Þjóðviljinn - 25.03.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.03.1966, Blaðsíða 6
• AAikilI er minkurinn • Við skulum heita á allar góðar landvættir að veria okk- Ur fyrir ágangi meiri rándýra en við þegar höfum í landinu. Hirðusemi okkar um fulikomna gát víð minkarækt getum við all ekki treyst. (Pétur Sigurðsson ritstj. í Mbl.). • Rauði kross íslands hefur beðið blaðið að þakka hinum fjölmörgu, sem aðstoðuðu fé- iagið á einn eða annan hátt i sambandf við útbreiðsluvi.ku RKÍ í sl. mánuði. Útbreiðsluviku RKÍ lauk með mérkjasölu á öskudaginn eins Off kunnugt er. Merkjasalan gekk mjög vel hjá flestum deildum félagsins, þar s©m veður var skaplegt. Uppgjör hefur ekki borizt frá öllum Rauða kross-deildum utan R. víkur, en til dæmi.g má geta þess að Reykjavíkurdeild RKÍ seldi merki fyrir rúmar 200 þúsund krónur. •Stjórn Rauða kross íslands þakkar almenningi góða aðstoð og skilning á hinum mörgu verkefnum félagsins á sviði liknarmála. • Seiðkona á sölutorgi • í kvjkmynd, sem nú er sýnd í Nýja Bíói og valið hef- ur verið sígaunskt nafn. ,,Seiðkona á sölutorgi" rekur frönsk gleðikona ævjsögu sína, oe eru það að sjálfsögðu ek'ki ný tíðindi í kvikmyndaheimi. Barnung hafði þessi María einsett sér að gera allt til að „verða aldrei fát.æk", og ejns og algengt er í fremur vonds- legum heimi notar hún þokka sinn tii að komast hjá hvers- dagslegr; hliðum lífsstríðsins. Gerist að vonum margt á lifi- braut hennar allt frá því hún dregur ungan og bamalegan smákaupmann á asnaeyrunum til Parísar, þar til hún er orðin virðules matróna, rækj- lega gift inn i stóriðju lands- ins. En fjandinn er lævís, eins og kunnugt er og kemur snör- um sínum f.vrJr á óvæntum stöðum — svo fór að María vann varla nema hálfan sigur í lífshlaupi sínu, og skal ekki farið nánar út í þá sálma, Ekki verður þessi mynd kölluð merkile,g •— til þess er hún of full með ódýr meló- dramatisk úrræðj En í henni má einnig finna talsvert af frönskum léttleika og gaman- semi, skemtntilegar svipmyndir frá París fyrrj áratuga. Er þá það ótalið, sem helzt verður til fært myndinni tfl lofs en það er leikur Annie Girardot, sem fer með hlutvérk Maríu á ung- um aldri. Fjörmikið öryggi þessarar gáfuðu lejkkonu sér vel fyrir því, að áhorfandi læt- ur sér ekk; lejðast, — áb. • Gvendur smali og Jón sterki • Nýlega hóf Ungmcnnafélag Reykdæla að sýna lekritið Skugga- svein og leikur Jónas Ámason titilhlutverkið, eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu. Hér kemur mynd frá leiksýningunni a£ þeim Gvendi smala, sem leikinn er af Þorvaldi Jónssyni og Jóni sterka, sem Siguröur Björnsson leikur. (Ljósm. Vilhj. Einarsson). • llla hitt • I tilefni vantrauststillögunnar hefur einn lesandi blaðsins sent síðunni eftirfarandi vísu: Þeir flytja vantraust —r víst er þetta gys — á vinnvmenn sem hvergi á spretti linna; það hlýtur nú að hafa verið slys að hitta ekki beint á landsstjórnina. B. • Enn um sjónvarp Hé'r er'komið bréf úr Kópa- vogi um sjónvarpsglápssöfnun- ina; ,,22/3 ’66. Kópavogi. • Nú um daginn sló Alþýðu- blaðið upip forsíðufrétt með miklum gleðibrag. Þessj gleði- tíðindi voru á þá leið. að nú vær; lckið undirskriftasöfn- un sjónvarpsáhugamannafélags- ins og hafi safnazt fjórtán þúsund nöfn Sýni þetta tví- mælalaust, að íól’k vilji ekki láta skerða persónufrelsj sitt með þvj að lát.a loka her- mannasjónvarpinu þegar ís- lenzka sjónvarpið taki til starfa, Svo mörg eru þau orð. — Þeim vísu mönnum láðist að- eins að geta þess að stór hluti þessara 14 þúsund nafna eru nöfn bama á aldrinum 4—15 ára. Og er Það áreiðanlega eins dæmi á íslandi. Húsmóðir“. • Glettan 13.15 Lestur dagskrá næstu viku. 13.25 Fræðsluþáttur bændavik- unnar: Umræðufundur um kjötframleiðsla Jóhannes Eiríksson fær til viðræðna dr. Halldór Pálsson, Hjalta Gestsson, Ölaf E. Stefánsson og Pál Sveinisson. 14.25 Við vinnuna. 14.40 Rósa Gestsdóttir les Minningar Hortensu Hol- landsdrottningar (5). 15.00 Miðdegisútvarp. Liljukór- inn syngur. Berger, Otto, Schock, Unger. Frick og kór flytja atriði úr Brott- náminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, Schiichter stj. 16.00 Síðdegisútvarp. Freddie and the Dreamers syngja syrpu af vinsælum lögum. Kessel kvarteftinn leikur, þýzkir listamenn syngja syrpu af lögum frá 1951 og Kaempfert og hljómsveit leika. 17.05 Tónlist á atómöld. Þor- kell Sigurbjömsson kynnir nýjar músikstefnur. 18.00 Sannar sögur frá liðnum öldum. Sverrir Hólmarsson les söguna um manninn, sem fann nýjan heim. 18.30 Tónleikar. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Umræðu um þingsályktunar- tillögu um vantraust á rík- isstjórnina. Hver þingflokkur hefur 55 mín. til umráða í þremur umferðum, 25—30 mín., 15—20 m,n og 10 mín. Röð flokkanna: Framsóknar- flokkur, Sjálfstæðisflokkur, —"Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur. Dagskrárlok laust fyrir mið- nætti. Eftir STUART og ROMA GELDER 50 gluggagöt í veggina hér og þar, en ekkert gler var í gluggunum. En í heild sinni voru þessi hús því líkust sem á þau hefði fallið sprengja og síðan hefði' ekkert verið um þau skeytt í nokkur ár, en fengið að fúna og hröma, þangað til farið var að nota þau aftur. Kennslu- stofan í stærsta húsinu varstór og nokkuð loftgóð, en þarna voru nokkur grófgerð borð og bekkir, en ekki var samt merkilegt um að litast í þessum fyrrverandi fjósum og hesthús- um, og langtum lakara en í Dotheboys Hall. Engir stólar voru hér. Börnin sátu á mold- argólfi og létu spjaldið sitt hvíla á baki þess sem sat næst fyrir framan. Eftir að hafa ofreynt augun við þessa slæmu birtu í fjögur ár, mundu þau að líkindum þurfa gler- augu það sem eftir væri æv- innar. En samt mundi verða sú bót í máli að bau gætu lesið og skrifað með gleraugunum. Án þessa skóla, ef skóla skyldi kalla, var þessum böm- um enginn kostur að fá neitt að læra og álíka illa voru þau til fara og fátækra mannabörn í Englandi fyrir fimmtíu árum, en þau voru einhver hin kát- ustu og glöðustu, sem við höf- um nokkursstaðar séð. Engin furða þótti okkur það, þvíbörn í fátækrahverfum eru oft glað- leg og fjörug sem umhverfi þeirra er ömurlegt. En þessi virtust öll vera hraust og heil- brigð. Foreldrar þeirra voru flestir ólæsir. Skólinn, sem þau höfðu stofnað af áhuga og eld- móði og löngun til að veita bömum sínum það sem þau sjálf höfðu orðið að fara á mis við. Sá gestur, sem ekki hefði komizt við af þessu — hann hefði verið úr skrítnum steini. Nawang Puchjunjr sagðj okk- ur að börnin mundu íara i unglingaskóla Þegar þessum barnaskóla sleppti. Eftjr það mundu fáein, en aðeins fæst af þeim, fá að ganga S mennta- skóla, en plássið værj enn sem komia er, mjög takmarkað. Enginn hærri skóli er enn til í Tibet. Gáfuðustu nemend- umir myndu fara í háskóla í Sian. Chengtu Kunming og Pekjng. og fá til þess styrk af ríkinu. f einni kennslustofunni voru bömin að kenna hvert öðru. Okkur var sagt að kennarinn hefði brugðið sér frá ( áríðandi erindagerðum. Hann hafðj skrifað námsefnið á töfluna Bömin gengu upp að töflunni eitt og eitt í einu, bentu með sprota á- orðin og höfðu þau yfir. og hin skrifuðu þau á spjöldin sín með heimagerðu bleki. Þegar kennslan var úti. safnaðist allur hópurinn sam- an fyrir utan til þess að leyfa okkur að faka myndir af sér f hvert sinn sem við beindum að þeim myndiavélinni kom lítil stúlka með ta-gl úr hári sínu bundifl upp meö fögmm silkilinda og tók sér stöðu fremst, teygði sig eins og hún gat, og starðj á Ijósopið. Þegar vjð færðum okkur til, til þess að losna vig hana, færði hún si,g til að vera beint fyrir aftur. Þá kom kennslukona cg tók hana og fór með hana. ,,Hún á heima héma' í næsta húsi“, sagði konan „Hún hefur ek.ki aldur til að ganga í skóla, en hún kemur á hverjum degi til að spyrja hvenær hún megi byrja“. Þegar þessj ákafi burtrekni nemandi komst að bví ag hún var með á myndinni, og þar með orðin að skólanemanda. labbaði hún sig heim hin ánægðasta. Enn er mikig um ójöfnufi i Tíbet. Panchen Lama lifir eins og miljónamærinigur í saman- burði vig flesta aðra í þeirri borg en Tibetum mundi lík- lega fátt um finnast ef hann gerði það ekki, enda er hann æðstur allra þeirra holdtekjti- manna sem eftir eru og á lífj i landinu. og þejm finnst sjálí- sagt að haldið verðl áfram að byggja handa honum halljr Apei og aðrir af háaðli hafr ekki orðí.ð fyrir neinum telj- andi óþægindum af breyting- unni. sem orðin er, því enginn maður getur sér að skaðlausu éitið öllu fleiri máltíðir en þrjár á dag og ekkj heldur bújð { mörgum húsum sam- tímis. Þeir hafa látið af hendi þessar afar miklu jarðeignir sínar oe hundruð þúsunda af ánauðugu fólki en þeir hafa samt svo rúmt um sig sem leyfilegt ætti ag vera í hvaða þjóðfélagi sem vera skal. Tíb- efar eru hæstánægðir með þetta, þvi þeim finnst engin sanngimj í þvi að æðstj emb- ættismaður ríkisins hafi ekki önnur kjör en almenningur, ekki fremur en að ábótar skuli sæta þvj að hafást við í svefn- skála munkanna, því þá gætu þeir varla haft næði til að sinna símjm embættisverkum. En mestur er þó munurinn á skjlyrðum barna til menntun- ar, enda finnst mannj það sjálfsagður hlutur að böm eigi að hafa jafnan rétt til skólagöngu að ekki skuli laigð- ur þröskuldur í veP fyrir sum böm en öðram gert hærra undjr höfði. f bamaskóla í Lhasa, þeim fyrsta sem rí'kið rekur, og stofnaður var 1952, eru nem- endumir eins fátækir Og þeir sem ganga í skólann í Dege- stræti. en þó ag skóli þeirra skarti ekkj jafn fögru nafni — hann heitir Fyrsti skóli — eru þeisi böm miklu betur sett og tækifæri þeirra til hærri menntunar miklu betri. Húsin eru einföld en vel lýst og hvert bam hefur sitt ■sæti og sinn stól, Kennaram- ir eru hélmingi fleiri ellefu tíbezkir og níu kínverskir, og miklu betur að sér, svo kennsl- an er fjölbreyttari o.g betri. T d er kínverska kennd jafnfr. móðurmálinu, svo að nemend- urnir geta' án erfiðleika num- ið við kínverska háskóla að námj loknu j menntaskólum ) Tíbet Þarnn eru líka kennd undirstöðuatriði náttúrufræði, mannkynssögu landafræði, tónlist, málaralist og likams- og heilsurækt. Það er engin furða þó að meira en 90i af hundraði af þessum nemend- um búist vifl að stunda há- skólanám síðar. Samanborið vifj þetta mega bömin j skóla þeim sem kenndur er við „heill“, ekkj búast við að nema 5% af þeim fái að njóta slíkra heilla að fá framhalds- kennslu eftir að þau eru orð- in tólf ára. Þegar við litum yfir þennan hóp í þessari björtu stofu og vistlegu komumst við við vegna þessara vesalings barna, sem dæmd voru til að sitja á moldargólfi í illa lýstu her- bergi. og ofreyna i sér aug- un, en reisa spjöldin sín upp við bökin á þeim sem framar sátu. En þó að ÍHt sé ag slíkur ójöfnuður skulj viðgangast, er þó ólíku saman að íafna og því sam fyrr gerðist þegar flestallir Tíbetar voru jafnir vegna Þess að enginn þejrra fékk neitt að læra Skólastjórinn sem sagðist vera í kommúnistaflokiknum. sagðj það vera aðalstarf sitt að skipuleggja og stjórna. en hann saigðist samt kenna eldri bömunum stjómmálasögu. í reglugerðinni var þessj náms- grein kölluð „siðfræði“. Ef þessj skólastjóri hefur ekkj verið betur að íór en herra Chjang Tsu-ming sendiherra vig utanríkismálaskrifstofuna þá hefur varla verið miklu fyrir að fara af vísindamennsku þessarar námsgreinar. Eins og í öllum öðrum skól- um i Tíbet voru kennaramjr lamaprestar áður. eða af aðli. Allt bentj til þess, ag tíbezkar konur hefðu mikil völd á helm- ili sínu, en undir lénsskipu- laginu gátu þær engan þátt tekig j opinbemm málum, þvi þaT réði prestastéttin öllu og var konum með öllu bægt frá. Konunum finnst nú kommún- isminn boða þeim jafnrétti við karlmenn, og veiti það þeim aukna ánægju oe vegsemd í lifi þejrra. Yang Jing Zhuo-ga. sem kennir reikning og tíbezku í Fyrsta skóla er aðalsfrú, sem áður var af voldugrj ætt og enn er nokkuð eftir af fomri dýrg fjölskyldunnar. Hún er gift aðalsmanni, sem hún kynntist í bemsku, og vinnur nú við einhverja opinbera þjónustu Hún er ekkj komm- únisti, og hún lífur raunsönn- um augum á hig nýja stjóm- skipulag og stöðu sjálfrar sín. Að ytra útliti mætti ætla, að hún væri það sem kalla mætti .. sunnu d agsbúddh a trúarkon a“ sem hefði haft fyrir sið, líkt og fólkið sem við sáum í Drepung, ag fara í musteri á stórhátíðum og öðrum heligi- dögum, einungis af því að þetta var viðtekin venja. Efcki er trúin henni mikig hjartans alvörumál en samt er hún hlynnt trúarbrögðum sínum, svo sem vænta má Hún sagðist ekki framar geta trúað því að i’llir andar eða góðir réðu fyr- ir náttúrunni enda hefði hún fengig undirstöðuþekkingu í náttúrufræðj, en þessu sagð- ist hún hafa trúag eins og nýju neti j æsku sinni. Þá voru vættir fjallanna ekkj daufir draugar í huga hennar, heldur jafn raunverulegir og jóla- sveinarnir, eða Sanktj Kláus. sem færir bömum gjafir á jól- um, en reyndar höfðu þeir eng- ar g.iafir að færa heldur vonda drauma og ótta. En hversu langa leið sem þessj fallega og gáfaða kona var komin frá myrkfælnj bam- æskunnar og hindurvitnum, mun hennj alla ævi. sem hún

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.