Þjóðviljinn - 25.03.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 25. matz 1968
menns eölis og upplýstu ekki
annað en þegar var vitað. Hún
svaraði með sama rólega fálæt-
ínu og fyrr og lét sér nægja
einsatkvæðisorð þar sem því varð
viðkomið.
Ég beið þess með eftirvænt-
íngu hvemig hún brygðist við,
þegar hin mikla spuming yrði
lögð fyrir hana — hvers vegna
hún hefði ekki verið í herbergi
sínu. þegar Jennifer leit inn. En
þessar tilgangslausu spumingar
héldu áfram og lognuðust loks
útaf í deyfð, rétt eins og Lyon
væri búinn með þá orku sem
hann hefði yfir að ráða og væri
hálfsofnaður. Hann ætlaði þó
ekki að láta þetta fara framhjá
sér? En það leit sannarlega út
fyrir það. Ég leit á Borrows,
sem hafði skrifað samvizkúsam-
lega í bók sína af svo miklu yfir-
lætisleysi. að fólki hætti til að
gleyma návisit hans. Andlit hans
var skarplegt og athugult í sam-
bandi við letilegt útlit Lyons,
en hann var bersýnilega ritari
og hreint ekkert annað. Bilið
milli þeirra var víst meira en
svo að honum leyfðist að benda
yfirmanni sínum á það sem
honum kynni að sjást yfir.
Ég botnaði satt að segja ekk-
ert í þessu. Þeir vissu að Anna
hafði ekki verið í herbergi sínu
— að minnsta kosti hafði þeim
verið sagt það. Það hafði alls
staðar verið slökkt í húsinu,
svo að hún virtist ekki hafa ver-
ið innan dyra. Þeir vissu líka
að Brand hafði verið í nágrenn-
inu um þetta leyti. Það var ó-
trúlegt að þeir skyldu ekki
téngja þetta tvennt saman á
einhvem hátt.
JEn svo var mér Ijóst að það
var eina hugsanlega skýringin.
Ef til vill vom þeir þegar búnir
að yfirheyra Brand og honum
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu 09 Dódó
Laugavegi 18 III hæð (lyfta)
SÍMI 24-6-16.
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
D Ö M U R
Hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjarnargötu 10 Vonarstrætis-
megin — Sxmi 14-6-62.
Hárgreiðslustofa
Austurbækr
María Guðmundsdóttir
Laugavegi 13. Sími 14-6-58.
Nuddstofan er á sama stað.
hafði einhvem veginn tekizt að
gera grein fyrir sér og önnu?
Já, þannig hlaut það að vera.
Það gat ekki verið misskilning-
ur minn að þau hefðu verið
saman úti þetta kvöld.
Grunur minn um það að búið
væri að spyrja Brand, staðfest-
ist við það að ekki var kaliað
á hann núna. Lyon þakkaði
önnu fyrir og stóð á fætur um
leið og hún gekk til hinna. Við
18
Barrows komum á eftir. Hann
leit af einum á annan með ró-
semdarsvip.
— Jæja. þá losnið þið við
mig aftur. Farið þér bráðum aft-
ur til borgarinnar læknir?
Brand kinkaði kolli. Já, undir
eins. Ég beið aðeins, ef ske kynni
að þér þyrftuð á mér að halda.
— Ágætt. Ég hitti yður þar
seinna. Jæja, herra Garetairs —
Hann benti mér að koma. Við
þurfum að hafa tal af þessum
Forbeson. Haldið þér ekki, að
þér gætuð kynnt okkur svona í
framhjáhlaupi? Það er auðvitað
engin lífsnauðsyn, en flest fólk
verður hrætt og tortryggið þegar
iögregluþjónn ryðs-t inn og fer
að spyrja spuminga. Skiljið þér
hvað ég á við?
— Mér væri það aðeins á-
nægja. Ég leit niður á xytjuleg
fðtin mín. Ég var í gömlum bux-
um utanyfir sundskýlunni og
slitinni og þvældri skyrtu. En
er ekki bezt ég s-kreppi fyrst
heim og skipti um föt?
— Auðvitað. Við sku-lum skutla
yður. Við erum búnir héma.
Hann brosti til allra og við fór-
um.
Ég tók eftir því að ferihymdur
brúnn pakki var í framsætinu.
Ef til vill var það hann sem
Lyon hafði farið með út í bílinn
óður, þótt Barrows sýndi engan
áhuga þegar hann settis-t í fram-
sætið og spurði engra spuminga.
Þegar við komum heim til
mín, komu þeir báðir inn með
mér meðan ég skipti um föt í
næsta herbergi. Lyon snuðraði í
bókaskápnum mínum og það var
engu líkara en hann hefði getað
hugsað sér að vera þar allan
daginn. En ég tafði bá ekki lengi
og við lögðum af stað til Moon-
igurra.
Um leið og ég hagræddi mér
í baksætinu hjá Lyon spurði ég:
— Hittuð þið Clegg í bænum?
— Já, við spjöl-lúðum dálítið
við hann. Lyon néri á sér hök-
una. Eiainlega vildi ég óska að
við hefðum ekki gert það. eins
og allt er í pottinn búið núna.
— Eigið þér við — Bellu
Draffen?
Hann svaraði ekki i fyrstu og
ég hafði ónotalegt hugboð um
að ég hefði gengið fulllangt.
Það vildi ég sízt af öllu og ég
var að því kominn að biðjast af-
sökunar á foxrvitninni, þegar
hann leit á mig útundan sér.
— Sjáið þér til, herra Carstairs,
það er eiginlega andstætt ö-llum
reglum að ræða þetta við yður.
Hann deplaði augunum og gretti
sig bakvið Barrows. Bairows
héma er dálítið hneykslaður, er
það ekki Tom?
Barrows sneri til höfðinu og
mætti augnaráði mínu í spegl-
inum. Hann brosti ögn.
— Ekki segi ég það nú'kannski,
herra minn. Segjum heldur að
þetta sé dálítið óvenjulegt.
— Þama sjáið þér. Lyon drap
aftur tittlinga. En sannleikurinn
er sá að þér vitið svo s-kolli
mikið um allt þetta fólk. Ef við
ættum yður ekki að, þyrftum við
að sóa feikna tíma í að el-ta uppi
smáatriði. sem þér getið frætt
okkur um á svipstundu. Þér haf-
ið verið okkur mikil hjálpar-
hella. En um leið vil ég að þér
vitið, að ef yður er þetta óljúft
— ég á við að aðstoða okkur á
þennan hátt, þá þurfið þér ekki
annað en segja það. Það eru ó-
trúlega margir sem veigra sér
við því að aðstoða lögregluna.
Við erum komnir með geðflækj-
ur út af þassu — engum þykir
vænt um okkur.
Ég fullvissaði hann um, að ég
væri reiðubúinn til að veita alla
þá aðstoð sem ég gæti í té látið
og ég reyndi að leika dyggðugan
og samvizkusaman þjóðfélags-
þegn. Ég vildi ekki láta á því
bera, að ég náut þess- ama í
fyllsta mæli, nema hvað ég. var
ekki alls kostar énægður með
það að hann virtist ekki alltaf
sjá það sem lá í augum uppi,
þótt hann ætti að vera þraut-
þjálfaður og reyndur í s-tarfinu.
Ég var ekki vis-s um að hann
kæmi því nokkum tíma í verk
að taka nokkum mann fastan, ef
ekki væri stuggað dálítið við
honum.
— Þannig á þetta að vera,
sagði hann með innileik. En
munið hvað ég sagði — þér
þurfið ekki að segja eða gera
neitt það sem yður er á móti
skapi. Jæja. þér spurðuð um
Draffen stúlkuna. Ég held það
geti ekki leikið neinn vafi á því
að hann Clegg okkar er dáh’tið
kvenhollur. Af öðrum upplýs-
ingum má einnig renna grun í
að það var kannski fyrirhafnar-
lítið að koma stúlkutetrinu til.
Við töluðum við hann áður en
við vissum að hún var dáin. Ef
við hefðum vitað það, hefðum
við trúlega orðað spumingar
okkar öðru vísi. Sjáið þér til, við
héldum að við hefðum aðeins
eitt morð við að kljást. Gerólíkt
hinu.
Við vorum nýfamir framhjá
húsi Masiseys. Vegurinn var mun
betri eftir það, en Barrows ók
mjög hægt. Ég fór eitthvað að
tala um hversú kynlegt það væri
að rekast á annað lík, þegar ver-
ið væri að rannsaka morð, þegar
þegar Lyon greip fram í.
— Hæ, Tom — stanzaðu við
runnana þama til vinstri! Ég
þarf að ...... Hann lýsti þörf-
um sínum á mjög hispurslausan
hátt og fór útúr bílnum. þegar
Barrows stanzaði. Hann stillti
sér ekki upp við vegarbrúnina
eins og búast hefði mátt við.
Annaðhvort hefur hann búizt við
umferð um veginn eða þá að
hann var óeðlilega feiminn, því
að hann hvarf alveg inn í runn-
ana. Hann hefði getað gengið
hundrað metra leið fram og til
baka áður en hann lét aftur sjá
sig. Hann umlaði: Þ-etta er betra,
um leið og hann settist inn og
hélt síðan áfram: Hvað voruð
þér nú aftur að segja?
— Aðeins það, að það hlýtur
að vera óvanalegt að rekast
svona á tvö morð sem ekkert
eiga sameiginlegt.
— Já, undarlegt er það, finnst
yður ekki? En morð eiu það æv-
inlega. Og hvemig vitum við
raunar að þau séu alls óskyld?
Hann bjóst víst ekki við svari.
Meðan ég íhugaði málið, hallaði
Lyon sér aftur á bak í sætið,
gei-spaði og lokaði augunum.
Hann gat gert mann vitlau-san,
þessi maður. Hann mælti ekki
orð frá munni fyrr en við kom-
um til borgarinnar. en ferðin tók
raunar ekki langan tíma, eftir
að Barrows ákvað að notfæra
sér gæði vegarins.
Hann nam staðar við lögreglu-
stöðina og Lyon skildi við okk-
ur meðan hann fór inn með
brúna pakkann. Þegar hann
kom til baka, skýrði hann okkur
frá því, að hann hefði gert ráð-
stafanir til þess að Draffenfólk-
inu yrði tilkynnt um hin sorg-
legu afdrif stúlkunnar. Þegar
við fórum útúr bílnum við hótel-
ið, tók ég eftir þvi að lögreglu-
þjónninn lagði af stað á mótor-
hjólinu s-ínu.
Það minnti mig á Clegg. Við
höfðum ekki mætt honum á
leiðinni, svo að hann hlaut að
vera ennþá í borginni, nema
hann hefði komið til baka með-
an við voium við ströndina. Við
fórum inn á barinn og þar stóð
hann og drakk einn. Hann
kinkaði kolli til okkar hálfvand-
ræðalega. lauk við bjórinn sinn
og fór út með óeðlilega kæru-
leysislegu fasi.
Við fengum okkur drykki, og
þar sem komið var fram yfir
hádegi. borðuðum við hádegis-
verð á hótelinu. Sjálfsagt hefur
starfsfólkið vitað hverjir félagar
mínir voru, þótt enn væri ef
til vill ekki vitað hvert erindi
þeirra var í Moonigurra. Lík
Masseys hafði verið flutt beint
í borgarlíkhúsið og ég vissi að
Riley yfirlögregluþjónn hafði
fengið fyrirmæli um að tala
ekki um þennan sorgaratburð.
Þetta hafði gerzt um helgi og
því var auðveldara að koma í
veg fyrir að það birtist í blað-
inu. Samt leið mér ekki sérlega
notalega, ef ske kynni að fólk
héldi að ég væri glæpamaður á
leið í fangel-si, og ég var mjög
feginn því að Lyon gerði sér
far um að halda uppi notalegum
og .glað-legum samræðum. Hann
og Barrows afklæddust gersam-
lega embættishjúpnum og þeir
kunnu báðir fjöldann allan af
skemmtilegum sögum. Hið eina
sem þeir minntust ekki á voru
SKOTTA
— Ég værí búin að fara fram á vasapeningahækkun, ef mér
Ieiddist ekki sagan af erfiðleikum pabba, þegar hann var á mín-
um aldri.
Sporisjóður alþýðu
Reykjavík
óskar eftir húsnæði til starfsemi sinnar. — Tilboð
er greini stað, stærð og leiguskilmála sendist
stjóm Sparisjóðs alþýðu, pósthólf 1416, Reykjavík
fyrir 5. apríl n.k.
Stjóm Sparisjóðs alþýðu, Reykjavík.
GOÐAR
FILMUR
EVAERT
Blaðadreifíng
Blaðburðarfólk óskast strax til að bera
blaðið til kaupenda við
— 4715 — Mennimir klöngrast upp brattan klettavegg og hjálpa
þeim sem særðir eru. En það verður áreiðanlega mjög erfitt að
komast inn í virkið! Og ráða niðurlögum vaktmannanna! Haderi
veit nákvæmlega hvílíkt þrekvirki hann ætlar sér. Margar skot-
raufar eru á háum múrnum, þaðan hlýtur að vera hægt að kom-
ast í þann hluta kastalans sem búið er í.... Það er varla búið að
hlaða fyrir göngin; gömlu fallbyssumar standa þarna ennþá, þótt
langt sé orðið síðan þær voru í notkun. En enginn þeirxa þekkir
leiðina gegnum þetta völundarhús ganga og stigaþrepa.
Laufásveg — Blönduhlíð — og Digranes-
veg í Kópavogi.
ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500.
Bílaviðgerðarmenn
Bifvélavirki eða maður vanur bílaviðgerðum ósk-
ast til fyrirtækis sem rekur bílaverkstæði vegna
eigin bifreiða. — Upplýsingar í síma 38690.