Þjóðviljinn - 01.04.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. apríl 1966
Frá aðlfundi fulltrúaráðs Sjómannadagsins:
Ný áima„Hrafnistu" fyrir
80 einstaklinga fyrirhuguð
Aðalfundur Fulltrúaráðs Sjó-
mannadagsins í Reykjavík og
Hafnarfirði var haldinn s.l.
sunnudag að Hrafnistu. Fund-
inn sátu 30 fulltrúar Sjómanna-
félaganna í Reykjavík og Hafn-
arfirði, ásamt framkvæmdastj.
hinna ýmsu fyrirtækja dagsins.
Hefur fulltrúum fækkað um 2
frá hví á síðasta aðalfundi, en
Bátafélagið Björg var lagt nið-
ur á 3.1. ári
Formaður ráðsins. PéturSig-
urðsson, alþingismaður, gaf
skýrslu um störf og fram-
kvæmdir á liðnu ári.
Áfram var haldið uppbygg-
ingu Hrafnistu, sem rúmar 64
vistmenn. Eru vinnusalir í
kjallara. Þá voru gerðar nokkr-
ar breytingar á eldra húsnæði
með það fyrir augum að auka
nýtingu bess. Voru tekin í
notkun fyrir áramðt 11 ný vist-
mannapláss í einstaklings og
tveggja manna herbergjum. Tíu
ný vistmannapiáss eru að verða
tilbúin um þessar mundir. Á
aðalfundinum var samþykkt að
hefja þegar byggingu síðustu
álmunnar í hinum samliggjandi
byggingum Hrafnistu og reyna
að gera hana tilbúna undirtré-
verk á næsta fjárhagsári frá 1.
maí 1966 til 30 apríl 1967.
Heildarfiárfesting samtakanna á
'þessu tímabili er áætluð rúm-
ar 9 milj. kr. T besari nýju
álmu Hrafnistu eru fyrirhug-
uð 48 einstaklingsherbergi á
efri hæðum og hjúkrunardeild
á neðstu hæð fvrír 32 einstak-
linga.
Þá gáfu framkvæmdastjórar
hinna einstöku fyrirtækja
skýrslur um fjárhag og af-
komu.
Vistgjaldatekjur Hrafnistu
reyndust á s.l. ári kr. 13,448-
688,26 en gjöld á rekstrarreikn-
ingi kr. 15,198,034,30. Er mis-
mun mætt m.a. með leigutekj-
um af Laugarásbíói.
Geir Ólafsson lætur nú af
störfum sem framkvæmdastjóri
Sjómannadagsins, en við tekur
Sverrir Guðvarðsson formaður
Stýrimannafélags Islands. Voru
Geir þökkuð frábær störf í
þágu samtakanna.
Auðunn Hermannsson er nú
framkvæmdastjóri Hrafnistu og
Laugarásbíós og Baldvin Jóns-
son fyrir happdrætti D.A.S.,
en af ágóða þess rennur nú
aðeins 60% til byggingar Hrafn-
istu.
Stjórnin sér sjálf um rekstur
aðalumboðs happdrættisins og
einnig um sumardvalarheimili
fyrir börn. sem rekið hefurver-
ið um nokkurra ára skeið að
Laugalandi í Holtum. Á s.l.
sumri dvöldust þar 60 börn í
um 70 daga. Forstöðukona er
María Kjeld.
-------- ------‘ -..........
Torsten Nilsson
> Tnkkóslévakíu
PRAG 28/3 — Torsten Nils-
son utanríkisráðherra Svíþjóðar,
kom í gær til Prag. Hann mun
dveljast í Tékkóslóvakíu viku-
tíma og ræða við hinn téi>neska
starfsbróður sinn, Vaciav David,
um sameiginleg kagsmunamál
beggja ríkjanna.
Bókfærðar eignir Sjómanna-
dagsins eru nú þegar tæpar
47 miljónir króna og varð
eignaaukningin á s.l. ári um 5,4
milj. Or stjóm áttu að ganga
formaðurinn, Pétur Sigurðsson.
Var hann endurkjörinn til
næstu 3ja ára með þorra at-
kvæða. Or ' varastjórn gekk
Theodór Gíslason og var Hann-
es Hafstein kjörinn í hans stað.
Á fundinum var m.a. samþykkt
að næsti Sjómannadagur verði
hátíðlegur haldinn 15. maí n.k.
Fræðslufundur
um umferðarör-
yggismál
Sl. sunnudagskvöld efndi
Klúbburinn ÖRUGGUR AKST-
UR í Ámessýslu til almenns
fræðslufundar um umferðarör-
yggismál í félagsheimilinu að
Flúðum í Hrunamannahreppi.
Fundinn sóttu nálega allir bif-
reiðastjórar í hreppnu.m. Ávörp
og erindi fluttu Guðmundur
Sigurdórsson stjórnarmaður úr
kiúbbnum, Hafsteinn Þorvalds-
son tryggingarfulltrúi og Bald-
vin Þ. Kristjánsson félagsmála-
fuiltrúi Samvinnutrygginga.
Sýndar voru margar danskar og
sænskar umferðarkvikmyndir. —
Klúbburinn hyggst beita sér fyr-
ir fleiri slíkum fundum í hér-
aði.
Treyst
á kraftaverk
>ögar fyrst var vakjn at-
hygli á því hér í Þjóðviljan-
um. að t>eir fslendingar sem
mesta reynslu hafa af vatns-
virkjunum og hegðun vatns-
falia á fslandj. menn eins og
Sigurður Thoroddsen verk-
fræðingu,- og Sigurjón Rist
vatnamælingamaður Raforku-
málaskrifstofunnar teldu að
rennslisvirkjun í Þjórsá án
öryggisráðstafana vegna ísa-
myndana fengi með engu
móti staðizt, urðu viðbrögð
Morgunblaðsins fúkyrði ein;
blaðið sagði að þessir menn
létu pólitíska afstöðu hafa
áhrif á sérfræðilegar niður-
stöður sinar Og um ritstjóra
Þjóðviljans var sagt að hann
hefði ,,ís á heilanum". Enn
furðulegra var Þó hitt að
ýmsir sérfræðingar ríkis-
stjórnarinnar reyndu lengi að
loka augunum fyTjr þessu
vandamálj og lögðu blessun
sína yfir tillögur bandaríska
verkfræðifyrirtækisins um
einfalda rennslisvirkjun við
Búrfell án örvggisráðstafana
En að undanfömu hefur ver-
ið um samfellt undanhald á
þessu sviði að ræða. Það er
nú almennt viðurkennt að
ísavandamálin eru erfið og
ó'hjákvæmilegt að finna lausn
á beim. ef tryggja á öryggi
virkiunarinnar Bæði banda-
ríska verkfræðifyrirtækið og
embættismenn Landsvirkjun-
ar hafa að undanfömu bætt
einni ráðstöfuninnt víís aðra
til bess að leysa vandann
Sjálf náttúran hefur ag und-
anfömu lagt sitt orð í belg;
vegna isamyndana hefur
Þjórsá flætt upp úr farvegi
sínum og rennur nú að veru-
legu leyti fram hjá fyrirhug-
uðum virkjunarstað. Ef slíkt
gerðjst eftir að virkjun væri
tekin til starfa myndi verða
hreint öngþveitisástand. Og
nú lýsir yfirverkfræðingur
Landsvjrkjunar yfir því í
Morgunbiaðinu að óhjá-
kvæmilegt muni verða að
hlaða upp stíflugarða þar sem
vatnið úr Þjórsá rennur nú
yfir í Rauðá. þótt þessi ágæti
sérfræðingur ríkisstjórnarinn-
ar staðhæfði fyrir tveimur til
þremur árum að slíkra ráð-
stafana gerðist engin þörf.
Tregðan á því að viður-
kenna staðreyndir stafar af
pólitískum ástæðum; sérfræð-
ingum ríkisstjómarinnar er
fyrirskipað að haga virkjun-
inni svo að greiðsla sviss-
neska alumínhringsins virðist
undir kostnaðarverðj á papp-
imum. Þrátt fyrir allar til-
aunir i þvi skyni er nú svo
komið að bessj reikningslegi
munur er aðeins þriðjungur
úr eyri. Fari tilkostnaður
við virkjunina 65 miljónir
króna fram úr áætlun —
eða 3 3% — er örðið tap á
orkusölunni til útlendinga
Það þykir kraftaverk nú til
dags ef áætlanir standast á
þann hátt. en við þvílfkt
kraftaverk virðast orkusölu-
samningarnir við svissneska
alúmínhringinn miðast En
hætt er við að hegðun
Þjórsár bessp dagana svipti
jafnvel hina heittrúnðugtu
þeirrj huggun. — Austri.
Ný bók eftir Jóhann Kristjánsson:
Maðurinn og
alheimurinn
Jóhann F . Kristjánssor
kvaddi fréttamenn á sinn fund
fyrir nokkrum dögum og
kynnti tvær stofnanir eða al-
þjóðleg félagasamtök semhann
hefur haft skipti við. Jafn-
framt vék hann að sjónarmið-
um þeim um sameiningu alls
mannkyns sem hann hefur sett
fram í blaða- og tímaritsgrein-
um hér og erlendis, en úrval
þessara greina er nú komið út
í bókarformi. Nefnist hin nýja
bók „Maðurinn og alheimur-
inn" og hefur að geyma 6 rit-
gerðir.
Á fundinum með fréttamönn-
um sagði Jóhann m.a.:
„I ritgerð er ég kallaði Sam-
einað mannkyn og sendi alþingi
fyrir 4 árum — er frumvarpið
um „almanna-varnir" var til
umræðu, lagði ég til að hér
á íslandi yrði reist háborg and-
legrar menningar, heimsmið-
stöð vísinda og heimspeki —
andleg aflstöð, sem innti það
hlutverk af hendi, að sameina
állar þjóðir heims undir eina
stjórn friðar, réttlætis og
bræðralags, yfirstjórn Samein-
uðu þjóðanna. Um þetta o.fl.
hef ég skrifað 6 greinar, er
koma í bókabúðir í dag, í lít-
illi bók, sem heitir „Maðurinn
og alheimurinn".
Sú stofnun, sem telja verð-
ur mikilvirkasta í dag, og sem
hefur að takmarki „að tryggja
samlyndi með kynþáttum, frið
á alþjóðavettvangi, bræðralag
allra manna með heimsstjórn
og frelsi einstaklingsins lögum
samkvæmt'1, er The Internation-
al Academy, sem er sjálfstæð
vísinda- og menntastofnun, -set-
in húlærðum mönnum og er
einnig sambandsstofnun Aca-
demia og Universitia víða um
heim og hefur umbjóðendur '
80 löndum heims. The Inter-
national Aeademy var stofnað
i Toulouse í Frakklandi 1880.
er skrásett hjá mennta-vísinda
og menningarstofnun (UNESCO)
Sameinuðu þjóðanna í Parfs, og
hefur höfuðstöðvar sínar f
Vancouver í Kanada. Megintil-
gangur hennar er að efla frið
og bræðralag. „Vfsindunum er
ætlað að gjöra hann að veru-
leika og með heimspeki verða
kenningar hennar fluttar"
Þessi mikla stofnun er heims-
bræðralag lærðra æruverðugra
fræðara. Forseti hennar og
stórkanslari er erkibiskup dr.
William Franklin Wolsey, tví-
mælalaust einn af stórmennum
heimsins f dag.
AHsherjarráðið og öldunga-
deildjn hefur valið Canadian
College of Life fyrir mennta-
setv.r sitt, svo og the Universal
Life Foundation. Takmark henn-
ar er: A United World".
Og Jóhann M. Kristjánsson
sagði ennfremur;
„Mikil alda andlegrar starf-
semi rís nú í Englandi. Stofn-
un, sem heitir The Voice Uni-
versal hóf starfsemi sína í Sus-
sex árið 1952 með útgáfu tíma-
rits með sama nafni og fyrir-
lestrum um heim allan. Tíma-
ritið The Voiee Universal er
útbreitt í meira en 60 löndum
heims. Stefna þess er friður og
bræðralag. Innan The Voice
Universal er ný stofnun, sem
hefur að markmlði andlega
sameiningu þjóða — Spiritual
Unity of Nations (SUN), er
hyggst með því að stofna hof
eða musteri víða um heim,
fyrir andlega starfsemi, sem
einbeiti sér að því að sameina
þjóðir, og með aðstoð nútfma
tækni, heimspeki og vísinda,
að grundvalla heimsstjórn frið-
ar og bræðralags.
Þessi stofnun (SUN) hefur
skipað framkvæmdaráð með
fulltrúum frá ýmsum löndum
úr öllum heimsálfum.
Vegna greina er ég hefi sent
til Voice Universal og The
Theosophist í Adyar o.fl. og
þegar hafa komið út í þessum
tímaritum auk margra er ég
hef sent, en bíða birtingar, þá
hef ég komizt í samband við
framangreindar stofnanir.
The International Academy,
forseti er erkibiskup dr. Willi-
am Franklin Wolsey, eins
og áður greinir, hefur
sýnt mér þann mikla heiður,
að útnefna mig, hinn 6. des.
s.l. heiðursdoktor í heimspeki.
Hinn 31. des. s.l. var ég út-
nefndur einn af stjómarmeð-
limum The Spiritual Unity of
Nations (SUN)
Mannkyninu verður aldrei
stjórnað farsællega, aldrei
heimsfriður, útrýming hungurs
og annarra þjáninga, nema af
þeim, sem meta andleg verð-
mæti framyfir þau efnislegu og
breyta þeim efnislegu í andleg
verðmæti. Aðeins sú heimsstjórn
sém byggist á háþróuðum trú-
arbrögðum, heimspeki og æðri
vísindum og skilyrðislausri
bræðralagshugsjón án allrar
aðgreiningar trúarbragða, kyn-
þátta og bjóðemis, getur hafið
mannkynið „til síns heima‘‘,
heima friðar, frelsis, fegurðar
og réttlætis.
Inngangsorð mannkynsins til
farsællar framtíðar, er aðeins
eitt: EINING. Grundvöllurinn
fyrir heimsstjórn er að skapast.
Háborg andlegrar menningar
rís. — Andinn sigrar — lffið
fer sínu fram".
HAFNARSTRÆTI23.
sími 21599
FJÖLBREYTT ÚRVAL
BAÐKERI9
HANDLAUGINA
Nýtt frá París:
Permanentolíur í fjölbreyttu úrvali.
Hárgreiðslustofan
PERMA
Garðsenda 21 — Sími 33968.
Til sængurgjafa
Mikið af fallegum ungbarnafatnaði.
R.Ó. BÚÐIN
Skaftahlíð 28. — Sími 34925.
HIN VINSÆLU
BLONDUNARTÆKI *