Þjóðviljinn - 06.05.1966, Síða 1

Þjóðviljinn - 06.05.1966, Síða 1
Kosningaskemmtun H-listans i Kópavogi ■ Kosningaskemmtun H-listans í Kópavogi verður haldin í Félags- heimili Kópavogs, uppi, n.k. laugardag, 7. maí, og hefst hún kl. 9 e.h. ■ Svandís Skúladóttir bæjarfulltrúi flytur ávarp og síðan verða um hönd höfð ýmis góð skemmtiatriði, sem nánar verða auglýst hér í blaðinu síðar. Miðapantanir í síma 41746. Dómur fallinti í handrifcmtálmu: Lögin um aíhendingu handrítanna brjóta ekki í bága við stjórnárskrá Danmerkur Guðrún Helgadóttir Svavar Gestsson. í kvöld efnir æskulýðsnefnd Alþýðu- bandalagsins til skemmtunar í Lídó og hefst hún kl. 20.30. — Á dagskrá eru eftir- talin atriði: □ Ávarp: Svavar Gestsson. □ Karl Guðmundsson fer með pólitískt spé. □ Stiginn dans fram eftir nóttu. □ Kynnir: Guðrún Helgadóítir. □ í hljómsveitarhléi munu þeir Atli Heimir Sveinsson og Árni Björnsson pipra upp selskapinn. □ Um miðnætti flytur Ómar Ragnarsson gamanvísur. Aðgöngumiðar fást í dag í bókabúðum Máls og menningar og KRON, svo og á kosninga- skrifstofu Alþýðubandalagsins. — Háskóla- stúdentar og menntaskólanemar fá miða við hálfvirði. KAUPMANNAHÖFN 5/5 — í dag kl. 12 á hádegi var kveðinn upp í Eystra landsrétti í Kaupmanna- höfn dómur í handritamálinu. Varð niðurstaða hans sú. að afhending handrita úr Árnasafnj er ekki talin skerðing á eignarrétti sem brjóti í bága við stjórnarskrá Danmerkur. Var menntamála- ráðuneytið danska sýknað af dómkröfum — en málsaðilum, ríkinu og Árna Magnússonarstofnun, gert að greiða hvoru sinn hluta málskostnaðar. Gert er ráð fyrir að sækjandi muni áfrýja dómn- um til hæstaréttar. Árnasafn er sjálfseignarstofnun * I forsendum dómsins er fallizt á ýmsar þær röksemdir, sem sækjandi bar fram í málflutn- ingi til stuðnings þeirri fullyrð- ingu að afhending handritanna sé ólögmæt. Þannig viðurkenndi rétturinn til að mynda, að Áma Magnússonarstofnun sé sjálfs- kvæði einkaréttar, þótt hún sé svo í nánum tengslum við Kaup- mannahafnarháskóla. Hinsvegar lagði rétturinn áherzlu á það, að stjóm stofnunarinnar sé kos- in af opinberum aðilum, og út- gjöld hennar séu að mestu greidd af varnaraðila f málinu — m.ö.o. af menntamálaráðu- eignarstofnun sem falli undir á- neytinu sjálfu. Njáluhandrit. en afhendingin er lögmæt A þessum forsendum telur rétt- urinn, að stefndur hafi haft rétt- mæta ástæðu til að triga aðild áð samþykkt laga frá 26. maí 1965, sem talin eru leysa þýðingar- mikil vandamál er varð'a sam- búð Danmerkur og íslands, þar eð með þeim er gengið til móts við þá ósk íslenzku þjóðarinnar að eignast hluta þeirra handrita sem varðveitt eru í Danmörku. Hinsvegar féllst rétturinn ekki á þá fullyrðingu stefnanda, að með þessum lögum sé fram- kvæmd skerðing á eignarrétti, sem brjóti í bága við stjómar- skrá landsihs. Meðal þeirra sem viðstaddir voiu dómsuppkvaðningu voru sendiherra fslands, Gunnar Thor- oddsen og ýmsir Hafnaríslend- ingar aðrir. Þær fregnir sem borizt hafa af viðbrögðum ýmissa þekktra stjórnmálamanna í Danmörku eru yfirleitt mjög jákvæðar — meðal þeirra sem hafa fagnað niðurstöðum réttarins eru þeir K.B. Andersen menntamálaráð- herra, Erik Eriksen, fyrrum for- sætisráðherra og Aksel Darsen, formaður Sósíalistíska Alþýðu- flokksins. íhaldsmaðurinn Poul Möller virðist hinsvegar vera sá eini sem vonar að hæstiréttur felli annan úrskurð en undir- réttur. Á tólftu síðu blaðsins I dag er greint frá áliti ýmissa ís- lenzkra forvígismanna á þcim dómi scm feildur var í dag. Landsleikir LONDON, DUBLIN — Á mið- vikudagskvöld sigruðu Bretar Júgóslava í landsleik í knatt- spymu á Wembley-leikvangi með tveim mörkum gegn engu. Sama kvöld unnu Vestur-Þjóð- verjar íra í Dublin með 4:0. SJÓNVARPID FEEMNISMÁL! Þingnefnd gerð óvirk til að hindra afgreiðslu málsins! ■ Stjórnarflokkarnir léku furðulegan skollaleik til að af- stýra því að Alþingi fengi á ný sjónvarpsmálið til með- ferðar og yrði að taka afstöðu til þess hvort takmarka beri hermannas'jónvarpið við herstöðina þegar er íslenzka sjónvarpið hefst. ■ Hefur það verið unnið til að láta allsherjarnefnd sam- einaðs þings, sem málinu var vísað til, ekki halda néinn fund í þrjár vikur, og hefur þetta mætt mjög á nefndar- formönnunum, tveimur Alþýðuflokksþingmönnum, sem gripið hafa til skoplegra undanbragða til að halda nefnd- inni óvirkri allan þennan tíma! Tillaga Alþýðubandalagsins í borgarstjórn: BÚR kanni allar leiðir til |sess ai sjá Reykvíkingum fyrir neyzlufiski ■ Borgarstjórn Reykjavíkur fjallaði á fundi sínum í gær m.a. um þá tillögu borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins að fela Bæjarútgerðinni að kanna allar tiltækar leiðir til þess að sjá Reykvíkingum fyrir nægum og góðum neyzlu- fiski allan ársins hring. „Borgarstjórnin ályktar að fcla Rvjarútgerð Reykjavíkur að taka -aumgæfilcgrar athugunar all- ar lciöir, scm tiltækilcgar þættu til þcss að sjá Rcykvíkingum fyrir nægum neyzlufiski árið um kring, þar á meðal hvort nauð- synlegt sé að Bæjarútgerðin sjálf reki nokkra vélbáta, er einbeiti sér að fiskveiðum fyrir borgar- markaðinn. Borgarstjóxnin æskir þess, að athugun þessari verði hraðað, og að tillögur til iausnar þessu vandamáli berist hið alira fyrsta. Jafnframt varar borgarstjórn- in alvarlega við þcirri þróun í verðlagsmálum er hefur I för með sér sífelldar hækkanir á helztu neyzluvörum almennings. Bendir borgarstjórnin sérstak- lega á þá gífurlegu verðhækkun, sem nýlega hefur orðið á fiski, einni helztu neyzluvöru aimenn- ings, og nemur allt að 79%, er hlýtur að koma n_cð lítt viðráð- anlcgum þunga á stórar barna- Framhald á 2. síðu. Það vakti nokkra undrun manna að þinglausnadaginn í gær skyldu settar á dagskrá þingsins þrjár þingsályktunartil- lögur, sem allsherjarnefnd sam- einaðs þings hafði rausnazt til að skila áliti um. Um eina þessara tillagna kvaddi Ragnar Amalds sér hljóðs og gerði uppskátt um furðuleg- an skollaleik, serh hafður hefur verið bak við tjöldin til að af- stýra því að allsherjamefnd fjallaði um tillöguna um tak- mörkun hermannasjónvarpsins við herstöðina. □ Enginn fundur i 5 vikur! Ragnar upplýsti að ekki hefði verið fundur í allsherjarnefnd sameinaðs þings í 5 vikur. Fyrir þrerr.ur vikum var sjónvarpstil- lögunni vísað til nefndarinnar og kvaðst Ragnar dögum oftar hafa beðið formann nefndarinn- ar Sigurð Ingimundarson um að halda fund, en einhvern veginn hafi aldrei af því orðið, svo nefndin hafi aldrei tekið tillög- una fyrir, tillagan ekki svo mik- ið sem lesin í nefndinni. Nefndarformaðurinn fór síðan til útlanda og varamaður hans, Unnar Stefánsson, tók við for- mannsstörfum. ítrekaði Ragnar þegar ósk um fund í nefndinni, en þó slíkum fundi væri marg- sinnis lofað kom þó jafnan eitt- hvað fyrir á síðustu stundu svo að ekki varð af fundi. □ Feimnisinálið Hélt Ragnar því fram, að þessi kynlegi skollaleikur hefði stafað af því að æðri máttarvöld hefðu bannað formanninum að halda fund í nefndinni svo þetta mikla feimnismál, sjónvarpsmálið, kæm- ist ekki að. En þá kom það til Framhald á 2. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.