Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 7. apríl 1966 -— 31. árgangur — 81. tölublað.
Þjóðviljinn 28 síður í dag — Blað I
□ í dag, skírdag, er Þjóðviljinn 28 síður — tvö blöð 12 og 16 síður.
□ í 16 síðna aukablaðinu er birt margskonar efni um ferðalög og
□ ferðamál. Nokkurt ferðamálaefni annað er í þessu blaði líka. —
□ Næst kemur Þjóðviljinn út miðvikudaginn 13. apríl.
WWWAAWAAWAWWWWAWW'AWWWWWWWWWWAWAWWAWWWAWAWWAAAAAW
Forsendo stórfelldra k]arabóta:
Nýjar hernámsíramkvæmdir
fyrirhugaðar á Stokksnesi
Höfn í Hornafirði, 3/4 —
Það var hér á dögunum að
útvarpið sagði frá því í
| fréttaskeyti héðan frá Horna-
5 firði, að hingað hefði kím-
% ið herflutningaprammi einn
? mikill. Honum til ágætis var
Í það helzt að segja, að hann
% hafði verið notaður við inn-
j rásina í Norður-Afríku á
Í meðan Rommel var og hét.
? En þar sem skip þetta er
5 ekkert óskabarn þjóðarinnar,
i vonandi, má geta þess, að nú
5 eru fyrirhugaðar hernáms-
? framkvæmdir á Stokksnesi
rétt einu sinni enn, og þá $
fyrst og fremst bygging kaf- |
bátamiðunarstöðvar, svo að |
skip þetta hafði ærnu verk- £
efni að sinna, sem sé að ?
flytja þungavinnuvélar og |
efni hingað. £
En gárvmgarnir sögðu nú í
reyndar, að e.t.v. væru þeir ?
að flytja hingað aðalstöðvar ?
NATÓ og fannst engum mik- ?
ið, þar sem þegnskap okkar |
ísjendinga er viðbrugðið, a. í
m.k. á sviði hernaðar- og j
efnahagsmála. — Þ. 5
Þróttur og Brynja á
Síglufírði sameinuð
Verkamannafélagið Þróttur og
Verkakvennafélagið Brynja á
Vinnu hætt við
Strákaiföns’in
jiglufirði, 6/4 — Hætt er nú
vinnu við Strákagöngin í bili.
Nýlega komu menn að linu mó-
hellulagi og tekur það sennilega
yfir 30 metra kafla af göngun-
um. Skortir vé ar á staðnum til
þess að grafa sig áfram þennan
spotta og þarna þarf að fóðra
göngin með steinsteypu og stál-
bogum, svo að þau hrynji ekki
niður við minnstu jarðhræringu.
— K. F.
Siglufirði hafa nú runnið saman
í eitt verkalýðsfélag og var
stofnfundur þess haldinn síðast-
liðinn sunnudag. Margar hug-
myndir komu fram á fundinwn
úm nafngiift á hið nýja félag og
Ieizt mönnum bezt á uppástungu
frá Guðrúnu Albertsdóttur, for-
m^nns Verkakvennafél. Brynju.
Heitir hiö nýja félag Verka-
lýðsfélagið Vaka í Siglufirði.
Um 55C félagsmenn eru í hinu
nýja félagi. Stjórnarkosning fór
fram á stofnfundinum og voru
þessir menn kosnir í stjórn: Ósk-
ar Garibaldason, formaður, Guð-
rún Albertsdóttir, varaformaður,
Ólína Hjálmarsdóttir, ritari, Kol-
beinn Friðbjarnarson, gjaldkeri
og meðstjórnendur Þórunn Guð-
mundsdóttir, Þorkell Benónýsson
og Guðbrandur Sigurbjörnsson.
Þjóðartekjur Islendinga
jukust í fyrra um 8-9%
Hvers vegna ættum við að skríða í skjól erlends auðfélags
á sama tíma og íslenzkir atvinnuvegir skila sívaxandi arði?
□ Á síðasta ári jukust þjóðartekjur íslend-
inga um 8—9%, og er það einhver mesta aukning
sem dæmi eru um í sögu þjóðarinnar. Stafar
þetta af því að fiskaflinn varð meiri en nokkru
sinni fyrr, heildaraflamagnið jókst um 20% frá
árinu áður. Jafnframt bötnuðu viðskiptakjörin í
skiptum við önnur lönd um hvorki meira né
minna en tæp 10%, og stafar það bæði af verð-
hækkun á síldarmjöli, freðfiski, saltsíld, síldar-
lýsi, saltfiski, ísfiski og fleiri útflutningsafurðum.
Frá þessu er skýrt í Ársskýrslu
Seðlabanka Islands 1965 sem birt-
ist í gær á ársfundi bankans.
Þessi stórfellda aukning á
þjóðartekjum er framhald áþró-
un sem staðið hefur í mörg ár.
Á árinu 1964 var vöxtur þjóðar-
teknanna 8,4%, og einnig næstu
árin þar á undan hafði verið um
verulegan vöxt að ræða. í ræðu
sem Jóhannes Nordal banka-
stjóri flutti í gær, er ársskýrsl-
an var birt, greindi hann frá
því að afkoma þjóðarbúsins
hefði orðið mjög hagstæð á öll-
um sviðum. Þannig jókst heild-
arverðmæti útflutningsins um
16% jafnframt því sem um var
að ræða mikla aukningu útflutn-
ingsvörubirgða. Innflutningsaukn-
ing varð hins vegar ekki nema
5%. Viðskiptajöfnuður á vörum
og þjónustu varð hagstæður
um 100—150 miljónir króna en
var árið éöur óhggstæður um
340 miljónir króna.
Röksemd fyrir
kjarabótum
Þessar staðreyndir eru ærið
umhugsunarefni fyrir launafólk
og ekki sízt þau • verklýðsfélög
sem þurfa að gera nýja samn-
inga eftir tæpa tvo mánuði. Það j
er staðreynd að því fer mjög
fjarri að í'aunveruleg laun verka-
fólks hafi hækkað til samræmis
við sívaxandi þjóðartekjur, og
er metvöxtur þjóðarteknanna í
fyrra áhrifarík röksemd fyrir
mjög verulegum breytingum á
því sviði.
Hvernig verður
það réttlæti?
I annan stað má þ: 1 vera
mönnum umhugsunarefní að á
sama tíma og vöxtur þjóðar-
teknanna verður örar: hér en f
flestum löndum heimw af alís-
lenzkum atvinnurekstri, skuli
ráðamenn landsins vinna að því
baki brotnu að afhenda erlendu
auðfélagi afnotarétt og ágóða af
auðlindum landsmanna. Slíkt
væri hægt að skilja ef þjóðin
væri að gefast upp við að vinna
fyrir sér af eigin rammleik, en
hvernig geta valdhafarnir rétt-
lætt þvílíka uppgjöf á sama tíma
og atvinnuvegir landsmanna skila
þjóðinni meiri arði en nokkru
sinni fyrr? ,
Vietnam efst
á dagskrá 7.
r r C /’#_ •
mas i
AlþýðukanJalágið í Reykjavík heldur
fund um alámmmálið 14. þm.
\
Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur al-
mennan stjórnmálafund næstkomandi fimmtu-
dag 14. apríl, í Austurbæjarbíói.
Verður þar rætt um alúmínmálið frá ýms-
um hliðum. Hefst fundurinn kl. 9 á fimmtu-
dagskvöld.
Þetta er fyrsti fundur Alþýðubandalags-
ins í Reykjavík eftir stofnfundinn og er þess
að vænta að menn f jölmenni á fundinn vegna
hins örlagaríka máls sem á dagskrá er.
Nánar verður skýrt frá fundinum og
fæðumönnum hans í Þjóðviljanum eftir páska.
Rœða við
geimfara
ÞESSI MYND ,er tekin á þingi
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna en Sósíalistaf lokknum
var sem kunnugt er boðið að
senda þangað tvo áhéyrnár-
fulltrúa og sjást þeir hér ræða
við geimfarann A. A. Leonof.
sem fyrstur manna varð tii
að svífa á braut um jörðjna.
A MYNDINNI sjást talið frá
vinstri: A. A. Leonof, Komis-
arof er lengi var starfsmaður
hér við sovézka sendiráðið og
talar vel islenzku, Ingi R.
Helgason og Stefán Sigfús-
son.
STOKKHÓLMI 6/4 — Vietnam-
máljð verður efst á dagskrá á
fundum sænsku verklýðshreyf-
ingarinnar 1. maí, segir TT-
fréftastofan. Krafizt verður
friðar, frelsis oa sjálfstjórnar til
handa vietnömsku þjóðinni.
Meðal ræðumanna á fundunum
er Torsten Nilsson utanríkis-
ráðherra.
Jóhannes
Nordal
hætti við!
□ Eins og greint hefur verið
frá í fréttum hafði Stúdenta-
félag Reykjavíkur ákveðið að
halda umræðufund um alú-
minmálið á fimmtudag í
næstu viku og höfðu frum-
mælendur verið ákveðnir dr.
Jóhannes Nordal seðlabanka-
stjóri og Ragnar Arnalds al-
þingismaður.
□ Nú hefur verið hætt við fund-
inn og mun ástæðan sú að
Jóhanncs Nordal dró sig í
hlé; mun honum við nánari
athugun ekki hafa þótt fýsi-
legt að verja málið á opinber-
um fundi!
Tvö slys í gær
Tvær konur urðu fyrir slys-
um í gær, báðar við föll. Fyrra
slysið varð á gatnamótum Gull-
teigs og Kirkjuteigs, þar datt
Geirþrúður Bjarnadóttir í göt-
una og meiddist talsvert á höfði.
Síðdegis í gær datt Guðbjörg
Kristjánsdóttir í tröppum í
Austurstræti 9 og meiddist eitt-
hvað. Báðar konurnar voru
fluttar í Slysavarðstofuna.