Þjóðviljinn - 01.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.04.1966, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVIUINN — Föstudagur 1. apríl 1966 Otgefar.di: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Siguröur V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jr'-annesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði. Fyrirheit um sókn jl/fannfjöldinn sem svaraði kalli níu manna nefnd- arinnar til stofnfundar Alþýðubandalags í Reykjavík sýnir svo ekki verður um villzt að al- þýða fylkir liði til stórsóknar fyrir málefnum Al- þýðubandalagsins, fyrir alþýðumálstað. Stofnun Alþýðubandalags í Reykjavík með þeim myndar- brag sem raun varð á er líka svar til afturhalds- manna, sem hamrað hafa á því um langt skeið að hin róttæka alþýðuhreyfing væri einskis megnug vegna sundrungar og ágreinings. Einróma kosn- ing Magnúsar Torfa Ólafssonar 'til formennsku Alþýðubandalags í Reykjavík er ekki sundrung- armerki, og til stjórnar með honum hafa valizt menn sem alkunnir eru í félagssamtökum og stjómmálum, úr verkalýðshreyfingunni og sam- tökum vinstri manna. A lþýðubandalagið ætlar sér ekki lítinn hlut. í ^ ávarpi Magnúsar Torfa Ólafssonar í fundarlok minnti hann á þá staðreynd með fáeinum orðum, ætlun Alþýðubandalagsmanna væri „að byggja upp í landinu blómlegt íslenzkt atvinnulíf, tryggja hverju landsins barni skilyrði til að lifa menn- ingarlífi og þroska hæfileika sína. Við samein- umst til að hrinda erlendri ásælni í hvaða mynd sem hún birtist. Við ætlum hvert og eitt afhgera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja verkalýðshreyfingunni, launþegasamtökunum og framsæknum öflum hins nýja tíma stóraukin á- hrif á stjórn lands okkar og borgar. Hvarvetna úr nágrannalöndunum berast fregnir af sigrum víðfeðmra stjórnmálasamtaka vinstri manna. — íhaldsöflin eru á undanhaldi. Framvinda heims- málanna er óðum að brjótast úr viðjum kalds stríðs og gainalla fordóma“. Oamtök eins og Alþýðubandalagið í Reykjavík ^ skortir sannarlega ekki verkefni. „Stofnun Al- þýðubandalags í Reykjavík þýðir ekki að nú megi leggja hendur í skaut, heldur að nú gefst tækifæri til að hefjast handa svo um munar“, sagði Magn- ús Torfi í ávarpi sínu. „Stofnun samtaka okkar er herhvöt til hvers og eins að koma boðskap Al- þýðubandalagsins á framfæri í sínu umhverfi, leggja sitt af mörkum í því útbreiðslu- og skipu- lagsstarfi sem framundan er. Fyrsta þrekraunin bíður á næsta leiti. Tæpir tveir mánuðir eru til borgarstjþrnarkosninga. Engan tíma má því missa. Við verðum að bregða skjó.t.t við, og sýna á kjör- dag svo eftir verði tekið hvers Alþýðubandalag í Reykjavík er megnugt. Samtaka nú Alþýðubanda- lagsmenn“. k ndstæðingar hinnar róttæku alþýðuhreyfingar ■‘“■hafa látið óskhyggjuna ráða skrifum sínum um að afl hennar væri að þverra. Það mun sannast að hún mun stóreflast í náinni framtíð, nýir menn ganga til liðs við hana, ný sókn verða hafin sem ekki einskorðast við kosningar heldur alhliða á- hrifaaukningu alþýðu og vinstri manna um land allt. Stofnfundur Alþýðubandalags í Reykjavík gefur fyrirheit um þá sókn. Árangur hennar og reisn veltur á framlagi hvers og eins þess alþýðu- manns sem í baráttunni stendur. Þess vegna má enginn liggja á liði sínu. — s. Stefánsmótið: B-flokkur karla: 1. Georg Guðjónsson, Árm. 126,1 2. Einar Gunnlaugss., KR 129,6 3. Ágúst Björnsson, IR .. 140,0 C-flokkur karla: 1. Sigfús Guðmundss., KR 84,6 2. örn Kærnested, Árm. 88,9 3. Bergur Eiríksson, Árm. 93,2 Stúlknaflokkur: 1. Áslaug Sigurðard. Árm. 146,3 2. Auður Harðard., Árcn. 146,3 3. Jóna Bjamadóttir, Árm. 201,4 Kvennaf Iokkur: Hið árlega Stefánsmót, svig- mót í öllum flokkum, varhald- ið í Skálafelli við KR-skálann síðast liðinn sunnudag, og hófst mótið um hádegi í glampandi sól og 6 stiga frosti. Skíða- deild KR annaðist um móts- stjórn. Mótstjóri var Ölafur Nilsson. Bx-autarlagningu ann- aðist Valdimar örnólfsson. Var margt um manninn í KR-skál- anum og allar skíðabrekkur fyllar af fólki. Bílfært var hér um bil alla leið að skálanum. Orslit urðu þessi: 1 Árdís Þói’ðard. Sigluf. 87,8 2. Hrafnh. Helgad., Árm. 102,0 3. Jakobína Jakobsd. ÍR 114,0 Stefán Kristjánsson, formaður Skíðasambands Islands. 500. fundur stjórnar Skíða sambands íslands haldinn Jóhann og Ásdís sigurvegarar A-flokkur karla: 1. Jóhann Vilbergsson, Siglu- firði .................. 109,3 2. Guðni Sigfússon, ÍR .. 111,2 3. Leifur Gíslason KR .. 114,2 Hlið: 60, brautarlengd 300 m. Staðan í 1 deild Eftir síðustu tvo lei'kina i 1 deildar keppnj íslandsmeist- aramótsins í handknattleik (FH —: Ármanns 20:16 og Fram — KR 23:17) er staðan- þessi,;; Fram 9 7 0 2 234:189 14 FH 8 7 0 1 176:154 14 Haukar 9405 202:203 8 Valur 8 4 0 4 190:102 8 Ármann 8206 177:207 4 KR 10 2 0 8 203:227 4 Orslit þriggja síðustu Ieikj- anna 1 1. deild kvenna urðu þessi: Fram—Víkingúr 8:8, FH — Ármann 20:16 og Fram — Breiðablik þessi: 16:9. Staðan er nú Valur 4 4 0 0 8 58:26 FH 4 4 0 0 8 42:28 Fram 4 1 1 2 3 27:31 Ármann 4 1 0 3 2 34:41 Víkingux 4022 2 25:51 Breiðablik 4013 1 32:51 Víðavangs- hlaupÉ háð i 51. sinn 51. víðavangshlaup IR fer fram 21. apríl n.k. eða á sum- ardaginn fyrsta að venju. Keppt verður um bikar i 3ja, 5 og 10 manna sveitum og vinnst bikarinn fyrir 10 manna sveitina til eignar, en hinir tveir eru farandbikarar, þarf að vinna bá 3svar í röð eða fimm sinnum alls. Hlaupið hefst kl. 2 frá Hljóm- skálagarðinum og verður leið- in svipuð og undanfarln ár. Suður fyrir mýrina fyrir neð- an háskólann í átt að Gríms- staðaholti og til baka Njarð- argötuna inn í Hljómskálann aftur og verður hlaupið lfklega látið enda fyrir neðan mennta- skólann. Þátttökutilkynningar þurfa að berast til Karls Hólm c/o Skeljungur ekki síðar en 9. apríl. Forgöngu um stofnun SKl höfðu þeir Steinbór Sigurðsson og Einar B. Pálsson, en þeir höfðu fyrir allmörgum árum bent á þá nauðsyn að stofnað yrði sérsamband innan ISl sem færi með sérgreinarmálefni skfðaíþróttarinnar. Þessi hugmynd hlaut léleg- ar undirtektir, en þó kom þar, að lögum ÍSl var breytt og _23. júní 1946 heimilaði stjóm ÍSl að SKl yrði stofnað. SKl er því elzta sérsambandið af þeim sem stofnuð hafa verið innan vébanda ISl. Þau tæp 20 ár, sem SKÍ hef- ur starfað hafa eftirtaldir verið formenn: Steinþór Sigurðsson 1946—’47, en hánn fórst við vís- indastörf við Heklu í nóvember það ár. Við fráfall Steinþórs tók Einar B. Pálsson við og var formaður til ársins 1950. Þriðji formaður SKÍ var Einar Kristjánsson, forstjóri. Hann var búsettur á Akureyri og flutti Skíðasambandið þá baekistöðvar sínar til Akureyr- ar og var stjórn þess á Akur- eyri í 10 ár. Einar er nú látinn. 1956 tók Hermann Stefánsson íþróttakennari á Akureyri við formennsku og var formaður í fjögur ár. Aftur tók Einar B. Pálsson við stjórn Sambands- ins 1960—64 og má geta þess að hann hefur nýlega þýtt og lagað að íslenzkum staðháttum Nýjar leikreglur. Núverandi formaður er Stef- án Kristjánsson. Aðrir- í stjórn eru Þórir Jónsson, varaformað- ur, Gísli B. Kristjánsson, ritari, Ólafur Nílsson, gjaldkeri, Þórir Lárusson. Einar B. Ingvarcson, Guðmundur Amarson, Þórar- inn Guðmundsson og Ófeigur Eiríksson, meðstjórnendur. . Ennfremur sagði Stefán: S.I. ár hefur verið óvenju viðburða- B Á þriðjudaginn var haldinn 500. fundurinn í stjórn Skíðasambands íslands og var fréttamönnum boðið að vera viðstaddir fundinn. Þar flutti Stefán Kristjánsson, formaður sambandsins, ræðu þar sem hann rakti mörg atriði úr sögu SKÍ og Gísli Halldórsson, formaður ÍSÍ minntist ánægjulegs samstarfs milli þessara sambanda. Stefán Kristjánsson sagði m.a. — Það var 23. júní 1946, að stofnfundur SKl var haldinn í Atvinnudeild Háskólans. Full- trúar á fundinum voru 6 frá þremur skíðaráðum. Frá skíða- ráði Rvfkur vom Steinþór Sig- urðsson og Einar B. Pálsson, frá skíðaráði Akureyrar He-r mann Stefánsson og Bjarni Halldórsson og frá skíðaráði Siglufjarðar Ketill Ólafsson og' Sveinn Sveinsson. ríkt hjá skíðamönnum. Á vetr- inum fór í fyrsta skipti fram Unglingameistaramót Islands á skíðum, tekin vorci upp svo- kölluð opin mót, þ.e. mót, sem öllum meðlimum SKÍ er boðin þátttaka ,L, Mót þessi , eru hald- in á Akureyri, ísafirði, Reykja- vík og Siglufirði. Óvenju margir íslenzkir skíða- menn hafa keppt á erlendum mótum og náð þar í sumum greinum mjög athyglisverðum árangri. ISÍ hefur ákveðiS að í Hlíð- arfjalli við Akureyri skuli vera miðstöð fyrir vetraríþróttir og lagt fram mikilsverða aðstoð í því máli. Eftir viku hefst Skíðamót Is- lands á Isafirði, en strax að mótinu loknu þarf að velja "hop skíðafólks og hefja undir- búning fyrir Vetrar-Olympíu- leikana 1968. """Að síðustu sagði Stefán Kristjánsson að vaxandi áhugi væri fyrir skíðaíþróttinni hér á landi. utgerdarmenn. TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT, SEM ÞEIM VIÐKEMUR TRYGGINGAFÉLAOIÐ HEIMIRf LINDARGÓTU 9 • REYKJAVÍK • S ÍM i 22122 21260 Útboð Tilboð óskast í að grafa og leggja aðalvatnsæð í Fossvogi fyrir vatnsveitu. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Vonar- stræti 8 gegn 1000 kr. skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.