Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.04.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. aprfl 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA § SKIPAUTGCRO KIKISINS M/S HEKLA f-er austu-r um land í hringferð 13. þ.m. Vörumóttaka árdegis á laugardag og árdegis á þriðju- da«ð til Fáskn'iðsfjarðar, Reyð- affjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar. Seyðjsfjarðar, Raufar- hafnar og Húsavíkur. — Far--’ áeðlar seldir á þriðjudag. Félag byggingariðnaðarmanna í Árnessýslu hélt aðalfund. sinn á Selfossi 20. marz s.l. en félagið tekur til húsasmiða, húsgagnasmiða, múrara, pípu- lagningamanna og málara. í skýrslu stjórnarinna-p kom íram að félagið hafðj gert nýja samninga við atvinnurek- endur á árinu. Helztu atriði þeirra eru: 44 stúnda vinnuvika 3ja vikna orlof sti'ghækkandi grunnkaup á,viku. sem miðast við starfs- alduir sveina í faginu, frá fyrsta ári til fjórða og siðan eftir átta ár. A1IS fjórar hækk- anir sem nema samtals kr. 325,00 á viku. f slysa- og sjúkdómstilfellum. fá sveinar greitt kaup, sjúk- dómskostnað læknishjálp í fjórar vikur. Þá eru ýms sér- ákvæði í samningunum, sem varða hverja iðngrein sérstak- lega. Atvinnurekendur greiða 1% í sjúkrasjóð félagsins af út- borguðu kaupi sveina og stend- ur hann nú i kr. 230.152.93. Á s.i. ári voru greiddar bætur úr sjóðnum til félagsmanna að upphæð tæpar 14,000,00 krón- ur. Stjóm félagsins var öll end- urkjörin, en hana skipa: Sig- urður Ingimundarson formað- ur, Hákon Halldórsson varafor- maður, BrlendUr Guðmunds- son ritari, Páll Ámason gjald- keri og Tómas Magnússon með- stjómandi. f •skemmti- qg. ferðanefnd 1966 voru kosnir: Sverrir Andrésson, Si'gurður E. Ól- afsson. Sigurdór Karlsson. Skarphéðinn Sveinsson og Ró- bert Benediktsson. Félagið er í Sambandi bygg- ingamanna og nýtur þar að- stoðar og fyrirgreiðslu. Hand- bók byggingamanna 1966 fæst hjá félagsstjóm os kostar kl. 100.00 til félagsmanna. Félagið er viðurkenndur samningsaðili og hafa meðlim- ir þess forgangsrétt ±il vinnu á félagssvæðinu, sem er öll Ár- nessýsla. Stjóm félagsins hvet- ur iðnaðarmenn tii samstarfs við félagið til eflingar stétt sinni og réttindum. (Frá Selfossiy. mEHtruRY' Ufanborðsmótorar Hítatæki hf. Skipholti 70. Sími 32186. 110—95 hö. 6 cyl. 65—50 hö. 4 cyl. 35 — 20 — 9,8 — 6 hö. 2 cyl. 3,9 hö. 1 cyl. Aljar gerðir með laus- um benzíngeymi og gírskiptingu. Billiard Stúlkurnar sitja yfir spilum. Borðtennis fá lánað, og finnst það sjálf- sagt, og hafa alltaf skilað því í sama ástandi aftur. Ég er sér- staklega ánægður með fram- komu unglinganna í alla staði, þau ganga vel um allt, það eru ekki unglingarnir sem skemma félagsheimilið. „Opið hús" fyrir æskuna í Félagsheimili Kópavogs ■ Fyrir skömmu hóf æskulýðsráð. Kópavogs að hafa „opið hús“ tvö kvöld í viku fyrir æskufólk á aldrinum 13 til 21 árs. Það stóð ekki á æskunni, allt upp í 120 hafa komið þangað á þessum kvöldum. í>að er ánægjulegur kliður þar sem hundrað ungmenni eru samankomin í glöðum leik og keppni í salnum á 2. hæð Fé- lagsheimilis Kópavogs. 1 endi- löngum salnum er líf og fjör, spilað á spil, leikin knattspyrna og íshokkí á borðum og þó nokkuð margir sitja íbyggnir og þungt hugsandi að tafli. Gagnfræðaskólanemar hafa und- anfama vetur getið sér góðan orðstír í skákkeppni skólanna. Þeir sem hér tefla segjast þó ekki hafa keppt — en ekki ó- líklegt að þeir eigi það eftir. Annar þeirra, sem ég spyr fyrst hver háfi kennt honum segir: — Ég er rétt að byria, én hinn svarar: — Mamma kenndi mér. Við skulum hafa tal af Sig- urjóni Hilaríussyni, æskulýðs- fulltrúa, sem hefur stjórn á þessum glaða hópi. — Hvenær byrjuðuð þið á þéssu, Sigurjón? — Við byrjuðum á þessu um mánaðamótin febr. — marz, að - ■ ■ 3> vísu áður fyrir nemendur Gagnfræðaskólans og kunn- ingja þeirra, en nú mega allir koma sem eru á aldrinum 13 til 21 árs, að vísu era þeir yngri í sérhópi. — Og koma þeir eldri hing- að? • . — Já, það er talsvert um það að unglingar \ um tvítugt komi hingað. — Aðsóknin? — Það er algengt að hingað komi 100—120 unglingar á kvöldi. — Á hvaða tíma? — Hér er opið frá kl. 8 til 10,15 tvö kvöld í viku. Og hér er venjulega kominn hópurþeg- ar klukkan hálfátta og vill þá gjarna hjálpa til að standsetja salinn. — Hvað er vinsælast? — Vinsælast mun íshokkíið vera en auk þess höfum við tvær gerðir af knattspyrnu- spili, körfuboltaspil, borðtennis og töfl og skákklukkur, enn- fremur venjuleg spil, sem líka eru mikið notuð. — Umgengnin? — Síðan við byrjuðum hefur ekki nokkur hlutur skemmzt. Þeir kvitta fyrir það sem þeir — Eruð þið raunverulega að sprengja utan af ykkur hús- næðið? — Það skortir ekki aðsókn- ina, en við erum að flytja á Álfhólsvegj 32 mjög heppjlegt, mun stærra húsnæði og hyggj- um gott til þess. Þá hefði ég hug á að hafa hér 12 ára líka, t.d. á miðjum laugardegi eða sunnudegi. Ég tel húsnæðið á Álfhólsvegi 32 mjög hepppilegt, þáð þarf sáralitlar breytingar til þess að vera mjög nota- legt og vistlegt fyrir þessa starfsemi. — Ánægður með árangurinn? — Já, þessi leið sem viðhöf- um tekið hér upp er örugglega jákvæðasta og heppilegasta leið- Piltarnir í knattlcik. — (Allar myndirnar tók ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, s.l. miðvikudagskvöid). Reykingar eru bannaðar hér, og þeir sem endilega vilja reykja verða að gera það úti. —Reykja margir? — Því miður hafa reykingar aukizt á síðustu tveimur árum — hvað sem veldur. in til að laða unga fólkið til tómstundastarfs. Við þökkum Sigurjóni Hilar- íussyni fyrir — og það heyrist ánægjukliður frá glaðri æsku meðan við göngum niður stig- ann, — J,.B. . t (NORDfnCWOE) sjónvarpstæki Model 1966. NORDMENDE er með bæði kerfin. NORDMENDE er með transistorum. NORDMENDE er með 23 og 25 tommu skerm. Allir varahlutir og við- gerðarþjónusta á staðnum. Sjónvarpsloftnet og upp- setningar á þeim. Sjónvarpsmagnarar og uppsetningar á þeim. Heimilisánægjan eykst með NORDMENDE tæki. NORDMENDE- umboðið Klapparstíg 26. Sími 19-800. Saumavélaviðgerðir Ljósmyndavéla- viðgerðir — FLJÓT AFGREUJSLA — SYLGJA Laufásvegj 19 (bakhúsj Símj 12656. Kaupið Minningarkort Slysavarnafélags Islands

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.