Þjóðviljinn - 29.04.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.04.1966, Blaðsíða 6
g SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. aprfl 1966. T □ Það fór eins og búið var að spá hér á síð- ur-þýzku meistaramir frá Leipzig sigruðu þá unni: Austur-Þjóðverjamir urðu sigurvegarar í ungversku meistarana með 16 mörkum gegn 14. Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik bæði Áður höfðu austur-þýzku stúlkumar tvívegis í flokki karla og kvenna. Úrslitaleikurinn í karla- sigrað Danmerkurmeistarana í úrslitum, svo sem keppninni var háður í París sl. föstudag og aust- áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik lokið: A ustur-Þióð verjar sigruðu bæði í kuriu- og kvenfíokki Mót fyrir eldri áhugamenn og hjón á öllum aldri N.k. sunnudag, 1. maí, efna forrádamenn skíðaskálans I Hveradölum til skíðamóts fyrir „eldri áhugamenn o.g konur, svo og hjón á ölium aldri'*, eins og seglr i fréttatilkynningu sem bfaðinu hefur borizt. Keppt verður í eftirtöldum aldursflokkum: Karlar: 35 — 50 ára, 50 ára og eldri. Konur: 30 — 40 ára, 40 ára og eldri. Hjónaflokkur: Sameiginlegur tími hjóna. — Hjón á öllum aldri. Heimild til þátttöku hafa allir hvaðan sem er af landinu, fé- lagsbundnir jafnt sem ófélags- bundnir, ef þeir hafa ekki tekið þátt í opinberum mótum s. 1. tvo vetur (1964/65 og 1965-66). Hér er átt við öll mót haldin á vegum skíðaráðs og skíðafé- laga, önnur en innanfélagsmót, páskamót o.s.frv. Hjónaflokkur er þó undanþeginn þessu. Gert er ráð fyrir að í hjónaflokki leggi hjónin samtímis af stað frá sama rásmarki, fari sitt hvora braut að sama marki. Brautirnar verða við það mið- aðar að sem flestir geti verið með, en þátttöku skal tilkynna á mótsstað. Mótið hefst kl, 2 síðdegis. Nýr umbussu- dor Finno Nýskipaður ambassador Finn- lands á lslandi, Pentti Suomela, kom hingað til lands í gærkvöld ásamt konu sinni og tók Jón Kjartansson aðalrseðjsm. Fjnna á íslandi á móti þeim á Kefla- víkurflugvelli. — Ambassadorinn mun afhenda forseta Islands skilríki sín 3. maí n.k. Kepptu í Reykjavík. I kvennaflokki kepptu til úr- slita um Evrópubikarinn, þær austur-þýzku, SC Leipzig, og dönsku meistararnir HG í Höfn. Fyrri leikinn, sem háður var í Kaupmannahöfn, unnu A-Þjóð- verjarnir með eins marks mun, 7:6, en þann síðari, í Leipzig, með talsverðum yfirburðum, 10 mörk gegn 5. Áður höfðu þær austur-þýzku sigrað i keppn- inni hollenzku meistarana Swift Roermund 6:3 og 8:6, íslands- meistara Vals 19:8 og 26:9, og ungversku meistarana (sem skipað var mörgum stúlknanna í heimsmeistaraliðinu), Spartac- us Budapest, 10:4 og 5:5. Að Hálogaiandi Því verður ckki neitað, að vel er gamli hermannabragginn að Hálogalandi búinn að duga tii íþróttaæfinga og keppni á undan- förnum tveimur áratugum, cn hitt er líka jafnaugljóst að stjórn- endur borgarinnar hafa ekki sýnt alltof mikinn áhuga á því að bætt yrði úr aðstöðu íþróttaæskunnar til innanhúsæfinga og kapplcikja. Þannig var citt af loforðum borgarstjórnaríhaidsins fyrir kosningarnar í ársbyrjun 1954 „að stuðla að byggingu sam- eiginlcgs íþróttahúss í stað íþróttahússins við HálogaIand‘‘ og síðan hefur þctta verið fast kosningaloforð í Bláu bókinni. — Myndin gefur glögga mynd af þrengslunum á Hálogalandi þegar þar fcr fram kcppni, sem áhugamenn um handknattleik vilja horfa á (hitasvækjuna og óþefinn er hinsvegar erfiðara að festa á Ijósmyndafilmuna). Það er eins gott fyrir áhorfendur að bíta á jaxlinn þcgar keppendur gerast nærgöngulir og hætta er á að íspinninn detti í gólfið! — (Ljósm. A.K.). Örslitaleikurinn í karlaflokki var háður í Coubertin-íþrótta- höllinni í París sl. föstudag og var mjög jafn og trvisýnn. Tii úrslita léku austur-þýzku meist- ararnir SC DHfk Leipzig og ungversku meistaramir Honved Budapest. Austur-Þjóðverjarnir höfðu löngum forustu í leikn- um og leikar stódu 9 mörk gegn 7 þeim í hag í leikhléi. Síðari hálfleikurinn var jafnari, hvort liðið skoraði 7 mörk, þannig að leiknum lauk með tveggja marka sigri A-Þjóðverjanna, 16:14, Austur-Þýzka liðið hafði í undankeppninni sigrað HB Dúdelingen með 27:9 og 38:23, GRK Zagrep með 18:14 og 17: 15 og loks Dukla Prag með 15:10 og 13:12. Ungversku meistararnir Hon- ved Budapest höfðu éður en þeir komu til úrslitaleiksins, sigrað WIF Sofia með 32 mörk- um gegn 16 og 20:16, einnig Atletico Madrid 28:15 og 17:16, Grashoppers Zúrich og dönsku meistarana KFUM Arhus. Evrópukeppni karla: Um Evrópubikarinn i karla- flokki var fyrst keppt árið 1957 og þá komust í úrslit borgarlið Prag og lið frá Örebro í Sví- þjóð. Tékkarnir sigruðu með 21:13 í úrslitaleiknum. A næsta ári féll keppnin niður, svo og 1961 og 1964 — og ástæöan auðvitoð sú að á þessum árum var heimsmeistarakeppnin í handknattleik háð. önnur ár fóru úrslitaleikirnir þannig: 1959: Redbergslid, Gautaborg, — Frischauf, Göppingen 18:13. 1960: Frischauf Göppingen — Arhus GF 18:13. 1962: Frischauf Göppingen — Partizan Bjelovar 13:11. 1963: Dukla Prag — Dinamo Bukarest 15:13. 1965: Dinamo Bukarest — Med- vescak Zagrep 13:11. 1966: SC DHfk Leipzig — Honved Budapest 16:14. Evrópukcppni kvenna: Úrslitaleikirnir frá upphafi hafa farið þannig: 1961: Stiinta Bukarest — Dyna- mo Prag 8:1, 4:5. 1962: Spartak Sokolovo Prag — OFK Belgrad 9:4, 2:3. 1963: Trud Moskva — FIF, Kaupmannahöfn 11:8. 1964: Rapid Bukarest — IF Helsingör 14:13. 1965: HG Kaupmannahöfn — Spartacus Budapest 14:6, 7:10. 1966: SC Leipzig — HG Kaup- mannahöfn 7:6, 10:5. í handknattleiknum Crslit eru nú kunn í flcst- um flokkum á Islandsmeist- aramótinu í handknattleik. Enn er þó ólokið keppni I 1. og 2. deild karla, og búizt við að fella þurfi úrskurð í kærumáli vegna úrslitalciks- ins í 2. deild kvenna, cn þar sigruðu Keflvíkingar KR í fyrrakvöld mcð eins marks mun eftir framlcngdan lcik. Framarar hafa vcrið mjög sigursælir á þcssu tuttugasta og sjöunda handknattleiks- mcistaramóti, þ.e. þcgar sigrað í fjórum flokkum, auk þess sem félagið Ieikur til úrslita í 1. deild karla. Fram hcfur sigrað í 1. og 2. flokki karla. Valur sigraði í 1. dcild kv. og Víkingur í 3. flokki karla. Myndin er af íslands- meisturum Fram í 2. flokki kvenna. Með stúlkunum cr á myndinni þjálfari þeirra, Hilmar Ölafsson. — Ljósm: Þjóðv. A. K. k\AAAA/VVVWVWAVVVWWW/WVVVVW\,VWVV/VVlWVWVVWYVWWW'W\ VY vvvvwvvwvvwvvvvwv WW V V wvwwvw wvvwwwwvwww wv Nýstárleg skíðakeppni í Hveradölwn á sunnudaginn Framtíöar- starf Viljum ráða karl eða konu í bókabúð vora að Laugavegi 18. MÁL OG MENNING Laugavegi 18. — Sími 22973. i i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.