Þjóðviljinn - 01.04.1966, Blaðsíða 10
Mikil aðsókn að
Gullna hliðinu
Á miðvikudagi nn voru pantað-
ir fledri aðgönguiniðar í Þjóðleik-
húsinu í síma en nokkum annan
dag áður, eða ails um 900 og
aHir að sýningum á Gullna
hliðinu. Af þessum 900 miða-
pöntunum, sem allar voru utan
af landi, voru 250 frá Akranesi
og Keflvíkingar pöntuðu rösk-
lega 200 miða.
Gullna hliðið hefur nú verið
sýnt tólf sinnum í Þjóðleikhús-
inu og jafnan við húsfylli.
Békmenntafélag-
ið minnist 150
ára afmælis síns
Um þessar mundir eru liðin
150 ár frá stofnun Hin9 íslenzka
bókmenntafélags. I tilefni af af-
mælinu hefur stjóm félagsins
efnt til sýningar í Þjóðminjasafn
inu á útgáfuritum félagsins. Eru
þar sýndar allar þær bækur sem
félagið hefur gefið út í hálfa
aðra öld, svo og ýmis skjöl úr
sögu félagsins o. fl.
Unuhús opnað í dag
Allt að 4700 rúmm.
vörufreymsla Jökla h.f.
við Héðínsarötu
Borgarráð Reykjavíkur heim- :
ilaði á sxðasta fundi sínum fyrir ■
sitt leyti að Jöklar h.f. megi [
reisa viðbótarvörugejrmslur úr
járni á lóð við Héðinsgötu, allt
að 4700 rúmmetra byggingu. —
Leyfi borgarráðs er bundið því
skilyrði, að geymslur þessar verði
fjarlægðar borgarsjóði að kostn-
aðarlausu, hvenær sem er eftir
4. apríl 1967, án frekari uppsagn-
ar.
Barnamúsikskóli
Reykiavíkur
Á fundi sínum sl. þriðjudag ! ■
heimilaði borgarráð að Barna- :
músikskólinn megi framvegis |
þpra nafnið Barnamúsikskóli •
Reykjavíkur. I
■ í dag opnar Helga-
fell listaverka- og bóka-
sölu á tveim hæðum á
Veghúsastíg 7. Þar sýna
næstu tvær vikumar þeir
Kristján Davíðsson og
Steinþór Sigurðsson. Sam-
dægurs koma út fjórar
bækur á forlagi Helga-
fells.
Enn er Ragnar Jóngson með
brambolt og umsvif í
menningarlífi, Vig Veghúsa-
stíg þar sem áður var Sápu-
gerðin Frigg hefur Helgafell
opnað bókasölu og mynda-
sölu á tveim hæðum. Hús-
næðið losnaði fyrir tveim
mánuðum og síðan hefur Þar
verig unnið mikið timburverk
og Ragnar sjálfur sagað og
neglt i erg og gríð og reynd
ar létzt um ellefu pund fyrir
vikið. Þetta húsnæði verður
opnað í dag. fyrsta april,
sagði Ragnar — teppin komu
í morgun og hjtinn kemur í
kvöld.
Þetta húsnæði verður ekki
leigt út sem sýningarsalir,
sagði Ragnar, við bjóðum
listamönnum að sýna hér ef
þeir vilja, og allir eru vel-
komnir á sýningamar engjn
boðskort send út og enginn
aðgangseyrir. Og menn geta
gluggað í bækur meðan þeir
horfa á myndir og horft á
myndir meðan þeir hugsa sig
um bókaval. Á efri hæðinni
verða bækur sem nú eru
horfnar af markaði og eru
að finnast í hinum og þess-
um geymslum, en á neðri
hæðinni verður afgreiðsla á
nýjum Helgafellsbókum.
Næstu tvær vikurnar sýna
tveir þekktir listamenn í
þessu nýja Unuhúsi — en það
gamla og sögufræga Unuhús
er nú dæmt til flutnings fyr-
ir sakir skipulagsbreytinga.
þar á að vera gata. Kristján
Davíðsson sýnir á efri hæð-
innj og þá aðallega eldri
Steinþór
Kristján
myndir — er sú elzta ' frá
1943, þar eru og nokkrar
,,Barnamyridir“ af manneskj-
um sem þóttu afskaplegar á
sinnj tíð — yngsta myndin
er frá því í fyrra. Að öðru
leyti verða að sinni ekki
sagðar fréttjr af þessum
frísklega málara, nema hvað
hann opnar aðra sýningu i
Bogasal þritugasta april.
Á neðri hæðinni sýnir i
ágætur fulltrúi yngrj málara. i
Steinþór Sigurðsson, sautjián ]
málverk olff eru flest ný, frá
síðustu fjórum árum. Hann
sýndi síðast ejnn 1962 og hef-
ur tekið Þátt j mörgum sam-
sýningum síðan. Um hann
segir Thor Vilhjálmsson í
greinargerð: Áhættan hefur
aukizt í síðari málverkum
Steinþórs og dýptin. hann
hefur sífellt færzt mejra í
fang og vaxið allt til hinna
s af aríku abstrakthugleiðinga
um náttúru og veður sem
hann leikur svo sterkt fram
núna ...
Sá verður háttur á við-
skiptum í Unuhúsi að menn
greiða út í hönd fjórðung
andvirðis myndanna og
greiða afganginn með afborg-
unum á tólf mánuðum.
Sama dag og Unuhús er ]
opnað koma út f jórar j
bækur á forlagi Helgafells. j
Tvær þeirra eru eftir Bugða j
Beygluson, en það pennanafn i
hefur Steinar Sigurjónsson j
valið sér þekktur maður af j
þrem sögum mögnuðum, sem j
fáar hliðstæður eiga sér í ís- j
lenzku, ef þá nokkrar. Nú
kemur út skáldsaga hans
..Skipin sigla“ og ljóðabókin
,.Fellur að“ — eru það fyrstu
ljóð höfundar sem koma út
á bók „Ung ljóð“ heitir
fyrsta Ijóðabók Ninu Bjarkar
Ámadóttur, en hún hefur áð-
ur birt kvæði sín í lesbók-
um blaða og hefur ort margt
frá því hún var fimmtán
ára. byrjaði reyndar fyrr. —
Nína Björk hefur lokið námi
við leikskóla Leikfél. Reykja-
víkur °s komið fram á leik-
sviði hjó Grímu. Fjórða bók-
in er leikrit Davíðs S'tefáns-
sonar „Gullna hliðið" og hef-
ur Matthías Johannessen ann-
azt þá útgáfu og ritar all-
langa inngangsritgerð.
Föstudagur 1. apríl 1966 — 31. árgangur — 76. tölublað
Kristmann gegri Thor
Flutningi máls-
ins lauk í gær
■ f gær fór fram fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur mál-
flutningur í meiðyrðamáli Kristmanns Guðmundssonar
gegn Thor Vilhjálmssyni. Flutti Thor mál sitt sjálfur, en
í stað Ólafs Þorgrímssonar, sem verið hefur málflutnings-
maður Kristmanns, kom nú Kjartan Reynir Ólafsson, cand.
jur., og er þetta prófmál hans. Að loknum nær hálfrar
þriðju stundar málflutningi ítrekuðu báðir aðilar fyrri
kröfur sínar, og síðan var þetta sögufræga mál lagt í dóm.
Verðtrygging fj árskuldbindinga
Allmiklar umræður urðu um
verðtryggingu fjárskuldbindinga
á alþingj í gær og komu rn.a.
þessar upplýsingar fram í þeim
umræðum. Töluðu Gylfi Þ.
Gíslason og Einar Olgeirsson á
fyrri hluta fundarins í gær cn
fundinum var framhaldið W. 5
síðdegis og málið þá tekið á
dagskrá á ný
Viðskiptamálaráðherra sagði
að frumvarpið um verðtryggingu
fjárskuldbindinga væri einn iið-
urinn í því ag hamla á móti
verðbólgunni. en gera þyrfti
margar hliðarráðstafanir Hann
sagði að ákvörðunjn um ið
verðtryggja lán húsnæðismála-
stjómar værj ..fyrsta stóra
frumsporið" í átt til frekari
verðtrygginga en yrði það frum-
varp, sem gerjr ráð fyrir fram-
haldj verðtryggingarinnar ekki
samþykkt teldi hann rétt að
afnema verðtryg^inguna á hús-
næðismálastjórnarlánunum.
Ráðherrann kvað það ætlun-
ina varðandi framkvæmd þessa
máls að i fyrstu mundj Seðla-
'bankinp heimila innlánsstofn-
unum að taka við sparifé til
2—3 ára verðtryggingu með 4—
5% vöxtum. Jafnframt yrði út-
lánsstofnunum veitt heimild til
að lána verðtryggð lán til 5
eða 8 ára til að ná þannig inn
verðbótunum á spariféð Að visu
væri viss ótti fyrir hendi hjá
viðskiptabönkunum um að ekki
næðust nægilegar verðbætxir t>f
útlánunum til að standa undir
verðbótum af innlónunum. —■
Reynslan yrði hins vegar að
skera úr þessu og ef svo færi
yrði að ger.a innlánskjörin
krappari.
Einar Olgeirsson vék í fyrstu
að þeim skerjum, sem stýrg
þyrftj framhjá við stjórn efna-
hagsmála, kreppunni annars
vegar og óðaverðbólgunni hins
vegar. Hann sagði að sú óða-
verðbólga, sem hér hefði ríkt
undanfarin 25 ár værj hreinni
óstjórn á efnahags- og atvinnu-
lífinu að kenna enda hefði
viðskiptamálaráðherra einmit/
talað um óstjórn í þessu sam-
bandi í ræðu sinni,
Þingmaðurinn minnti þessu
næst á að kaupmáttur tíma-
kaups Dagsbrúnarmanna í 4.
flokkj eftir tveggja ára starf
værj nú 100,7 miðað við 100
1945 Þannjg hefðu verkamanna-
taun enn sama kaupmátt og
fyrir 20 árum en þeir hefðu
margir hverjir bætt sér þann
skaða. sem verðbólgan hefði
valdið þeim á ýmsum sviðum
með verðbóliguhagnaði á ibúðum
sínum.
Ræðumaður minnti á að ef
setja ætti sömu skilyrði fyrir
verðtryggðum lifeyrissjóðslánum
og verðtryggðum húsnæðismála-
stjórr.arlánum yrði önnur lán-
takan til þess að útiloka hina.
Þannig ætti auk verðtrygging-
arinnar að gera fólki erfitt fvr-
ir með því að tafcmarka láns-
möguleíka þess og þar með að
koma í veg fyrir að fólk eign-
aðist eigin íbúðir. Sá gróði, sem
verðbólgan hefði veitt almenn-
ingi í húsbyggingum væri. sem
áður er sagt uppbót fyrir annað
tjón — en ranglátasti gróðinn,
sem viðskiptamálaráðherra tal-
aði um. væri verðbólgugróði
verzlunarauðvaldsins. sem hefði
fest lán út úr ríkisbönkunum
í ónauðsynlegum fjárfestingum.
en þetta hefði braskarastéttin
getað með pólitískum kverkatök-
um sínum á bönkunum.
Einar vék þessu næst að þeirri
spurningu hvort yfirhöfuð væri
rétt að verðtryggja fjármagn og
benti á hættuna við það að
láta fjármagnið ná drottnunar-
valdi yfir sjálfu atvinnulífinu.
— Seðlabankinn hyggðist með
frumvarpinu stjórna atvinnulíf-
inu með fjórmálatæiknile'gum að-
gerðum sem kalla mætti svo, en
margir hverjir bætt sér þanr
á íslandi vegna smæðar at-
vinnulífsins og sérstöðu í hví-
vetna. Þær dygðu ekki til að
stöðva verðbólguna það yrði að
taka upp þjóðfélagsle? afskipti
af atvinnulífinu og heildarstjórn
á efnahagslífinu.
Einar lagði að lokum áherzlu
Framhald á 7 síðu.
1 fyrri ræðu sinni rakti Kjart-
an Reynir örstutt sögu málsins.
Hann kvaðst falla frá kröfu um
bætur fyrir atvinnutjón og
„uppljóstrun einkamála", enda
hafði Ól. Þorgrímsson látið svo
um mælt á fyrra stigi málsins,
að hér kynni að vera ofstefnt.
Bótakröfur sínar kvaðst hann
því aðallega byggja á hinni
frægu Birtingsgrein Thors, sem
hann kvað einhverja hina rætn-
ustu, sem um geti, enda bersýni-
lega skrifaða til þess að „rægja
og lítilsvirða" Kristmann.
„Réttarvemd“
Tilgang Thors kvað hann sýni-
lega þann að hrekja Kristmann
úr starfi og hin ýmsu gögn, er
Thor hefur lagt fram í málinu,
kæmu þvi ekki við, Birtings-
greinin væri ein til umræðu. Þó
reyndi Kjartan, sem er sonur
Ólafs Þorgrímssonar og ber
nokkum svip af föður sínum, að
gera tortryggilegt mótmælaskjál
Gagnfræðaskólastjóranna nfu,
sem afþökkuðu heimsóknir Krist-
manns, og komst m. a. svo að
orði um Guðrúnu P. Jónsdóttur,
skólastýru Kvennaskólans, að
hún hefði ekkert vitað, hverju
hún væri að mótmæla. Endaði
svo á því að krefjast „réttar-
verndar“ með stórauknum fébót-
um í meiðyrðamálum.
Vörn í sókn.
Þess er enginn kostur að rekja
hér ítarlega ræðu Thors Vil-
hjálmssonar, sú grein gæti heitið
eitthvað á þá leið: Menningin
gegn Kristmanni Guðmundssyni.
Thor leggur áherzlu á eftirfar-
andi atriði. 1 fyrsta lagi sé málið
fymt, þar eð Kristmann hafi
ekki stefnt fyrr en sjö mánuð-
um eftir útkomu og dreifingu
Birtingsgreinarinnar, en stefnu-
frestur er sex mánuðir. I öðru
lagi hafi K. G. viðhaft um Thor
og aðra rithöfunda, innlenda og
erlenda, ummæli sem séu marg-
falt hai’ðorðaði en nokkur sem
hann hafi orðið að þola sjálfur,
enda sumt hreinn rógur. I þriðja
lagi sé Kristmann opinber starfs-
maður sem bókmenntakynnir í
skólum landsins. Thor telur sig
hafa margfaldlega sannað, að
hann sé ekki starfanum vaxinn
Fóstrur efna til
barnaskemmtunor
Fóstrufclagið stcndur fyrir
barnaskemmtun sem haldin
verður í Austurbæjarbiói á
morgun, laugardag og endur-
tekin á Sumardaginn fyrsta,
Koma þar fram 34 börn af
fjórum barnahcimilum, og
munu þau syní,’ja, dansa, fara
með leikþætti og sagðar verða
sögur. Fósírur og nemendur
úr Fóstruskólanum verða
börnunum til aðstoðar og
syngja með þeim.
Bömin, sem skemmta enj á
aldrinum 4ra og fimm ára og
eru þau úr La xfásborg, Haga-
borg, Tjamarborg og Grænu-
borg. Þau hafa æft söng,
dansa og leikþætti m.a. um ó-
þekka Láka og Kasper, Jesper
og Jónatan, undanfarinn hálf-
an mánuð.
Þegar Þjóðviljamenn litu
inn á æfingu hjá börnunum
og fóstrum í Austurbæjr-
bíói fyrir skömmu voru þau
hin áhugasömustu og virtust
skemmta sér vel.
Fóstrumar sögöu að skemmt-
anir þessar væru fyrst og
fremst haldnar til þess að
gleöja börnin, en ekki í gróða
skyni Ágóðinn af skemmtun-
inni á Sumardaginn fyrsta
rennur til Sumargjafar.
og vitnar í „vinnubrögð“ hans
sem þýðanda, fræðimanns og
bókmenntakynnis. Hér hafi þvi
verið um að ræða réttmæta
menningargagnrýni á opinberan
embættismann. Þá hefur Krist-
mann stefnt fyrir það að vera
nefndur „rógsendill“ BjamaBen;
réttmæti þeirrar nafngiftar telur
Thor sig þó einfaldlega hafa
sannað með vottorði skólastjóra-
hjónanna í Bifröst. þar sem við-
urkennt er, að Kristmann hafi
í embættiserindum farið niðr-
andi orðum um tímaritið „Birt-
ing“.
„Geðveikiskast".
Og enn bendir Thor á, að
Kristmann hafi ekki stefnt fyrir
það, er hann var borinn sökum
um ritþjófnað — en Kristmann
svaraði því einu til, að um ^geð-
veikiskast væri að ræða hjá
þeim, er upp kom um þjófnað-
inn — Bjama frá Hofteigi. Þá
leggur Thor höfuðáherzlu á það.
að rneiðyrðalöggjöfin eigi ekki
að vera skálkaskjól ’til' að hlffá
mönnum við réttlátri gagnrýni
enda sé ritvöllurinn eini rétti
vígvöllur sfcálda og rithöfunda.
Allur málarekstur Kristmanns
finnst Thor minna mest á
fjárplógsstarfsemi, og þykir hart
undir að búa að eiga kannski
eftir að hafa „slíkan mann á
framfæri sínu“. Kristmann
heimtar nú 200 þús. kall úr vasa
Thors.
Tímatakmörk.
1 síðari ræðu sinni mótmælti
Kjartan Reynir því, að málið sé
fyrnt, enda sé aðalatriðið, hve-
nær Kristmann hafi fengið Birt-
ingsgreinina í hendur. ekki hitt,
hvenær hún hafi birzt og verið
dreift. Þeir feðgar hafa nú á-
samt Kristmanni fengið til liðs
við sig í þessu máli Sigurð
Magnússon, sem vottfestir það,
að Kristmann hafi fýrst frétt af
greininni í viðtali við sig. Það
viðtal á að hafa farið fram á
þeim tíma, að kæra Kristmanns
rétt sleppur réttu megin við
tímatakmörkin! I þessu viðtali
á Ki’istmann að hafa sagt: „Thor
er lengi búinn að vera með mig
á heilanum". ..Þetta er ragur um
mitt heilabú!" svarar Thor aft-
ur.
Tortryggilegt.
Thor lét þess getið í síðari
ræðu sinni. að honum þætti þetta
vottorð allt hið tortryggilegasta,
enda treystir Sigurður sér ekki,
sem tæpast er von, að segia á-
kveðið til um það, hvenær þetta
samtal þeirra Kristmanns hafi
farið fram. Hann segir ella, að
ef margrædd Birtinssgrein hafi
valdið svo gífurlegu róti á hög-
um Kristmanns. megi furðu heita
ef hann hafi ekki séð hana fyrr
en hálfu ári frá útkomu. Þar
við bætist að Kristmann sé sern
ríki sbókm enn takynn ir skyldugur
til bess að lesa eina listatfmarit
landsins — annað sé vinnusvik!
Og svo var málifl lagt í dóm
Bjama K. Bjamasonar.