Þjóðviljinn - 01.05.1966, Blaðsíða 6
V
6 SlOA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudajfur L mai 1966.
Það er verið að tefla. Ann-
arsvegar bandarískur gang-
sterismi, yfir 14.000 íslenzkir
sjónvarpsáhorfendur þ.á.m.
fjöldi ómálga bama, óvitandi
hvaða leik þau eru að leika og
íslenzkir ráðherrar. Hinsvegar
ævaforn menningararfur.
>að er gangur í tafli að
riddarar ganga beint og beygja
svó af, biskupar ganga á ská,
gangur kóngsins er sá að hann
gengur á alla vegu en aldrei
lengra en reit af reit. Það er
líka sagt að heimaskítsmát
verði sá sem ékki hefur náð
að hreyfa kónginn þegar hann
verður mát.
1 tafli því sem hér er verið
að tefla duga engar kreddur á
við þær sem Ólafur Davíðsson
gefur upp sem öruggt ráð til
að vinna sigur í tafli í leikja-
bók sinni: tak músarbein og
þrenn þar í skákmennina og
muntu sigur hafa í tafli uppfrá
því.
Við höfum í nokkurn tima
horft á þennan ójafna leik þar
sem fslendingar og Bandaríkja-
menn tefla um hylli þess hluta
landslýðs sem þeir ná til og er
menning fslendinga kóngurinn
í tafli fslendinganna; óskýran-
leg menning fámennasta ríkis
heimsins sem varðveitti tvær
Eddur. reit Heimskringlu, Njáls
sögu og Laxdælu og geymdi
tungu sína óbrjálaðri vegna
þess en aðrar norðurlandaþjóð-
ir. Ennþá geta íslendingar les-
ið Ragnarsdrápu Braga Bodda-
sonar orta á 9. öld á danska
tungu, sem löngu er gleymd í
Danmörku. Ekki hefur íslenzk
tunga breytzt meira en svo.
Stórar heildir þjóðarinnar
hafa öldum saman litið í þessa
bókmenntaátt til menntunar og
daegrastyttingar, og oftast má
segja að sögur landsins og ljóð
hafi verið sjálft lífsinntakið í
tilveru almennings. en mennt-
un alþýðu burðarás tungunnar;
ekki bara hvað viðvíkur göml-
um sögum og sögnum, Ijóðum
og öðrum listaverkum heldur
hefur nútíminn til þessa endur-
nýjað sig oft kröftuglega og af
snilli vegna þess menningar-
grundvallar sem staðið er á.
Bgndaríkjamenn tefla fram
sjónvarpi sínu. Það er æsandi
með hrollvekjandi þáttum og
stunduin meinleysislegum
bamatimum. Hvernig eiga
böm nýrrar kynslóðar að líta
við afgömlum þjpðararfi á máli
sem beim verður framandlegra
með 'hverjum deginum sem líð-
ur þegar amerískan í sjónvarp-
inu kemur fyrirhafnarlítið inn
i stofu til þeirra á lýsandi
tjaldi með æsandi efni? Bömin
eru tíka sett við sjónvarpið
áður en: þau geta talað og för-
eldrarnir hafa loipins fundið
bamagæzluvél. Fjölskyldan
revkviska og kringum Faxa-
flóa og víðar starir kvöld eftir
kvöld á hinn lýsandi skerm
sem boðar tortímingú heillar
þjóðtungu. Við getum strax frá
unphafi gert okkur það Ijóst
að engrar undankomu er auðið
• fyrir islenzka tungu ef þetta
ástand á áð fá að ríkja. Við
þurfum ekki að líta lengra en
til trlands vestur til þess að
sjá hvemig okkar málum verð-
ur komið að örfáum árum liðn-
um frar í fjölbýlinu í Dublin
telja írskuna tapað mál oe von-
laust sé að reisa hana við aft-
ur Á öllum götum í Dublin
standa götunöfnin á tveimur
þjóðtungum, írsku og ensku og-
skilja fæstir írskuna. Margir
hafa þó lagt á sig erfiði til að
Drlfa ViSar:
Taflstaða Islands
í óiöfnum leik
þessi tunga fái að haldast við,
Og hún er enn töluð í nokkrum
sveitahéruðum. Þrátt fyrir það
er hún töpuð tunga. Því segja
má um þá eins og um okkur að
oft fær sá mát sem menntina
ber hærri.
Búast má við að ekki hafi
það verið sársaukalaust með
öllu fyrir matga í því landi
'að lifa þær stundir er tungan
tapaðisf og fáir eru til frásagn-
ar um öll þau verðmæti sem
fara forgörðpm þegar þjóð tap-
ar tungu sinni. Eða eins og
stendur í kvæðinu:
en átthagar. j einir þeirra j
þruma þögiir við ’l þeima
hljómi.
Þeirri er þetta ritar hef-
ur vandamál tungunnar verið
ærið umhugsunarefni í mörg
ár. Mig hefur furðað á því oft
og einatt þegar ég’ var að alast
upp hér á mölinni hvaða regin-
munur væri á tungutaki fólks
sem alið er upp í sveit og þess
sem alið er upp j Reykjavík,
Sveitamálið var uppspretlá
máls og hugtaka. Bæjarmálið
stutt og laggóð vatnsæð en þó
ofta.st líkara sykui*vatni með
kjarna. Ekki þarf lengi að
leggja við hlustir mált mánna
úr sveitinni tii þess að heyrá
að þeir tala sígilt mál, sama
mál og varveitzt hefur með
þjóðinni um aldir. Bæjarbúinn
hefur ekki aðgang að fjöl-
breytni málsins enda þótt beyg-
ingar máls og annað lúti sömu
lögmálum. Mun Reykjavík vera
verst á vegi stödd í málfæð.
' Börn læra íbál. En þegar
meirihiuti íslenzku þjóðarinnar
flyzt til Reykjavíkur eða á
Suðurnesin f erlenda vinnu hjá
erlendum aðilum og hlustar á
erlent mál sem höfuðmál inni
í stofu hjá sér. hvar er þá
lindin sem teyga skal af sitt
móðurmál? Þau börn sem alast
upp við hasarmyndir bandar-
íska sjónvarpsins frá blautu
barnsbeini eru enn verr á vegi
stödd en við á mölinni í
Réykjavík áður fyrr, og fund-
um við þó sárlega fyrir málfæð
okkar.
Frístundir barnanna sem
sitja við sjónvarpið núna fara
fyrir lítið. Dagurinn og augun
nægja ekki meira en í það
sem sjónvarp Bandaríkjamanna
lætur í té. Við þurfum ekki að
verða hissa á þvf þegar við
heyrum bömin tala saman á
götunni hérna allsstaðar í
k-ingum okkur, að tungan sem
þau tala er ameríska. og setn-
ingarnar uppúr Bonansa og
Kombat.
Um leið og losnar um ís-
lenzkuna lbsum við okkur við
þann menningararf sem við
hlutum í gjöf frá fyrri kyn-
slóðum. Til hvers er að hafa
áhyggjur útaf handritunum ís-
lenzku sem ekki koma heim
þrátt fyrir gefin loforð? Hver
verður fær um að lesa þessi
handrjt eftir nokkur ár? Bon-
ansa og Kombat er það sem
koma skal og mun verða þjóð-
inni fullkomin uppbót fyrir
menningararfinn. Munu hinir
14.000 sjónva'rpsnotendur, börn
og fullorðnir sem undirritað
hafa áskbrun uip að ekki skuli
lokað fyrjr einokunarsjónvarp-
ið ekki segja að farið hafi fé
betra en tunga einnar þjóðar?
Þeir munu eflaust sakna Bon-
önsu meira en tungu áa sinna.
Ekki er fyrir að synja að
mörgum finnst leikurinn vera
óskiljanlegur. Hvers vegna er
verið að .þessu? Er ekki skákað
í þvf hróksvaldi að verið sé að
verja íslenzka þjóðmenningu
og stjórnmál fyrir Rússum?
Við höfum séð sjónvarps-
stengurnar spretta upp, vitni
-um< ávöntun mikils hluta reyk-
vískrar borgarastéttar og ó-
þroskað ástand hennar.
Mikjl andstaða er samt gegn
Rernámi þjóðarinnar og hefur
flest öll .,inteliigentsían“ og
siðferðilega óskemmt fólk sýnt
andstöðu sína í orði og verki
frá því síðara hemámið hófst.
Þó hefur hópur menntamanna
ýmist verið hlutlaus . gagnvart
hernáminu eða gengið því á
vald af ýmsum ástæðum. Of-
býður nú jafnvel þeim hópi
manna þegar sjónvarpssteng-
urnar þyrpast í órofa fylkingu
að sjálfum kónginum í taflinu,
tungumáli íslenzku þjóðarinnar
Og þeim fjársjóði sem tungan
geymir í sér.
Gerast þá þau tíðindi að sex-
tíu þessara menntamanna líta
upp hissa og hræddir þegar
þeir sjá stöngunum fjölga og
lesa viðtölin við hinn hálf-
ameríska reykvíska borgaraum
að sjonvarpið sé dýrmæt
barnagæzluvél Það var þá
þetta sem búið var að gera
íslenzkri borgarmenningu með
geðleysi og stöðugri undanláts-
semi við Bandarík jamenn:
Kaninn búinn að taka hús þ
íslendingum og ryðjast inn á
annaðhvért sunnlenzkt heimili
oé bömin þeirra, sem sjón-
varp höfðu, orðin betur að sér
í amerísku heldur en fslenzku.
Aðrar þjóðir eiga sér sjón-
varp sem grundvallað er í
menningu og tungu hverrar
þjóðar um sig. Hvergi í heimi
nema með nýlenduþjóðum
þekkist annar eins ósómi og
hér hefur veríg framinn og það
með þjóð sem á að heita upp-
spretta bókmennta sem hún
hefur varðveitt fyrir heiminn.
Tvö viðreisnartímabil nægja
til að skera á rætur þeim
menningararfi sem safnað hef-
ur verið til meðan land. hefur
verið í byggð og meira að
segja undir 700 ára yfirráðum
Dana.
Við verðum alltaf hissa þeg-
ar menn sem táldir eru greind-
ir gera það sem er augljóslega
rangt. Þá leyfum við okkur að
efast um greind þeirra Dg rétt
þeirra til að stjóma mönnunv
Ekki er nóg að hafa bolmagn
til að koma skoðunum sínum
áfram, þær verða líka að vera
byggðar á skynsemi. Þeir sem
mestu hafa verið ráðandi um
atburði þá sem hér hafa gerzt
Verkalýðsfélag Stykkisholms
Stykkishólmi
sendir öllum verkalýð landsins stéttarlegar
heillaóskir í tilefni af hátíðisdegi verkalýðsins
1. maí.
Gleðilega kátíð!
eru sér kannski ekki meðvit-
andi um að eitthvað hafi farið
úr skorðum eða sé komið í ó-
vænt efni. Það er áfellisdóm-
ur að forsætis- og menntamála-
ráðherrar okkar skuli vera þeir
óhappamenn sem lögðu til at-
lögu við þjóðarauð sem þeim
var trúað fyrir.
Við vöknum upp einn dag
ofurseld annarri þjóð, annar-
legri tungu, vöknum inni í
myrkviði bandarísks sjónvarps,
múruð í hlekki herstöðvar á
Reykjanesi, Langanesi , og
Hornafirði og kafbátastöðvar í
Hvalfirði, búin að selja fram-
tiðarraforku okkar til alúmín-
vinnslu handa erlendum auð-
hring í stað þess að iðnvæða
okkur sjálf, og í þann veginn
að eyðileggja yndislegustu nátt-
úruauðæfi landsins við Mý-
vatn.
En sjáum í hvaða vanda rík-
isstjórnin er komin. 14.000
manns er búið að senda áskor-
un um að fá að horfa á dáta-
sjónvarpið og má búast við að
fjórði hver maður þeirra hafi
keypt sér sjónvarp dýrum dóm-
um þ.e. 3500 manns, Og nú
vilja þessir menn ekki kjósa
hæstvirtan menntamálaráð-
herra ef hann tekur af þeim
bónönsu; þeir myrða hann
póliíísku morði ef hann tekur
af þeim bandaríska morðið.
Menntamálaráðherra og for-
sætisráðherra eru hrókar í liði
Bandaríkjanna, þjarma að
kþnginum. Það er um 3500
kaupendur að ræða gegn heilli
þjóðtungu. Búið er að hrókera
Kanamegin. Hér hafa orðið
mannaskipti.
Oft hefur verið reitt til höggs
gegn sjónvarpinu. Fyrst mót-
mæla hemámsandstæðingar.
Síðan sextíumenningamir svo-
nefndu. Loks samþykkja 600
stúdentar við háskólann áskor-
un um að loka ekuh ejónvarp-
inu.
Úr ölium menningar- og
menntaáttum er sótt að ómenn-
ingarstefnu viðreisnarstjómar-
innar. En hún gerir líkt og Út-
garða-Loki, bregður setbergi
sínu fyrir höggin. Enginn er
virtu-r svars og hvergi og hver
svo sem hann er nema skæt-
ings, ellegar þá nokkrir fylgis-
menn þessarar ójöfnu skák-
keppni hlæja móðursjúkum
hlátri á síðum* Vísiis og Morg-
unblaðsins yfir þessum heima-
alningum sem vilji ekki sjón-
varp frá einokuninni.
Hið glóruiausa tafl heldur á-
fram, forbrekkisganga lýðveld-
isins Islands. "
Á löngum tíma og meðan
aðrar Evrópuþjóðir voru þögl-
ar í bókmenntalegri sköpun á
móðurmálinu varð ísland, lítil
eyja norður við Dumbshaf, til
þess að skapa listaverk sem
lifað hafa um aldir og standa
jafnfætis því bezta sem gert
hefur verið í bókmenntum
þjóðanna. Þessar bókmenntir
urðu Islendingum uppspretta
máls. voru sá kj^mi sem barizt
var fyrir, reistu þjóðina aftur
og aftur við úr ösku eldgosa,
úr haliæri hafísa einokunar-
valds, 17. aldar myrkurs, arð-
ráns og Dfbeldis. Islendingar
áttu sér þjóðararf sem þeir
gátu sótt í þrótt og menntun
og um leið sjélfstæði.
A tveimur viðreisnartímabil-
um Og tuttugu ára Atlanz-
bandalagi er sótt svo að þess-
um menningararfi að það er
skák.
Skýzt um skák hverja. Það
sem átti að verða vöm lands
og hlíf gegn R.ússum, íslenzkri
menningu til lífs, hefur farið
á annan veg, Kóngurinn. menn-
ingararfurinn sjálfur, er öllum
óvörum orðinn heimaskítsmát.
Sendum vístfólkinu og vinnandi fólki okkar
beztu kveðjur í tilefni dagsins.
Vinnuheimilið oð Reykjalundi
Félag starfsfólks í veitinga-
húsum
minnir félagsmenn sína á þátttöku í hátíða-
höldum dagsins. >
GleSilega hátiS!
Stjórnin.
Sendum starfsfólkinu og öllu vinnandi fólki
til lands og sjávar beztu kveðjur 1- maí.
VINNSLUSTÖÐIN H.F.
V es tmannaey j um.