Þjóðviljinn - 30.04.1966, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.04.1966, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVIUINN — Laugardagur 30. apríl 1966. OtgefaiKli: Sóslalistaflokk- Ritstjórar: Sameiningarflokk'ur alþýóu urinn. Ivar H. -tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé'-'.annesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skóiavörðust. 19. Siml 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði _____:________________________:__________________ Þar er gróskan 'l|'eð hverjum degi sem líður verður himnaflug verðbólgunnar brattara, og einkanlega hækka hversdagslegustu neyzluvörur í verði, soðning, smjörlíki, brauð. Samt finnst kaupsýslumönnum engan veginn nóg að gért; á aðalfundi Kaupmanna- samtaka íslands taldi framkvæmdastjóri þeirrar \ stofnunar verzlunina á vonarvöl og væri nú ekkert verkefni brýnna en að kasta síðustu slitrunum af verðlagseftirliti á hauga og gefa kaupsýslumönn- um sjálfdæmi um kaup og kjör. rn á sama fundi greindi viðskiptamálaráðherra ^ frá staðreyndum sem varpa öðru ljósi á af- komu hverskyns verzlunarstarfsemi. Á hálfum öðrum áratug hafa viðskiptin, þ.e.a.s. heildsala, smásala, banka- og tryggingastarfsemi, dregið til sín meira nýtt starfslið en nokkur önnur atvinnu- grein í landinu. Á áratugunum 1950—1960 dró þessi starfsemi til sín 27% af nýju vinnuafli, eða meira en fjórða hvern mann. Á þeim hálfa áratug apm síðan er liðinn hefur aukningin orðið enn ör- ari, eða 40% af nýju vinnuafli. tveir menn af hverjurp fimm sem bættust á vinnumarkaðinn. Árið 1950 unnu um 6.000 manns að hverskyns við- sjriptastörfum en nú nær 12.000 — fjöldinn hefur hartnær tvöfaldazt. F|essi feiknarlega útþensla er að sjálfsögðu greidd af almenningi í verðlagningu á vöru og þjón- ustu. Samt hafa hinir bágstöddu kaupsýslumenn • auk þess reist eitt peningamusterið öðru veglegra á sama tíma. Þær atvinnugreinar se'm afla nýrra verðmæta eiga hinsvegar í sívaxandi örðugleik- um jafnt með fjárfestingu sem mannafla. Sé þessi þróun atvinnuveganna miðuð við einhverja hugs- un valdhafanna, hlýtur hún að vera sú að Islend- ingar geti að lokum lifað á því að afhenda hver öðrum vörur og peninga yfir borð — þær atvinnu- greinar sem vinna að verðmætasköpun geta út- lendingar hirt. — m. Öfíun nægrar varmaorku llyf jög hefur á það skort af hálfu meirihlutans í borgarstjórn að sýnd væri næg árvekni og framsýni í að afla borginni nægrar jarðvarmaorku J til að fullnægja þörfum hennar. Á þessu þarf að , verða gagnger breyting og mun Alþýðubanda- lagið beita sér fyrir að þetta mikla hagsmunamál borgarbúa verði tekið raunhæfum ,og föstum tök- um. Sú kyrrstaða sem verið hefur í leit að heitu j vatni verður að víkja fyrir nýjum og markviss- j um athöfnum. — í þessu skyni verður þegar að | hefja boranir í borgarlandinu og að Reykjum í j Mosfellssveit og fullkanna. hvort þar megi ekki fá viðbótarorku. Jafnframt verður að vinna að því að undirbúa nýiar virkjanir, þótt fjær borginni j séu. Kemur þá fyrst til greina Hengilsvæðið eða > Krýsuvík, en byrjunarrannsóknir hafa verið fram- kvæmdar á báðum þeim stöðum. Þau dýrmætu tæki, sem borgin hefur til umráða til öflunar nýrrar hitaorku, verður að nýta í stað þessa að láta þau standa ónotuð eins og átt hefur sér stað ár- um saman. — g. Hverjir eru siðmeimtaðir? Óftlega sjást í ritum orðin .siðgæði. siðmenning og fleiri skyld orð, enda fela þau í sér mikilsverða hluti. í orðið sið- ferði má leggja tvær merking- ar eins og svo margt annað. Annars vegar siðferði Farise- anna foxðum þ.e.a.s strangar siðareglur og formúlur. sem agi fylgir, hinsvQgar siðgæði sem hefur mannbœtandi áhrif á þjóðjna í heild og ekki sizt á mannssálina. Siðfræði Farjse- anna er horfin s©m betur fer. en þegar einu sleppir tekur annað, oftast sízt betra við; það er t.d. drykkjuskapur, iauslæti, glæpaihneigð svo sem okur, þjófnaðir o.fl. Oft er því hald- ið fram að kommúnismi og fleiri róttækar stefnur séu fyr- irbæri siðleysisins, en lýðræð- isskipula^ vestrænna þjóða sé tákn hinna svonefndu sið- menntuðu þjóða (sbr. erjndi próf. Jóhanns Hannessonar sl. sumar). Ég, sem þetta rita, hef hvorki komið til Sovét-Rússlands né annarra þeirra landa með ólík stjómmálakerfi okkar, en mér dettur ekki í hu® að halda að þau þjóðskipulög, sem þar ráða gefi meiri tækifæri til siðleysis en hinar svokölluðu vestrænu lýðræðissinnuðu .,sið- menntuðu þjóðir“. Hér í lýðrœðisþjóðfélaginu sem öðrum slikum úir og grúir af al'lskyns ,,anti-siðmenningu“ svo sem ofdrykkju o.fl. áður- nefndu ,að ógleymdu framhjá- haldi. Véj- ejjgum að heita kristin, en erum líklega hund- heiðnari að jafnaði en hin- ar svonefndu hálfsiðuðu þjóð- ir, þó nokkrir séu undanteknir. T.d. má nefna að kristnir söfn- uðir í frumkristni tóku; hart á hórdómi en hann er stuntV aður af miklu fjöri í hinni trúfjörugu N-Ameríku. Banda- ríkj N-Ameríku eru hreiður siðleysis. Þar lifir brask, kyn- spilling, glæpahringir (sem gramsa í 1/10 hluta þjóðarvelt- unnar) bvergi betra lífj en þar. Samt stjórna þar þeir flokkar ' sem sagðir eru horn- steinar vestræns frelsis og lýð- ræðis og leggi svo mikið upp úr siðgæði. Af hverju er þetta svóna? Af því að í lýðræðis- ríkjum tíðkast hin svokölluðu ,.tvö andlit". Ef þeir menn finnast, sem vi'lja halda uppi merki siðgæðisins, þá þykir nefnilega sjálfsagður hlutur að til séu menn, sem halda uppi merki siðleysisins. svo þjóðin er sem tveir hanar í vígahug, enda værj það táknrænt merki i þjóðfána U.S.A, Tveggja flokka kerfi Bandaríkjianna hefur í för með aér tvær hlið- ar. tvennt sem djúp er á milli. T.d. háikirkjulegar siðahugsjón- ir og hreinlífi, hinsvegar sora lendaskakslúsabælanna. Utan um þessa ólíku staði mynd- ast hópar, sem báðir eru jafn- vissir um, að þeir séu hinir út- völdu, þeirr,a staðir og lífs- stefnur sóu hinar einu réttu. Þegar þjóðfélagið er klofið klofnar persónuleikinn. Ung- mennin eru 'með annan fótinn , í siðmenninigunni. hinn í sið- leysinu. Enda liggur leiðin beint úr kirkjunni í búllurn- ar hina virku daga. Maðurinn dýrkar Bakkus og Mammon, en þorir samt ekki að sleppa Fát á íhaldinu í Garðahreppi Sj álfstæðismönnum er ekki rótt þessa dagana. Ástæðan er vafalaust sú að kosning- . ar nálgast. Hi,num óþreytta borgara gefst tækifæri tii að kvitta fyrir ’fiskverðið, húsa- leiguna og byggingarkostnað- inn svo nokkuð sé nefnt. Lítil er trú íhaldsins á dómgreind almennings ef það heldur að þvj takist að hylja arðránið í moldviðri áróðursfunda og kosninigasmöflunar. Enda bregður það á fleiri ráð. Pólitískar njósnir og mis- notkun opinberra' trúnaðar- starfa eru þeirra á meðal. Verða hinir ólíklegustu menn uppvísir að því að láta nota sig til slíkra óþurftarverka. Hingað til hefur íhaldið litið á Garðahrepp sem eins konar vermireit spekúlanta o s peningamanna. Þar átti að rísa háborg ihaldsinis. Mik- il skelfing greip þv; um sig í þeim herbúðum þegar listi Alþýðubandalagsins var lagð- ur þar fram. Svo var fátið sem greip þá mikið að í fyrstu fullyrti Morgunblaðið að enginn listi hefði borizt frá Alþýðufoandalaginu. Fljót- lega fundu þeir þó að þar börðu þeir höfðinu vjð stein. Þó notfærðu þeir sér trún- aðarstöðu fulltrúa síns í kjör- stjóm sem einnig er efsti maður á framboðslista þeirra þar til þess að veita pólitísk- ar upplýsingar um meðmæl- endur á lista Alþýðubanda- lagsins áður en listþm hafði verið opiberfega lagður fram. Tilgangurinn skyldi helga meðölin. Svo hefur þó farið hjá í- haldinu í Garðahreppi eins og víðar mun eig,a eftir að sannast að þar sem íhaldið hugði siig ; sókn var aðeins um vörn að ræða. Háborgin mun fyrr en þag grunar hrynja og sök bíta sekan. R. Auglýsing um skipulag í Seltjarnarneshreppi Samkvæmt lögum nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarnesshrepps. Tillagan nær yfir allt land hreppsins á Seltjarnarnesi, vestan marka lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur og Gróttu. Tillagan, ásamt fylgiskjölum- verður til sýnis á skrifstofu sveitarstjóra Seltjarnar- neshrepps frá og með deginum í dag til 30. júní n.k. Hlutaðeigendum ber að skila athugasemd- um sínum til sveitarstjóra Seltjarnarnes- hrepps eigi síðar en 30. júní n.k., að öðrum kosti teljast þeir hafa samþykkt tillöguna. 29. apríl 1966 Skipulagsstjóri ríkisins. Sveitarstjóri Seltiín narneshrepps. alveg klæðafaldí Krists, ber undir niðri virðingu fyrfr nafni hans, en ekki meir en svo, að þora varla að nefna hann né þá hugsjón sem hann barðist fyrir. en hafa samt dill- andi ánægju af að láta kalla sig kristinn á alþjóðavettvangi í mótsetningu við hina heiðnu villimenn. Svona er nú sparifatakristni hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Mest n,afnið eitt. Þannig erum við flest eins og Kriistiur sagði um Fariseana: Lítum fagurlega út. en erum að innan fullir. af dauðra manna beinum, xáni og óhófi. Sigurður A. Einarsson. } THkynning til viðskiptamanna Hagtryggingar á ísafirði Hér með tilkynnist að umboðsmaður okkar á ísafirði, Björn. Guðmundsson, Brunn- götu 12, ísafirði, hefur óskað að hætta störfum og hefur Jón Hermannsson Hlíð- arvegi 46 tekið við umboðinu. Eru því viðskiptamenn okkar vinsamleg- ast beðnir að greiða iðgjöld sín í umboð- inu, Hlíðarvegi 46. Hagtrygging h.f. Rafvirkjun Óska eftir að taka nema í rafvirkjun. Aðeins dug- legur og reglusamur maður kemur til greina. — Tilboð sendist blaðinu merkt: „RAFLAGNIR" Seltirningar - Vesturbæingar l og aðrir Reykvíkingar Opnum í dag Bendix-hraðhreinsun að Kaplaskjóli 3, á móýum Ægissíðu og Nes- vegar. — Reynið viðskiptin. Fatahreinsunin Kaplaskjóli 3 — HRAÐI h/f. Sími 24900. Pósthúsið í Kópavogi óskar eftir manni við bréfaútburð og kassatæm- ingu. — Þyrfti að hafa ráð á bíl. — Upplýsingar í síma 41225 eða 40245. Stöðvarstjórinn. Tilboð óskast í riokkrar fólksbifreiðir, er vex-ða sýndar að Grens- ásvegi 9 mánudáginn 2. maí kl. 3—4. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.