Þjóðviljinn - 01.04.1966, Blaðsíða 5
▼
Föstudagur 1. apríl 1966 — ÞJ ÓÐVIUINN — SÍÐA J
Stjórn og lög Alþýðubandalags Reykjavíkur
■ Eins og skýrt var frá í íýjóðviljanum í gær, var
Magnús Torfi Ólafsson einróma kjörinn formaður Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík á hinum geysifjölmenna
stofnfundi þess í fyrrakvöld. Aðrar tillögur undirbún-
ingsnefndarinnar, sem til fundarins boðaði, um stjórnar-
menn og varastjórn voru einnig samþykktar óbreyttar.
1 aðalstjórn Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík voru eft-
irtaldir átta menn kosnir: Jón
Snorri Þorleifsson, Karl Guð-
jónsson, Björgúlfur Sigurðsson,
Gils Guðmundsson, Sigurður
Guðgeirsson, Ólafur Hannibals-
son, Páll Bergþórsson og Guð-
mundur J. Guðmundsson. 1
varastjórn voru kjörnir Guðjón
Jónsson, Haraldur Henrysson,
Guðrún Guðvarðardóttir og
Helgi Guðmundsson.
Lög Alþýðubandalagsins.
Á stofnfundinum í fyrra-
kvöld var einnig samþykkt ó-
breytt frumvarp undirbúnings-
nefndar að lögum fyrir Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík. Lögin
eru svohljóðandi:
1. gr.
Samtökin heita Alþýðu-
bapdalagið í Reykjavík. Starfs-
svaeði samtakanna er lögsagn-
arumdæmi Reykjavíkur.
2. gr.
Verkefni Alþýðubandalagsins
í Reykjavík er að vinna að
landstjórnar- og borgarstjórn-
armálum, annast uppstillingu
framboðslista Alþýðubandalags-
ins við Alþingis- og borgar-
stjómarkosningar og sjá um
kosningar fyrir þess hönd.
3. gr.
Alþýðubandalagið í Reykja-
vík er samfylkingarsamtök
reykvfskrar alþýðu. Aðilar að
Alþýðubandalaginu getá þeir
orðið, sem lýsa yfir stuðningi
við stefnu . Alþýðubandalags-
„ins. Lágmarksaldur innan
bandalagsins er 16 ár. Nú sækja
félagssamtök um aðild að AI-
þýðubandalaginu í Reykjavík,
og skal þá fulltrúaráðið fjalla
um hvort leyfa skuli slíka að-
ild.
4. gr.
! upphafi hvers almenns
fundar skal stjórn leggja fram
til afgreiðslu nýjar aðildarum-
sóknir, ef fyrir liggja.
5. gr.
Á stofnfundi Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík skal kosin
stjóm þess og fulltrúaráð, einn-
ig _ tveir endurskoðendur og
tveir til vara, og tekin ákvörð-
un um upphæð árgjalds. Kjör-
tímabil stjómar, fulltrúaráðs og
endurskoðenda er til næsta að-
alfundar Alþýðubandalagsins í
Reykjavík.
6. gr.
Stjórn Alþýfijbandalagsins
skipa 9 menn og fjórir til vara.
Formaður skal kosinn sérstak-
lega, en að öðm leyti skiptir
stjórnin með sér verkum sjálf.
Stjórn bandalagsins fer með
mólefni þess milii fulltrúa-
ráðsfunda og kemur fram útá-
við fyrir hönd bandalagsáns.
Almennir fundir bandalagsins
skulu haldnir að ákvörðun
stjórnar eða fulltrúaráðs. Einn-
ig geta 100 meðlimir bandalags-
ins krafizt almenns fundar,
enda geri þeir grein fyrirfund-
arefni.
7. gr.
í fulltrúaráöi Alþýðubanda-
lagsins skulu vera 25% full-
gildra félaga, en almennur
fundur bandalagsins hefur
heimild til að fjölga í fulltrúa-
ráðinu ef þurfa þykir. Við val
manna í ráðið skal leitast við
að í því verði fulltrúar sem
flestra starfsstétta og sjónar-:
miða innan bandalagsins. Stjórn
bandalagsins er jafnframt stjóm
fulltrúaróðsins, hún boðar til
fulltrúaráðsfundar, þegar þurfa
þykir eða ef minnst 25 full-
trúaráðsmenn krefjast þess og
geta um ástæður.
Verkefni fulltrúaráðsins er
að stýra málefnum bandalags-
ins milli almennra funda, það
kýs uppstillinganefndir, bæði
vegna almennra kosninga og
kosninga á landsfund Alþýðu-
bandalagsins.
Við uppstillingu skal ætíð
leitast við að ná sem víðtæk-
ustu samkomulagi innan banda-
lagsins.
Allar tillögur um uppstilling-
ar skulu hljóta samþykki al-
menns fundar Alþýðubanda-
lagsins.
8. gr.
Einfaldur meirihluti atkvæða
ræður úrslitum í þeim málum,
sem atkvæði ganga um.
Stjórn og fulltrúaráð skulu
leitast við að jafna ágreining
innan bandalagsins í mikils-
verðum málum.
Frá stofnfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavfk í fyrrakvöld: Guðmundur J. Guðmundsson gerir grein fyrir störfum undirbúnings-
nefndar og lýsir tillögum um lög bandalagsins og stjórn. Lengst til vinstri á myndinni sjást tveir úr hópi þeirra 9 forystumanna úr
launþegasamtökunum, sem sæti áttu í undirbúningsnefndinni: Guðjón Jónsson og Haraldur Steinþórsson. Fyrir miðri mynd eru fund-
arstjórar: Böðvar Pétursson og Sigurður Guðgeirsson. — Ljósm. Þjóðv,. A.K.
9. gr.
Næsta aðalfund Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík skal
halda fyrir marzlok 1967. Á
honum skulu lagðir fram end-
urskoðaðir reikningar liðins
kjörtímabils.
10. gr.
Lög þessi gilda til næsta að-
alfundar og falla þá úr gildi,
en fyrir þann tíma skal stjórn
og fulltrúafáð hafa undirbúið
frumvarp að nýjum lögum sem
lögð verði fyrir aðalfundinn til
afgreiðslu,.
Bráðabirgðaákvæði.
Þar til fulltrúaráð hefurver-
ið kosið, annast stjóm banda-
lagsins verkefni þess samkv.
7. grein.
Tvær ársbækur Bók-
menntafélgsins
Hiö íslenzka bókmcnntafélag
sendir frá sér þcssa dagana
ársbækur sínar l'yrir árið 1965.
Eru það SKÍRNIIl, tímarit Ilins
íslenzka bókmcnntafélags, og
bókin Ritunartími Islendinga-
sagna, riik og rannsóknaraðferð-
ir eftir Einar Ól. Sveinsson.
Er þctta 139. ár Skírnis, sem
nú er undir ritstjórn Ilalldórs
Halldórssonar. prófcssors. Er
efni hans fjölbrcytt, og af cfni
eftir íslenzka hiifunda má ncfna:
Handritamálið á loknstigi. cftir
ritstjórann, greinarnar Upphaf
fslandsbyggðar og Fyrsta mál-
fræðiritgerðin og upphaf ís-
lenzkrar sagnaritunar eftir Iler-
mann Pálsson, lcktor í Edin-
borg. B.iarni Guðnason, prófcss-
or, skrifar banka um siðfræði
fslendingasagna, Ölafur Hall-
dórsson. cand mag. grcinina
Ur bréfum Fiölnismanna; Finn-
bogi Guðmundsson. landshóka-
vörður um eina iarlsvísu og
konungsbréf: Sveinn Einarsson,
Icikhússtjóri greinina Helgileik-
ir og herranætur; Selma Jóns-
dóttir, listfræðingur um gamla
krossfcstingarmynd og Aðalgeir
Kristjánsson, cand. mag. um
Gísla siigu og samtíð höfúndar.
Þetta Skírnishefti er 219 bls.
Ritunartími fslcndingasagna
eftir Einar Ól. Sveinsson, pró-
fessor er íslenzlc útgáfa á bók
er höfundur gaf út um þetta
efni í Lundúnum 1958 og nefn-
ist „Dating the Icelandic Sag-
as“. Var útgefandi þar The
Viking Society. í þessari ís-
lenzku út.gáfu hefur ýmsu ver-
ið breytt og einnig bætt við
nýjum köflum, sumum skemmri
öðrum lengri, sem höfundi þótti
vant í upphaflegu útgáfunni. Er
bókin 165 bls. að stærð.
Báðar eru bækurnar prentað-
ar í Prentsmiðjunni Leiftri
Afgreiðslu ársbókanna annast
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar, Austurstræti 18.
Til
páskana
Tertubotnar:
Choho Bunde, Lagkage Bunde, Sirupslagkage, Sirups
Bunde, Luxus Lagkage, Lagkage Bunde, Mini Bunde,
Choholade lagkage Bunde.
Smákökur:
KJELDSENS — Store Makroner, Smá Makroner, Mine-
succes, Chokolade Plesknaf, Vanille Kranser, Blandede
Kager, Korende Kager, Brune Kager, Jyoetoppe, Butt-
erdejskringler, Finsk Brþd, Stænger.
KJELDSENS — BUTTER COOKIES
Vanilla Cream, Finnish Style, Swedish Style, Currant
Cookies, Brown, Syrupcookies, Norwegian Style.
Rúllutertur:
Aprikos Roulade, Hinbær Roulade.
Kökudeig:
Banana — Cake Mix, Old Fashioned- Spice — Cake
Mix, Fudge — Chocolate Flavor Cake Mix, Double
Dutch — Devils Food Cake Mix, Lord Baltimore —
Moist Yellow Cake Mix, Swiss Style — Moist — Choco
late Flavor Cake Mix, Vienna Style White — Moist
Cake Mix, Mocha Fuoce — Cake Mix, Cinnamon
Strevsel — Coffee Cake Mix, Bavarian Creme-yellow
— Moist Cake Mix, Apple Cinnamon — Coffee Cake
Mix, Raspberry Swirl — Angel Food Mix, Miracle
— Angel Food Mix, Honey Spice — Cake Mix, Pan-
cake Mix — For Waffles Too.
Formkökur:
Choho Mix, Chokoladekage, Cocktailkage, Cltronkage,
Plumkage, Marmorkage, Mazarinkage, Trþffélkage.
Kökukrem:
Bavarian Creme — Fluffy Frosting Mix, Fluffy White,
Vanilla Creme, Instant Icina Mix.
Páskaegg í þúsundatali — Glæsilegt úrval
á
1