Þjóðviljinn - 01.05.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.05.1966, Blaðsíða 12
Sett skipuiagsskrá Minningar- sjóðs Ara Jósefssonar skáids Sunnudagur X. maí 1966 — 31. árgangur — 96. tölublað. Þegar Ari Jósefsson skáld drukknaði svo sviplega 'sumT arið 1964, þótti mörgum vin- um hans sem gjalda yrði for- sjóninni rauðan belg fyrir gráan og reyna að bæta að einhverju úr þessum mann- skaða, þótt í litlu væri. Eft- ir talsverðar bollaleggingar tóku nokkrir vinir Ara sig saman um að safna fé í minningarsjóð um hann, sem hafa skyldi það hlutverk að umbuna ungum skáldum eða öðrum listamönnum fyrir lofsverð verk. Á tiltölulega skömmum tíma söfnuðust um hundrað þúsund krónur, og hefur þQ ugglaust ekki verið leitað til nema nokkurs hluta þeirra, sem fúsldga mundu styrkja sjóðinn með framlögum. Þeim gefst að sjálfsögðu kostur á því enn. Er einjrörðungu um að kenna ' átakaleysi hinnar sjálfskipuðu undirbúnings- nefndar, að ekki hefur enn verið meir að gert. Hún skil- ar nú af sér störfum í hend- ur sjóðsstjórnar, sem auk ættingja og venzlamanna er skipuð fulltrúum þeirra stofn- ana, sem Ari hafði einna mesta snertingu við á sinni stuttu ævi. Hann stundaði’um Ari Jósefsson skeið nám í íslenzkum fræð- um við Háskóla íslands, starfaði sem blaðamaður við Þjóðviljarin, var framámað- ur og erindreki Samtaka her- námsandstæðinga og var með- limur í Rithöfundafélagi ís- lands. Skipulagsskrá sjóðsins er svohljóðandi: 1. gr. Sjóðurinn heitir Minningarsjóður Ara Jósefs- sonar skálds. Ari var fædd- ur á Blönduósi 28. ágúst 1939. Hann drukknaði 18. júní 1964. 2. gr. Stofnendur eru ýms- ir vinir Ara: Stofnfé er kr. 100.000,oo. Sjóðinn má auka með gjöfym eða öðrumhætti. Sjóðinn skal ávaxta í opin- berri lánastofnun eða verð- bréfum tryggðum með 1. veð- rétti í fasteignum eða með ríkisábyrgð, þar sem stjórn hans telur þezt henta. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun ungum skáldum eða öðrum lista- mönnum. Skulu verðlauna- hafar vera innan 30 ára ald- urs. 4. gr. Stjórn sjóðsins skipa 5 menn. Einn tilnefndur af ættingjum og venzlamönnum Ara, annar af Rithöfundafé- lagi íslands, þriðji af ritstjór- um og blaðamönnum dag- blaðsins „Þjóðviljinn“, fjórði af Samtökúm hernámsand- stæðinga og fimmti af Mími, félagí stúdenta í íslenzkum fæðum við Háskóla íslands. Hætti eitthvert ofangreindra félaga starfsemi sinni, er stjórn sjóðsins heimilt að leita til annarra aðila um til- nefningu. 5. gr. Höfuðstól má ekki skerða, en heimilt er, en þó ekki skylt, að verja allt að öllum vöxtum sjóðsins til út- hlutunar. Stjórn sjóðsins skal úthluta úr honum annað hvert ár á afmælisdegi Ara, 28. ágúst. 6. gr. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðast af lög- giltum endurskoðanda. 7. gr. Skipulagsskrá þessari verður ekki breytt nema með einróma samþykkt sjóðs- stjórnar. 8. gr. Leita skal staðfest- ingar forseta íslands á skipu- lagsskrá þessari, og skal hún birt í B-deild Stjórnartíðinda. í stjórn sjóðsins hafa nú tekið sæti Amfríður jónat- ansdóttir frá _ Rithöfundafé- lagi íslands, Ásmundur Sig- urjónsson frá ritstjórum og blaðamönnum Þjóðviljans, Ámi Björnsson frá Samtök- um hernámsandstæðinga, Kristinn Jóhannesson frá fé- lagi stúdenta í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands og Guðmundur Sverrir Jós- efsson fyrir hönd ættingjaog venzlamanna Ara. Deilan aS leysast? í gær virtust horfur á því að saman væri að draga í lækna- deilunni. Samkomulaf tókst í fyrradag milli borgarinnar og lækna við Borgarspítalann og í gær unnu fulltrúar Læknafélags Reykjavíkur og ríkisins að lausn deilunnar að því er varðar lækna við Landspítalann og Rannsókn- arstofu Háskólans. Munu lækn- arnir hafa frestað um sinn þeirri ákvörðun sinni að hætta að vinna læknisstörf eftir útkalli yfirlækna við þessar stofnanir frá og með deginum í dag. ;Þá hefur verið ákveðinn fundur með heilbrigðismálaráð- herra ®g formönnum Læknafé- lags’ Reykjavíkur og Læknafél. íslands um þetta mál á morgun. ÍVVWWAAAAAAAAAAAVWWWWWWWWWWWWWWVWWWWWWWWWWWVWWVWWVWWVWWWWWVWWWWWWWWWWWWWVWWWWWWWVWWWWWVWWWWWWX Frumsýning í Lindnrbæ í dag Klukkan fjögur í dag, 1. maí, verður frumsýning í LINDARBÆ á tyeimur eihþáttungum. Verður þetta síðasta frumsýning Þjóð- leikhússins í Lindarbæ á þessu leikári. Einþáttungarnir eru „Loftbólurnar“, eftir ungan íslenzkan höfund Birgi Engilberts og „Ferðin til skugganna grænu“, eftir Finn Methling. — Leikstjóri er Benedikt Amason, en leikendur Gunnar Eyjólfsson, Bessi Bjarnason og Gísli Alfreðsson í „Loftbólunum“ og Herdís Þor- valdsdóttir Ieikur í „Ferðinni til skugganna. grænu“, en þar er aðeins eitt hlutverk. Myndin er af Herdísi í hlutverki sínu. Hungursneyðin á Indlandi Foreldrar se/ja börn sín, en prangarar græða á neyðinni Borgarstjórinn og borgararnir m K0SMKASTJÓKH ALÞ ÝOUBAHDMA SSIHS ★ Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins er í Tjarnargötu 20 Opin alla vjrka daga kl. 10—12 f.h., 1—7 e.h. og 8—10 e. h. Símar 17512 og 17511. Fleiri kosningaskrifstofur verða auglýsta- síðar. •k Allir stuðningsmenn Al- þýðubandalagsins, sem vita um einhverja kjósendur okk- ar. er ekki verða heima á kjör- dag eru beðnir að gefa kosn- ingaskrifstofunni slíkar upp. lýsingar strax. ★ I Reykjavjk fér utankjör- fundarkosning fram í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, opið kl. 10—12 f. h., 2—6 og 8—10 e.h. alla virka daga, en á helgidögum Id. 2—6. Utan Reykjavíkur fer kosning fram hjá bæjarfó- rotum og hreppstjórum um land allt. Eriendis geta menn og hjá ræðismönnum sem tala íslenzku. ★ Sjálfboðaliðar tii starfa' á kjördag og fyrir kjördag eru einnig beðnir að láta skrá sig nú þegar á kosningaskrifstof- unni. NEW DEHLI 29/4 — Einn af þingmönnum stjórnarandstöðunn- ar hélt þvi fram á indverksa þinginu í dag, að sveltandi fólk í sambandsríkinu Orissa hafi sclt börn sín til að geta keypt sér mat. Stjórnin er jafnframt á- kærð fyrir ósannindi með því að neita að fólk hafi dáið úr hungri. Það var þingmaður sósíalista frá Orissa sem hélt þessu fram í gagnrýni á skýrslu Govinda Menons birgðamálaráðherra um matvælaástandið. Annar þing- maður frá Orissa tók undir þessa gagnrýni. Sagði hannj að fólk þar í fylki æti allskonar rætur og laufblöð. Hafði hann séð myndir af bömum sem seld voru fyrir eina rúbíu (16 kr.) hvert. Kvikmyndir frá Skafta- fel/ssýsium Nú um helgina sýnir Skaft- fellingafélagið nokkra kvik- mýndaþætti í Gamla Bíói undir samheitinu „1 jöklanna skjóli“. Er þar bæði brugðið upp mynd- um af svipmiklu landslagi þessa íandshluta svo og sýndir þættir úr atvinnusögu héraðsins og lifn- aðarhættir sem eru fyrir skömmu horfnir. Hefur Kristján Eldjárn þjóðminjavörður gefið þessari mynd þá einkunn, að með henni hafi verið unnið bæði merkilegt starf og bráðskemmtilegt. Þættir þessir eru sýndir á sjö- 'ýningum í dag og á morgun Madrid-stúdentar í verkfalli MADRID 29/4 »- 2000 stúdent- ar við háskóilann í Miadrjd hafa I gért samúðarverkfall með stúd- entum í Barcelona. Þar hefur hás'kólanum verið lokað og stúd- entar og ejnn prófessor hand- teknir eftir tveggja daga átök vjð lögreElu, Stúdentar krefjast lýðræðislegri stúdenfasamtaka. Hélt hann því fram, að 63% af því fé sem varið hefði verið til hjálparstarfsemi hcfði lent í vasa prangara og ekki komið nauð- stöddum að notum. Matvælaráðherrann hélt því hinsvegar fram, að matur væri nægur í Orissa til að sjá fyrir þörfum fólksins. DJAKARTA 29/4 — Staðfest hefur verið, að 50 manns hafi látið lífið og 100 er saknað eftir þriggj a daga eldgos á Aust- ur-Jövu. ★ Fundahöld Geirs Hallgríms- sonar borgarstjóra og íhaldsins undanfarna daga bera ekki ein- ungis keim persónudýrkunarinnar heldur sýna þau betur en margt annað, hvernig íhaldið lítur á borgarstjórnina í Reykjavík og fjármuni borgarsjóðs sem sitt óff- al og eigið fé, er það geti farið með og ráðstafað að vild sinni. Geir eða hinir íhaldsfulltrúarnir eru til dæmis ekkert að hafa fyr- ir því að leita til borgarráðs um leyfi effa heimild til að nota eig- ur borgarinnar, svo sem rándýr húslíkön o.fl. á áróðursfundum sínum. Borgarstjórinn telur enga ástæðu til að spyrja einn eða neinn um slíka smámuni — og vafalaust verður ýmiskonar kostnaði í sambandi viff funda- höld þessi og módelsýningar vclt yfir á borgarsjóðinn, sameigin- legan framkvæmdasjóð allra borgarbúa. ★ Ihaldsblöðin hafa getið fyrr- nefndra funda Geirs borgarstjóra og hjálparkokka hans af miklu yfirlæti undanfarna daga og birt langar frásagnir af þeim. Þó hef- ur ckki farið mikiff fyrir frá- sögnum blaðanna af því, er borg- arstjóranum var afhent á fyrsta fundinum í Lídó sl. sunnudag, rökstudd áskorun íbúa við Stóra- gerði um að gatan verði malbik- uff á þessu sumri. Áskorun þessa undirrituðu nær allir íbúðaeig- endur við Stóragerði, en þar eru mörg fjögurra hæða fjölbýlishús annarsvegar og þríbýlishús hins- vegar. Gatan er og hefur verið forar- og moldargata af verstu tegund og mikil umferffargata, og nokkur hluti hennar i strætis- vagnaleið. Um þörfina á viðun- andi gatnagerð verður því ekki deilt. Nemendatónleik' ar Tónlistarskót- ans á mánudag Tónlistarskólinn i Reykjavík heldur fjölbreytta nemendatón,- leika í Austurbæjarbíói næst- komandi mánudag (2. maí) kl. 7.15 síðdegis. Þar koma fram ell- efu af eldri nemendum skólans og leika einleik og samleik á fiðlu, celló og póanó. Meðal ann- arra viðfangsefna er frumsam- inn þáttur úr strengjatríói eftir einn nemendanna, Pál Ejnarsson Nokkrir aðgöngumiðar að tón- leikunum munu verða fáanlegir við innganginn. Ódýr skómarkaður á fveim hæðum í Kjörgarði Ódýr skófatnaður fyrir KARLMENN KVENFÓLK OG BÖRN KÓMARKAÐURINN KJÖRGARDE * i \ Laugavegi 59 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.