Þjóðviljinn - 29.04.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.04.1966, Blaðsíða 10
Sanrið vii Cekop um smíii dráttar- brauta á Akureyri og í Hafnarfirii Dráttarbrautin á Akure yri verður hih stærsta hér á landi og á að geta te kið upp 2000 lesta skip □ f fyrradag voru undirritaðir hér í Reykjavík samn- ingar milli pólska fyrirtækisins Cekop annars vegar og hinsvegar Akureyrabæjar og Hafnarfjarðarbæjar um smíði dráttarbrauta á báðum þessum stöðum. Verður dráttar- brautin á Akureyri hin stærsta hér á landi og á að geta tekið 2000 lesta skip en dráttarbrautin í Hafnarfirði mun taka 500 lesta skip. Áður hefur Cekop, samið um smíði dráttarbrauta í Njarðvík og Neskaupstað og er smíði dráttarbrautarinnar í Njarðvík vel á veg komin. Af líálfu Cekop undirritaði annar af aðalforstjórum fyrirtæk- isins samningana en einnig var aðalverkfræðingur þess viðstadd- ur svo og pólski sendiherrann. FyTir hönd Innkaupastofnunar ríkisins undirritaði Pétur Péturs- son báða samningana og fyrir hönd Efnahagsmálastofnunarinn- ar Aðalsteinn Júlíusson vita- og hafnarmálastjóri, en ríkið greið- ir 40% kostnaðar við þessar framkvæmdir. Þá ritaði Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri undir samningana fyrir hönd Akureyr- arbæjar og Gunnar Ágústsson hafnarstjóri í Hafnarfirði fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Skrif- uðu þeir báðir undir með fyrir- vara um samþykki viðkomandi bæjarstjóma. Dráttarbrautin á Akurcyri Dráttarbrautin á Akureyri verður sú stærsta hér á landi og á hún að geta tekið upp 2000 tonna skip og auk þess 800 tonna skip í hliðarfærslu, en síðar má bæta við fleiri hliðarfærslum ef þurfa þykir. Innkaupsverð drátt- arbrautarinnar er um 17 miljón- ir króna en með tollum og flutn- Aðalfundur Kaupmannasam- taka Islands 1966 var haldinn að Hótel Sögu í gær. Fundarstjóri var Hjörtur Jónsson og aðalræð- ur fluttu formaður samtakanna Sigurður Magnússon og Knútur Bruun framkvæmdastjóri, sem skýrði frá starfseminni sl. ár. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála- ráðherra ávarpaði fundinn. I skýrslu framkvæmdastjóra samtakanna kom m.a. fram hörð gagnrýni á núgildandi verðlags- ákvæði sem hann telur „óraun- hæf og handahófskennd og til þess eins fallin að koma i veg fyrir frjálsa verðmyndun og eðli- lega samkeppni til hagsbóta fyr- ir allan almenning*'. Samþykkti fundurinn síðan tilmæli til rikis- stjómarinnar um afnám allra verðlagsákvæða. Aðrar ályktanir sem fundurinn gerði voru áskorun til ríkisstjórn- arinnar um tollalækkun á verzl- unarinnréttingum og tækjum, tilmæli til sveitarfélaga um að við skipulagningu nýrra íbúðar- hverfa verði gert ráð fyrir lóð- um undir verzlunarhús á þann yeg að veita megi íbúum fjöl- breytta og fullnægjandi þjón- ustu. áskorun til ríkisstjórnar um að veita verzlunarbánkanum heimild til verzlunár með er- lendan gjaldeyri og ályktanir um endurskoðun verzlunarlöggjafar- innar og um breytingar á lög- um samtakanna bg sérgreinarfé- laga innan þeirra, sem nú eru át.ián ttalsins. Sigurður Magnússon var ein- róma kosinn oddamaður í stjóm samtakanna og Reynir Sigurðs- son varamaður hans. ingsgjaldi mun hún kosta hing- að komin um 22 miljónir króna. Þá er áætlað að undirbúnings- vinna að uppsetningu dráttar- brautarinnar muni kosta 8—9 miijónir króna. 20% af kaupverð- inu eiga að greiðast skömmu eft- ir að samningarnir hafa verið gerðir, 30% við afhendingu en hún fer fram á tímabilinu 31. marz til 31. október 1967, en 50% lána Pólverjarnir til 4 ára með 6% vöxtum. Framkvæmdir við byggingu dráttarbrautarinnar eiga að hefj- ast i sumar en hún á að verða fullbúin í lok næsta árs eða árs- byrjun 1968. Hún verður á sama stað og gamla dráttarbrautin og Slippstöðin h.f. mun taka hana á leigu af bænum eins og nú- verandi dráttarbraut. Dráttarbrautin í Hafnarfirði Gunnar Ágústsson hafnarstjóri í Hafnarfirði skýrði Þjóðviljan- um svo frá í gær að samið hefði verið við Cekop um kaup á tein- um, vögnum, spili og lyftupalli, en þarna verður ekki um venju- lega dráttarbraut að ræða heldur svonefnda skipalyftu og verður lyftan keypt frá Bandaríkjunum. Var undirritaður samningur um þau kaup sl. þriðjudag við fyrir- tækið Syncrolif í Miami í Flor- ida. Fyrirkomulag skipalyftunn- ar er þannig að skipinu er siglt inn í dokk og sett þar á pall en síðan er því lyft á pallinum og dregið yfir á hliðarfærsluvagn er færir skipið inn á stæðið. Hefur dráttarbrautin á Akranesi þegar fest kaup á slíkri lyftu frá sama fyrirtæki. Gunnar sagði að samningamir sem gerðir voru við Pólverjana væru mjög hagstæðir Dráttarbrautin í Hafnarfirði á að geta tekið upp 500 tonna skip en ætlunin er í framtíðinni að stækka hana svo að hún geti tekið allt að 1200 tonna skip. Verða stæði fyrir allt að 8.500 tonna skip í þessum fyrsta á- fanga. Er áætlað að heildarkostn- aður við byggingu dráttarbraut7 Framhald á 7 síðu. Eeif Söderström Ævintýri Hoff- mans frumsýnt 6. maí n.k: Föstudaginn 6. maí frumsýnir Þjóðleikhúsið hina þekktu óperu Ævintýri Hoffmans, eftir Offen- bach. Leikstjóri er Leif Söder- ström frá Stokkhólmsóperunni, en hann er leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir frábæra svið- setningu á óperunni Madame Butterfly á sl. vori. Hljómsveit- arstjóri er Bohdan Wodizcko. Um 30 hljóðfæraleikarar taka þátt í flutningi óperunnar. Aðalhlutverkið er sungið. af Magnúsi Jónssynj en hann er nýkominn til landsins eftir margra ára starf við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. — Aðrir, sem fara méð stór hlut- verk í óperunni eru Sigurveig Hjaltested, Guðmundur Jónsson, sem kemur fram í fjórum mis- munandi gerfum. Svala Nielsen, Þuríður Pálsdóttir, Eygló Vikt- orsdóttir, Guðmundur Guðjóns- son, Jón Sigurbjömsson, Sverr- ir Kjartansson og fl. 30 félagar úr Þjóðleikhúskómum syngja meg í óperunni |Halldór Laxness um leikritagerð sína og Dúfnaveisluna ! i i ! ! Höfundar eru ekki færari um að útskýra verk sín en aðrir menn B Leikritið Dúfnaveislan eftir Halldór Laxness verður frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur í kvöld og í dag kemur verkið út á forlagi Helgafells. í þvi tilefni röbbuðu blaðamewn i gær við höfund, útgáfu- stjóra og leikhússtjóra — sagði Halldór Laxness m.a. ýmisleg tíðindi af sköpunarsögu verksins og af til- raunum manna til að ráða í það hvað einstakar per- sónur og atburðir leikverka hans eigi að tákna. rit hans hefði vakið upp, og þá einkum fyrir þær sakir, að það kom greinilega fram, að sínum augum lítur hver á silfrið — það var ekki sama hallelújað allsstaðar og þá ekki, á hinn bóginn, sam- felldur illindasöngur. Það væri skemmtilegt að fylgjast með því hvað hver og einn sæi i verkinu, og reyndar mesta komplíment sem rit- höfundur geti f^ngið að hon- um sé sýndur áhugi. Sveinn Einarsson leikhús- stjóri lét þess getið, að þeg- ar kæmi fram mikill áhugi fyrir Dúfnaveislunnj og v-ori þegar uppselt á tvær sýning- ar. Höfundi fannst þetta góð Ragnar í Smára hóf máls á því, að þgð væri góð að- ferð til að efla menn til menningarlegs skilnings á leikriti að þeir gætu með stuttu millibili látið lestur þess magna áhrifin af sjónarspil- inu — eða öfugt. Því væri það jákyætt að þetta leikrit kæmi út á bók samdægurs og það er frumflutt. Halldór Laxness sagði, að eins og fréttamenn vissu, þá væri hann mjög ónýtur að tala fyrir sínum bókum, þeg- ar þær væru komnar fyrir almenningssjónir þá væri sínu hlutverki lokið. Hann hefði haft mikla ánægju af þeim viðbrögðum sem síðasta léik- tíðindi, því sízt af öllu vildi hann verða til þess að setja leikhúsið á hausinn. Halldór Laxness sagði það af tilorðningu verksins, að það væru nú tvö ár síðan hann skrifaði lítið verk um svipaða hugmynd, hafði þá þegar í huga að skrifa leik- rit, en önnur verkefni köll- uðu að — kom þessi hliðar- grein fram í smásögu, sam- nefndri leikritinu. Er nú varla annað eftir af henni í leikritinu en slangur af veizlu- fólki í upphafi fjórða þáttar. 1 fyrrasumár var svo fyrsti þáttur lesinn upp fyrir Leik- félagsmönnum og leizt þeim vel á, aðrir þættir urðu síðan til í hléum milli ferðalaga, sá fjórði um jól og sá fimmti í janúar, en þá voru Leikfé- lagsmenn begar farnir að bræða þetta verk með sér og velja i það leikara. Skilyrðin voru kannski ekki sem bezt. sagði Halldór, en verkið varð nú sámt til þrátt fyrir þessi hlaup — enda var það tilbúið i huga mér sem leikrit fyrir alllöngu. Þannig hljómar sú ómerki- lega ytri saga verksins, sagði höfundur, en af „innri sögu“ þess get ég þvl miður fátt sagt. Margir vilja fá skýr- ingar og leiðarvísi um verk, en það ér hreint voðalegt verk að vinna. Ég segi fyrir mig að ég get alls ekki for-' múlerað verkin, það tekur svo mikinn tíma, því í verkinu sjálfu hef ég fundið þá einu formúlu sem é„ get sætt mig við. Menn spyrja oft, hvað þessi persóna eða þessi atburður eigi að tákna, en það getur vafizt fyrir manni að svára, því svarið verður alltaf lítil- fjörlegra en hugmyndin sjálf í verkinu. Lærður maður er- lendis, sem hefur skrifað með ágætum um mínar bækur, hann hefur skrifað að Prjóna- stofan Sólin tákni stríðið í Alsír. Ég veit hreint ekki Vezlunin sogur tíl sín vinnukrnftinn I ræðu scm Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra hélt á fundi Kaupmannasamtakanna í gær kom m.a. fram sú athyglis- verða staðreynd, að aukning vinnukrafts í viðskiptum hefur orðið meiri en í nokkurri snn- arri jtvinnugrcin hér á landi síðustu fimm árin. Hlýtur það að verða hverjum hugsandi manni alvarlegt umhugsunarefni er sú atvinnugrein sem sízt færir þjóð- arbúinu tekjur er orðin það um- svifamikil í þjóðlífinu að hún sogar til síp megnið af mann- aflaankningu þjóðarbúsins. Um þessa varhugaverðu þró- un komst viðskiptamálaráðherra svo að orði: „Á áratugnum 1950—1960 jókst mannafli í viðskiptum um 3250 manns eða um 56%. Með vjð- skiptum er hér átt við heildsölu, smásölu og banka- og trygginga- starfsemi. Á þessum áratug nam heildaraukning mannafla í öllum atvinnugreinum um 12000 manns eða um 20%. Aukning mannafla í viðskiptum var því næstum því þrisvar sinnum meiri en mannaflaaukning yfirleitt. Á þessum áratug tóku því viðskipt- in til sín 27% allrar mannafla- aukningar þjóðarbúsins eða milli þriðja og fjórða hluta mannafla- aukningarinnar. Á þessum ára- tug, frá 1950—1960, var mann- aflaáukningin örari í aðeins einni atvinnugrein, þ.e.a.s. fisk- iðnaði. Á síðastliðnum hálfum áratug, 1960—1965 var héildarmann- aflaaukningin í öllum atvinnu- greinum 9%. Mannaflaaukningin í viðskiptum nam hins vegarum 31% á þessum árum. Þetta er örari mannaflaaukning en í nokkurri annarri atvinnugrein. Um það bil 40% af allri mann- aflaaukningunni gengu til við- skiptanna. Fimm hermenn skutu á aru- hískun soidán — enginn hitti ADEN 28/4 — Það gerðist við hersýningu í Salalah í fyrri ^iku er fimm hermenn skyldu ganga fram og heilsa soldáninum af Muscat og Oman (á suðvestur- horni Arabíuskaga), að þeir beindu allt í einu að honum byssum sínum og hleyptu af. Skotin hittu ekki soldánin sjálf- an, en fimm menn er stóðu að baki hans létu lífið. Liðsftg-ingi frá Pakistan, starf- andi í her soldáns, ýtti soldáni niður af palli sem hann stóð á og réðist að tilræðismönnunum hvað segja skal, kcnnski tákn- ar leikritið einmitt þetta — a.m.k. fyrir honum. Ég get nefnt annað nýlegt dæmi. Ég heyrði í samkvæmi að verið var að tala um per- sónu í Prjónastofunni, Sine Manibus. Einn spurði hvort þar færi ekki Framsóknar- flokkurinn, annar stakk upp á Þjóðvarnarflokknum og sá þriðji áleit að þar færu þau öfl sem hefðu sett Sínjavski og Daníel í tugthús. Ja, hvað segir höfundurinn, spurðu þessir menn. Ég gat bezt trú- að að þeir hefðu allir rétt fyrir sér og bætti við: getur þessi persóna ekki táknað Skugga-Svein? Það er nú einu sinni svo. fimm. Var hann stunginn byssu sting í magann og var fluttur illa særður í sjúkrahús í brezku nýlendunni Aden. Annar liðsfor- ingi frá Pakistan er sagður hafa gripið soldán, stungið honum inn í jeppa og ekið honum til hajlar hans þar í borginni. I átökunum voru þrír tilræðis- manna drepnir, m'tján hermenn vonu síðan handteknir en um tuttugu samsærismenn komust undan, að því er sjónarvottar segja. að höfundur er alls ekki fær- ari um að útskýra verk sín en aðrir menn. Halldór Laxness svaraði einni fyrirspurn á þann veg, að Prjónastofan Sólin og Dúfnaveislan væru mjög ólík verk; mœttj í fljótu bragði segja að Prjónastofan væri meira á breiddina ‘ en Dúfna- veislan á dýptina. HaYin sagðj og að oft væri kvartað yfir of bóklegum texta á íslenzku leiksviði og hefði hann í Dúfnaveislu lagt sis mjkið eftir talmáli. Dúfnaveisluna kallar hann skemmtunarleik, sem er Fjölnismannamál. og sannarri einkunn en . gaman- leikur“ — en kvartað hefði verið yfir því, að svo hefur hann nefnt tvö. eða þrjú leik- rit sín Dfúnaveislan er. sagði Halldór, ekki gamanleikur. Hún er skrifuð fólki til skemmtunar, og ef hún nær ekki þeim tilgangi þá er hún tilgangslaus. ★ Halldór kvað það af og frá að útlendingar vildu kaupa þessi leikrit. Leikrit frá Skandinavíu, sagði hann, eru hvergi leikin annarsstaðar en þar, og íslenzk leikrit ekki einu sinni í Skandinavíu. Þetta er leikritagerð fyrir ís- lendinga — og því mjög fróð- legt að fylgjast með viðbrögð- um, ekki einungis leikdómara. heldur og almennings. sem hefur oft ýmislegt gott til málanna að iesgja — Á.B 'A 1 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.