Þjóðviljinn - 01.05.1966, Blaðsíða 10
|0 SÍÐÁ — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 1. maí 1966.
Eftír
MORÐ MEE EFTIRMÁL/ ^ Patrick * Winn
fðlt andlit herrnar eins og dauða-
gríma og hún sendi Brand ör-
vætingaraugnaráð. Brand var
svo illilegur að það hefði ekki
undrað rnig þótt hann vaeri með
morð í huga. Og það var eins
oct sameiginlegt ógeð okkar allra
fengi útrás í því sem Jennifer
sagði með meinlegrí hæðni: —
Þér viljið kannski. að ég fari
líka inn í herbergið niitt og
hátti?
Lyon hristi höfuðið og lok-
aði dyrunum h'ljóðlega á eftir
Önnu og blés út kinnamar.
— Þetta er ómögulegt —: vill
ekki einhver opna þennan fjand-
ans glugga. Þetta er óþolandi!
Aftur vaT glugiginn opnaður
og golan blés inn. Hafi Lyon
ætlað sér að spenna taugar
okkar til hins ítrasta, þá tókst
honum það áreiðanlega. Loftið
var þrungið ofvæni og spennu
og óhugnaði, rétt eins og von
væri á neyðarópi á hverri
stundu Lyon hlaut að hafa
fundið það líka. Bödd hans var
næstum hvíslandi. þegar hann
bað mig að halda áfram.
Ég gerði hið sama og áður.
Ég yarð að ræskja mig áður en
ég kom upp orði Ég opnaði
dymar á ný og héít í hurðina
um leið og ég endurtók skjálf-
róma: — Já, þetta var rétt hjá
yður. Enn ein hækkunin! Fyrr
má nú vera verðlag. Það getur
aldrej —
Það heyrðist skeliur um lejð
og eldhúshurðin hrökk aft*ur.
Lyon fékk svo sannarlega það
raunsæi eem han.n óskaðj eftir.
Jennifer gaf frá séT lá'gt hljóð
og ég Ieit um öxl og sá Önnu
standa upp við vegginn fyrir
Ujfan svefnherbergi sitt með
hendumar fyrir andlitinu. Ég
hélt leifcnum áfram og stam-
afii: .,Góða nótt, Massey". Ég
lét sem ég lofcaði dyrunum’ og
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu oa Dódó
Laugavegi 18 ITI hæð flyfta)
SIMI 24-6-16.__________
PERMfl
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SÍMI 33-968.
DÖMUR
Hárgreiðsla við allra hæfl
í JARNARSTOFAN
Tjarnarg"tu 10 Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
Hárgreiðslustofa
Austurbæiar
María Guðmundsdóttir
Laugaveg! 13. Sím! 14-6-58.
Nuddstofan er á sama stað.
sneri mér að Önnu. — Það er
bezt ég fari áður en f-frú Bates
f-fleygir mér út! Go-góða nótt,
Anna.
Lyon þokaðj sér framhjá mér
og benti Önnu að koma aftur
inn. Hún riðaði í göngulagi eins
og hún stæði naumast á fótunum
o-% gekk til Brands hálfsnökt-
andi.
45
Mpr fannst sem ég sæj þau
ÖU svo ofurskýrt í svip . . .
Houston með fölblá auigún gal-
opin og grimmileg' Glegg tví-
stígandj eins og aula; Wellman
ræfilslegan upp við stplbakið;
Jennifer með skelfingu í augna-
ráðinu. þreifandi eftir höndinni
á Davíð án þess að finna hana.
vegna þess að hann starði á
Lyon reiðjlegur ow ringlaður á
svip; Brand dökkbrýnn ‘og þung-
búinn sem strauk yfir dökkt og
mjúkt hárið á Önnu sem hvíldi
við öxl hans . . . Og Lyop hörku-
legur á svip.
— Brand læknir. Þér sögðuð
að deila yðar við Lionel Massey
hefði eingöngu staðið í sam-
bandi við óbeit has á læknis-
ráðum yðar?
— Satt er það.
— Hann hélt dauðahaldi í and-.
úð sína á hreyfingu og fersku
loftj?
— Já, einmitt.
— Af kynnum yðar af honum
sem sjúklingi — og yðar irú
Massey sem eiginkona hans —
gætuð þér þá búizt við að hann
hefði gluggann sinn opinn í
svona vestanvindi?
Anna hristi höfuðið og starði
á Lyon og Brand var ekk; síð-
ur undrandi og sagði afdrátt-
arlaust; — Það hefði bann a'ldrei
gert! v
— Og samt var alveg eins
hvasst héma á laugardagskvöld-
ið, eftir því sem mér skilst. sagði
Lyon rólega og sneri sér síðan
að mér; — VaT það ©kki, Carsta-
irs?
— Ég — jú. sennilega.
— Ög glugginn var lokaður
eins og vanalega, þegar þér fór-
uð út úr þessu herbergi?
— Auðvitað. Því ekki það?
— En samt vaT hann ekki
lokaður, þegar Houston miajór
kom hingað.
— Með a'llri virðingu fyrir
majómum Þá eigið þér víst við
að hann hafi sagt að hann hafi
verið lokaður. Alveg eins og
hann sagðist ekki hafa skilið
eldspýtustokkinn sinn hér eft-
ir.
— Ég veit hvað /hann sagði.
En í fyrsta lagi, þá sanna stein-
völumar sem við fundum hér
á gólfinu, að glugginn hefur
verið opinn er ekki svo? Og
hvað eldspýtustokkinn snertir,
þá hefði verið hægt að efast um
það, það játá ég. Houston majór
mundj að hann hafði haft stokk-
inn með sér að heiman um
morguninn vegna þess að hann
notaði hann til að kveikja sér
í sígarettu, þegar hann drakk
kaffi hjá yður. Þegar hann kom
til Moonigurra fór hann fyrst
í bankann, og bankastjórinn
man vel eftir því, að skjólstæð-
ingur hans uppgötvaði þar á
skrifstofunni að hann hafði týnt
þessum ástfólgna minjagrip og
hafði miklar áhyggjur af því.
Ef hann hefur ekkj týnt honum
á veginum og fundið hann á
heimleiðinni — sem er ósenni-
legt. þaT sem hann spurðist íyr-
ir um hann hjá Qlegg strax og
heim kom — þá hefur hann
ekki getað verið með hann á
sér á laugardiagskvöldið. En nú
erum við að tala um gluggiann.
Það tók því ekki að íara að
pexa um þetta. Þe.ir virtust trúa
Houston ejns og nýju neti, og
ég virtist ekki einn um að halda
það. vegna þess að Davíð greip
fram í óþolinmóðlega.
— Lögreglufulltiúinn er viss
í sinni sök. Carstairs. Það sem
Houston majór segir eru lög!
Við ákulum halda áfram með
þetta.
Lyon lét sem hann heyrði
ekki til hans. Hiann hélt áfram
rólegri röddu:
— Með aðstoð frú Bates hef
ég gert tilraunir með hverja
einustu hurð og glugga í þessu
húsi, og eini glugginn, sem
skellir eldhúshurðinni aftuT er
— þessi héma.. Ijann benti á
gluggann bakvið sig. — Rétt
ejns og hann gerði nún,a áðan.
Þögnin lagðist að okkur. Ég
varð að koma i veg fyrir bania.
É2 reyndi að losa þurrkinn úr
kverkunum, þvi að ég átti erf-
itt með að koma upp orði.
— Og það sanniar' — hvað?
spurði ég hásum rómi.
— Að þessi gluggi var opinn,
þegar þér fóruð héðan þetta
kvöild. Er það ekki rétt?
— Það — það getur verið.
Ég mian bað ekki beinlínis. Hann
var aldrei opinn, svo að ég hef
kannski talið víst að hann væri
lokaður. Við skulum þá segja
að hann hafi verið opinn. Hvað
þá?
- Aðeins þetta; Hann var op-
inn vegna þess að þéT opnuð-
uð hann.
— Það er fjarstæða! Haldið
þér í raun og veru, að Massey
hefði tekið það í mál?
— Hann var ekki í standi til
að koma í veg fyrir það. Hann
var dáinn.
Það var engin leið að koma
í ver; fyrir þessa hræðilegu
þögn. Hún þykknaði, þyngdist,
vaíð eins mara. Mig lang-
aði til að segja eitthvað, koma
með útskýringar, en heilinn í
mér hafði enga stjóm á tung-
unni. Það tók mig langan tíma
að koma upp orði og þá var
það með annarlegri. skrækri
röddu:
— Þér eruð frávita! Ég var
að tala við hann þegar &g fór
— Anna heyrði til mín. Frú
Bates heyrði það líka.
— Þær heyrðu báðar að Þér
töluðuð við bann, já. Enginn
heyrði hann svara.
— Hann var aidrei vanur að
tala hátt. Það sannar ekki neitt.
— Að vísu ekki útaf fyrir
sig. En það er ýmislegt fieira.
Carstairs. Þér minntuzt á mark-
aðshorfumar. Ég held ekki. að
þér hafið hlustað vand'lega á
útvarpið þetta kvöld. ef það
hefur þá verið skrúfað frá því.
'— Auðvitað var skrúfað frá
því!
— Þá hafið þér ekki hlust-
að á það og örugglega ekki raett
horfurnar við Massey. Þér
minntuzt á enn ein,a verðhækk-
un og sögðuð að þetta gæti ekki
haldið svona áfram. En sann-
leikurinn var sá að verðið hafði
snögghrapað Skráningin þenn-
an dag var hin lægsta mánúð-
um saman.
Ég var búinn að ná rnér ögn
aftur.
— Þið slítið-Orð mín úr sam-
bandi. Ég — við vorum að tala
um að það hefði ekkj getað
haldið áfram að hækka frá deg-
inum áður. Ég man ekki fullkom-
lega hvaða orð féMu áður ég
opnaði. Þetta var aðeins nið-
urlag á samræðum.
— Ekki bendir orðalagið til
þess. Barrows hefur orð yðar
skrifuð í vasabók sína, og ykk-
ur bar öllum saman, yður. frú
Massey ag frú.Bates. Þér vor-
uð að tala við dáinn mann. Þér
vissuð að frú Bates myndi bíða
eftir yður niðri. svo að Þér þótt-
uzt vera að endá samtal. Þér
höfðuð opnað gluggann til þess
að álitið yrði að einhver hefði
komið inn að utan. Þér skild-
uð eftir eldspýtustokkinn sem
þér höfðuð hirt af Houston maj-
ór Þá um morguninn, til þess
Blaðadreifing
Blaðburðarfólk óskast strax til að bera
blaðið til kaupenda við
Kvisthag'a — Laufásveg — Hverfisgötu
og Kársnes n. í Kópavogi.
ÞJÓÐVILJINN sími 17500.
— Þórður og Eddy dveljast nokkrar vikur sem gestir í höllinni.
En að lokum halda þeir á brott. — Akmed Ben Abbas réttir
Þórði umslag. s.Það er að vísu ekki hægt að þakka yður allt sem
þér hafið gert fyrir okkur, með peningum .... En skipið, sem
þér hafið tapað, get ég þó bætt .... Vonandi tekst yður að
kaupa nýtt skip fyrir þessa upphseð ....“ — Þórður og Eddy
fara til flugvallarins í opnum bíl og hafa lífvörð konungsins til
fylgdar. — Á tröppum hallarinnar stendur Hassan prins og horf-
ir dapur á eítir vinum sínum. Vinum, sem hann á ekki aðeins
að þakka allt það ríkidæmi sem í kringum hann er, heldur einn-
ig líf sitt. — ENDIR.
Fulltrúaráð verkalý&gfélaganna í Reykjavík.
Hátíðahöld verkalýðs-
félaganna í Reykjavík
1. M AÍ
Hátíðaliöldin hefjast með' því að safnazt verður
saman við Iðnó kl. 1.45 e.h. Um kl. 2.15 e.h. hefst
kröfuganga. Gengið verður um Vonarstræti, Suð-
urgötu, Aðalstræti, Hafnarstræti, upp Hverfis-
götu, upp Frakkastíg, niður Laugaveg og Banka-
stræti á Lækjartorg, þar hefst
ÚTIFUNDUR.
Fundarstjóri verður Óskar Hallgrímsson, for-
maður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík. Ræður flytja: Guðmundur J. Guðmunds-
son, varaformaður Verkamannafélagsins Dags-
brúnar og Jón Sigurösson, formaður Sjómanna-
félags Reykjavíkur. Lúðrasveit verkalýðsins og
Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni og á úti-
fundinum.
1. maí merki verða afgreidd í Alþýðuhúsinu við
Hverfisgötu, 2. hæð.
Merkin kosta kr. 25,00. Góð sölulaun.
Kaupið merki dagsins. — Berið merki dagsins. —
Fjölmennið til hátíðahalda dagsins.
Reykjavík, 1. maí 1966.
Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík
Bandaríski
píanóleikarinn
MALCOLM FRAGER
PÍANÓ-
TÓNLEIKAR
í Þjóðleikhúsinu mánu-
daginn 9. maí kl. 20,30.
VIÐFANGSEFNI:
W. A. Mozart: Sónata í D dúr K 311.
F. Chopin: Sónata í h moll.
M. Moussorgsky: Myndir á sýningu.
Aðgöngumiðar seldií í Þjóðleikhúsinu.
Pétur Pétursson.
I
Aðalfundur
Húsmæðrafélags Reykjavíkur
verður haldinn miðvikudaginn 4. maí kl. 8 e.h. í
Breiðfirðingabúð.
D A G S K R Á :
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Kvikmyndasýning um framleiðslu á dönsku
postulíni (Bingo Gröndal)
3. Nýjar gerðir af mjólkurumbúðum, til sýnis
og umræðu.
Mætið vel og stun^í/íslega.
Stjórnin.
Auglýsið í Þjóðviljanum
/