú stífla mun reyn-
ast.
Engar rafmagnstruflanir
hafa orðið á virkjunarsvæð-
inu og höfum við keyrt þrjár
dieselvélar með 4000 kílówatta
afköstum, — það eru tvær
GMC vélar, — 2000 kílówött
og ein Ruston vél með 2000
kílówött.
ar þjónusta, sem ekki gætti mik-
ið þá.
Þannig má búast við, að tek-
ið verði mið af reksturskostnaði
einkabifreiða og þar með benzín-
verðið, þá verður tekið meira
mið af húsgögnum og margskon-
ar rafmagnstækjum, sjónvarpi,
vínveitingahúsum og þannig
mætti telja.
Neyzluvörugrundvöllurinn hef-
ur breikkað mikið í daglegu lífi
reykvískra fjölskyldna síðan á
öndverðum fimmta áratugnum.
Árið 1953 var neyzlan til dæm-
is einhæf í fatainnkaupum og
skófatnaði og þá var innlend
framleiðsla á þessum vöruteg-
undum svo til einráð á mark-
aðnum.
1 dag gætir hinsvegar aðal-
lega erlendrar framleiðslu á
markaðnum hér innanlands í
þessum efnum og fjölbreyttari
erlendra vörutegunda gætir í
auknum mæli á fleiri sviðum.
Vitaskuld verður að taka mið
af þessum breyttu aðstæðum í
neyzlurannsókn.
Þannig verður nýr neyzlu-
grundvöllur háðari erlendum
vörutegundum á markaðnum hér
og þar með framfærsluvísitalan.
Gengisfelling hefur þannig
mikil áhrif á framfærsluvísitölu
byggða á nýjum grundvelli sam-
kvæmt núverandi aðstæðum.
Ennþá mun óráðið um lögfest-
ingu á nýjum neyzlugrundvelli
og nýrri framfærsluvísitölu.
|Iúðvík, Ragnar|
Isg Hannibal talal
' i
\\
V' "
í ■,’
m
Lúðvík.
■
Hannibal.
Innstæðulausar
ávísanir
Hinn 19. marz sl. fór fram
skyndikönnun á innstæðulausum
tékkum með svipuðu sniði og
áður hefur verið. Kom í ljós, að
innstæða var ófullnægjandi fyr-
ir tékkum samtals að fjárhæð
kr. 906.000,—. Heildarvelta dags-
ins í tékkum við ávísanaskipta-
deild Seðlabankans var 169,2
miljónir króna og var því 0,54%
fjárhæðar tékka án fullnægjandi
innstæðu.
Frá nóvember 1963 hafa alls
farið fram 10 skyndikannanir.
Tölulegt yfirlit um þær fylgir
hér á eftir.
tékkavelta innstæðulaust
(í milj. kr.) (í milj. kr.
9. nóv. 1963
21. feb. 1964
4. júlí 1964
18. júlí 1964
24. okt. 1964
25. feb. 1965
14. sept. 1965
4. nóv. 1965
20. nóv. 1965
19. marz 1966
133
162
131
117.9
122,5
113.9
213,0
235
190,8
169,2
5,8
1.3
1.4
0,808
1,092
0,557
1,487
1,525
1,179
0,906
i
Undanfarin ávísanaviðskipti
bera með sér, að nokkuð hefur
dregið úr misnotkun tékka. Er
þetta góðs viti, þó meinið sé
enn fyrir hendi. Mun Seðlabank-
þess að vinna á móti misnotkun-
inn halda áfram aðgerðum til
inni, bæði með skyndikönnun-
um svo og með samræmdri inn-
heimtu allra innstæðulausra
tékka, sem berast bönkunum.
(Frá Seðlabanka Islands).
Ragnar.
Ctvarpsumræða um van-
trausttillögu stjórnarand-
stöðunnar á alþingi fer
fram í kvöld, föstudags-
kvöld. Fara fram þrjár um-
ræður og er röð flokkanna
þessi: Framsóknarflokkur,
Sjálfstæðisflokkur, Alþýðu-
bandalag ug Alþýðuflokkur.
Ræðumenn verða: Eysteinn
Jónsson (F), Jóhann Haf-
stein (S), Lúðvík Jóseps-
son, Gylfi Þ. Gíslason (A)
við 1. umferð, Ólafur Jó-
hannesson (F), Ingölfur
Jónsson (S), Magnús Jóns-
son (S), Hannibal Valdi-
marsson, Eggert G. Þor-
steinsson (A), við 2.umferð h
og í 3. umferð Helgi Bergs J
(F), Bjarni Benediktsson (S),|
Ragnar Arnalds og Bene-
dikt Gröndal (Á). — Um-
ræðan hefst klukkan 8, eða
þegar að loknum fyrri
kvöldfréttum í útvarpinu.
i
]
Mótmæla Vietnamstyrjö/d
Segir Portágal sig ár Nato?
Sjá @ síðu